Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ HAGYRÐINGAKVÖLD Káfaðí konfektinu Vísnatorg Vopnaskakið var átakamikið og fjörlegt á Vopnafírði um síðustu helgi þegar landsfrægir hagyrðingar tókust á. Pétur Blöndal villtist á Vopnafjörð í „gestaþokunni“ og leiddist ekki. ALDREI hafa verið fleiri áheyr- endur á hinu árlega hagyrðinga- kvöldi á Vopnafirði sem haldið er undir yflrskriftinni „Með íslensk- una að vopni“. Vel á fjórða hund- rað manns komu saman í íþrótta- húsinu og voru þar margir að- komumenn sem höfðu ekki látið gestaþokuna á leiðinni til Vopna- fjarðar stöðva sig. Blaðamaður fór ekki varhluta af þokunni þegar hann ók að vestan til Vopnafjarðar, missti af af- leggjaranum við Mývatn og þurfti að taka á sig langan krók yfir Hellisheiðina til að komast á áfangastað. Sigurður Hansen henti gaman að þessu þegar sagan barst honum til eyma: Er unað fyrir augu ber aukast landsins kynni svo að lengri leiðin er langtum betri hinni. „Það var með Keikó eins og Pétur að hann kemur Iengri leið- ina,“ sagði stjórnandinn Karl Ágúst Úlfsson þegar í íþróttahúsið var komið og hvatti menn til að yrkja um hvalfiskinn. Pétur Pét- ursson orti um þá sem hótuðu að gefa honum eitraðan fisk: Þeir sem Keikó kjósa feigan, klækjum beita og hyggja á morð, mættu gjaman ef þeir eiga’hann einnig færa Halli sporð. Þá sagði hann vísi að fjölskrúð- ugu safni i Eyjum: Fæstir hafa fundið enn furðudýr og glópa sh'ka. Nú eiga Keikó eyjamenn og Áma fíflið Johnsen hka. Jón Kristjánsson þingmaður sagði að Keikó væri viðkvæmur fyrir hljóðum frá umhverfinu: í Eyjum dvölin varla verður góð víst mun Keikó þaðan hljóðin heyra; Johnsen syngur fyrir hann ástaróð - ég efast um hann þoh öllu meira. Og Þorsteinn lagði orð í belg: Svo Keikó ekki í gegnum gat gleypi eiturpakka Ami Johnsen á hans mat öllum þyrfti að smakka. Snemma var ljóst að áheyrend- ur voru vel stemmdir og skemmti- kraftamir fengu frábærar undir- tektir. Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit tók upp „marg- hleypuna" og byrjaði á því að skjóta á stjórnandann. Sagði hann að vísan hefði orðið til í þokunni á leiðinni og væri því ef til vill dálítið þokukennd: Kynnir okkar Karl Agúst kvæða gefur rétta tóninn. Hann er þessi litla þúst þama á bakvið míkrafóninn. Þá lagði hann til Péturs „sem varð frægur fyrst út af steramál- um og síðan skrifaði hann undir merkt plagg til að auka frægð sína“: Pétur telur pung og stera passa illa í sama máli. Hann um síðir hyggst þó skera heigidóminn undan Páli. Pétur svaraði fullum hálsi: Þér sem bullar bara um stera ég bjarga gjaman vil; fegrunaraðgerð eg skal gera á þér neðan til. Friðrik svaraði: Dauðann í ég eflaust því alla flýði pínu ef Pétur kræfur káfaði í konfektinu mínu. Jón lagði orð í belg: Yrkir hann nú sem mest hann má og mun því á hina skjóta senn. Mývetningar þeir fljótar fá flugu í hausinn en aðrir menn. Þorsteinn tók næstur til máls og sagði að sér hefði orðið orðfall þegar hann hefði séð lista yfir hagyrðingana: Legg ég niður skott og skraf og skjótur krossmark geri þegar ég hitti þijóta af þessu kalíberi. Þá var komið að Ósk sem beindi skotum sínum að Jóni: Framar öllu er frekar leitt að framsóknarmaður hann sé, en alla jafna hann brosir breitt og bmðlar með almannafé. Sigurður veitti Ósk liðsauka. Sagðist hann hafa reynt að ná í Jón fyrir kvöldið, en fengið þau svör að hann væri staddur fyrir austan og vitaskuld að sinna kjör- dæminu: Góða frétt ég fékk af því er féll að geði mínu; Jón var að kyssa konur í kjördæminu sínu. Þorsteinn stóðst ekki mátið og skaut á Jón: Vísnagerð hans gulli er lík og gaman kann hann fleira, en prediki hann pólitík þápínast þeir sem heyra. Hagyrðingarnir ortu um kynjalyfið Viacra sem Karl Ágúst vegsamaði og sagði að hjálpaði körlum að veita konum meiri ánægju. Bráðum yrðu svo komnar pillur á markaðinn sem fengju karla til að taka eftir því hvemig konur væru klæddar, taka að sér uppvaskið o.s.frv. Loks mætti ímynda sér að pillur kæmu • á markaðinn með öfuga verkan - fyrir þá sem hefðu of mikinn áhuga. Hún yrði þá í þremur styrkleikum, veik, sterk og með forsetastyrk. Pétri leist vel á hug- myndina: Ef sýnist þér framtíðin sorgleg og myrk síst er þá kvensemi að lofa; fáðu þér pillu með forsetastyrk ogfarðusvobaraaðsofa. Jón Kristjánsson vakti athygli á því að þegar síðasta ríkisstjórn hefði verið mynduð hefði verið engu líkara en menn hefðu vitað að þessi pilla væri á leiðinni því stjórnarsáttmálinn endaði á orð- unum: „ganga með reisn mót nýrri öld“: Hér er í boði virðing, völd. Valdsmenn okkar hafi næga retsn á nýrri öld - neyðarlegt að lafi. Þorsteinn setti pilluna líka í samband við pólitíkina: Stífnipillan styrk og traust steggjum gömlum herðir á, en eitthvað merkir efalaust að hún skuli vera blá. ÁHEYRENDUR brostu úti bæði, enda gamanmálið meitlað. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinn Pétur Jón Bergsson Pétursson Kristjánsson Ulfsson Steingrímsson Þorkelsdóttir Þar til skýrslur þar um fást þetta lyf ei tek ég inn því vera kynni að íhaldsást það örvi um leið og... „Eg var nú ekki eins frægur og hann Steini að vita hvernig hún væri á litinn,“ sagði Friðrik þá sposkur. Hann sagðist þó vita að magnyltöfl- ur væru hvítar. „Ég skil þetta ekki. Var einhver að tala um að mín yrkisefni væru neðanmittis,“ spurði Ósk sakleysislega. „Lestu bara vísurnar þínar. Þá sérðu það sjálf,“ svaraði Friðrik. Og Ósk las: En alltaf á forsjónin ráð til að reyna að rétta við karlanna stolt og vaxandi spenna á vininum eina er vonandi þjóðinni hollt. En einhverja könnun þó ætti að vinna hvort aukningu konumar beri. Það er lítið að gera með stóðhesta stinna ef til staðar er engin meri. Sigurður kom með nýjan flöt í umræðuna: Árum samanýmsirþrá að eiga gamanstundir en löngum gramir leita frá linir framanundir. Það er ekki þrautalaust er þrýstingurinn bilai' vetur, sumar, vor og haust verkið engu skilar. Orkubreyting á sér stað sem ýmsa lagar hagi og dásemdin er einkum að enda í reiðarslagi. Undrun manna er ekki smá er af sér bregða fati. Eftir skammta einn, tvo, þrjá allir standa á gati. Þá bar lífrænt ræktaðar konur á góma. Friðrik sagðist ekki skilja hugtakið og Pétur útskýrði: „Lífrænt ræktaðar kartöflur færðu þegar skítur er borinn á kartöflugarðinn.“ „Hvað eiga þær þá sameiginlegt með líf- rænt ræktuðum kon- um?“ spurði þá Frið- rik forviða. „Það eru konurnar sem éta svona kartöflur," svaraði þá Pétur. Svo orti hann um íslensku sprund- irnar í Playboy: Eg ekkert illt vil segja en á því furða mig hvað fósturlandsins Freyja er fljót að hátta sig. Hjá Playboy fljóðin furðu ber fyrir sitja nýklössuð; vel þar myndi sóma sér SiggaDóraberrrössuð. Vopnfirðingar kunnu vel að meta að Sigríður Dóra Sverrisdóttir, driffjöður menningarlífsins, væri ekki skilin út undan og klöppuðu - eins og svo oft þetta kvöld. Jón sagðist forvit- inn um lífræna ræktun eins og Pétur hefði lýst henni. Það gæti verið gaman að svipast um á Sigurður Hansen Akureyri: Þar var margt laglegt að líta og lífrænt ræktað að nýta; pen var í sól, pían í kjól og Pétur í garðinn að skíta. Sigurði fannst mikið til koma: Göfug íþrótt gleðm' hjarta og gerir fögur kvöldverkin svo það er engin þörf að kvarta hjá þeim sem rækta garðinn sinn. Þorsteini leist vel á: Fallegt gaman freyjan er, fleiri en mína vel ég hem; lífræn ræktun líkar mér ég legg inn pöntun fyrir þrem Friðrik svaraði þá: Þorsteinn sinni konu knáu klaufskur hefur sinnt um ár; eitthvað þarf hann af þeim bláu ætli hann sér að negla þrjár. Ósk sagðist hafa komið í staðinn fyrir séra Hjálmar. Sigríður Dóra hefði beðið sig að bjarga sér þegar hann hefði forfallast. Hún hefði sagst getað fengið hagyrðinga til að yrkja um sólina, vorið og útsýn- ið, en einhver þyrfti að vera blár: Hjálmar er besti bitinn • blessaður drottinsvitinn. Égersáttvið þannprest er sækir hvað mest í blessaðan bláa litinn. Bankamálin voru næst tekin til umræðu og Þorsteinn orti: Margt er bankabrallið ljótt braka máttarviðir; felst þar aura ferleg gnótt en fáir mannasiðir. Friðrik fann til með Finni sem var endalaust staðinn að því að ljúga að þingheimi: Banka sukksins sóðar hér sínum málum haga þannig að hann Finnur fer með fleipur alla daga. Pétur tók hins vegar upp hansk- ann fyrir Sverri: Fróma dóma fellir víst forðast hjóm og blaður. Róm í dróma reyrir síst rakinn sómamaður. Stöllurnar Eva Ásrún Alberts- dóttir og Erna Þórarinsdóttir sungu fyrir gesti og Friðrik stóðst ekki mátið: Margan tón í loftið lokka ljúfu fljóðin hér í dag; Eva með sína eggjastokka Afmors lætur kyrja lag. „Heyi'ðu Kalli,“ hrópaði Pétur: Orðavaðall ergir mig útúrþínummunni. Þú ættir helst að haida þig heima í Spaugstofunni. Margt fleira bar á góma þetta kvöld á Vopnafirði þar sem stemmningin var engu lík og kynjamyndirnar í vísunum tóku skuggamyndum þokunnar fram. Og alveg þess virði að villast á heiðinni fyrir vopnaglamrið. • Póstfang þáttarins er: Vísnatorg/Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Netfang: pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.