Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LEIKHUS LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 35 í HELVITI hinna svörtu svína. Hvur í fjandanum var það sem byrjaði? Sag't frá leikverki eftir Dejan Dukowski frá Makedóníu DEJAN Duk- owski, höfundur Hvur í fjandanum var það sem byrj- aði? Hann fæddist 1969, lærði dramatúrgíu og heimspeki við há- skólann í Skopje í Makedóníu og hefur unnið mikið við sjón- varpið þar í landi sem handritshöf- undur og drama- túrg. Jafnframt hefur hann skrif- að röð leikrita um ástandið á Balkanskaga. fræðiálit. Slúður og rógur koma oft að miklu gagni. Öfund í leikhúsinu er alls staðar jafn fróðleg og skemmtileg, en sérstaklega í Tartu og Trigu Mures. Stundum virðist textinn tapa einhverjum ósköpum í þýðingu. Við höfum eytt gríðarmikl- um tíma í að ráða í leyndardóma leikrita sem reyndust síðan ekki hafa yfir neinum leyndardómum að ráða. Þegar þessu flökkulífí milh tungu- málanna er loks lokið og við vitum að textinn er góður, þá er leikhópurinn löngu farinn á fullbókaða sýningai-- ferð um Evrópu eða leiktjöldin brunn- in. Til dæmis var þegar búið að bjóða Disco Pigs út um allan heim meðan við vorum enn að leita að þýðanda sem gæti þýtt það villta, rappandi suður- írska bamaslangur sem talað er í leikritinu. Þrír þýðendur gáfust upp eftir fyrsta lestur og við komumst hvergi. Þeim fjórða tókst það. Milli fyrstu þýðingarinnar, sem er jörmuð beint í eyra hlustandans í ein- hverju fjarlægu leikhúsi, og þeirrar lokaþýðingar sem streymir úr heym- artólum áhorfenda á Bonner Biennale fellur heilt Mississippi-fljót. 26 leikrit frá 19 löndum. I öllum tilfellum er um frumsýningar í Þýskalandi að ræða og helmingur höfundanna hefur ekki verið kynntur hér áður. Leikritin sýna stríðið á Balkanskaga eins og sápuópera eða teiknimyndasögu. Þau sýna rúm- enska innflytjendur í Svíþjóð, Rússa að þvælast í París fyiir byltingu, evr- ópska nýlenduherra í Indónesíu og Eistlendinga í Tartu. Hér em leik- gerðir eftir metsöluskáldsögum, dag- bókum frá Theresienstadt, pólskum lögreglufréttum og kvikmyndahand- ritum. Notast er við tilbúin tungumál frá Friaul og Cork. Sum gerast nokkum veginn núna, eitt árið 1904 og annað árið 1717. Þau eru byggð á doktor Jekyll og mister Hyde, Ték- hov, Buster Keaton og Dante. Þetta er í grófum dráttum það sem Bonner Biennale 1998 snýst um. Enn er ringulreið Evrópu okkur Þjóðverjum framandi, og með réttu. Markmiðið með endalausum þýðing- um okkar er ekki nema að örlitlu leyti að byggja brýr (en hugmyndir em um að nota brýr sem tákn um sameiningu og sættir á nýju Evru- peningaseðlunum), heldur miklu frekar að þýða allt saman aftur á upphaflegan framandleik þeirra sem búa á hinum bakkanum. Hannah Hurtzig „Þú verður að spyrja mig, ekki sjálfan þig, ef þú vilt skilja mig,“ skrifaði Johann Georg Harmann ein- hverju sinni til Immanuel Kants. „Bonner Biennale, sem er stærsta samkoma nútímaleikritunai- í heim- inum, vill hafa þessa setningu að fyr- irsögn. Þegar við viljum kynnast annarri menningu er bráðnauðsyn- legt að leyfa þeirri menningu að tala sitt eigið mál, en ekki að meta hana bara út frá okkar eigin reynslu og sjónarmiðum. En eigum við í raun- inni enn eftir að uppgötva einhverjar framandlegar furður? Allir tönnlast á alþjóðavæðingu, tískuorðinu frá í fyrra. Evran er yfir- vofandi og þjóðareinkenni nágranna okkar í Evrópu era fyrir löngu orðin hluti af okkar hvunndegi. „Við þurf- um að endurheimta þjóðarfordóma okkar!“ heimtaði finnski fulltrúinn okkar, Outi Nyytajá, hér í hitteðfyrra og með þessari ögrandi kröfu átti hún við að við yrðum að gera okkur gi'ein fyrir tilvist þess framandi og sætta okkur við það. Því þrátt fyrir allt talið um alþjóðavæðingu munum við enn um sinn lifa við mjög mai'gbreytilega menningu. Alheimsmenning og al- heimskerfi á öllum sviðum _ sem var draumur upplýsingastefnunnar í Evr- ópu _ er enn ekki komið tO sögunnar og er kannski ekki æskilegt. Mesta prófraun Evrópu i framtíðinni felst í því hvemig fólk sem býr við margvís- lega menningu í fjölþættum heimi getur lifað saman (í friði) þegar til lengdar lætur. Leikhúsið er vitaskuld ekki í stakk búið til þess að veita nein algild svör, en það getur leikið sér að því að leggja fram skissur að ýmiss konar lífsmáta en þó aðeins ef við þróumst frá „kennarasamfélagi“ yfir í „lærlingasamfélag“, svo notuð séu orð félagsfræðingsins Wolf Lepenies. Manfred Beilharz Asviðsveggina og sviðsgólfið sjálft era Makedóníumenn búnir að letra sitt rúnaletur. Væntanlega er þetta Gleði- leikur Dantes með þeirra letri og þeirra stöfum, þetta er fallegt. Blá- hvítt letur á svörtum fleti. Á miðju gólfinu liggja um tveir fermetrar af spegh eða gleri. Kona býður okkm- velkomin og kennir Þjóðverjunum eins og bömum á heymartólin sem þýðingin þeirra kemur úr. „Hver heyrir ekkert í sínu tæki?“ Þeir rétta upp hönd, kvarta og sífra: „Það þarf að tala hærra.“ Klappa þegar allt er komið í lag. Þetta verður ferð inn í ríki hinna fordæmdu, sem era lokaðir af í losta sínum, Gleðileikm-inn guð- dómlegi eftir Dante. Fyrsti hringur Tilgangurinn Vatn drýpm-. Eineygður maður ríð- ur konu upp við baðkar inná klói; er að flýta sér. Með hermannapósttösku á bakinu. Konan er aftur á móti með hálftætta vængi á bakinu í náttkjóln- um slitnum. Hún fær lánaðar tenn- umar hans á eftir og húkir magn- þrota á klósettinu. Það er gras á gólf- inu og svört ský á lofti. Þetta eru lið- ugir horaðir leikarar og þarna á kló- settinu er semsagt bæði himinn og jörð. Konan fær fyrir hjartað en hann hlær að því. Hann er allur tattóverað- ur að ofanverðu og yfir allt bakið á honum er stór engill með svakalega vængi. Eins og ég sagði áðan er mað- urinn eineygðpr með plástur fyrir vinstra auga. Útsýnið úr baðgluggan- um er eins og hvítt óskrifað blað. Mér dettur oft Arrabal í hug. Á blaðið er kastað hljóðlausri bíó- mynd af andliti að kafa sem reynir bæði að anda og æpa ofan í vatninu. Æptu í kafi. Hún er hrædd og felur sig ofan í baðkerinu eins og tættur engill, sem búið er að reyta af bæði fjaðrir og hár. Þegar allt er orðið óbærilegt skellur diskótakturinn á; það má alltaf reyna að ríða í takt. Það kostai- lítið sem ekkert. Og það er gert á tveggja fermetra glerplöt- unni lýstri upp að neðan. Persónur voru: Rukkarinn og Bes- anía. Annar hringur Gleðin Trúður situr og grenjar á glerplöt- unni. Hann á sér eina spiladós til huggunai'. Hann er grænklæddur og staddur í löngu, voða bleiku búnings- herbergi með minnst fimm smink- borðum, upplýstum speglum og sessalong. Á þessum legubekk situr kanínuklædd kona með stóran dúsk á rassinum og syngur „Happy Birt- hday“. í loftinu hanga bleikir kjólar með vængjum. Þau fara að æfa sig og tala þá bæði hratt og skrækja eins og teiknimyndapersónur. Hann er vond- ur við hana og þá vill hún skjóta sig en kann ekki á byssuna. Hún fer í gagnsæja síða kápu og pakkar ofan í tösku og yfirgefur hann. Þá missir hann allan mátt og stendur ekki einu sinni í fæturna. Hún kemur aftur og þau sættast á glerplötunni og kyssa á bágtið hvort hjá öðru. En hún er þá bara að kveðja í annað sinn og frekar en að hleypa henni burt skýtur hann hana. Þá virkar allt í einu byssan og hann sem hélt að allt væri þetta í gamni. Hann hringar sig með spila- dósina á glerplötunni og skýtur sjálf- an sig, en þá virkar byssan ekki, heldur detta bara ljósin út kringum speglana við sminkborðin. Persónur voru: Trúður, sirkusball- erína, spiladós. Þriðji hringnr Trúin Leðurjakkagæi á gallabuxum með bleikan bakpoka kemui' á þýska bar- inn „Zum schwarzen Schwein“ í Wittemberg. Nafnið stendur ræki- lega skrifað með rauðum neon-stöfum í loftinu. í loftinu hanga líka endalaus neon-svín, tvö að ríða. Doktor Phallus situr fullur við barinn og þambar bjór og margkynnir sig með handaslætti. Hann er klæddur eins og samsuða af Elvis Presley og Dracula með rauðar strútsfjaðrir um úlnliði og háls og stórar hendur eins og Grikkinn Zorba. Hann er risavaxinn, snarvit- laus og skelfilegur maður, rauðeygð- ur með hring á hverjum fingri. Tómu bjórflöskurnar notar hann eins og kíki og svipast um með þeim í Evr- ópu. Hann býður komumanni bjór um leið og hann spyr hann hvum djöful- inn hann sé að gera þama og hvaðan hann sé. Hinn segist vera frá Ma- kedóníu og megi alveg vera þarna, hann sé námsmaður á styrk. Svo tek- ur hann hníf úr pússi sínu og dregur á barka Phallus. Doktor Phallus hristir af sér hnífinn, segist vera viritúós og hrópar hásri röddu menningu sína um alla Evrópu. I salnum sitja áhorf- endur þegjandi og hljóðalausir. Að lokum hálfkæfir doktor Phallus Ma- kedóníumanninn og niðurlægir hann með því að ríða honum í rassinn upp' við barborð hinná svörtu svína. Persónur voru: Doktor Phallus og Unglingurinn. Fjórði hringur Vonin Rauðklædd kona með rauða ferða- tösku kveikir á eldspýtu í mikilli snjó- komu. Gráklæddur maður gerir það líka og er líka með tösku. Hún vill alltaf vera að fara. Hann syngur þá ættjarðarljóð og þótt hún stransi burt virðist rauða ferðataskan taka af henni ráðin og feykja henni stöðugt til baka. Taskan er eins og staður hestur. Konan gefst upp og fer úr fót> unum. Maðurinn sest á sína gráu tösku. Hún heldur yfir honum skammarræðu, hlær svo og grætur og biður hann um að elska sig. En hann getur það einhvem veginn öngvan veginn. Hálfber stmnsar hún enn burt og gáir í töskuna sina, sem er galtóm. Hann gáir þá í sína og réttir henni þaðan sundurtætta vængina hennar. Hún heitir Ikonia. Persónur vora: Ikonia og Kon- stantin. Fimmti hringur Ástin Stór hommi í hvítum náttslopp tog- ar lítinn skrifstofumann inn á bind- inu. Herbergið er fjólublátt, á himnin- um glimmer-öldur. Rúmið er líka eins og öldur. Skrifstofumaðurinn borgar fyrirfram en kemrn- alls ekki á sig smokknum. Það sámar drottning- unni. Undan sænginni sprettur lítill ski'attakollur með leðurgrímu og á leðumærbuxum með rennilás allan hringinn. Þetta er kærastinn. Drottn- ingin og skrattakollurinn rífast stöðugt og drottningunni sámar meir og meir. Á endanum er skrifstofu- maðurinn orðinn svo leiður á þessu rifrildi að hann kæfir drottninguna á glerplötunni, lýstri upp að neðan, og hinn leðurklæddi kærasti kemur ekki til bjargar. Persónur voru: Lúlú, Grímu- klæddur maður og Sá þriðji. Sjötti hringur Æran Hvítklædd kona með rauða fléttu reykir sígarettu. Svartklæddir menn skjóta hver á annan með löngum riffl- um, inilli þess sem þeir slást með enn lengri prikurn. Rafinagnsgítar spilar undir, en í fjai-ska mallar þýskan í heyrnartólum áhorfenda og er í mín- um eyrum eins og suð undir allri sýn- ingunni. Svartur mári, alblóðugur, og konan með rauðu fléttuna, snjóhvít og berrössuð undir kjólnum, fara að slást með löngu prikunum og reyna líka að ríða á glerplötunni en það gengur aldrei vel. Hún kyssir hann og nær þannig af honum rifflinum og skýtur hann. Hann syngur tyrknesk- an söng meðan hann deyr, hún æpir „þegiðu!“ og drepur hann aftur. Þetta er ekki beint skemmtiefni. Persónur vora: Andja, hvít sem engill, Tengdapabbi, svartir arabar með kalishnikov-riffla. Sjöundi hringur Syndin Nú er hvítklædd nunna á glerplöt- unni og skrifar með fjöður við kerta- ljós. Vængstífður tungulaus maður innan í kúlu eða hnetti vælir og rífst fyrh' aftan hana. Hann er eins og dýr og þegar hann sleppur út nær hann henni. Hún reynir að seilast efth' fjaðurpennanum. Fuglinn flaug fjaðralaus, settist á vegginn bein- laus, þá kom maður fótalaus og skaut fuglinn bogalaus. Hann vill fá að sjá upp undir þessa litlu nunnu; sjálfur er hann eins og sundurtættur risavaxinn fálki, örn eða indíáni. Hún fer inn í kúluna til hans og mállaus mæna þau fram til okkar meðan af segulbandi syngur nútímalegur trú- badúr söng um fallna engla við pí- anóundirleik. Persónm- voru: Djöfull í búri, Nunna. Pörin þrjú sem léku í þessari sýn- ingu koma inn, mennirnir skoða hverja konuna á fætur annarri en enda svo á að draga sína einu réttu út af sviðinu eins og steinaldarmenn. Aleitt eftir á sviðinu á tveggja fer- metra glerplötunni liggur óskrifað blað við kertaljós. Hvað er á seyði í Makedóníu? Er heimurinn svona?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.