Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.07.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 43 Tommi og Jenni Smáfólk Mamma vill ekki láta mig fá Hvernig stendur á því að hund... mamma þín leyfir þér að hafa liund? Ég veit það ekki BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Skólaslit í barna- skóla Akrahrepps í Skagafírði Frá Jóhönnu Sigr. Sigurðardóttur: HINN 23. maí sl. var barnaskóla Akrahrepps í Skagafirði slitið. Helga Bjarnadóttir skólastjóri sleit skólanum í síðasta sinn, en hún hefur starfað við skólann í 38 ár. Viðstaddir athöfnina voru nem- endur og foreldrar þeirra, kennar- ar skólans, formaður skólanefndar, oddviti hreppsins, sóknarprestur- inn á Miklabæ, undirrituð fyrrver- andi skólastjóri o.fl. Margir tóku til máls á þessu fagra vorkvöldi og voru Helgu færðar þakkir fyrir vel unnin störf og munu hreppsbúar og ekki síst börnin í hreppnum sakna Helgu, þvf að auk þess að vera kennari af Guðs náð er hún jafnframt hlý og góð manneskja. Voru Helgu færðar góðar gjafir. Einnig færði Helga samkennurum sínum blóm og hún og fjölskylda hennar gáfu skólanum veglega gjöf. Það var í raun stórkostlegt að vera í Akraskóla þetta kvöld. Björt vorsólin skein um allan fjörðinn og varpaði geislum sínum inn í þetta einstaklega bjarta og fallega skólahús. Fyrir nokkrum árum var byggt í annað sinn við skólahúsið og hef ég sjaldan séð betur heppnaða viðbyggingu, bæði þá fyrri og þá síðari. Tekist hefur að gera húsið þannig úr garði að það þjóni tveimur hlutverkum þ.e. að vera samkomuhús og skólahús með prýði. Arkitektinn á hrós skil- ið og hreppsyfirvöld fyrir hversu vel er staðið að málum þessa litla skóla. Skólastjórnin skýrði frá skóla- starfi vetrarins, m.a. að dans- og tónlistarkennsla hefði verið í skól- anum, að út hafi komið skólablað, að skólanum hefðu borist góðar gjafir og gat þess hversu mikil- vægt er að börnin fá morgun- hressingu og hádegismat í skólan- um og matmóðir skólans, María Helgadóttir, var sérstaklega heiðruð. Nú á tímum hraða og upplausnar er það gott veganesti að sitja saman til borðs og neyta HELGA Bjarnadóttir útskrifar einn nemanda sinn í Barnaskóla Akrahrepps. matar. Má nærri geta hversu náið samband milli skólastjóra, kenn- ara og nemenda myndast í svo fá- ** mennum skóla. Á þessu fallega kvöldi var þó skuggi yfir og hann var sá að einn af kennurunum skólans frá fyrri tíð, hún Anna Jónsdóttir á Stóru- Ökrum, gat ekki verið viðstödd skólaslitin því hún var stödd suður á landi vegna veikinda. Anna kenndi yngri börnum og ennfrem- ur hannyrðir og hússtjómarfræði. Það gátu ótrúlegir hlutir gerst í höndunum á henni Önnu þrátt fyr- ir erfíðar aðstæður til verkmennta- kennslu á árum áður. Margir hlutir sem Anna bjó til með bömunum eru enn notaðir á samkomum skól- ans eins og t.d. litlu jólunum. Athöfninni lauk með kaffisam- sæti sem foreldrafélag skólans sá um af mikilli rausn. Ég óska nýja skólastjóranum til hamingju með stai-fið og veit að hún mun halda vel utan um skólann og bömin sem í honum verða. Það eru meiri forréttindi en margan getur grunað að vera nemandi í jafn frábæmm skóla og Akraskóli er. JÓHANNA SIGR. SIGURÐARDÓTTIR, Haukanesi 9, Garðabæ. Fagnar sameiningunni Frá Erlingi Viggóssyni: DRAUMURINN um sameiningu vinstrimanna er ekki nýr af nál- inni. Mikið hefur verið talað um að þetta mál í áratugi en það var ekki fyrr á aukalandsfundi Alþýðu- bandalagsins nýliðna helgi sem loks var staðfest að samfylking vinstrimanna er framundan. Ég fagna niðurstöðu aukalands- fundarins og því hvernig Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, hefur leitt þetta mál. Vinstrimenn era sterkari samein- aðir en sundraðir hvort sem það er innan verkalýðshrevfingarinnar eða stjórnmálanna. ERLINGUR VIGGÓSSON, fv. form. Verkalýðsfélags Stykkis- hólms, fv. form. Alþýðubandalags- félags Reykjavíkur og fv. stjórnar maður í Sjómannasambandi Islands. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort . sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni * til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Hvar fékkst þú mömmu þína?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.