Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MARGMIÐLUN MORGUNB LAÐIÐ Eyðilegging án blóðs LEIKUR Blast Corps, leíkur fyrir Nintendo 64. Rareware framleiðir. Á MEÐAN leikjum fyrir Playsta- tion fjölgar óðfluga hefur verið nokkur skortur á Nintendo 64-leikj- um. Þegar leikirnir koma svo út hefur verið vel þess virði að bíða eftir þeim og gott dæmi um það er Goldeneye-leikurinn fyrir Nintendo sem gefinn var út fyrir nokkru. Bl- ast Corps, sem gefinn var út af Rareware, er engin undantekning. í leiknum hefur lítill hópur sér- fræðinga í að eyðileggja hús verið fenginn til að koma í veg fyrir kjarnorkuvetur sem þurrkað gæti út allt líf á jörðinni. Tveir öflugir kjamaoddar sem á leið voru á ör- uggan geymslustað hafa eyðilagst og farið að leka. Vörubfllinn sem geymdi oddana læsti sig á stystu leið til geymslustaðarins og hélt áfram, en því miður er stysta leið í gegnum marga bæi og borgir og það er verk Blast Corps að eyði- leggja allt sem verður á vegi kjam- orkuoddanna. Fjórtán farartæki standa Blast Corps til boða, þar á meðal mótor- hjól sem skýtur eldflaugum, jarðýta og vélmenni sem steypir sér niður á byggingarnar, einnig er hægt að fá bfla sem er ekki hægt að eyðileggja neitt með eins og lögreglubfla og kappakstursbíla. Fjölmörg borð em í leiknum og bætast þar við fjölmörg þjálfunar- borð og bónusborð sem yfirleitt snúast um kappakstur en ekki eyði- leggingu. Ef keppanda tekst ekki að eyðileggja allt á vegi bflsins klessir hann á og borðið byrjar að nýju. I sumum borðum er ekki nóg að eyði- leggja bara allt heldur þarf maður stundum að vera afar snöggur og hugsa mikið. Allt umhverfi leiksins og farar- tækin er afar vel gert, nánast full- komið, og eina villan sem greinar- höfundur kom auga á er sú að þegar bílamir keyra út í enda borðsins á bíllinn það til að skoppa af eins og í kúluspili. Þetta er afar pirrandi þegar mikið liggur á. Tónlistin gerir það að verkum að oft sprettur út á manni sviti af spenningi því hún er í fullkomu samræmi við hættuna í leiknum. Fyrst er hún hæg og róandi en eftir því sem hættan nálgast verður hún hröð og ofsafengin þannig að maður verður afar spenntur. Ef fólk hefur gaman af miklum sprengingum og látum auk mikillar spennu sem hefur þó ekki í fór með sér blóðsútlát þá er þetta leikurinn fyrir það. Ingvi M. Árnason Nettenging lit um allt EKKI ER gott fyrir þá sem era á ferð og flugi og komast í net- samband, yfirleitt tekur því ekki að vera að kaupa sér aðgang í viðkomandi landi fyrir nokkra daga eða tvær til þrjár vikur og of mikið mál er að vera að hringja til Islands til að tengjast þó margir grípi til þess. Þá kem- ur til þjónusta eins og iPass sem Margmiðlun býður notendum sínum uppá. iPass er net Netþjónustuaðila, hið stærsta sinnar tegundar, með 2.700 gáttir í 150 löndum og hægt að hringja inn á innanbæjartaxta í hverju landi f'yrir sig og tengj- ast Netinu. iPass-notendur velja einfaldlega úr lista þá aðila sem þeir vilja tengjast. Meðal fyrirtækja sem tengast iPas má nefna CompuServe, GTE Intemetworking, UUNet Technologies og EQUANT, sem á og rekur í samvinnu við SITA stærsta fjarskiptanet heims. Einstaklingsfram- leiðni aðalatriði Rafeindafyrirtækið Philips er þekktast fyr- ir hljómtæki og sjón- vörp. Arni Matthíasson komst að því að það er líka umsvifamikill framleiðandi jaðar- tækja fyrir tölvur og einnig hefur það náð forystu á vasatölvu- markaði. HOLLENSKA fyrirtækið Philips hefur sótt í sig veðr- ið í tölvuheiminum og tekið stefnuna á blómlegan jaðartækja- markað. I síðustu viku hélt fyrir- tækið markaðsfund hér á landi og kynnti fyrir stjórnendum sínum og starfsmönnum ýmislegar tækninýj- ungar, skjái, lófa- og vasatölvur og jaðartæki. Philips var meðal fyrstu rafeind- arisanna til að spreyta sig í einka- tölvuframleiðslu, en gekk ekki sem skyldi og dró sig á endanum útúr þeirri framleiðslu. Ekki má þó skilja það sem svo að það hafi hætt að framleiða tölvudót, því samkvæmt því sem Simon Bambach, forsvars- maður jaðartækjasviðs Philips í Evrópu, segir framleiðir Philips nærfellt helming af þeim búnaði sem fer í tölvu, aukinheldur sem fyrirtækið kemur sterkt inn á ört vaxandi lófa- og vasatölvumarkað. Bambach segir að Philips sé sterkt í ýmsum tölvubúnaði þó ekki setji það lengur saman einkatölvur, og þannig sé það með stærstu framleiðendum tölvuskjáa, aukin- heldur sem það sé umsvifamikill framleiðandi geisladrifa og stærsti framleiðandi geislabrennara, hafi reyndar ekki undan að framleiða þá, því pantanir séu helmingi fleiri en fyiirtækið ræður við að uppfylla. „Fyrir tveimur áram gerðist það svo að ungt fólk innan fyrirtækisins barðist fyrir því að fyrirtækið myndi nýta sér möguleikana sem Windows CE gefur og stjórn Phil- ips ákvað að gefa því aðstöðu og fjármuni til að þróa vöra fyrir Windows CE. Afrakstur þess var Velo vasatölvan og hefur náð vera- legum árangri; ég held að engin vasatölva hafi náð eins miklum vin- sældum og Velo og mér er til efs að annar rafeindabúnaður hafi hlotið eins mörg verðlaun," segir Bambach og bætir við að ör- gjörvinn í tölvunni, sem er úr smiðju Philips, hafi náð algjörum MARGVERÐLAUNUÐ Velo tölva Philips, sem sést hér til hægri í tengiboxi, er ekki nema rúmir 17 sentimetrar á lengd og tæpir 10 á breidd lokuð. Til vinstri er Nino sem stefnt er til höfuðs Palm Pilot, meðal annars með Windows CE að vopni. yfirburðum á markaðnum og sé í flestum slíkum tövum í dag sem keyra Windows CE. „Það má segja að Velo sé gott dæmi um það hvemig stórfyrirtæki geta bragðist við nýjum möguleikum á markaði og álíka þróunarsaga liggur að baki Nino-tölvunni sem við kynntum á CeBIT og einnig á fundi okkar hér á landi.“ Mestur virðisauki í jaðarbúnaði Eins og getið er framleiðir Phil- ips ýmislegan jaðarbúnað í tölvur og Bambach segir að markaður íyr- ir slíkan varnig aukist mjög hratt og mun hraðar en tölvumarkaður- inn yfirleitt. „Vestur í Bandaríkjun- um hefur orðið bylting í sölu á ódýram einkatölvum og mest sölu- aukning er í tölvum sem kosta inn- an við 500 dali. Þeir sem kaupa slíka tölvu kaupa fljótlega ýmisleg- an viðbótarbúnað, til að mynda betrí skjá, geislabrennara eða kannski stafræna myndavél, og þá komum við til sögunnar. Við teljum þann markað vænlegri en einka- tölvumarkaðinn því virðisaukinn er mun meiri.“ Vinsælasta lófatölva heims í dag er Palm Pilot tölva 3Com og hann segir að spennandi verði að sjá hvemig Nino eigi eftir að reiða af í samkeppninni. „Tromp okkar er að við notum Windows CE, sem er op- inn staðall og fjöldi fyrirtækja er þegar að þróa hugbúnað fyrir Windows CE. Eg geri mér því von- ir um að við munum ná góðum ár- angri á markaðnum, þó vissulega sé Palm Pilot í sterkri stöðu. Sumir hafa gert því skóna að Palm Pilot hljóti að tapa slagnum vegna þess að vélarnar keyra stýri- kei’fi sem enginn annar hefur tekið upp en 3Com, en að mínu viti er málið flóknara en svo. Upp undir 40% af kostnaði við hverja vöra er dreifingarkostnaður og því skiptir markaðssetning og kynning æ meira máli. Hættulegt er ef fyrir- tæki einblína á vörana sjálfa, það þarf meira til; aðgang að góðri dreifingu, öflugt markaðsstarf og stuðning annarra fyrirtælga. Ekki er því rétt að horfa til að mynda bara á stýrikerfi viðkomandi tölvu því það stýrikerfi gæti sem best orðið markaðsstaðall þegar upp er staðið." Markaður fyrir lófa- og vasatölv- ur hefur vaxið gríðarlega hratt undanfarin ár og Bambach segir að framundan sé enn gríðarleg aukn- ing. „Það er mat markaðsrann- sóknafyrirtækja að árið 2001 verði sala á lófa- og vasatölvum komin langt framúr sölu á fistölvum. Þetta eru spennandi og skemmtilegir tímar, ekki síst fyrir það hversu þróunin auðveldar mönnum vinnu sína, þegar hægt er að vera á hest- baki uppi á Islandi og tengjast tölvukerfi fyrirtækisins í Tævan ef þörf krefur. Það gerir líka að verk- um að nú hafa stjórnendur fyrir- tækja enga afsökun fyrir því að vera ekki í sambandi þó þeir séu ekki á skrifstofunni. Eg er mestan tíma ársins á ferð og flugi, en tölva eins og Velo geri mér kleift að vera sífellt í sambandi og til gamans má geta þess að nokkrir af þeim stafs- mönnum Philips sem héldu kynn- ingar á fundi okkar hér tengdu Velo-tölvur sínar við skjávarpskerfi á staðnum og stýrðu kynningunni þannig. I framtíðinni, og reyndar nú þeg- ar, skiptir einstaklingsframleiðni mestu máli. Á árum áður gat reynsla verið úrslitaatriði eða til- finning fyrir starfinu, en í dag skiptir framleiðni einstaklingsins, hversu vel hann nýtir tíma sinn, öllu máli.“ Alvöru vél á netið! ■ Boss ATX turnkassi ■ Pentium II Celeron 266 Mhz ■ 15“ skjár Bl 32 MB SDRAM vinnsluminni m Grafixstar 4Mb skjákort ■ 32x hraða geisladrif ■ Sound Blaster 16 hljóðkort 'J 280 watta hátalarar Bl 33.600 bps mótald með faxi og símsvara Ð 4 mán. Internetáskrift hjá Islandia eða Margmiðlun gg Windows lyklaborð U Logitech PSI2 mús El Windows 95 stýrikerfi bita myndlesari A4 • 4800 pát prentaraportstengdur . ts i • 2»kEIFAN 11 • SIIVII 550-4444 • POSTKROFUSIIVIINN 550-4400 Netvélin: Pentium
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.