Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 1
 KNATTSPYRNA prúðastir Frakkar og Eng- lendingar Frakkar og Eng- lendingar deildu með sér háttvísis- verðlaunum Alþjóða knattspyrnusam- bandsins (FIFA) á heimsmeistaramót- inu sem lauk á sunnudaginn. Hvort Iið hlaut 828 stig en stig eru gefin fyrir íþróttamannlega framkomu og já- kvætt viðhorf til íþróttarinnar. Norð- menn urðu í þriðja sæti með 822 stig. Frakkar voru efstir fyrir úrslita- leikinn á sunnudag- inn en misstu nokk- ur stig þegar Marcel Desailly var rekinn af velli, en alls voru þrír Frakkar reknir af velli í keppninni, Laurent Blanc og Zinedine Zidane og einn Englendingur, David Beckham. Þjóðirnar tvær fá hvor um sig bikar fyrir háttvísina og ýmsan varnig sem tengist knattspyrnu fyrir um tvær millj- ónir króna og á að nota hann fyrir knattspyrnu barna og unglinga. Vala í góðum félagsskap í New York VALA Flosadóttir, stangarstökkvari úr ÍR, er eini fslenski keppandinn á Friðarleikunum sem hefjast í New York á sunnudaginn. Ljóst að hún verður í góðum félagsskap í stangarstökkskeppninni og fær verðuga keppni, en alls eru ellefu keppendur skráð- ir til leiks, þar af sjö af þeiin sem bestum árangri hafa náð utanhúss á árinu. Vala er sem stendur í fimmta til sjötta sæti listans með 4,36 in. Fyrstan af andstæðingum Völu skal nefna heiins- methafann Emmu George frá Ástralíu sem hæst hefur stokkið 4,59 m á þessu ári. Hún hefur hins vegar ekki náð sér á strik á mótum í Evrópu sfðustu vikur, en mun leggja mikinn metnað í að vera í sem bestri æfingu á Friðarleikunum. Annar andstæðing- ur er „íslandsvinurinn“ og Tékkinn Daniela Bar- tova sem er handhafi Evrópumets- ins utanhúss, 4,51 m. Þá verður heimsmeistarinn innanhúss, Stacy Dragila, og sú kona sem hefur náð hefur þriðja besta árangri ársins, 4,42 m. Hún verður á heimavelii ásamt Melissu Price sem stokkið hefur jafnhátt og Vala, 4,36 m. Þá verða einnig heimamennirnir Kellie Suttle er lyft hefur sér yfir 4.27 m og Kimberly Becker er hæst hefur farið 4,10 m. á meðal keppenda. Einnig spreytir sig Evrópu- meistarinn innanhúss, Anzhela Balakhanova frá Úkraínu, sem hæst hefur stokkið 4,40 m og á fjórða besta árangur ársins og sú á eftir Völu á heimslistanum í dag, Tanya Gregorieva frá Rússlandi, 4,35 m. Það er því ljóst að um hörku- keppni verður og fróðlegt að fylgjast með hvernig Völu vegnar. Ekki er ósennilegt að gerð verði atlaga að heimsmetinu auk þess sem líklegt er að sótt verði hart að landsmetum Framarar til Þýskalands FRAMLIÐIÐ í handknattleik karla mun taka þátt í sex liða móti í Wernigerode í Þýskalandi f ágúst. Önnur lið á rnótinu eru Magdeburg, sem Olafur Stefáns- son leikur með, Bad Schwartau, sem Sigurður Bjarnason leikur með, ungverskt og tékkneskt lið og líklega Dassauer, sem Jason Olafsson leikur með. Eftir mótið fara Framarar til Magdeburg, þar sem þeir leika við Ólaf og félaga í nýju höllinni þar í borg, sem er ein glæsilegasta handknattleikshöll landsins. Mætt í slaginn að nýju Morgunblaðið/Arnaldur RAGNA LÓA Stefánsdóttir fótbrotnaði illa í landsieik á Laugardalsvelli í september síðastliðnum og hefur ekki spilað leik sfðan. Hún kom inn á sem varamaður hjá KR, sem vann Val 3:0 ■ 8 liða úrslitum bikarkeppn- innar í gærkvöldi. Frá vinstri: Ásthildur Helgadóttir, Olga Færseth, Ragna Lóa og Edda Garðarsdóttir, sem hélt upp á 18 ára afmæli sitt með sigri. Frakkar nálgast Brasilíumenn HEIMSMEISTARAR Frakka nálguðust Brasilíumenn á styrk- leikalistanum í knattspyrnu, sem alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, gaf út í gær. Frakkar stukku upp um fimmtán sæti á list- anum, fóru úr sautjánda sæti í ann- að - eru aðeins 3,64 stigum á eftir Brasilíumönnum, sem eru í efsta sæti eins og undanfarin sex ár, með 73,84 stig. Islenska landsliðið stökk upp um þrjú sæti án þess að hafa leikið síð- an listinn var síðast gefinn út í maí. ísland er í 69. sæti með 38,90 stig, í hópi með Mali, Burkina Faso, E1 Salvador, Zimbabwe, Qater og Sviss, svo einhverjar þjóðir séu nefndar, en Svisslendingar eru í 73. sæti. Þjóðverjar eru í 3. sæti, voru í 2. Rróatar stukku upp um fimmtán sæti við árangur sinn í HM, fóru úr 19. sæti í það 4. Argentína er í fimmta sæti, síðan kemur Tékk- land, Júgóslavía, Holland, sem fór úr 25. sæti í það 8., Ítalía, England, Noregur, Mexíkó, Rúmenía, Spánn, Chile, Marokkó, Kólumbía og Dan- mörk, sem fór úr 27. sæti í það 18. Nígeríumenn stíga hægt upp á listanum, fóru upp um 10. sæti í 64. Eftir nokkuð magra tíð að undan- fórnu náði liðið nokkrum ágætum úrslitum á HM og virðist aftur á uppleið. Amljótur til liðs við Fram ARNLJÓTUR Davíðsson knatt- spyrnumaður, sem hefur leikið með IR í sumar og í lok síðasta tímabils, hefur skipt yfir í Fram. Hann er uppalinn hjá Fram og lék með félaginu fyrir nokkrum árum. Félagaskiptin voru gerð í fullri sátt milli Aimljóts og knattspyrnudeildar IR. Hann verður áfram þjálfari 7. flokks karla hjá IR þó svo að hann leiki sjálfur með öðru félagi. ÍR-ingar era að skoða leikmannamál sín og hafa í hyggju að styrkja lið sitt enn frekar fyrir lokaátökin í deildinni. Steindór í Fram? Steindór Elíson, sem hætti sem þjálfari HK í síðustu viku, hefur í hyggju að skipta yfn- í Fram. Að sögn Júlíusar Stefáns- sonar, formanns knattspyrnu- deildar HK, hefur Steindór ekki enn gengið frá félagaskiptum yf- ir í Fram. Steindór lék með Fram í yngri flokkum, eða áður en hann flutti í Kópavoginn. : • FRJÁLSAR: ER MEÐ SKRÁ YFIR A-ÞJÓÐVERJA SEM TÓKU ÓLÖGLEG LYF/B5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.