Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.07.1998, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA KNATTSPYRNA Björgvin flytur sig til Fram Morgunblaðið/Árni Sæberg MARKVÖRÐURINN Jón Örvar Arason stoltur með dótturson slnn fyrir leikinn gegn Vfði á Qarðsvelli í gærkvöldi. ■ FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ Örvar Arason er afinn í marki BLAÐ Sandgerðinga BJÖRGVIN Þór Björgvinsson, hornamaður ís- lenska, landsliðsins í handknattleik hefur gengið til liðs við Fram, en hann hefur undanfarin ár leikið með KA. Björgvin gerði tveggja ára samn- ing við Framara, en samningur hans við KA rann út í vor. „Björgvin er góð viðbót í okkar leik- mannahópi og ég er mjög ánægður að fá hann,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, í gær. „Björgvin er framtíðarinaður í ís- ienskum handknattlcik og við bindum vonir við hann. Þá er hann drengur , góður og fellur því vel inn í leikmannahóp okkar.“ Þrátt fyrir að Björgvin hafi gengið til við Fram verður Sigurpáll Árni Aðalsteinsson áfram í herbúðum Fram, að sögn Guðmundar en hann lék vel í vinstra horninu á sl. keppnistímabili. Snemma í næsta mánuði kemur Rússinn Andrei Asta- £jev til æfinga hjá Fram. Hann er rétthent skytta sem getur leikið hvort heldur í hlutverki skyttu á vinstri eða á hægri væng og auk þess leiktsijórnarstöðu. Hann 195 cm, lék í heimalandi sínu í fyrra en hafði þar áður verið tvö keppnistímbil hjá ísra- elsku félagsliði. 1998 Jón Litháar í Mosfellsbæ AFTURELDING hefur geng- ið frá samningum við tvo landsliðsmenn frá Litháen í handknattleik, um að þeir leiki með liðinu á næsta tímabili. Þeir heita Gintarns Savu- kynas og hægrihandarskytt- una Gintas Galkauskas. Savu- kynas er leikstjómandi og lék áður með Kaunas, besta liði Litháen, en Galkauskas er hægrihandarskytta sem lék síðast með tékkneska liðinu HC Topóleany. Litháar þessir léku báðir með landsliði sínu á HM í Kumamoto í fyrra og eins gegn íslendingum í und- ankeppni Evrópumótsins sl. haust. Gæti veríð faðir flestra Ingimundur Helgason til HK INGIMUNDUR Helgason, handknattleiksmaður úr Aft- ureldingu, hefur ákveðið að leika með 1. deildarliði HK í Kópavogi næsta vetur. Hann hefur verið leikstjómandi Aftureldingar undanfarin ár, en lék lítið í fyrravetur vegna meiðsla á öxl. Hann þurfti að fara í uppskurð og er nú óð- um að ná sér á strik. Víking- ar báru víurnar í Ingimund, enda er hann uppalinn í her- búðum þeirra, en hann valdi HK vegna þess að hann vill spila í efstu deild. Lið Reynis frá Sandgerði, sem leikur í 2. deild karla, státar sennilega af elsta leikmanni Islands- mótsins. Markvörður Eftir liðsins, Jón Örvar Bjöm Inga Arason, verður 39 Hrafnsson ára áður en keppnis- tímabilinu lýkur í haust og varð á dögunum afi. „Þetta er alveg ótrúlega gaman,“ sagði Jón Örvar í spjalli við Morg- unblaðið. „Eg hef spilað knatt- spyrnu í meistaraflokki síðan 1975, eða í tuttugu og þrjú ár og gæti vel hugsað mér að ná fertugu í markinu. Reyndar veltur það á því hvort ein- hver kemur og slær mig út úr mark- varðarstöðunni," bætti hann síðan við í léttum dúr. Jón Örvar hefur leikið með Kefl- víkingum og Víðismönnum í efstu deild og varð 3. deildarmeistari með Reynismönnum 1976. Hann er fæddur og uppalinn í Sandgerði og Viðar bróðir hans er formaður knattspymudeildar félagsins. Markvörðurinn er fjögurra bama faðir, á tvær stúlkur og tvo drengi. Elsta dóttirin eignaðist dreng í síð- asta mánuði og hinn nýbakaði afi segist óskaplega stoltur. „Strákam- ir í liðinu hafa gert mikið grín að mér og sömuleiðis vinir mínir og kunningjar,“ viðurkennir hann. „Það er þó allt í léttum dúr og mér finnst frábært að vera orðinn afi.“ Kominn í afaflokkinn Hinn kunni knattspymukappi Amór Guðjohnsen gekk nýlega til liðs við Valsmenn í efstu deildinni, eftir langa dvöl erlendis sem at- vinnumaður. KR-ingurinn Eiður Smári, sonur hans, eignaðist bam á dögunum og þar með varð Amór af- inn í efstu deild. Jón Örvar segir ekld leiðinlegt að vera kominn í afa- flokkinn með Amóri. „Þetta er ekki amalegur félagsskapur. Við Amór lékum saman í drengjalandsliðinu 1975. Við áttum þá leik í Færeyjum og ég var á eldra ári en Amór kom nýr inn. Þess vegna er óneitanlega skemmtileg tilviljun að við skyldum síðan verða afar á svipuðum tíma.“ Reynisliðinu hefur ekki gengið sérlega vel það sem af er leiktíð og er sem stendur í þriðja neðsta sæti 2. deildar. Jón Örvar viðurkennir að tímabilið hafi verið erfitt, en ákveðn- ar skýringar séu á gengi liðsins. „Við misstum hvorki fleiri né færri en fjórtán leikmenn og byggjum nú liðið upp á heimamönnum. Ég gæti verið faðir þeirra flestra og fæ líka stundum að heyra það frá þessum kjúklingum. Eins og nærri má geta tekur nokkum tíma að stilla saman nýtt lið og forgangsmálið hjá okkur er að halda sætinu í deildinni og halda uppbyggingunni áfram.“ En stendur ekkert tíl að fara að hætta? „Jú, vissulega hefur það oft staðið til og fyrir tveimur ámm var ég eig- inlega hættur. Síðan rennur manni blóðið til skyldunnar þegar þörf er á mannskap. Æfingasóknin hjá mér er aðeins farin að minnka, sérstak- lega á vetuma. Ég er eiginlega eins og vamarjaxlinn Paul McGrath, en æfingasólai hans minnkaði með ár- unum þótt hann ætti jafnan fast sæti í liðinu.“ KNATTSPYRNA: BESTI BIKARÁRANGUR BLIKA í FIMMTÁN ÁR/C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.