Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ágúst Blöndal GARDAR EA landaði í gær 900 tonnum af kolmunna í Neskaup- stað og á næstu dögum er búist við að fjölmörg skip leiti á kolmunnamiðin vegna dræmrar loðnuveiði að undanförnu. Gardar EA landaði 900 tonnum af kolmunna í Neskaupstað Hentar vel til mj ölframleiðslu NÓTA- og togskipið Gardar EA, sem er í eigu Samherja, kom í fyrrakvöld til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað með um 900 tonn af kolmunna sem veiddist suðvestur af landinu. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, útgerðarstjóra hjá Síldarvinnslunni, er kolmunninn fremur smár og fitulítill en hann hentar hins vegar mjög vel til mjölframleiðslu. Þetta er fyrsta kolmunnalöndunin hér á landi frá því í vor, en þá voru það aðallega erlend veiðiskip sem lönduðu. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson hefur í tveimur leiðöngr- um í sumar mælt um 1,5 milljón tonna af kolmunna í íslensku lög- sögunni suður og suðaustur af landinu. Freysteinn sagði að skip Síldarvinnslunnar, Börkur og Beitir, færu á miðin nú eftir versl- unarmannahelgina, en Gardar EA er eina íslenska skipið sem verið hefur á kolmunnaveiðum síðustu dagana. Á næstu dögum er hins vegar búist við að fjölmörg skip til viðbótar fari á kolmunnan. „Eskfírðingarnir fara örugg- lega, Hólmaborg og Jón Kjart- ansson, og síðan eru þetta Sam- herjabátarnir, Vestmannaeyja- bátar, og einn eða tveir bátar frá Akranesi. Þetta verða trúlega 10- 12 bátar sem verða komnir á þetta á næstunni. Auðvitað má veiða loðnuna fram í miðjan mán- uð og einhverjir fara kannski á hana aftur en þetta var orðið ósköp dauft,“ sagði Freysteinn. Smár og fitulítiil Hann sagði að kolmunninn sem Gardar hefði landað væri svipaður og kolmunninn væri gjaman sem veiðst hefði hér við land, þ.e. íremur smár en jafn. „Þetta er ágætis fískur til mjöl- íramleiðslu og það er lítil fíta í honum en þó svona svolítil á þess- um tíma. Eitthvað held ég að hafí verið fryst af honum um borð í Gardari og ég hef grun um að ein- hverjir frystitogaranna fari jafn- vel að líta á þetta. Það stökkva venjulega allir af stað þegar eitt- hvað utankvótakvikindi er,“ sagði Freysteinn. ÚR VERINU Fjögur japönsku túnfískveiðiskipanna á leiðinni á miðin Islenskar áhafnir fá að kynna sér veiðarnar 'Í Morgunblaðið/Jim Smart FJÖGUR af fimm japönsku túnfiskveiðiskipunum, sem fengið hafa leyfi til túnfiskveiða innan íslenskrar lögsögu, lögðu úr Reykja- víkurhöfn í gær, en veiðar mega hefjast í dag. FJÖGUR af japönsku túnfískveiði- skipunum fimm sem fengið hafa leyfí til veiða innan íslensku lögsög- unnar héldu á miðin frá Reykjavík- urhöfn í gær, en fimmta skipið leggur úr höfn á þriðjudaginn. Veiðarnar hefjast nú rúmlega hálf- um mánuði fyrr en í fyrra og standa þær til 1. desember. Nokkr- ar íslenskar útgerðir hafa sýnt áhuga á túnfiskveiðum og fá menn frá þeim að vera um borð í skipun- um og kynna sér veiðarnar. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar, felur samningurinn við Japani um veiðarnar innan íslensku lögsögunnar það meðal annars í sér að með honum fást mun meiri upp- lýsingar um útbreiðslu túnfísksins hér við land. „Það má segja að þetta hafí verið einskonar forkönnun sem gerð var síðastliðin tvö ár, en í fyrra stað- festum við rækilega að túnfískurinn gengur í verulegum mæli inn í lög- söguna. Með samningnum nú erum við að reyna að fá ennþá gleggri mynd af útbreiðslunni og magni. Við förum ekki eingöngu á aðaltún- fisksvæðið hérna inni í landhelginni heldur ætlum við að reyna að kanna allt útbreiðslusvæðið, bæði þar sem mikið er af túnfíski og þar sem lítið er af honum. Þetta gerum við með ákveðnu ákvæði í samningnum og eins með því að lengja rannsóknar- tímabilið og fjölga skipunum upp í fimm í staðin fyrir þrjú skip sem leyfí höfðu til veiðanr.a í fytra,“ sagði Jóhann. Erfðafræðirannsóknir á uppruna stofnsins Jóhann sagði að samningurinn fæli jafnframt í sér töluverða aukn- ingu á rannsóknum þar sem fyrst og fremst yrði reynt að komast að því hver sé uppruni túnfisksins sem er hér við land, en hann er t.d. tölu- vert stærri en túnfískurinn sem er við Færeyjar. „Það er talað um tvo túnfisk- stofna, austur- og vesturstofn, og spumingin er af hvaða meiði þessi túnfiskur er sem er hér við land, eða hvort um blöndun af þessum tveimur stofnum er að ræða. Jap- anir taka á sig töluverðar skuld- bindingar í þá veru að koma á rann- sóknum á þessu og kosta þær, og þá fyrst og fremst með erfðafræði- rannsóknum. Þar komum við að sjálfsögðu inn í, en við höfum tölu- verða reynslu á þessu sviði,“ sagði Jóhann. Japanir veita íslenskum útgerðum aðstoð við veiðar Þá sagði hann að samningurinn við Japani gerði ráð fyrir því að öll- um þeim íslensku aðilum, sem áhuga hefðu og væru í sambandi við Hafrannsóknastofnunina, yrði gert kleift að fá mikilvægar upplýs- ingar um veiðar Japananna og gang veiðanna. Þar væri beinlínis um að ræða samvinnu við íslensku útgerðirnar og aðstoð við að veiða túnfiskinn ef þær hefðu áhuga á því, og þetta væri mjög mikilvægt fyrir þá sem væm að feta sig fyrstu skrefin í þessum veiðum. Nú er verið að breyta línuskipinu Byr VE frá Vestmannaeyjum til tún- fiskveiða og kemur það með virk- um hætti inn í veiðarnar í byrjun september. „Þeir eru þeir einu sem við vit- um að eru að fara til veiða nú alveg á næstunni, en það eru fleiri út- gerðir sem hafa sýnt þessu áhuga. Við verðum með rannsóknamenn um borð í japönsku skipunum allan tímann og höfum við reynt að. fá um borð aðila sem geta haft af þessu gagn og þar á meðal áhafnir frá nokkrum útgerðum. Við höfum hins vegar verið að leggja áherslu á að þetta er ekki stór stofn og eins að veiðinni er stjórnað af alþjóð- legi-i stofnun, þannig að það er ekkert takmarkalaust sem hægt er að stofna til veiða á þessum stofni. Það er hins vegar enginn vafi á því að við eigum þarna einhverja möguleika þó það séu ekki endilega mörg skip sem koma til með að stunda veiðarnar," sagði Jóhann. wijl ■- • - .1 , ■ ‘v. 1 rirí;- í '. > .. nf m- ! . " r ■ =JS " *.• **i~ ■■ V; -■ ML . .. m milljón Á næstunni mun milljónasti gesturinn heimsækja vefinn mbl.is. Á þeim tímamótum átt þú möguleika á ferð fyrir 2 með Flugleiðum til heimsborgarinnar Minneapolis. í f 1 V, -*? •cír*" 'jfcsjg ; : J. * ? m mbl.is Farðu inn á mbl.is, skráðu þig og þú gætir verið á leiðinni til Minneapolis. FLUGLEIDIR www.icelandair.is , www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.