Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 41V. FRÉTTIR HÓPURINN við landgræðslustörf í Þórsmörk. Jeppafólk við landgræðslu- störf í Þórsmörk Armageddon sýnd allan sólahringinn í Bíóborginni KVIKMYNDIN Armageddon með Bruce Willis í aðalhlutverki verður frumsýnd í 7 sölum Sambíóanna auk Borgarbíós á Akureyri fóstu- daginn 10. júlí nk. Má búast við mikilli ásókn í miða fyrstu sýningar- helgina. Myndin var frumsýnd í Banda- ríkjunum þann 1. júlí og stefnir nú þegar í að verða ein aðsóknarhæsta mynd allra tíma. Þess má geta að Island er með fyrstu löndum utan Bandaríkjanna til að sýna Arma- geddon. Til að anna eftirspurn og gera sem flestum fært að sjá Arma- geddon fyrstu sýningarhelgina hef- ur verið ákveðið að sýna kvikmynd- ina allan sólarhringinn frumsýning- ardaginn 10. júlí. Sýningarnar verða í Bíóborginni, Snorrabraut, og eru sýningartímar sem hér segir: Föstudag 10. júlí: Kl. 17, 21, 24, 3, 6, 9 og 12. „Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lendingum gefst færi á að fara í bíó að næturlagi og í morgunsárið og vona Sambíóin að undirtektir verði jákvæðar hjá bíógestum," segir í fréttatilkynningu. Þess má geta að sérstakur við- búnaður verður í Bíóborginni þessa nótt og mun öflug gæsla tryggja að allt fari vel fram. Póstsýning á Vesturfara- setrinu LÍTIL sýning um póstflutninga verður opnuð sunnudaginn 12. júlí í anddyri Vesturfarasetursins á Hofsósi. Tilgangurinn með sýningunni er að undirstrika hið veigamikla hlut- verk sem pósturinn og póstsam- göngur höfðu í sögu vesturfara. Af þessu tilefni hefur íslandspóstur ákveðið að láta útbúa sérstakan póststimpil fyrh’ Vesturfarasetrið og framvegis geta gestir setursins fengið bréf sín og póstkort stimpluð á staðnum. Til að undirstrika enn frekar þennan þátt mun fræðimaðurinn og UMHVERFISNEFND Ferða- klúbbsins 4x4 efndi helgina 18.-21. júní sl. til landgræðslu- ferðar í Þórsmörk. Ferðin var farin í samvinnu við Landgræðslu ríkisins sem nú vinnur markvisst að uppgræðslu í Þórsmörk og OLÍS hf. sem gaf eitt tonn af áburði. Samskonar ferð var farin á vegum 4x4 í fyrra. Svo virðist sem mikil vakning fyrir umhverf- isvandamálum sé meðal félags- manna 4x4 og áhugi á land- græðslu að aukast til muna því þátttakan í ár var ærið betri en árið áður, en alls mættu 54 ein- staklingar á öllum aldri og báð- um kynjum í ferðina. Haldið var áfram þar sem frá var horfið í fyrra við að dreifa grasfræi og áburði og planta birkiplöntum í suðurhlíðar Þórsmerkurranans. Alls var dreift rúmu tonni af áburði og fræi og vel á fimmta rithöfundurinn Böðvar Guðmunds- son fjalla um íslensku Ameríkubréf- in í fýrirlestrasal Vesturfaraseturs- ins strax að lokinni formlegri opnun sýningarinnar. Eins og flestum er kunnugt fékk Böðvar Islensku bók- menntaverðlaunin árið 1997 fyrh- bók sína, Lífsins tré, en hún er síð- ara bindi örlagasögu vesturfara. Böðvar býr yfir mikilli þekkingu á þessu málefni en einkum hafa ís- lensku Ameríkubréfin verið honum hugleikin, segir í fréttatilkynningu. hundrað plöntur gróðursettar. Að Ioknu starfí þáðu menn, konur og börn hressingu hjá Guðjóni Magnússyni frá Land- græðslunni, en hann stýrði hópn- um í vinnu þennan dagspart. Ferðaklúbburinn bauð um kvöld- ið til mikillar grillveislu. Ferðaklúbburinn hefur um árabil lagt ríka áherslu á góða umgengni og ferðalög i sátt við landið. Klúbburinn hefur staðið fyrir hinum ýmsu landgræðslu- ferðum, m.a. í formi baggaferða þar sem melgresisböggum er raðað í garða til heftingar sand- foks. Slík ferð verður á dagskrá klúbbsins í haust. Umhverfísnefnd 4x4 vill hvetja alla félagsmenn 4x4 og aðra ábyrga ferðamenn til góðrar um- gengni um landið og haga ferð- um sínum þannig að landið hljóti á engan hátt skaða af,“ segir í fréttatilkynningu. Helgarævin- týri undir jökli HJÁ Grænni ferðaþjónustu Snæ- fellsáss-samfélagsins er boðið upp á helgarævintýri undir Jökli helgina 10.-12. júlí. Frá föstudagskvöldi til sunnu- dagseftirmiðdags geta gestir ferða- þjónustunnar notið dulúðar um- hverfisins, slakað á í fagurri náttúr- unni, gengið um orkulínur og álfa- byggðir, farið í bátsferð og dorgað fyrir fisk og upplifað ævintýraríka aksturs- og gönguferð um ýiella- svæði og þekkta sögustaði á Útnes- inu. Allir málsverðir eru framreiddir úr lífræpu og heilsusamlegu hrá- efni. Á laugardagskvöldið er stjörnuspekiumfjöllun og rabb- kvöld. Allt þetta er innifalið í einu verði. Gengið á milli Hvalfjarðar og Kollafjarðar HAFNARGÖNGUHÓPURINN leggur land undir fót miðvikudags- kvöld og gengur yfir Kjalarnesið milli Hvalfjarðar og Kollafjarðar. Farið verður með rútu frá Hafn- arhúsinu að austanverðu kl. 20 og ekið upp að Saurbæ á Kjalarnesi, þaðan verður gengin gömul alfara- leið með Esjuhlíðum suður að Mó- um og ekið til baka að Hafnarhús- inu. Hægt verður að koma í og fara úr rútunni við Kléberg en gangan sjálf hefst um kl. 20.30 við Saurbæ. Litið verður inn í Hvalfjarðar- göng í byrjun ferðar. Allir eru vel- komnir. Sjöunda skóg- argangan SJÖUNDA skógarganga sumarsins á höfuðborgarsvæðinu á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur verður fimmtudaginn 9. júlí. Mæt- ing er kl. 20.30 við hliðið hjá Foss- vogsstöðinni og Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Gengið verður um fyrrverandi at- hafnasvæði Skógi’æktarfélags Reykjavíkur og Hermanns Jóns- sonar og margt minnisvert skoðað. Leiðsögumaður verður Ásgeir Svanbergsson, ráðsmaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Að venju er boðið upp á rútuferð frá Ferðafé- lagi Islands, Mörkinni 6, og er gjaldið 500 kr. Göngurnar eru skipulagðar í samvinnu við Ferðafélag íslands og eru hluti af fræðsluverkefni Skóg- ræktarfélags Islands og Búnaðar- banka Islands. Minnt skal á að þeir sem taka þátt í öllum skógargöng- um sumarsins fá að launum fallegt jólatré. Áttunda ganga sumarsins verður 16. júlí nk. á vegum Skógræktarfé- lags Mosfellsbæjar. Gengið verður um ræktunarsvæði Vilhjálms Lúð- víkssonar við Hafravatn. Kynningar- ganga á Straumsvíkur- svæðinu NÆSTSÍÐASTA ganga sumarsins til kynningar á Straumsvíkursvæð- inu í samvinnu Ferðafélags íslands og Umhverfis- og Útivistarfélags Hafnarfjarðar er í kvöld, miðviku- , dagskvöldið 8. júlí, kl. 20. Farið verður frá Kapellunni um Gerðisstíg og að Þorbjamarstöðum en byrjað verður á að skoða hina stórmerku rúst Kapellunnar í Ka- pelluhrauni. Ferðin er undir leið- sögn Jónatans Garðarssonar. Verð 500 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottfór frá BSÍ, aust- anmegin, og Mörkinni 6. Hægt er að koma á eigin farartækjum á bíla- stæðið við Kapelluna. Kynning á vatnsnuddi HINGAÐ til lands er komið þýskt ' par, Helena Schulz og Shanti Petschel, sem hefur alþjóðlega við- urkenningu sem kennarar í vatns- nuddi, Watsu, sem er tækni sem á rætur sínar að rekja í Zen Shiatsu (japanskt nudd). Haldinn verður kynningarfundur um Watsu nuddið miðvikudags- kvöldið 8. júlí kl. 20.30 í Sjálfefli, Nýbýlavegi 30, Kópavogi, inngang- ur Dalbrekkumegin. LEIÐRÉTT Nöfn féllu niður í FORMÁLA minningargreina um Davíð V. Sigurðsson frá Miklaholti, sem birtust í Morgunblaðinu á útfar- ardegi hans 2. júlí, féllu niður nöfn tveggja fósturdætra Davíðs. Önnur þeirra er stjúpdóttir hans, Erla Valdi- marsdóttir, f. 12. apríl 1923, maki Guðjón Magnússon, bóndi í Hrúts- holti, f. 5. ágúst 1913, og hin var Elín Guðmundsdóttir, f. 20. júní 1915, gift Áma Guðjónssyni, bónda í Stafholts- veggjum, f. 29. des. 1907, en þau era bæði látin. Hlutaðeigendur era beðn- ir afsökunar á þessum mistökum. þú Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra www.mbl.is/boltinn Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki Saga félaganna Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.