Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 47
FÓLK í FRÉTTUM
Ljúf stemmning
á Sir Oliver
ÞÓRlRogHaroidlifðusig
vel inn í tónlistina.
► HVER þekkir ekki lögin „When I fall in
Love“, „Georgia", „Autumn Leaves“, „Lean on
Me“ eða Otis Redding lagið „Sitting on the
Dock of a Bay“?
Það eru fáir sem ekki geta raulað með og
lifað sig inn í þá ljúfu tóna sem hljómuðu sl.
fimmtudagskvöld þegar tveir félagar úr
hljómsveitinni „Svartur ís“ spiluðu og sungu
fyrir gesti á Sir Oliver. Það eru þeir Þórir
Ulfarsson og Harold Burr sem ætla að
koma fram áfram á Sir Oliver og víðar um .
bæinn, og er um að gera fyrir fólk í róm- ÍANNa
antiskum hugleiðingum sem og alla unn-
endur fallegrar og sígildrar tónlistar að hlusta
á þá félaga.
Bófar og
kórdrengir
Skuggasvæðið
(Shadow R un)__________
S p e n n ii m y n (I
★★★
Framleiðendur: Geoffrey Reeve, Jim
Reeve. Leikstjóri: Geoffrey Reeve.
Handritshöfundar: Desmond
Lowden. Kvikmyndataka: Eddy Van
Der Enden. Tónlist: Adrian Burch,
David Whittaker. Aðalhlutverk:
Michael Caine, Kenneth Colley,
James Fox, Leslie Grantham, Matt-
hew Pochin, Tim Healy, Rupert Fr-
azer. 92 mín. Bandaríkin. Skífan
1998. Myndin er bönnuð börnum
innan 16 ára.
MICHAEL Caine er frábær leik-
ari og hefur hann sannað það með
myndum á borð við „Sleuth", þar
sem hann lék á móti Laurence Öli-
vier, „Alfie" sem kynnti heiminn
fyrir bresku and-hetjunni, „Man
Who Would Be King“, sem er ein
besta ævintýramynd sem gerð hef-
ur verið, og
„Hannah And
Her Sisters",
sem hann hlaut
Óskarinn íyrir
eftir að hafa
fengið fjórum
sinnum áður til-
nefningu. Því
miður er Caine
einnig þekktur
fyrir það að
hugsa meira um það hvað hann
fær borgað fyiir myndirnar heldur
en gæði handritsins og eru dæmin
um það fjölmörg: „Water“, „Jaws:
The Revenge" og „Swarm“.
Skuggasvæðið fellur einhvers
staðar á milli mistaka og gæða-
mynda Caines, en hann leikur
harðsvíraðan glæpamann sem lik-
ar ekki að peningum er stolið frá
honum. Myndin er eiginlega tvær
sjálfstæðar sögur sem tengjast í
gegnum persónu Caines og ungs
kórdrengs, sem mjög vel leikinn af
Matthew Pochin. Bófarnir eru
flestir leiknir af kunnuglegum
andlitum úr breskum kvikmyndum
og sjónvarpi og standa þeir sig all-
ir prýðilega. Söguþráðurinn í
myndinni er einnig ágætlega út-
færður og ránið er vel útfært.
Helsti gallinn við myndina er að
hún verður nokkuð langdregin á
köflum því reynt er að sýna allar
þær persónur sem komu fram í
skáldsögunni, sem hún er byggð á.
Ottó Geir Borg
Skipholti 19
Sími: 552 9800
glæsilegum vörum. Þess vegna rýmum
við til fyrir nýju vörunum og bjóðum:
RÝMINCARJALA
í haust eigum við von á nýjum og