Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 49

Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 49 FOLK I FRETTUM GEIMMYNDIR eru ekki lengur gerðar af vanefnum eins og sjá má á myndinni Návígi (Close Encounters of the Third Kind) eftir Steven Spielberg. geimmyndum. Nægir þar að nefna Solaris eftir rússneska leikstjórann Andrei Tarkovski en efnið sótt Tar- kovski í samnefnda skáldsögu eftir Stanislas Lemm. Pví miður hafa Rússar gert fáar geimmyndir. Kommúnistar töldu slíkar myndir til marks um borgaralega úrkynjun og flótta frá raunveruleikanum og þröngvuðu félagsraunsæi upp á bændur og búalið í meira en hálfa öld. Myndin Fimmta frumefnið eft- ir Frakkann Luc Besson var svo vanhugsuð að hetjan og illmennið ÞESSI furðuvera er vart týnd í geimnum þótt henni bregði fyrir í samnefndri mynd. mætast aldrei í myndinni. Bretar gerðu Hvell-Geira (Flash Gordon) á lok áttunda áratugarins. Einhver hugvitsmaður tók upp á því að gera myndina Gandgeira (Flesh Gor- don). Þegar menn héldu að nú hefðu þeir séð bókstaflega allt var gerð framhaldsmynd um Gandgeira til að kóróna vitleysuna. Þjóðverj- inn Wolfgang Petersen gerði myndina Fjandvinir (Enemy Mine) en fylgdi þar bandarískri forskrift líkt og landi hans Emmerich. Gamanmál í geimnum Gamanleikarinn Jerry Lewis lék geimveru í myndinni Heimsókn til lítillar plánetu (Visit to a Small Pla- net) sem gerð var eftir leikriti eftir Gore Vidal. Mel Brooks hugðist gera grín að myndaröð George Lucasar í myndinni Geimboltum (Spaceballs) en sjálfar Stjömustríðsmyndimar vom í raun fyndnari en þessi ósköp. Flestar geimmyndir era fáránlegar í eðli sínu svo að oft er líkt og menn séu að bera í bakkafullann lækinn þegar gert er grín að slíkum mynd-' um. Sveinsstykki leikstjórans Johns Carpenters, Helstimið (Dark Star), ein frumlegasta geimmynd sem gerð hefur verið, er jafnframt gaman- mynd. Bakkabræður (The Three Stooges) náðu til tunglsins en Abbot og Costello komust til Mars. Gaman- leikarinn Don Knotts hélt ótrauður i upphæðh- í myndinni Seinheppna geimfaranum (The Reluctant Astro- naut). Eldflaugakappinn (Roeket- man) fjallaði um geimfara sem greinilega var náskyldur Knotts og felögum. r Islendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Stutt- myndin Sól sól skín á mig segir frá geimferð, að ógleymdri Oxmá- plánetunni. Geimmyndir hafa und- anfarið fengið byr undir báða vængi eftir því sem tæknibrellum hefur fleygt fram. Lunginn úr tekjuhæstu myndum kvikmyndasögunnar (E.T., Stjörnustríð, Menn í svörtu, Full- veldisdagurinn) eru geimmyndir svo að þetta form á eftir að lifa góðu lífí næstu áratugi þótt margir kjósi ef- laust að halda sig við hversdagslegri sögur og hafa fæturna á jörðinni. GEIMÁLFURINN E.T. er vin- sælasta geimvera allra tíma. INNRÁS úr geimnum (Invasion of the Body Snatchers) er dæmigerð fyrir bandarískar vísindaskáldsögur frá McCarthy-tímanum. kveikjan að nokkrum myndum. Ro- bert Altman gerði Niðurtalningu (Countdown) um geimfara á vegum NASA. Einvalalið (The Right Stuff) og Apolló 13 eru sannsögulegar. 2001 er í raun eina frammúrstefnu- myndin sem náð hefur lýðhylli. Þetta meistaraverk er eflaust besta mynd sem gerð hefur verið um geimferðir fyrr og síðar. Höfundar Steingeitarinnar (Capricorn One) gerðu því skóna að bandaríska leyniþjónustan hefði sett fyrstu tunglgönguna á svið á sínum tíma og hikaði ekki við að myrða saklaust fólk til að leyna svikunum. Ef til vill endurgerir Oliver Stone þessa mynd einn góðan veðurdag. Þjóðverjinn Roland Emmerich glæddi með Fullveldisdeginum (Independence Day) að nýju geim- myndh- um illvígar furðuverur sem hyggjast leggja jarðarbúa að velli. Höfundar sóttu mikið í smiðju H.G. Wells (The War of the Worlds), þó ekki samtölin. Myndin Stjörnudátar (Starship Troopers) var af svipuð- um toga spunnin nema í þeirri mynd börðust Ameríkumenn við risavaxnar pöddur út í himinhvolf- inu. Furðu sætir að þótt nú á dögum sé varið milljónum til gerðar vís- indaskáldsagna hafa þær aldrei ver- ið fáranlegri eins og þessar tvær myndir bera vott um. Segja má að fátæklegar tæknibrellur í geim- myndum á sjöttu áratugnum hafi verið í fullu samræmi við önnur efn- istök. Nú á dögum era hins vegar oft hjákátleg samtöl, fráleitt handrit og vondur leikur á skjön við glæsi- legar tölvubrellur. Aðrir þjóðir en Bretar og Bandaríkjamenn hafa spreytt sig á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.