Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 27 lendingar. Það var mikilvægt fyrir okkur að stíga þetta skref, þeirra vegna, stelpan var algjörlega á móti því að flytja heim og hefðum við beðið lengur hefði hún hugsanlega ekki komið. En svo getur hún auð- vitað valið; þekkir bæði löndin og ef hún fer að læra eitthvað getur hún alveg eins gert það í Þýskalandi eins og hér og það er jákvætt." Ásgeir segir að þó að gott sé að vera í Þýskalandi og Belgíu hafi hann aldrei hugsað eins og innfædd- ur, „og ég get sagt þér alveg eins og er að við vorum vinsæl í Þýskalandi þess vegna. Vorum ekki of stíf og tókum hlutina ekki eins alvarlega og Þjóðverjar gera oft. Það var gott að vera þannig í takt við fólkið; maður hljóp ekki með kústinn strax út á tröppur þó að nokkur snjókom féllu til jarðar. Við vomm ekki svo hrædd um að einhver gæti dottið á tröppun- um. Og þó að grasið hækkaði örlítið meira í garðinum en í þeim næsta þurfti ekki endilega að flýta sér að slá. Og maður kippti sér ekki upp við það þó að einhver tímasetning stæð- ist ekki nákvæmlega. Svona smáat- riði skipta fólk máli. Fólkið öfundaði okkur af að geta verið svona því það langar til þess líka innst inni, en þorði ekki að skera sig úr. I Þýska- landi er rosalegur agi í skólum og vinnu og þar stenst allt; þess vegna em Þjóðverjar svona heima íyrir líka án þess að vilja það endilega. Belgum er aftur á móti alveg sama um allt, enn frekar en Islendingum.“ Yngsta kynslóðin veit ekki hver Ásgeir Sigurvinsson er Frábærir knattspyrnumenn eins og Ásgeir eru áberandi en skyldi það ekki vera undarleg tilfinning þegar skómir hafa verið lagðir á hilluna og sviðsljósið beinist annað? „Það tekur tíma að átta sig á því, en er ekki erfitt fyrstu árin. En síðan fjarlægist maður efth' því sem tím- inn líður. Nú er til dæmis að koma upp kynslóð hér á landi sem veit ekki hver ég er. Eg hef ekki velt því mikið íyrir mér, finnst það kannski svolítið skrýtið en er alveg sáttur. Á meira að segja sök á því sjálfur því ég held mig utan við blöð og sjón- varp. Ég gat ekki verið í sviðsljósinu bæði innan og utan vallar meðan ég var að spila og vil heldur ekki vera mikið í sviðsljósinu nú.“ Skyldi hann kannski vera feim- inn? „Já, jafnvel..." svarar Ásgeir og bætir við: „Mér líður ekki vel innan um fullt af myndavélum. Ég vil heldur ekki vera að ljóstra öllu upp um sjálfan mig, hvenær ég fer á kló- settið (!) og þess háttar... Ég hef engan áhuga á að vera gjammandi í tíma og ótíma.“ Hann bendir á að nú sé farið að markaðssetja knatt- spyrnumenn mun meira en áður var, og að því leyti sé lífið leikmönn- um erfiðara. „En sumir voru góðir bæði innan og utan vallar, og þannig er það örugglega enn. Sumir eru góðir í að selja sig út á við en ég hafði bara aldrei neinn áhuga á því.“ Ásgeir lagði kej)pnisskóna á hill- una í maí 1990. „Eg hefði ekki þurft að hætta; gat fengið annan samning við Stuttgart og fékk meira að segja tilboð frá Schalke, sem þá var í 2. deild. Forseti félagsins ætlaði að koma til Stuttgart á einkaþotu, en ég sagði honum að eyða ekki tímanum í það. Þetta væri ekki peningaspurs- mál, ég væri einfaldlega ákveðinn í að hætta. Sagði honum að það væri hvorki gott fyrir mig né liðið ef ég semdi við hann en léki ekki af öllu hjarta. Þeir gáfust þó ekki upp, hann hafði samband við mig aftur og sagði að peningar skiptu engu máli. Ég var hins vegar ákveðinn í að hætta með- an ég gæti eitthvað ennþá. Hefði ég slegið til hefði þetta orðið besti samn- ingur minn á feriinum (!); en ef mað- ur er ekki búinn að koma sér þokka- lega fyrir eftir 17 ár þá breytist það ekki mikið þótt maður spili 18. árið.“ Og þú hefur væntanlega verið bú- inn að því... „Maður hefur alveg í sig og á,“ svarar Ásgeir stutt og laggott, af sinni alkunnu hógværð. Hann segir það hafa verið mjög ljúft að hugleiða það, vorið 1990, að eftir mánuð, þegar félagar hans mættu á ný í skógarhlaup og aðrar æfingar til undirbúnings næsta keppnistímabili, gæti hann gert hvað sem hann vildi. „Ég naut þess að vera til þetta sumar og haust en það gengur ekki að slaka bara á til lengdar. Ég fór að vinna fyrir félag- ið aftur, að „njósna" um unga leik- menn. Var mikið á ferðalögum en þreyttist svo á því líka. En það var góður tími.“ Ásgeir hætti því áður en hann kom heim til að þjálfa Fram sumarið 1993 og þá hafði hann þegar opnað drykkjarvöru- markað sem hann á enn í útborg Stuttgart, en hann leigir nú rekstur þess fyrirtækis. Ásgeir stundar einnig viðskipti hér heima, stofnaði nýlega fyrirtækið Sjólist með félaga sínum. „Við erum með umboð fyrir Skanti, sem eru danskar talstöðvar og fjarskiptatæki fyrir skip og báta.“ Hann útilokar ekki að fleira sé á döfinni; „það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir hann og glottir, en er ekki mikið fýrir að gjamma, eins og hann komst að orði áður. Sel ekki sálina Gegnum tíðina hefur stundum verið haft á orði að Ásgeir hafi liðið íyrir það sem knattspyrnumaður að vera frá „litla“ íslandi. Hann hefði getað orðið enn frægari og stjarna hans getað skinið skært í úrslita- keppni heimsmeistaramóts. Sá sem hér skrifar man eftir einni fyrirsögn í þýsku dagblaði, sem hljóðaði svo: Schade der Sigi kein Deutscher ist - synd að Sigurvinsson skuli ekki vera Þjóðverji. Þýska landsliðið vantaði leikstjómanda á þeim tíma sem hann var upp á sitt besta; „Það var ekkert launungarmál og mikið var spekúlerað í þessu,“ segir Ás- geir. „Bæði í Belgíu og Þýskalandi reyndar, því það hefði bæði verið betra fyrir liðin, þá hefðu þau getað fengið einn útlending til viðbótar, og líka persónulega fyrir mig; ég hefði komist lengra með landsliði við það að spila með toppmönnum í öllum stöðum. En þetta var mest í fjölmiðlum og aldrei rætt af neinni alvöru. Auðvitað hefði verið gaman að taka þátt í lokakeppni einhvers staðar en það verður ekki á allt kos- ið. Þetta kemur stundum upp í hug- ann, sérstaklega þegar horft er á HM eins og um daginn, en maður gleymir því fljótt. Enda hefði mér aldrei dottið í hug að láta af þessu verða. Maður selur ekki sálina..." Eftir „þunga“ máltíð sem þessa árla dags er eins gott að hreyfa sig svolítið. Ásgeir fer því gangandi vestur úr, þangað sem hann á er- indi, en blaðamaður gerir enn betur og hleypur - (út í bíl...) VIKU IM Pcrtópei Innifalið: Flug, gisting í viku á Sol Doiro, ferðir til og frá flugvelli og allir flugvallarskattar. *M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. 41.950 kr. á mann m.v. tvo í stúdíói. 34.5/5 kí. Innifalið: Flug, gisting í viku á Pil Lari Playa, ferðir til og frá flugvelli og allir flugvallarskattar. *M.v. 2fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára. 45.110 kr. á mann m.v. tvo í stúdíói. 2 vikur, 15. sept. & 3 vikur, 29. sept._ 33.175 kf.* FERÐIR Sunnsrsiifei í CsfirncrPiJ ZZ.05C kr.* Innifalið: Flug til Billund 2. september og heim frá Kaupmannahöfn í sept. og allirflugvallarskattar. Miðað er við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára. 26.050 kr. á mann m/flugvallarsköttum, m.v. tvo fullorðna. Innifalið: Flug, gisting í 3 vikur á Los Gemelos, ferðirtil og frá flugvelli og allir flugvallarskattar. * M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára 29.september. 48.110 kr. á mann m.v. tvo. Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274 oq þú nýtur bestu kjara - strax it Situr barmð þitt i oruggu sæti í umferdinni? - Hjá VÍS færðu barnabílstól sem hæfir stærð barnsins. BARN í BIL11STBL FRÁ '4jf Sfmi: 560 5060 • www.vis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.