Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 172. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR1. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS N ámamönnum hótað valdbeitingu Vladívostok. Reuters. RUSSNESKIR námamenn, sem ekki hafa fengið launin sín greidd mánuðum saman, sátu enn í gær um orkuver á Kyrrahafseyjunni Sakh- alín en yfirvöld hótuðu að brjóta mótmælin á bak aftur með valdi. Orðrómur er um það í Moskvu, að enn standi til að stokka upp í stjórn- inni og Anatolí Tsjúbaís fái aftur ráðherraembætti. Sergei Kíríjenko, forsætisráð- herra Rússlands, sagði í gær, að hættu námamenn á Sakhalín, í Síb- eríu og víðar um landið ekki mót- mælum sínum yrði bundinn endi á þau með valdi. Hafa námamennimir komið í veg fyrir lestarflutninga og á Sakhalín er orka skömmtuð vegna umsátursins um orkuverið. Námamenn fara ekki fram á ann- að en að þeir fái laun fyrir vinnu Orðrómur um enn eina upp- stokkunina í Rússlandsstj órn sína en fátt bendir til, að rússneska alríkið eða yfirvöld í sjálfstjómar- lýðveldunum ætli eða geti gert upp við þá. Breytingar á sljórn að loknum sumarleyfum Bankamenn, sem áttu fund með Kíríjenko í gær, höfðu eftir honum, að hann væri í þann veginn að skipa nýjan aðstoðarforsætisráðherra með sérstaka ábyrgð á efnahags- málum. Geta fjölmiðlar sér til um, að Tsjúbaís verði fyrir valinu en hann samdi nýlega um 1.600 millj- arða ísl. kr. lán frá IMF, Aiþjóða- gjaldeyrissjóðnum. Haft er einnig eftir heimildum innan stjómarinn- ar, að umfangsmeiri uppstokkun verði seint í ágúst eða september að loknum sumarleyfum. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, átti í gær fund með Tsjúbaís, en í gær var væntanlegur til Moskvu Stanley Fischer, aðstoðarfram- kvæmdastjóri IMF, til að kynna sér ráðstafanir rússnesku stjórnarinnar í efnahagsmálum. Míkhaíl Zadorn- ov, fjármálaráðherra Rússlands, sagði í gær, að mikil umskipti hefðu orðið í skattheimtu ríkisins, sem færi nú batnandi með hverjum deg- inum. Námaslysið í Lassing í Austurríki Vonirnar dvína er leitin að mönnunum tefst enn Lassing. Reuters. TILRAUNIR til að ná til 10 manna, sem em lokaðir inni í námu í Lassing í Austurríki, strönduðu í gærkvöld þegar bor, sem notaður er við verkiðj stöðvaðist á 118 metra dýpi. Atti hann þá fjóra metra ófarna að hvelfingu þar sem vonast er til, að mennirnir séu. Verið var að bora í gegnum steinsteypufullt stálrör, 50 sm Svíar mótmæla norskum innflutningstollum Hitnar und- ir sænskum kjötbollum Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKA verslanakeðjan IKEA hefur mótmælt álagningu innflutn- ingstolla á kjötbollur, sem hún selur í verslunum sínum í Noregi. Að sögn sænskra yfirvalda eru sænsku kjötbollurnar fjórum sinnum dýrari í Noregi en í Svíþjóð vegna tollanna. „Hér er meira í veði en sænsku kjötbollumar,“ sagði Lotte Fodge, talskona sænska viðskiptaráðuneyt- isins, „þótt ekki muni koma til kjöt- bollukasts okkar í millum." IKEA hefur hótað norska við- skiptaráðuneytinu að það muni hætta kaupum á norskum laxi fyrir um 500 milljónir íslenskra króna á ári verði innflutningstollarnir ekki lækkaðir. I bréfi til norskra yfir- valda hafa forráðamenn IKEA farið þess á leit að kaup fyrirtækisins á norskum laxi verði til þess að þau geri undantekningu og lækki toll- ana á kjötbollunum. Tollasamningar Noregs við Evr- ópusambandið, sem Svíþjóð tilheyr- ir, ná ekki til innflutnings matvæla. breitt, þegar borinn stöðvaðist og við athugun kom í ljós, að rörið var dældað á 118 metra dýpi. Var ekki til búnaður á staðnum til að rétta rörið og var því sent eftir honum til Þýskalands. Var ekki búist við honum til Lassing fyrr en seint í gærkvöld og því líklegt, að borunin hæfist ekki aftur fyrr en í dag. Vonir um að mennimir 10 finnist á lífi hafa dofnað enda óvíst, að þeir hafí enn súrefni eftir nærri tveggja vikna vist í iðmm jarðar. Einn fé- lagi þeirra fannst hins vegar á lífi sl. sunnudag og á miðvikudags- kvöld töldu björgunarmenn sig heyra högghljóð neðan úr námunni. Vona menn, að þau hafi komið frá mönnunum. Reuters E itur efnas takkur SLÖKKVILIÐSMENN, búnir sérstökum eiturefnabúnmgi, voru kallaðir á vettvang í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum í gær þegar lest- arvagn fúllur af saltsýru fór skyndilega að leka. Fljótlega tókst að setja fyrir lekann en einn maður varð fyrir saltsýru- skýinu og er hann nú á sjúkra- húsi. Hér eru slökkviliðsmenn að skola af sér að verkinu loknu. Reuters Bágindi í Bangladesh GÍFURLEG flóð hafa verið í Bangladesh að undanförnu og hafa þau kostað að minnsta kosti 242 manns lífið. Rúmlega 10 milljónir manna hafa orðið fyrir barðinu á þeim með einum eða öðrum hætti og meira en milljón manna er heimilislaus. Ottast var í gær, að flóðgarður við höfuð- borgina, Dhaka, brysti en við það myndi hluti af borginni fara und- ir vatn. Því er spáð, að lítið lát verði á flóðunum fyrr en í sept- ember. Þetta fólk hefur misst allt sitt og lifir nú á matargjöfum hjálparstofnana. Bretar banna loðdýrarækt London. Daily Telegraph. LOÐDÝRARÆKT verður bönnuð í Bretlandi. Kom þetta fram hjá Elliot Morley landbúnaðarráðherra á þingi í gær en í landinu eru aðeins 15 minkabú og verður þeim lokað í áföngum. Á búunum 15 er um 50.000 minkum slátrað árlega en það var eitt af loforðum Verkamanna- flokksins fyrir síðustu kosningar að banna alla loðdýrarækt í land- inu. Ýmis samtök, sem berjast gegn þessari atvinnugrein, hafa verið mjög virk í Bretlandi og hafa þau fengið ýmsar stjörnur í lið með sér, til dæmis leikkonuna Pamelu Anderson og fyrirsætuna Naomi Campbell. Sú síðarnefnda þótti þó vera dálítið tvöföld í roð- inu því að hún lét sig ekki muna um að sýna loðfeldi á tískusýning- um. Loðfeldir njóta líka vaxandi vinsælda og hefur þeim sjaldan verið gert jafn hátt undir höfði og nú á tískusýningunum í París og Mílanó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.