Morgunblaðið - 08.07.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.07.1998, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Um alla heima og geima Draumurinn um að ferðast til annarra stjarna er eflaust jafngamall manninum. Ottinn við vágesti utan úr öðru sólkerfi virðist á hinn bóginn einvörðungu bundinn við nútímamenn. Slíkar innrásir eru annað helsta yrkisefni geimmynda en þær hafa verið gerðar frá upphafí kvikmyndasög- unnar. Þessar myndir segja einnig frá ferðalögum jarðarbúa til fjarlægra reikistjarna. Jónas Knútsson kynnti sér geimmyndasöguna. ELSTA geimmyndin, sem menn þekkja til, er Ferðin til tunglsins (Le Voyage dans la lune) eftir Georges Méli'es frá árinu 1902. Franski leikstjórinn Frangois Truffaut sagði að kvikmyndasagan hefði í önd- verðu kvíslast í tvær áttir; annars vegar raunsæismyndir sem rekja mætti til Lumi'erebræðra og hins vegar myndir þar sem ímyndunar- aflið fær lausan tauminn en frum- glæðir slíkra mynda væri George Méli'es. Geimmyndir flokkast und- ir þessa tegund mynda en hryllings- , ævintýra- og framtíðarmyndum er gjarnan stungið undir sama hatt auk mynda um fyrirbæri sem eng- um rökum lúta. Geimmyndir á neð- anverðri öldinni drógu dám af bjart- sýni 19du aldar manna og tröllatrú . þeirra á framförum á sviði tækni og vísinda. Hörmungar fyrri heim- styrjaldar settu undireins svip á vís- indaskáldsögur. Geimmyndir drógu síðan dám af bölsýni eftirstríðsár- anna. Togstreitan milli blindrar trú- ar á tækniframfarir og hræðslunnar við slíkar nýjungar speglast í þess- um myndum. Veröld ný og góð Ofangreind tvíræðni kemur fram ef borin eru saman verk einna tveggja ástsælustu rithöfunda ald- arinnar, Jules Verne og H.G.Wells. Sá síðarnefndi virðist hafa tekið tækniframförum með æmum fyrir- vara og spáir því að gervöll heims- byggðin berjist nánast til síðasta blóðdropa í bókum á borð við Tíma- vélina (The Time Maehine), Veröld í vændum (The Shape of Things to Come) og Stríð heimanna (The War of the Worlds). H.G. Wells reit auk þess skáldsöguna Fyrstu mennirnir á tunglinu. Frakkinn Jules Verne einblíndi aftur á móti á kosti tækn- innar og samdi ævintýr þar sem tækninýjungar voru oftar en ekki í öndvegi (Ferðin til tunglsins, Um- hverfis jörðina á áttatíu dögum). Þess ber að geta að Verne lést upp úr aldamótum en Wells lifði fram á miðja þessa öld svo að báðir eru þeir böm síns tíma. Geimmyndir em, sem fyn- segir, náfrænkur framtíðarmynda og fela oftar en ekki í sér einhverja fram- tíðarsýn. Margur spámaður forðum sá fyrir sér miklar geimferðir þegar fram liðu stundir. Oftar en ekki eru þessir tveir flokkar kvikmynda, geimmmyndir og framtíðarmyndir, samofnir eins og í myndinni 2001 eftir snillinginn Stanley Kubrick. Skáldsögur á borð við 1984 eftir Ge- orge Orwell og Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley hafa varað við kúgun mannsandans í náinni fram- tíð. Myndin Metropolis eftir þýska leikstjórann Fritz Lang var ógleymanleg hrakspá um vélrænt samfélag þar sem einstaklingurinn má sín einskis. Charles Chaplin gerði þessu stefí frábær skil í Nú- CHA*CH* .'HAHÁ jfcCHA | Cfí/ C UTSALAN FERÁ ’A! FRAMTÍÐARSÝN Fritz Langs í Metropolis var ekki björt. Maðurinn er orðinn þræll tækninnar. Reyndist Lang sannspár? STANLEY Kubrick leikstýrir myndinni 2001. tímanum (Modern Times) þar sem flækingurinn festist í vél í verk- smiðju og verður eins konar tákn- mynd nútímamannsins þar sem hann velkist um í tannhjólunum og fær sig hvergi hrært. I skugga kalda stríðsins Þótt faðir geimmynda hafi verið Fransmaður hafa Bandaríkjamenn verið nánast einir um hituna. Geim- myndum óx fískur um hrygg þar í landi á sjötta áratugnum. Innrás- armaðurinn utan úr geimnum hét oftast Igor eða öðru slavnesku nafni og lenti iðulega í Bandaríkjunum. Igor eða Zandor stefndi einatt að heimsyfirráðum. Oft sneru kvik- myndamenn þessu við og geimver- umar urðu fyrir árás af hendi heimamanna áður en þeir gátu komið friðarboðskap sínum til skila. Má þarna greina viðhorfsmun á dögum kalda stríðsins þótt varast beri að túlka um of. Vísindaskáldsögur, hvort heldur á bókfelli eða filmu, þóttu lengi vel ekki góð latína og hafa verið horn- reka í heimi bókmennta og kvik- mynda. Höfðað var til yngri áhorf- VÉLMENNIÐ Robbi í Forboðnu plánetunni (The Forbidden Pla- net). Niðji hans fer nú með stórt hlutverk í myndinni Týnd í geiminum. enda og geimmyndir oft gerðar af vanefnum. Risarnir í Hollywood létu lengi vel minni spámönnum eftir að gera slíkar myndir. Oftar en ekki rata margar geimmyndir á lista yfir verstu myndir kvik- myndasögunnar þótt flestar þess- ara mynda ættu að heita saklaus skemmtun fyrir börn og unglinga og stæðu langflestar undir nafni sem slíkar. Bretar hafa ekki legið á liði sínu í þessum efnum. Veröld í vændum (The Shape of Things to Come) eftir sögu H.G. Wells var ein fyrsta framtíðarmyndin. Dagur þríungana (The Day of the Triffids) lýsti furðuverum sem reyna að kúga gervallt mannkyn til hlýðni. Bretinn Nicolas Roeg gerði Manninn sem féll til jarðar (The Man who Fell to Earth) en sú mynd var besta geimmynd sem gerð var á áttunda áratugnum. Fjöllistamaðurinn David Bowie og leikkonan Candy Clark áttu þar stórleik. Stjörnustríð Bandariskar kvikmyndir fengu snert af félagsraunsæi eftir seinni heimstyrjöld. Þessi stefna var afar áberandi á seinni hluta sjötta ára- tugarins. Málsmetandi kvikmynda- menn forðuðust geimmyndir eins og heitan eldinn, sér í lagi á sjötta og sjöunda áratugnum. Nafni Méli'es, George Lucas, sameinaði ævintýra- myndir og geimmyndir í Stjörnu- stríðsþríleiknum (Star Wars, The Empire Strikes Back, The Revenge of the Jedi) á áttunda og níunda áratugnúm og er það meira afrek en margan grunar því að fáum hafði tekist það áður. Myndirnar voru óð- ur til ódýrra framhaldsmynda sem sýndar voru á undan aðalmyndinni í kvikmyndahúsum en þessar myndir voru síðar endursýndar í sjónvarpi og mótuðu heila kynslóð kvik- myndamanna. Stjörnustríðsmyndirnar eru bráðskemmtilegar og athygli vekur að þær marka straumhvörf í gerð vísindaskáldsagna f'yrir breiðtjald að því leyti að Vesturlandabúar virðast hafa tekið tæknina í sátt að nýju. Aður gerði Lucas framtíðar- myndina THX 1138. Sú mynd var mjög í anda skáldsögunnar 1984 eft- ir George Orwell. Geimmyndir og hryllingsmyndir hafa oft átt samleið og nægir þar að nefna Geimveru- myndirnar (Aiien o.s.frv.), Ofreskj- una (The Thing) og Event Horizon. Ef til vill hafa geimmyndir orðið vinsælastar sem bandarískt sjón- varpsefni. Nægir þar að nefna þátt- araðirnar Stríðstirnið Galactica, Buck Rogers, Babylon 5, Geimferj- una (Star Trek), Geimstöðin 1999, og síðast en ekki síst Týnd í geimn- um (Lost in Space). Þættimir Mig dreymir um Jeannie (I Dream of Jeannie) sögðu frá geimfara sem kvæntur er galdrakvendi. Geimmyndir verða að raunsæisformi Raunveralegar geimferðir hafa orðið mönnum að yrkisefni og orðið á CHÁ\ FULLT A M0RGUN CHA CHA # CIÍA CHA * CHA CHAXCHA CHA#CHA CHAHfC-HA CHA-WCHA —...'^A*CHA f CHA ♦ CHA \ Verslunin CHA CHA Kringlunni og Hringbraut JL-húsinu Jf Herradagar 6.-14. júlí 10-15% afsláttur SýnísKorn Þ71GLUGGINN Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, sími 565 4275. Opnunartími í júlí, mánud-fimmtud. kl. 10—18, föstud. kl. 10—18.30, laugard. lokað. HlockerAl Verð áður 5.990 Verð nú 5-090 Verð áður 6.990 Verð nú 5.940

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.