Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ LEIKHÚS BRÚIN í Mostar í Bosníu var byggð á sextándu öld. Evrópumenn hafa alla tíð verið að reyna að byggja milli sín brýr. Þessi brú var sprengd í loft upp árið 1993. Bníarsmiðir í Bonn TANKRED Dorst og Hannah Hurtzig, svo og Mandred Beilharz. Leikhúshátíðin í Bonn ? i k EGAR múrinn féll og ákveðið var að gera Berlín að höfuðborg Þýskalands og allir diplómaturinn, blaða- bunkamir og stimplamir yrðu fluttir þangað blasti við að höfuðborgin Bonn yrði í sámm. I sárabætur fékk borgin fullt af peningum frá ríkinu til að halda leikhúshátíð á tveggja ára fresti, Bonner Biennale. Þar era leik- ritin sjálf í fyrirrúmi, evrópsk leikrit frá síðustu tveimur áram, og höfund- amir skipa öndvegið, fremur en leik- stjórarnir, leikararnir, leikmynda- teiknaramir og annað starfsfólk. Þau Tankred Dorst, Hannah Hurtzig og Manfred Beilharz era helstu aðstandendur og skipuleggj- endur leikhúshátíðarinnar í Bonn. Þau ferðast um alla Evrópu og velja athyglisverð leikrit til að sýna á há- tíðinni og komu meðal annars til ís- lands og völdu hér „Kaffi“ eftir Bjarna Jónsson til sýninga. I viðtöl- um og greinum í sýningarskrá út- skýrðu þau nokkuð þá hugmynda- fræði sem að baki býr. Spyrill: „Til að gleyma nú ekki neinum á landakortinu era þá til dæmis einhver áhugaverð nútíma- leikrit skrifuð í einhverju Eystra- saltslandanna?" Hannah Hurtzig: „I Ríga fær maður að sjá Tékov, Tékov og aftur Tékov og til viðbótar svolítinn Dostoévskí. Ef til vill eina leikgerð upp úr Zola. Frá árinu 1981 hefur einungis verið gefið út þar eitt lítið hefti með nýjum leikritum, en af og til prenta leikhústímaritin eitt leikrit sem venjulega er illlæsilegt. Þar era nú tveir eða þrír ungir höfundar. Eftir umbyltinguna hafa eldi'i höf- „Hver sagði þetta ... Lars Norén?“ - „Nei, ekki Norén. Við þekkjum hann.“ - „Kannski var það Makedóniumaðurinn sem er sestur að í Coventry?" - „Nei.“ - „Franski menntamaðurinn sem svarar aldrei skilaboðum?“ - „Nei.“ - „Þessi dæmigerði Finni sem er álfka þögull og Buster Keaton og býr í Hannover?" - „Enginn þeirra þriggja." - „En sá sem á konuna sem segir við hann á hverjum morgni: „Af hveiju drepurðu þig ekki?“ og ástkonuna sem segir í lok hvers eftirmiðdags: „Ég ætla að drepa mig?“ Hvaðan kom hann aftur?“ - „Veit það ekki. Frá Hollandi? Alla vega var það ekki hann.“ - „Eða stráklingurinn sem leggur sig eftir að fylgja i fótspor Witki- evicz og Malinowskis og er enn- þá leiðsögumaður í bókmennta Bonner Biennale í Þýskalandi er að verða helsta leik- húshátíð Evrópu. Guðrún Gísladóttir fylgdist með hátíðinni, sótti áhugaverðar sýning- ar og segir frá há- tíðinni og einstökum verkum í fjórum greinum. ferðum ungra pólskra túrista um Papúa-Nýju Gíneu, þótt hann sé löngu búinn að komast að þvi að Witkievicz hafi aldrei komist alla leið til Papúa-Nýju Gíneu?“ - „Onei.“ - „Gamli eistneski heim- spekingurinn og efnafræðingur- inn sem hefur skrifað fullt af leikritum sem hafa verið sett upp en hann hefur ekki séð eitt einasta þeirra?“ - „Ég þekki liann ekki.“ - „Tabucchi?" - „Nei, hann þekki ég!“ - „Spánverjinn sem setur upp leikrit eins og plötusnúður þeytir skífum?" - „Nei.“ - „En náunginn sem átti veðurglöggu ömmuna?" - „Hver þeirra var það?“ - „Rúmenski fyrrum kjarneðlisfræðingurinn?“ - „Ngi.“ (Utlegging Hönnuh Hurtzig á 13 af þeim 100 leikritahöfundum sem við sögu komu íBonn.) undarnir margir farið út í stjómmál og hætt að skrifa.“ Tankred Dorst: „Eitt undarlegt land er ísland. Þar skrifa allir leikrit og allir fai-a að sjá þau. í litla bænum Reykjavík eru átta eða tíu leikhús, eitt stórt Þjóðleikhús og stórt Borg- arleikhús, og öll sýna þau ný verk. Mörg eftir ensku hefðinni, sem sé „well-made plays“. Við höfum boðið hingað framraun eins höfundar það- an, en áttum völ á fleiram. Þeir glíma náttúrlega ekki við þessi sömu vandamál og við hér eða í Austur- Evrópu; stríð, eftir-stríð og atvinnu- leysi era ekki þeirra viðfangsefni. Að því leyti eru þeir óttalegir sakleys- ingjar, en þeir eiga náttúrlega alltaf við sín fjölskylduvandamál að stríða, eins og allir aðrir.“ Hafið þið tekið eftir því að flestir kunna ekki að hvísla? Þein-i guðsgjöf að geta talað lágt, blíðlega og þó skýrt virðist hafa verið útdeilt af engli sem nú er hættur störfum. En Bonner Biennale reiðir sig þó enn á flinka hvíslara. Við ferðuðumst til 35 landa (sjálf komst ég yfir 29 lönd og ferðaðist 163.560 kílómetra) og í fæstum landanna þekktum við haus eða sporð á tungumálinu. Oftar en ekki var engin þýðing til reiðu áður en við sáum þær sýningar sem við ætluðum okkur. En alltaf var mann- eskja í sætinu við hliðina á okkur sem átti að hvísla lágvæm þýðingu í okk- ar þýsku eyra, en sem undantekning- arlítið beljaði og jamiaði í staðinn. Eigi að síður komu þessir þýðendur að miklu gagni, þó ekki væri nema tU þess að biðja á eigin máli landa sína afsökunar á ófullnægjandi hvíslinu. Þannig komst ég að bágri stöðu hvísls um alla Evrópu. Að sjá frábæra sýningu eftir að ferðast um og legið í pappírum mán- uðum saman er fyi'ir flesta leiklist- arhátíðarstjóra eins og að ná loksins í mark í maraþonhlaupi, en ekki fyr- ir okkur sem stýram Tvíæringnum í Bonn. Fyrir okkur er það bara að taka sér stöðu við startbyssuna. Þýskan er markið sem keppt er að. Oft verður að drösla leikritunum á þýsku með viðkomu í tveimur öðrum tungumálum; við verðum að notast við brot, bráðabirgðaþýðingar, sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.