Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 } MORGUNBLAÐIÐ lliiU m SI GUR-V'IITSSYNI Ásgeir Sigurvinsson er fluttur til íslands á ný og býr í Reykjavík ásamt eiginkonu ---------------------------------r ...■■■.—- sinni og tveimur börnum þeirra. A mánu- daginn verða 25 ár frá því hann flaug utan til að hefja starf sem knattspyrnumaður í Belgíu. Skapti Hallgrímsson bauð honum af því tilefni í morgunverð á Gráa köttinn, þar sem þeir ræddu um mat, veiði- mennsku, meiri mat, fólk - og auðvitað svolítið um knattspyrnu. BÆKUR af ýmsu tagi, inn- lendar og erlendar, liggja frammi á veitingastaðnum Gráa kettinum, ásamt blöðum og tímaritum. Við vorum fyrstu gest- imir þennan morgun, annar vertinn gluggaði í blað og saup úr kaffibolla en hinn þvoði gluggana að utan. Og útsýnið var fagurt: gamla Safnahús- ið. Listafólk rekur staðinn og maður fær á tilfinninguna að listamenn sæki hann mest. Því er vel við hæfi að bjóða Ásgeiri þangað; hann var listamaður í sínu fagi, knattspyrn- unni. Morgunverðarseðillinn hefur bandarískt yfirbragð, og „þyngist" eftir því sem neðar dregur. „Uff!“ stynur Ásgeir þegar hann sér Trukkinn, en honum er svo lýst á spjaldinu: Egg & beikon & amerísk- ar pönnukökur með steiktum kart- öflum, tómötum, smjöri, sírópi, rist- uðu brauði, kaffi/te og appelsínu- safi. Ásgeir segist yfirleitt ekki borða mikinn morgunmat, og kveðst varla þora í þetta allt, en blaðamaður tekur völdin, pantar tvo Trukka (í fyrsta skipti, vel að merkja) og báðir vilja sötra svart kaffi með. „Þá er vítamínið komið,“ segir Ásgeir þegar glas af appelsínusafa er lagt á borðið, og sturtar innihald- inu í sig. Og fljótlega birtist Trukk- urinn. Ásgeir er að koma á Gráa köttinn í fyrsta skipti, en hellir sírópinu engu að síður fagmannlega yfir pönnukökumar... Sítt hár og útvíðar buxur Það var síðhærður unglingur í út- víðum buxum sem hélt af stað frá Islandi föstudaginn 3. ágúst 1973 á vit ævintýranna. Hafði samið við belgíska félagið Standard Liege. „Ég fór út í algjöra óvissu; vissi ekkert um belgískan fótbolta, ekki einu sinni hvað liðin hétu.“ Landslið 18 ára og yngri hafði spilað í úrslitakeppni Evrópumóts á Ítalíu, m.a. gert jafntefli, 1:1, við Belga þar sem Ásgeir skoraði. „Al- bert [Guðmundsson] þekkti stjóm- arformann Standard persónulega og ég var því mjög ömggur með það sem ég var að gera. Albert gerði samninginn fyrir mig þannig að ég hefði getað farið heim eftir eitt ár án allra kvaða.“ Ásgeir fór út meiddur í hné, en svo undarlega vildi til að ekkert fannst að honum. Eftir einn og hálf- an mánuð hafði hann nánast ekkert getað æft eða spilað, en sló til þegar félagi hans úr liðinu fór í nála- stungumeðferð til Antwerpen, fór með og það reyndist eins gott. Læknirinn í Antwerpen stakk í hann nálum hér og þar „og á eftir sagði hann við mig: „Þú hvflir þig á morgun og byrjar svo að æfa á fullu hinn daginn.“ Ég hló bara að þessu, en það stóðst algjörlega og ég fann aldrei fyrir þessu síðan!“ Mikið var um meiðsli hjá Stand- ard þetta haust, „þannig að ég datt inn í liðið fljótlega, án þess að hafa nánast nokkuð æft, og var fastur maður í liðinu eftir það. Byrjunin var því ævintýraleg." En hvernig skyldi Trukkurinn bragðast? „Vel. Það er fínt að fá sér svona annað slagið.“ Snillingar í matargerð Og fyrst farið er að minnast á mat er rétt að halda því áfram. Belgía er sögð stórveldi í matargerð og Ásgeir er ekkert að skafa utan af því: „Albesti matur sem ég hef borðað er í Belgíu. Hann er alveg geggjaður." Ekki treystir hann sér til að segja hvers vegna, en Vallón- arnir - frönskumælandi Belgar - séu af einhverjum ástæðum snillingar á þessu sviði. „Það er rosalega mikið af litlum þægilegum matsölustöð- um. Hráefnið er meiriháttar og allt hugsanlegt í boði; kjöt, fiskur, fugl- ar... Hvítlaukur er mikið notaður við matargerð og það er með því betra sem ég fæ.“ Breytingin var mikil fyrir þennan unga pilt að flytja frá Islandi til Belgíu, ekki síst vegna matarins. „Ég var einn í Liege og ekki dug- legur að elda; en það var allt í lagi, ég bjó í miðborginni þar sem er mikið af góðum veitingastöðum og ég var opinn fyrir öllu.“ Og svo er byrjað að telja upp: „Sniglar, froskalappir í alvöru hvítlaukssósu, djúpsteiktir ostar... Það kemst eng- inn nálægt Belgum hvað þetta snertir. Það er eflaust mikið af góð- um stöðum í Frakklandi - ég hef til dæmis borðað mjög góðan mat þar - en í Belgíu þarf ekki að fara á fínan stað til að fá virkilega góðan mat. Sums staður er rándýr matur á fín- um stöðum ekkert betri en á litlum stöðum; þá er bara verið að borga fyrir einhverjar skreytingar sem Morgunblaðið/Ásdís ÁSGEIR hellir sírópinu fagmannlega yfír pönnukökurnar. enginn hefur áhuga á. En í Belgíu er hægt að treysta því að gæði mat- ar og þjónustu eru í réttu hlutfalli við verðið." Hann segist hafa átt margar unaðsstundir við belgískt matarborð. „Enda er ég fljótur að stinga mér tfl Belgíu til að borða, ef ég er staddur einhvers staðar í grenndinni. Liege er mjög góð og Brussel líka, þar er fjöldi frábærra veitingastaða." Ásgeir kveðst hafa hætt að borða fisk fyrst eftir að hann kom út. „Mér leist ekki á hvemig hann var matreiddur þar. Ég var vanur að éta fisk á hverjum degi; fisk eins og hann „átti“ að vera, soðinn með kartöflum." Síðar breyttist þetta þegar atvinnumaðurinn ungi komst upp á lagið með að borða skelfisk og fleira góðgæti sem hann hafði aldrei séð heima á íslandi. Ásgeir söðlaði um árið 1981, flutt- ist til Miinchen í Þýskalandi og reyndar fljótlega til Stuttgart. Hann jánkar því að þótt hann hafi stokkið upp á við á knattspymuferl- inum hafi hann séð eftir belgíska matnum. „Nei, Þjóðverjar em ekki sérstaklega þekktir fyrir matar- gerð. En þeir borða mikið og það hentar okkur Islendingum, virðist vera. Menn eru yfirleitt ánægðir ef þeir fá stórt stykki af snitsel á diskinn!" Fröken, gætum við fengið meira kaffi? „Þetta er meiriháttar gott. Ég hef bara aldrei tekið eftir þess- um stað,“ segir Ásgeir. Enda ber ekki mikið á honum. „Nei,“ svarar hann svo næstu spurningu: „Ég var ekki fljótur að venjast þýska fæð- inu, pylsum og súrkáli og öllum þeim þunga mat sem þeir borða mikið af.“ Mismunandi þjóðféiög Þýskt þjóðfélag er mjög frábrugð- ið því belgíska. „Þjóðverjar era harð- ir á sínu, með allt á hreinu og boginn spenntur í botn en Belgamir eru lík- ari Frökkum; andrúmsloftið miklu þægilegra. Mér fannst mjög gott að vera í Belgíu, en það er Hka gott að vera í þýsku þjóðfélagi, ekki síst til að kynnast aga. Erfitt er að gera upp á milli landanna en mér finnst gott að hafa fengið að njóta þess að vera í þeim báðum. Það er dýrmæt reynsla. Að sumu leyti mætti velja milliveginn milli landanna, til dæmis hvað varðar þrifnað.“ Ásgeir kynntist snemma skyttiríi í Belgíu. „Liðið spilaði yfirleitt á sunnudögum og oftast var farið á skyttirí á laugardögum með einum stjómarmanna Standard, sem var mikill veiðimaður. Við skutum allt frá dádýram niður í litla fugla. End- ur, villisvín, héra, fasana... Það er mikil hefð fyrir þessu í Belgíu." Ásgeir riíjar upp að fyrsti auglýs- ingasamningur hans var einmitt við Browning í Belgíu, „sem framleiðir bestu byssur í heimi; ég fékk ekki borgað í peningum heldur í byssu.“ Hann á gripinn enn og notaði síðast í haust á rjúpnaveiðum. í sumar sneri hann sér líka í fyrsta skipti fyrir alvöru að laxveiði. „Það er meiriháttar gaman og hefur gengið vel. Ég fór um daginn með kunn- ingja mínum á efra svæðið í Norð- urá, þar sem við tókum níu fiska á einum degi, 8-9 punda og svo var ég í einn og hálfan dag í Rangá og tók sjö. Ég er ekki vanur laxveiðimaður þótt ég hafi nokkram sinnum veitt, en aldrei á flugu fyrr en í sumar. Maður fær miklu meira út úr því að veiða á flugu.“ I framhaldi af þessu dásamar Ás- geir náttúru íslands. „Hún er frá- bær; þetta er ísland. Ekki vildi ég borða fiskinn úr Neckar eða La Meuse,“ segir hann og grettir sig - það era árnar sem renna gegnum Stuttgart og Liege, borgimar tvær þar sem hann bjó lengst af. „Já, Is- land hefur marga kosti en einnig ókosti og það sama má segja um Belgíu og Þýskaland, maður fær hvergi allt.“ Ásgeir segir taka sinn tíma að komast almennilega inn í íslenskt samfélag á nýjan leik eftir svo langa útivera og viljandi hafi hann tekið hlutina rólega. „Það er sniðugra en að hella sér út í eitthvað með látum. Þetta er eins og þegar ég fór út á sínum tíma; það tekur tíma að að- lagast.“ Trukkurinn er nú upp urinn. Viltu kannski annan? „Neeeei“, seg- ir Ásgeir og hlær. „Nú er komið nóg. Kannski einn kaffibolla enn“ og því er bjargað á svipstundu. „Mér finnst viss léttleiki yfir ís- lensku þjóðfélagi nú, menn virðast hafa það nokkuð gott og ég verð ekki var við mikið stress. Reyndar eru viss atriði sem mætti laga en okkur líður rosalega vel héma og erum ánægð með að vera komin heim.“ Börn Ásgeirs og Ástu eiginkonu hans Guðmundsdóttur era bæði fædd í Stuttgart. Tanja Rut er 15 ára og Ásgeir Aron 12. „Krakkamir eru miklu meiri Þjóðverjar en Is- i i I \ l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.