Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ GOLF FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 B 3 Þeir hafa sigrað á Birkdale ár lan Baker-Finch, Ástralíu Tom Watson, Bandar. Johnny Miller, Bandar. Lee Trevino, Bandar. Peter Thompson, Ástralíu Arnold Palmer, Ástralíu Peter Thompson, Ástralíu Högg agurl 2 3 4 Samtals 71 71 64 66 = 272 67 68 70 70 = 275 72 68 73 66 = 279 69 70 69 70 = 278 74 68 72 71 = 285 70 73 69 72 = 284 72 71 69 71 = 283 BANDARÍKJAMENN hafa staðið sig vel miðað við þær framandi aðstæður sem þeir hafa mátt þola á Opna breska meistaramótinu. Hér slær Mark O’Meara úr glompu á Birkdale, þar sem mótið hefst í dag. Linar Westwood þjáningar Breta pútterinn ekki nógu þjáll í höndum hans þann daginn. Þó tókst honum á táknrænan hátt að sýna vald sitt með því að ljúka keppni ofar á töfl- unni en sjálfur Tiger Woods. í síðasta mánuði vann Nicklaus enn eitt afrekið, þegar hann komst í gegnum fækkun keppenda eftir tvo daga á Opna bandaríska mót- inu, erfiðasta einstaklingsmóti heims. Þegar hann gekk inná síðustu flötina, vissi hann af reynslunni að hann þurfti að setja um fimmtán metra pútt í til að tryggja sér keppnisrétt síðustu tvo dagana. Margir bestu kylfingar heims höfðu reynt að pútta frá sama stað, en bolti þeirra staðnæmdist oftast á holubarminum. Nicklaus þrífst á stundum sem þessum og sýndi það í verki er fullkomið pútt hans rataði rétta leið. Hverjum datt nokkuð annað til hugar? Harður heimur írski kylfmgurinn, Paul McGinley, sem leikur nú á evr- ópsku mótaröðinni, snæddi eitt sinn kvöldverð með Nicklaus. Þar sagði „gullni björninn“: „Veistu hvað; 99% af tíma mínum á golf- vellinum eyddi ég í að tapa.“ Þessi orð láta vel í ljós hversu harður heimur atvinnumennskan er. Getgátur manna um að sam- keppni hefði verið af skomum skammti á blómaskeiði Nicklaus, eru ekki á rökum reistar. Við hann öttu kappi snillingar á borð við Gary Player, Arnold Palmer, Tom Watson og Severiano Ballesteros. Allt eru þetta menn sem voru næstum áskrifendur að meist- aratitlum. Ferilsskrá Nicklaus ber vott um að þarna er afburðakylfingur, sem gæddur er náðargáfu sigurvegara. Hann hefur nú dregið sig í hlé frá stórmótum, en ætlar að leika á öll- um fjórum mótunum árið 2000, sama ár og hann hættir keppni á aðalmótaröð Bandaríkjanna. „Eg mun þó leika á nokkrum mótum á öldungamótaröðinni, en ég ætla ekki að halda áfram að keppa við krakkana.“ Hann sagði í viðtali við Sky-sjón- varpsstöðina á dögunum, að hann hygðist eyða meiri tíma með barnabörnum sínum. Undirritaður skilur þetta aðeins á einn veg. Hann ætlar að hvíla lúin bein, og slæma mjöðm, og kveðja síðan með pomp og prakt á Opna breska mót- inu á St. Andrews, „vöggu“ golfs- ins, á aldamótaárinu. Hann mun eiga síðasta orðið. „Ég vildi ekki ljúka keppnisferli mínum á stór- mótum hlustandi á getgátur manna um að ég gæti ekki leikið gott golf lengur." Þeir hafa sigraö oftast Kylfíngarnir eru Bretár nema annað sé tekið fram. 6 - Harry Vardon. (18%, 1898, 1899,1903,1911,1914). 5 - J.H. Taylor (1894, 1895, 1900, 1909, 1913), James Braid (1901, 1905, 1906, 1908, 1910), Peter Thomson, Ástralíu (1954, 1955, 1956, 1958, 1965), Tom Watson, Bandar. (1975, 1977, 1980,1982,1983). 4 - Willie Park (1860, 1863, 1866, 1875), Tom Morris eldri (1861, 1862, 1864, 1867), Tom Morris yngri (1868, 1869,1870, 1872), Walter Hagen, Bandar. (1922, 1924,1928,1929), Bobby Locke (1949,1950,1952,1957). 3 - Jamie Anderson (1877, 1878, 1879), Bob Ferguson (1880, 1881, 1882), Bobby Jo- nes, Bandar. (1926,1927, Í930), Henry Cotton (1934, 1937, 1948), Gary Player, S-Afr. (1959, 1968, 1974), Jack Nick- laus, Bandar. (1966, 1970, 1978), Severiano Ballesteros, Spáni (1979, 1984, 1988), Nick Faldo (1987,1990,1992). BRETAR eru vongóðir um að nú eignist þeir loks sigurveg- ara á Opna breska meistara- mótinu. Nick Faldo sá um þá hlið mála áður fyrr, en hann sigraði síðast árið 1992. Hann hefur ekki náð sér á strik í um tvö ár og því líta heimamenn til Lee Westwood, sem hefur staðið sig með prýði í ár. Opna breska meistaramótið er elst þeirra golfmóta í heiminum sem enn eru við lýði. Það hóf göngu sína árið 1860 á Preswick-vellinum, en þar var mótið haldið allt til árs- ins 1873, þegar mótshaldarinn, Hinn forni og konunglegi golfklúbb- ur St. Andrews, flutti mótið á sinn eigin völl - á smábænum St. Andrews á austurströnd Skotlands. Næstu árin skiptust þrír klúbbar um hlutverk gestgjafans, St. Andrews, Prestwick og Mussel- burgh. Allir eru þessir vellir í Skotlandi. Ekkert mót var haldið árið 1872, því þá ríkti þar mikið millibilsá- stand vegna þess að Tom Morris hinn yngri hafði unnið sigurlaunin, stórt og mikið belti, til eignar. Keppni hófst aftur árið 1872 þegar mótshaldarar kynntu nýjan verð- launagrip til sögunnar - silfurkönn- una sem leikið er um nú á dögum. Akveðið var að þeir sem næðu að sigra þrjú ár í röð fengju ekki að eiga hinn nýja verðlaunagrip, sem var góð ákvörðun vegna þess að þremur kylfingum hefur tekist það síðan kannan góða kom til sögunn- ar, Bretunum Jamie Anderson og Robert Ferguson auk Ástralans Peters Thomsons. Opna breska mótið hefur farið fram á fjórtán golfvöllum á Bret- landseyjum, sjö þeirra eru í Englandi. Þar á meðal er hinn kon- unglegi Birkdale-golfvöllur í Lancashire - ekki langt frá Manchester. Þar hefur mótið verið haldið alls sjö sinnum, en þar hefur enginn Breti eða Evrópubúi staðið uppi sem sigurvegari. Þó Birkdale liggi við sjávarsíðuna og hafí því flest einkenni strandar- valla, er hann vissulega eilítið líkari bandarískum völlum en flestir aðrir berangursvellir á Bretlandseyjum. Bandaríkjamönnum hefur einmitt gengið mjög vel á Opna breska mót- inu, sérstaklega á Birkdale. Það verður því fróðlegt að sjá hvort Breti nær loks að sigra á Birkdale og rjúfa þannig hefðina, sem Bretar vilja síst ræða um. Aðstæður verða erfiðar Englendingar halda í vonina að nú sé komið að breskum sigri á Birkdale, en þar hafa Bandaríkja- menn og Astralir einokað silfur- könnuna. Þeir treysta á hinn 25 ára Lee Westwood, sem hefur leikið mjög vel að undanförnu og sigrað á fjórum mótum á þessu ári - síðast á Loch Lomond-mótinu um liðna helgi. „Það er engin ástæða fyrir því að ég geti ekki unnið aftur núna,“ segir Westwood. Golfspekingar á Bretlandseyjum telja að leikur Westwoods minnki væntingarnar, sem löngum hafa verið gerðar til Colins Montgomerie, og að sá síðarnefndi nái því loksins að sigra á stórmóti. Honum hefur þó ekki gengið mjög vel í mótinu síðustu ár. Þessir tveir kylfíngar eni líklega eina von Breta í ár, því N-írinn Dan’en Clarke hef- ur verið mjög brokkgengur upp á síðkastið. Bandaríkjamenn eiga, sem fyrr, mikið úrval kylfínga sem geta sigr- að á stórmóti, t.d. titilhafann Justin Leonard. Hans bíður verðugt verk- efni, að veija titil á Opna breska meistaramótinu. David Duval hefur aldrei sigrað á stórmóti, en hefur leikið best allra í Bandaríkjunum frá sl. október. Eins og flestum er kunnugt hefur Tiger Woods ekki leikið jafn vel í ár eins og hann gerði í fyrra en hann á eigi að síður góða möguleika á sigri. Annar kylfingur, sem verður að teljast líklegur sigurvegari, er bar- áttujaxlinn Jim Furyk. Hann er mjög fjölhæfur, getur því sigrað á hvaða stórmóti sem er, og hefur alla burði til að leika vel í hvassviðri, sem verður eflaust mildð á Birk- dale, ef marka má veðurspá. Tom Watson, sem er orðinn 48 ára, hefur leikið vel í ár og hefur að auki hampað silfurkönnunni fimm sinn- um. Það er því aldrei að vita hvað hann gerir, en hann er mjög vinsæll á Bretlandseyjum. A spjöldum sögunnar • Tom Morris hinn eldri er elsti sigurvegain mótsins frá upphafi, en hann vai' 46 ára og 99 daga gamall er hann sigraði árið 1867. • Sonur Morris og alnafni, Tom Morris hinn yngri, er yngsti sigurvegarinn í sögu mótsins. Hann var aðeins 17 ára, fimm mánaða og átta daga gamall er hann bar sigur úr býtum ári eftir fyrmefndan sigur fóður síns. • Tom Morris hinn yngiá hampaði silfurkönnunni fjögur ár í röð, en það hefur enginn leikið eftir honum. Sigurganga hans hófst árið 1868. • Faðir hans hefur sigrað með mestum mun á Opna breska mótinu, 13 höggum. • Þrír áhugamenn hafa staðið uppi sem sigurvegarar á mót- inu. Bandaríkjamaðurinn Bobby Jones er fremstur í flokki, hefur utmið þrisvar; 1926, 1927 og 1930. Harold Hilton hefui’ tvfvegis sigrað, 1892 og 1897, og John Ball hefur sigi’að einu sinni - árið 1890. Það eru því 68 ár síðan áhuga- maður sigraði síðast á Opna breska mótinu. • Tiger Woods og Iain Pyman hafa báðir lokið leik á 281 höggi sem áhugamenn, en enginn áhugamaðm- hefur leikið jafn vel á mótinu. • Jack Nicklaus hefur lent oft- ast allra í öðru sæti, eða sjö sinnum. Hann hefur sextán sinnum lent í einu af fimm efstu sætunum, sem er met, en því deilir Nicklaus með J.H. Taylor. • Taylor þessi sigraði í mótinu árið 1894 á hæsta höggafjölda, sem sigurvegari hefur nokkru sinni leikið á, eða 326 höggum. • 19 ár liðu á milli fyrsta sigurs Taylors í mótinu, 1894, og þess síðasta, 1913. Þetta er lengsta tímabil á milli fyrsta og síðasta sigurs nokkurs manns í Opna breska mótinu. LANDSMOT ODDFELLOWA í GOLFI Verður haldið á golfvellinum í Urriðavatnsdölum, laugar- daginn 25. júlí 1998. Leikið eftir punktakerfi, með og án forgjafar. Hámarksforgjöf karla 28 og kvenna 32. Rétt til þátttöku hafa allir Oddfellowar og makar þeirra. Fjöldi keppenda er takmarkaður. Þeir sem vilja tryggja sér þátttöku hafi samband við vallarvörð; Hildi Pálsdóttur í síma 565 9092 í síðasta lagi sunnudaginn 19. júlí n.k. Á vegum mótsnefndar mun Martyn Knipe golfkennari GO veita Oddfellowum og mökum skráðra keppenda endur- gjaldslausa kennslu á æfingasvæði klúbbsins frá kl. 10.00 til kl. 16.00 á mótsdag og mun vallarvörður sömuleiðis sjá um tímabókanir. Afhending mótsgagna fer fram föstudaginn 24. júlí kl. 20.00 í Oddfellowhúsinu í Hafnarfirði að Staðarbergi 2-4. Landsmótsnefnd. Styrktaraðilar: Ajsturbakki hf. P.O. BOX 909 —121 REYKJAVfK, ICELAND Happa! FÉLAGSBÓKBANDI' BÓKFEU HF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.