Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 B 5 ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR Bandaríkjamaðurinn Frank Shorter vill ÓL-gullið fyrir maraþonhlaup í Montreal 1976 FRANK Shorter er er hér fremstur í maraþonhlaupinu, á vinstri hönd hans kemur Waldemar Cierp- inski, sem stóð uppi sem sigurvegari. Fyrir aftan Schorter á hægri hönd er hinn kunni hlaupari frá Finnlandi, Lasse Viren, sem varð sigurvegari í 5.000 og 10.000 m hlaupi bæði á ÓL 1972 og 1976. FOLK ■ MARY-Jose Perec, ólympíu- meistari í 200 og 400 m hlaupi kvenna, frá Frakklandi, hefur til- kynnt að hún keppi ekki á Evrópu- meistaramótinu í Búdapest í ágúst vegna meiðsla. ■ PEREC sem er þrítug keppti nær ekkert á sl. ári vegna meiðsla ’r hásin og hefur ekki náð að jafna sig á þessu ári. Hún vill ekkert segja um það enn hvort meiðslin leiði til þess að hún verði að leggja keppnis- skóna á hilluna. Hún varð Evrópu- meistari í 400 m hlaupi á Evrópu- meistaramótinu í Helsinki fyrir fjórum árum. ■ MICHAEL Johason frá Banda- ríkjunum ætlar að keppa í 400 m hlaupi á Friðarleikunum í New York í næstu viku. Mótshaldarar höfðu vonað að hann myndi einnig vera á meðal keppenda í 200 m hlaupi, en hann er heimsmethafí í þeirri grein. ■ JOHNSON segist ekki hafa feng-, ið sig nægilega góðan af meiðslum í læri til þess að hann treysti sér til að keppa í báðum greinum. ■ SERGEI Bubka, heimsmethafi í stangarstökki karla, frá tíkraínu og sexfaldur heimsmeistari hefur ekki náð sér á strik í sumar. Hann felldi byrjunarhæð á Bislett-leikunum í Ósló á dögunum. Á „Gullmótinu" í Róm í fyrrakvöld stökk hann yfir 5,50 í fyrstu tilraun en felldi síðan 5,60 í þrígang og var þar með úr leik og hafnaði í 11. sæti. Heimsmet- hans utanhúss er 6,14 metrar og hefur Bubka sagt að hann geri sér vonir um að bæta það í sumar. ■ CATHYFreeman, heimsmeistari í 400 m grindahlaupi kvenna, frá Ástralíu keppti ekki í Róm í fyrra- kvöld vegna meiðsla sem í fyrstu voru talin alvarleg. Eftir ítarlega læknisskoðun í gær kom í ljós að meiðslin eru lítilshátttar og eiga að jafna sig með stuttri hvfld. Þorbjörn Atli Sveinsson samdi til þriggja ára við Kaupmannahafnarliðið Brondby Þúsundir mættu á fyrstu æfinguna „Ég er með skrá yfir A-Þjóðverja sem tóku ólögleg lyf“ FRANK Shorter frá Bandaríkj- unum, Ólympíumeistari í maraþonhlaupi 1972, hefur í hyggju að eignast önnur gull- verðlaun fyrir maraþonhlaup á Ólympíuleikum þrátt fyrir að vera orðinn 50 ára og ekki lengur í fremstu röð. Gull- verðlaunin sem hann sækist eftir eru fyrir hlaup sem fór fram fyrir 22 árum, nánar til- tekið á Ólympíuleikunum í Montreal 1976. Þá varð Shorter að sætta sig við að koma næstur á eftir lítt þekktum hindrunarhlaupara frá A-Þýskalandi, Waldemar Cierpinski, og fá silfurverð- laun. Nú segist Shoreter hafa undir höndum upplýsingar um að Ci- erpinski sé einn fjölmargara íþróttamanna íyrrverandi A-Þýska- lands sem notaði árum saman ólög- leg lyf til þess að bæta árangur sinn í íþróttum. „Ég er með skrá yfír íþróttamenn A-Þýskalands sem skipulega tóku ólögleg lyf undir ná- kvæmu eftirliti lækna og þjálfara," segir Shorter. „Á henni eru júdó- menn, sundmenn og frjálsíþrótta- menn. Maður númer 62 á skránni er Waldemar Cierpinski." Shorter hefur því undirbúið kröfu sem hann hyggst senda AI- þjóða Ólympíunefndinni, IOC, þar sem hann fer fram á að Cierpinski verði sviptur gullverðlaununum þar sem hann hafí haft rangt við. Verði IOC við þessu fær Shorter gull- verðlaunin. „Cierpinski mun eflaust segja að hann hafi ekki haft vit- neskju um að bætiefnin sem honum voru gefin hafi verið ólöglegt lyf. Þau rök hans eru ekki trúverðug þar sem ég hef einnig upplýsingar um að hann hafi verið njósnari hjá Stasi og m.a. átt að fylgjast með því hvort íþróttamenn notuðu lyf sín.“ Þess má geta að Cierpinski varð einnig Ólympíumeistari í maraþon- hlaupi í Moskvu 1980 og er annar tveggja manna sem hefur unnið þessa grein í tvígang á Ólympíu- leikum. Rannsókn á skipulagðri lyfjanotkun Undanfarna mánuði hefur staðið yfir rannsókn á skipulagðri lyfja- notkun í A-Þýskalandi á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Þá standa yfir réttarhöld yfir læknum og þjálfurum sem störfuðu með fremstu íþróttamönnum þýska al- þýðulýðveldisins og er ekki séð fyr- ir endann á þeim. Áfangasigur vannst þó að margra mati á dögun- um þegar einn læknanna, sem fyrir réttinum eru, samþykkti að starfa með rannsóknaraðilum. Shorter er viss um að hann muni fá gullverðlaunin með tímanum en ljóst þykir að fari svo þurfí IOC að kaupa mikið magn verðlaunapen- inga og koma í réttar hendur því a- þýskir íþróttamenn unnu til fjölda verðlauna á Ólympíuleikum, m.a. unnu þeir ellefu af þrettán greinum í kvennaflokki í sundkeppni leik- anna 1976, auk fjölda silfur- og bronsverðlauna. Hætt er því við að skriða fari af stað verði Shorter ágengt í sínu máli. Þorbjörn Atli Sveinsson, mið- herji úr Fram og leikmaður U- 21 landsliðsins, hefur gcrt þriggja ára samning við danska stórliðið Brondby. Liðið vann bæði deild og bikar á síðasta leiktímabili og hefur lengi verið eitt hið sterkasta í danskri knattspyrnu. Samningurinn var undirritað- ur sl. sunnudag og er kaupverð leikmannsins frá Fram um 300.000 danskar krónur, eða sem samsvarar rúmuin þremur milljónum íslenska króna. Greint er frá kaupunum á heimasíðu danska úrvalsdeild- arliðsins og ítarlega fjallað um feril Þorbjörns Atla hér á landi. Kemur fram að hann hafi leikið 102 deildarleiki með Fram og skorað í þeim 48 mörk. Þá hafi hann leikið 53 Ieiki með yngri landsliðum þjóðarinnar og gert í þeim 28 mörk. Eftir undirritun samningsins fór fram „opin æfíng“ hjá lið- inu, sem svo er kölluð. Hún er haldin árlega og gefst þá aðdá- endum liðsins kostur á að mæta á æfingu og fylgjast með og leika knattspyrnu með liðinu. Þorbjörn Atli naut þess að vera eini nýi leikmaður liðsins og vakti því mikla athygli á æfing- unni, en nokkur þúsund aðdá- endur mættu og fylgdust með henni. UNDIRRITUN samningsins. F.v.: Per Bjerregárd, framkvæmda- stjóri Brondby, Þorbjörn Atli Sveinsson og Ólafur Garðarsson, lögfræðingur og umboðsmaður. SVEINSON, nýi leikmaðurinn hjá Brondby, naut óskiptrar athygli áhangenda liðsins á opnu æfingunni. Þegar var búið að fram- leiða peysur með nafni hans á bakinu. Meðal þekktra leikmanna sem leika með liðinu má nefna Jens Risager, Kim Vilfort, Bent Christensen, Soren Colding og John Faxe Jensen, sem lék um tíma með Arsenal. Skærasta stjarna liðsins er þó án efa markaskorarinn Ebbe Sand, sem sló einmitt í gegn með danska landsliðinu á nýliðnu HM. Keppni í dönsku úrvalsdeild- inni hefst í næsta mánuði og í haust leikur liðið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Fyrst- ir á dagskrá eru þó tveir æf- ingaleikir við ensk úrvalsdeild- arlið, fyrst Tottenham 19. júlí og Mancliester United 31. júlí. Með báðum liðum leika fyrrver- andi leikmenn danska liðsins, þeir Allan Nielsen og Peter * Schmeichel. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.