Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.07.1998, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚLÍ 1998 B 7^ BÖRN OG UNGLINGAR BÚAST má við því að hátt í tvö þúsund manns taki þátt í Meistaramótum klúbbanna sem hófust í gærdag, en nærri lætur að fjórði hver fé- lagsmaður taki þátt í meist- aramóti hjá sínum klúbbi. Leiknar eru 72 holur í flestum flokkum, þar á meðal í ung- lingaflokkunum, en mótunum lýkur hjá allflestum klúbbanna á laugardaginn. Keilismenn hófu meistaramót sitt sl. sunnudag, með keppni í unglingaflokkum. Sigurþór Jóns- son, sextán ára gamall náði frá- bæram hring á fimmtudaginn, þeg- ar hann lék Hvaleyrarvöllinn á 71 höggi, sem er par vallarins. „Þetta var einn af þessum hringjum þar sem flest gengur upp og ég hefði jafnvel getað náð enn betri hring. Eg var einn undir eftir sautján hol- ur, en átti slæmt vipp inn á átjándu flötina." Sigurþór sagði að þessi góði hringur væri sem vítamínsprauta. „Eg var ekki allskostar ánægður með fyrsta daginn, þegar ég lék á 80 höggum, með níu högg á einni Klúbbarnir anna ekki eftirspurn FLESTIR golfklúbbanna á höf- uðborgarsvæðinu bjóða upp á byrjendakennslu íyrir börn og ung- linga í sumar, en ljóst er að klúbb- arnir ná ekki að anna eftirspurn- inni, sem er meiri en dæmi eru um frá liðnum árum. Golfklúbbur Reykjavíkur tekur við 120 börnum og unglingum á byrjendanámskeið í sumar, en þau sæti voru orðin þegar fullbókuð í fyrstu skráningamkunni, sem var í maí. Svipaður fjöldi sækir námskeið hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garða- bæjar og fullbókað hefur verið á fyi’stu fjögur námskeið sumarsins. „Það má merkja það að áhuginn hjá börnum og unglingum hefur vaxið með hverju ári og ásóknin er miklu meiri en í fyrra og við höfum þurft að vísa mörgum frá þótt enn séu nokkur sæti laus á byrjendanám- skeið í næsta mánuði," sagði Hákon Sigurðsson, framkvæmdastjóri GKG. Golf er númer eitt, tvö og þrjú Meistaramótin eru lang- skemmtilegust. Þar hitti ég alla vini mína og búast má við spennandi keppni. í fjögurra daga móti eins og þessu kemur í ljós hverjir hafa úthald til að halda á forskoti sínu og hvort menn nái að halda sínu striki þó menn geti orðið fyrir áfalli á einstökum holum Sjálf- ur tel ég mig eiga góða möguleika á að sigra í mínum flokki," segir Sig- urður Arni Þórðarson, fímmtán ára gamall kylfíngur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og einn þeirra mörgu kylfinga sem tekur þátt í Meistaramótum klúbbanna, en áætla má að um 1500 til 2000 kylfingar taki þátt í Meistaramót- unum klúbbanna sem hefjast í dag en lýkur á laugardag. Sigurður Andri er í unglingavinn- unni íyrir hádegi, en eftir hádegi má yfirleitt finna hann á golfvellin- um. Hann er með 17.3 í forgjöf, en setur markið hátt fyrir meistara- mótið. „Takmarkið er að komast niðuri tíu í forgjöf í mótinu. Ég hef verið að bæta mig mikið í sumar, en lítið spilað til forgjafar. Þess vegna held ég að ég eigi að getað lækkað veralega í forgjöf," sagði Sigurður Árni, sem segist yfirleitt leika völl- inn á 79-85 höggum. Þetta er aðeins þriðja sumarið sem hann leikur golf. Fyrstu kynni hans af íþróttinni voru þegar hann tíndi bolta á Vífilstaðavellinum. Hann fékk síðan golfsett í afmælis- gjöf og hefur tekið íþróttina með fullum krafti síðan. „Golfið er númer eitt, tvö og þrjú í mínu lífi og síðar meir set ég stefn- una á að gerast atvinnumaður,“ seg- ir Sigurður Árni.“ Byrjunin lofar vissulega góðu þó mikið verk sé framundan hjá Sig- urði. Þess má geta að hann vann sér inn golfsett á opnu móti í sumar og gaf það föður sínum, sem nú er far- inn að slá hvítu kúlunu af kappi. MEISTARAMÓT Golfklúbbs Reykjavíkur hófst í gær. Þessir kylfingar voru á meðal þeirra sem sýndu listir sínar á Korpúlfsstaðavellinum. Meistaramótin hafin SIGURÞÓR Jónsson. Lék Hvaleyrarvöllinn á 71 höggi. holunni," sagði Sigurþór. Hann sagði að á hringnum hefði flestallt gengið upp. „Ég vippaði í holuna af þrjátíu metra færi á þrettándu hol- unni og vippaði í fyrir utan á sext- ándu holunni. Ég var með 31 pútt og hefði vissulega getað verið með enn færri, því ég lenti ekki í nein- um vandræðum á hringnum," sagði Sigurþór sem nú er með fimm í forgjöf. Besti hringur Sigurþórs fyrir meistaramótið var 72 högg en markmið Sigurþórs fyrir mótið var að leika hringina fjóra á 78 höggum að meðaltali. Éftir þrjá hringi hafði hann notað 225 högg og hann mátti því leika hringinn í gær á 87 höggum en samt ná með- altalinu. Líklega mundi það duga honum til sigurs í flokknum, því hann átti sautján högg á næstu þrjá menn. Drjúgt forskot! í yngri unglingaflokki, 14 ára og yngri, fór Ingvaldur Ben Erlends- son út með tíu högga forskot í gær. Ingvaldur lék fyrstu 54 holur mótsins á 237 höggum. I telpna- flokki átti Eva Rós Ólafsdóttir hvorki fleiri né færri en 35 högg á næsta keppanda. Eva Rós hafði leikið fyrstu þrjá hringina á 305 höggum. Sigurður Árni Þórðarson, GKG. Morgunblaðið/Frosti íslendingar aftar- lega í röðinni á EM Landsliðum íslands í golfi, öðru skipuðu drengjum 18 ára og yngri og hinu skipuðu 19 til 21 árs kylfingum, gekk upp og ofan á Evrópumótum piltalandsliða, sem lauk um helgina. Gerðar voru UNGIR kylfingar á golfnámskeiði i Garðabænum. Mörg börn og unglingar halda til á golfveilinum yf- ir sumartímann og telja margir að betri „leikvellir“ séu vandfundnir. meiri væntingar til eldri kylfing- v anna, en liðið hafnaði í 16. sæti af átján þátttökuþjóðum, en leikið var á velli konunglega Waterloo- klúbbsins í Belgíu. Hér á eftir fer árangur íslensku kylfinganna í forkeppni, en þá var leikinn höggleikur. Ómar Halldórsson 86 og 72, Birgir Haraldsson 82 og 72, Örn Ævar Hjartarson 75 og 77, Friðbjörn Oddsson 78 og 80, Ottó Sigurðsson 83 og 81, Pétur Oskar Sigurðss. 82 og 80. íslenska liðið var í 17. sæti í for- keppninni, lék því gegn Portúgal í holukeppni og vann góðan sigur, r 4:1. íslensku piltarnir léku því gegn Noregi um 15. sætið, en urðu að lúta í lægra haldi, 3:2. Liðið sem skipað var yngri pilt- unum hafnaði í 18. og síðasta sæti í sínu móti sem haldið var á Gulla- ne-vellinum í Skotlandi. Islenska liðið sem skipað var þeim: Birgi Má Vigfússyni GFH Gunnari Þór Jóhannssyni GS Ólafi K. Steinarssyni GR Guðmundi I. Einarssyni GSS Kristni Árnasyni GR . Gunnlaugi Erlendssyni GR hafnaði í 18 sæti í undankeppninni og lék því um 15.-18. sætið í mót- inu. Liðið tapaði báðum viður- eignum sínum, gegn Noregi 2:3 og með sama mun fyrir Belgíu og hafnaði í neðsta sæti mótsins. Það voru hins vegar Irar sem hrepptu * titilinn að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.