Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hluti ljósmæðra á Landspítalanum drd uppsagnir til baka fyrir miðnætti Ljósmæður tvístígandi fram á síðustu stundu Morgunblaðið/Ásdís FRÁ fundi ljósmæðra í gærkvöldi, en fundurinn stóð enn skömmu fyrir miðnætti. Samstarf Flugleiða ogTWA um vildar- punkta FLUGLEIÐIR hafa skrifað undir samkomulag við bandaríska flugfé- lagið Trans World Airlines (TWA) um samstarf á sviði vildarpunkta- kerfa. Þegar samkomulagið tekur gildi 1. september næstkomandi munu handhafar vildarkorts Flug- leiða geta safnað vildarpunktum á flugleiðum TWA og vildarkortshaf- ar TWA á leiðum Flugleiða. Skrifað var undir samkomulagið í höfuð- stöðvum TWA í borginni St. Louis síðastliðinn miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Debbie Seott, fjölmiðlafulltrúa Flugleiða í Norður-Ameríku, hyggja félögin á frekara samstarf ef reynslan af samningnum er góð og er rætt um að þau geti selt miða á leiðum hvors annars. „Samstarf af þessu tagi byggist upp stig af stigi,“ segir Julia Bish- op, fjölmiðlafulltrúi TWA, „og ef vel gengur með það samstarf sem nú er komið á erum við tilbúin til við- ræðna um hvers konar aðra sam- vinnu. Mér skilst að það sé skoðun beggja aðila.“ -------------- Verður lög- fræðiráðgjafí Færeyinga SIGURÐUR Líndal prófessor hef- ur að beiðni forsætisráðuneytisins tekið að sér að gerast lögfræðilegur ráðgjafi yfírvalda í Færeyjum varð- andi undirbúning fyrir fullveldi eyj- anna. Samkvæmt upp- lýsingum frá for- sætisráðuneytinu hafði landsstjómin í Færeyjum sam- band við íslensk yfírvöld og leitaði aðstoðar þeirra. í framhaldi af því var ákveðið að fela Sigurði ofangreint verkefni, meðal annars vegna þekkingar hans á þeirri sögulegu þróun sem leiddi til fullveldis íslands árið 1918. -------------- Fjórar bflveltur SAMKVÆMT upplýsingum frá lögreglu höfðu á tíunda tímanum í gærkvöldi orðið fjórar bílveltur og nokkrir minniháttar árekstrar en engin slys á fólki. Umferðin gekk alls staðar vel fyrir sig. Tveir bílar ultu í umdæmi lög- reglunnar á Húsavík, einn í ná- grenni Borgarness og einn við Hvolsvöll. NOKKUÐ á annan tug ljósmæðra hafði dregið uppsagnir sínar til baka í gærkvöldi en skömmu fyrir miðnætti fékkst ekki uppgefið hve margar þær vom. Búist var við að starfsemi kvennadeildar spítalans yrði nokkum veginn með eðlilegum hætti um helgina, en þó gæti þurft að koma til þess að sængurlega yrði stytt. Stjómendur Landspítalans lögðu ekki fram nýtt tilboð í gær í viðræðum við einstaka ljósmæður sem sagt höfðu upp störfum frá og með deginum í dag. Flestar þeirra 40 ljósmæðra sem sagt höfðu upp störfum á Landspít- alanum vom mjög tvístígandi allan gærdaginn um hvort þær ættu að draga uppsagnir sínar til baka eða ekki. Stjóm spítalans hafði gefíð þeim frest til miðnættis til að hugsa málið og funduðu ljósmæðumar fyrst um málið í Eirbergi klukkan 16 í gærdag og síðan aftur frá klukkan 20 og stóð fundurinn enn skömmu fyrir miðnætti. Á fundinn komu ljósmæður og fóm og erfitt var að segja til um hvað þær, sem fóra af fundi, hygð- ust fyrir það sem eftir lifði gær- kvöldsins, að sögn Elínborgar Jóns- dóttur, einnar ljósmæðranna á fundinum. „Þetta er mjög blandað hér á fundinum,“ sagði Elínborg. Hún sagði að hver og ein þyrfti að gera málið upp við sig, hópurinn tæki því engar ákvarðanir sem slík- ur. Á fundinn í gærkvöldi mættu um 20 ljósmæður og var hópurinn í símasambandi við ljósmæður úr hópnum sem vom í sumarfríi og aðrar sem vora á vakt á spítalanum. Elínborg sagði að m.a. hefði verið rætt um hvað tæki við ef uppsagnir tækju gildi. Meðal annars var rætt um hugsanleg störf þeirra með mæðram í heimahúsum en margar ljósmæðranna eru með samning við Tryggingastofnun um að sinna heimafæðingum og annarri þjón- ustu við konur í heimahúsi. Mikil óvissa á Landspítalanum Mikil óvissa ríkti á Landspítalan- um fram eftir degi í gær og þær ljósmæður sem ekld höfðu sagt upp störfum virtust hafa óljósar hug- myndir um það hvemig yfírstjórn spítalans hygðist mæta hugsanlegri fækkun ljósmæðra. Til dæmis höfðu þær í gærdag ekki fengið formleg eða skýr boð um það hvaða deildum yrði lokað, hvort þær yrðu færðar milli deilda, og þá hvenær og jafnvel hvert. Ein ljósmóðirin, sem Morgun- blaðið ræddi við, orðaði þetta sem svo að svo virtist sem yfirstjórn spítalans og aðrir starfsmenn tryðu því ekki að framkvæmd uppsagn- anna væri í raun og vera að skella á og önnur ljósmóðir kvaðst telja að yfirstjórnin biði eftir því fram á síð- ustu stundu að ljósmæðurnar drægju uppsagnir sínar til baka. Nokkrar ljósmæður á göngudeild kvenna sem ekki höfðu sagt upp störfum kváðust þó hafa heyrt talað um að til stæði að loka göngudeild- inni kæmu allar uppsagnimar til framkvæmda, enda væri þar ekki boðið upp á bráðaþjónustu. Sögðust þær benda skjólstæðingum sínum á að fylgjast með hugsanlegri lokun deildarinnar í fjölmiðlum, þannig að ef til hennar kæmi þyrftu konur að fara í mæðraskoðun á heilsugæslu- stöðvunum í Reykjavík. Áhættutil- fellum yrði hins vegar sinnt á spítal- anum. „Megum ekki við því að missa Ijósmæðurnar" I samtölum við ljósmæður kom fram að uppsagnir ljósmæðranna gætu komið verst niður á starfsemi fæðingardeildar Landspítalans, enda sú deild sem tekur á móti fæð- andi konum. „Við getum hætt að skoða konur eða að sónarskoða en við getum ekki hætt að taka á móti bömum,“ sagði Guðrún G. Eggerts- dóttir, yfirljósmóðir á fæðingar- deild. Guðrún sagði að til þess að mæta uppsögnunum yrði reynt að færa til ljósmæður af öðrum deildum yfir á fæðingardeild. Hún benti jafnframt á að margar þeirra, sem störfuðu á öðram deildum, hefðu ekki þjálfun í að taka á móti bömum. Nóg af störfum úti á landi Ein ljósmóðirin, sem Morgun- blaðið hafði tal af, vildi meina að það hefði ekki verið auðvelt fyrir ljós- mæðumar að segja upp störfum. Þær væra ánægðar með starfið sjálft og vinnustaðinn en launin væra einfaldlega ekki nógu góð. „Okkur finnst við bara vera miklu meira virði,“ sagði Guðrún Böðvars- dóttir, ljósmóðir á fæðingargangi, sem sagt hefur upp störfum. Solveig Jóhannsdóttir, ljósmóðir á göngudeild kvenna, talaði einnig um léleg laun ljósmæðra og sagði að þrátt fyrir að hún hefði ekki sagt upp störfum styddi hún sem og aðr- ar ljósmæður kröfur þeirra kvenna sem væra að hætta. Hún sagði enn- fremur að þær sem héldu störfum sínum gerðu það ekki vegna ánægju með launin heldur vegna annarra ástæðna. Til dæmis vegna þess að þær væra ófrískar eða vegna þess að þær væra að fara í námsleyfi. Þá hefðu sumar þeirra einfaldlega ekki efni á því að vera launalausar. Rut og Gerrit með tónleika í Kína RUT Ingólfsdóttur fíðluleikara og Gerrit Schuil píanóleikara hefur verið boðið að koma fram á alþjóðlegu tónlistarhá- tíðinni Harbin Summer í Kína dagana 14. og 15. ágúst næst- komandi. Halda þau eina tón- leika til viðbótar í ferðinni. Tónlistarhátíðin í Harbin er að sögn Gerrits mikils metin í Kína og vel kynnt erlendis. Hvorki Rut né Gerrit hafa komið til Kína áður og leggst ferðin ákaflega vel í þau. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, César Franck, Jón Nordal, Fjölni Stefánsson og Áma Bjömsson. „Okkur fannst nauðsynlegt að hafa Morgunblaðið/Kristinn GERRIT Schuil og Rut Ing- ólfsdóttir eru á leið til Kína. bæði vel þekkt verk á efnis- skránni og svo að sjálfsögðu verk eftir íslensk tónskáld,“ segir Rut. Sigurður Líndal Serbloð i dag 20Stouik ÁLAUGARDÖGUM ■7 jk: LLölJlm Örn Arnarson setti enn eitt metið í sundinu/B1 Leiran er tilbúin fyrir Landsmótið í golfi/B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.