Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR I > > Aðgátar er þörf ákveðnar greinar verslunar að berjast við höft og skort á eðlilegu athafnafrelsi. Fáh- tengja fiskveiði- stjómun við verslun. Þó er útflutn- VERSLUNARMENN fagna nú í 105. sinn sérstökum frídegi sín- um, fyrsta mánudag í ágúst. Við fögnum þessum degi nú við góðæri og meiri kaupmátt en þekkst hefur lengi hér á landi. Þetta góðæri hefur vissulega skilað sér til verslun- arinnar. Aukin neysla leiðir til aukinnar veltu og betri afkomu, sem meðal annars er versl- unarfyrirtækjum hvatning til umtals- verðrar fjárfestingar og nauðsjmlegrar upp- byggingar. Það em góð tíðindi, enda er versluninni nauðsyn- legt að endumýja at- vinnutæki sín, þar á meðal húsnæði, rétt eins og öðrum atvinnu- greinum. Ymis teikn Jón Ásbjörnsson em hins vegar á lofti um að góðær- ið kunni enn einu sinni að fara úr böndunum, að hagkerfið sé farið að ofhitna og að tímabært sé að grípa til aðgerða sem slá á þenslu. Sam- tök verslunarinnar bentu á þessa hættu, strax í kjölfar kjarasamn- inga á síðasta ári. Um leið var bent á hlutverk ríkisvaldsins við slíkar aðstæðui- og þá kyndugu ráðstöfun að samhliða umtalsverðum launa- hækkunum ákvað ríkisstjórn að af- nema frádrátt vegna hlutabréfa- kaupa og taka upp fjármagnstekju- skatt. Hvort tveggja var gert án þess að nokkuð annað kæmi í stað- inn sem örvað gæti spamað. Sam- tök verslunarinnar hafa lengi verið þeirrar skoðunar að brýnt sé að örva sparnað með skattaívilnunum, ekki síst í tengslum við hlutabréfa- kaup. Full ástæða er fyrir stjórn- völd að íhuga þetta nú, þótt út- færsla gæti orðið önnur en áður. Þegar skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa var tekinn upp á sínum tíma var markmiðið hvort tveggja, að örva spamað en ekki síður að hleypa traustari stoðum undir veikburða hlutabréfamarkað sem þá var að hefja starfsemi hér. í dag era aðstæður aðrar. Skattaí- vilnun vegna hlutabréfakaupa ætti í dag ekki síður að hafa nýsköpun og aukna fjölbreytni í atvinnulífinu að markmiði, t.d. með því að tak- marka slíkan frádrátt við ný bréf eða hlutabréf í nýjum fyrirtækjum. Þetta verður enn mikilvæg- ara þegar horft er til fyrirhugaðrar sölu rík- isbankanna. Ástæða er til þess að taka undir hugmyndir um að í því efni verði „breska leið- in“ farin, þ.e. að hluti þeirra bréfa verði seldur í mjög almennri sölu. Það fýrirkomulag gafst Bretum vel við sölu og einkavæðingu margra stærstu ríkis- fyrirtækja sinna. Sam- tök verslunarinnar - FIS era regnhlífar- samtök fyrirtækja sem stunda inn- og útflutning, heildsölu- og smá- söludreifingu. Á þessu ári fógnum Frídagur verslunar- manna er fyrst og fremst sameiningar- tákn, segir Jón Ásbjörnsson, sem und- irstrikar mikilvægí þeirrar atvinnugreinar sem við störfum við. við 70 ára afmæli félagsins og það er okkur ofarlega í huga að sú at- vinnugrein sem við störfum við, þ.e. verslunin, snertir flesta þætti þjóðlífsins. Saga félagsins er ná- tengd sögu verslunarfrelsis hér á landi og stöðugri baráttu fyrir af- námi hafta, einokunar og opnu við- skiptaumhverfi. Gífurleg breyting hefur orðið í umhverfi verslunar síðustu áratugi og þarf reyndar ekki að horfa lengra en áratug aft- ur í tímann til að undrast hversu mikið hefur breyst. Enn era þó ingsverslun sú grein sem einna harðast hefur orðið fyrir barðinu á gildandi kvótakerfi. Einn helsti hemill á frekari útrás og sókn þess- ara fyrirtækja er hið óréttláta kerfi veiðistjórnunar sem Islendingar hafa búið við um árabil. Vaxandi óánægja um allt land hlýtur að kalla á breytingar fyrr en margan grunar. Verslunarmannahelgin er í hugum margra hápunktur sumars- ins. Og sumarið er helsti annatími í ferðamannaverslun, ört vaxandi at- vinnugrein sem enn býr yfir ógrynnum tækifæra til atvinnu- og verðmætasköpunar. Nýlegar tölur benda til þess auka megi tekjur verslunarinnar af ferðamönnum um allt að 1,75 milljarða á ári, sem er rúmlega 50% aukning frá því sem nú er. Samtök verslunarinnar hafa lengi sett ferðamannaverslun á oddinn og m.a. gengist fyrii- vel heppnuðum námskeiðum um þjón- ustu og samskipti við erlenda ferðamenn fyrir félagsmenn sína og starfsmenn þeirra. Verslunar- mannahelgin er líka einn helsti annatími margra þeirra sem við verslun starfa. Hætt er við að mörgum þætti lítið til ferðalaga koma þessa helgi ef verslunarmenn væra ekki tilbúnir að standa vakt- ina og selja þær vörar og þá þjón- ustu sem leitað er eftir. Frídagur verslunarmanna er því í raun frem- ur orðinn frídagur hins almenna launamanns. I hugum okkar sem störfum við verslun er hann þó fyrst og fremst merkilegt samein- ingartákn sem undirstrikar mikil- vægi þeiiTar atvinnugreinar sem við störfum við. Verslun er ein mik- ilvægasta atvinnugrein þessarar þjóðar. Hún ræður yfir mestum mannafla og skilar mestum skatt- tekjum i þjóðarbúið. Án verslunar væri fábrotið mannlíf á íslandi. Þess skulum við minnast á frídegi verslunarmanna. Með bestu kveðj- um til allra sem við verslun stai-fa nær og fjær og óskum um farsæla verslunarmannahelgi. Höfundur er formaður Samtaka verslunarinnar. Hið nýj a vinstri Hjörvars I JUNIBYRJUN birtist í Morgunblað- inu grein eftir Helga Hjörvar, nýkjörinn borgarfulltrúa Reykja- víkurlistans. Þar lýsti hann hinu nýja vinstri. Það er stjómmálaafl sem verður til við sam- einingu félagshyggju- fólks. Reykjavíkurlist- inn er undanfari þess og því er borgarfull- trúinn svo fær um að lýsa því og vera boð- beri hins nýja vinstri. Hinu nýja vinstri er svo lýst að það leiði hvarvetna framsækin Kristinn H. Gunnarsson urkenni að ég r efast um sumt af því. I próf- kjöri Reykjavíkurlist- ans var búin til regla, að kröfu Hjörvars og fleiri, sem þýddi að sá sem fékk 800 atkvæði í 1. sæti taldist hafa sigrað þann sem fékk 1300 atkvæði í það sæti. Þess vegna er Helgi Hjörvar 1. mað- ur á Reykjavíkurlist- anum. Þetta er alveg ný útgáfa af lýðræðis- legum kosningum en sýnir vissulega gífur- legt víðsýni og um- burðarlyndi af hálfu samfélög inní nýja öld. Að það sé frjálslynt stjórnmálaafl, víðsýnt og umburðarlynt. Að þar rúmist ólík- ar skoðanir og það ásamt lýðræðis- legri umræðu innan hreyfingarinn- ar sé forsenda fyrir vexti og við- gangi hennar. Minna má nú gagn gera. Innan Alþýðubandalagsins hafa svo sannarlega verið áram saman ólíkar skoðanir og mikil lýð- ræðisleg umræða. Enginn skortur hefur verið á vfðsýni og umburðar- lyndi. í lögum flokksins er tryggð- ur réttur manna til að vinna skoð- unum sínum fylgi. Þegar umdeild mál era tekin fyrir innan flokksins standa fundnir gjama yfir í tyo daga og 50 ræður era haldnar. Oll sjónarmið reifuð og reynt að finna sameiginlega niðurstöðu. Þetta tíðkast síður í öðram flokkum, gjarnan talar foringinn og hinir hlusta og klappa. Síðan er farið í kaffi. Stefnan er mótuð með tilskipunum sem foringinn gefur út eftir að hafa haft samráð við klík- una sína. Tony Blair notar þessa aðferð og kallar flokk sinn New labour. Vofa gengur laus... Hinn vaski maður Helgi Hjörvar hefur sýnt ýmislegt nýtt, en ég við- Tutu erkibiskup tjáir sig um sam- kynhneigð og Heimsráð kirkna FRÉTTAÞJÓNUSTA angli- könsku kirknanna (ACNS) greinir nýverið frá yfirlýsingu Desmonds Tutus erkibiskups um samkyn- hneigð og heimsráð kirkna. Yfir- lýsing Tutus er í anda dr. Roberts Runcie, erkibiskups af Kantara- borg, sem sagði 1981 á þingi Ensku biskupakirkjunnar að samkyn- hneigð væri hvorki synd né sjúk- dómur. Runcie gaf sína yfirlýsingu í tilefni af útkomu Gloucester- skýrslunnar um málefni samkyn- hneigðra. Tutu heldur því fram að Heims- ráð kirkna (Alkirkjuráðið) í Genf verði að taka jákvæða afstöðu til samkynhneigðra á næsta þingi ráðsins, sem verður í Harare í Zimbawe 3.-14. desember í ár, ef ráðið ætli að vera trúverðugt. Tutu segir í viðtalinu að þar sem Al- kirkjurráðið hafi ekki ákveðið að sniðganga Harare vegna ámælis- verðra yfirlýsinga gegn samkyn- hneigðum af hálfu Ro- bert Mugabe, forseta Zimbawe, verði það að taka afstöðu í málinu. Eins og mönnum er kunnugt er Tutu frið- arverðlaunahafi Nó- bels og fyrram leiðtogi Anglikana í S-Afríku og núverandi formaður nefndar um sannleika og sáttargjörð milli kynþáttanna í S-Af- ríku. Tutu talar afdráttar- laust um réttindi sam- kynhneigðra. Hann var spurður um af- stöðu sína og sagði: Ólafur Oddur Jónsson „Svarið er skýrt. Þetta er spuming um almennt réttlæti. Við börðumst gegn aðskilnaðarstefnunni í S-Af- ríku vegna þess að við voram ásök- uð og urðum að líða fyrir eitthvað sem við gátum ekki gert neitt að. Því er eins farið með samkynhneigða. Hneigðin er gefin og ekki spurning um val. Það væri glóralaust fyrir nokkum að vilja vera samkynhneigður í ljósi þeirrar fælni við samkynhneigð sem við búum nú við“. Tutu sagði að hann hefði ekki geta barist gegn mismunun aðskilnað- arstefnunnar án þess að berjast gegn því misrétti sem samkyn- hneigðir mega nú þola, jafnvel í kirkjunni. Það var biýnt og Menn draga lappirnar við að taka afstöðu inn- an íslensku þjóðkirkj- unnar, segir Ólafur Oddsson, um málefnið samkynhneigð og kirkjan. Brúðhjón Allur borðbúnaður - Glæsileg gjafavara - Briíðhjönalistar VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. þarft verk þegar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar skipaði nefnd um mál- efni samkynhneigðra 26. apríl 1993, sem skilaði af sér í október 1994. Stundum birta opinberir aðil- ar hina almennu náð Guðs fyrr og betur en kirkjan og ég tel að svo hafi verið í þessu tilviki. Alþingi ís- lendinga samþykkti síðan lög, nær samhljóða, um staðfesta samvist (nr. 87/1996). Það er ástæða til þess að minna á í þessu sambandi að á þingi sitja að stærstum hluta þingmenn sem era í þjóðkirkjunni. I kjölfarið skipaði kirkjuráð og biskup nefnd um málefnið samkyn- hneigð og kirkja, sem skilaði af sér 1996. Málið hefur síðan verið rætt fram og aftur bæði hér heima og erlendis. Samt draga menn lapp- irnar við að taka afstöðu innan ís- lensku þjóðkirkjunnar eins og kom glöggt fram á prestastefnunni í Hafnarfirði, þar sem einn viðmæl- andi minn sagði að málið hefði ver- ið sett í 5. gír afturábak. Málflutn- ing hinna íhaldssömu geta menn nú lesið í nýútkomnu kirkjuriti sem afrakstur einhæfs erindaflutnings í Digi-aneskirkju þar sem réttlætis- og sálgæslusjónarmið í viðkvæmu máli vora víðs fjarri. I áðumefndu viðtali varpar Tutu fram þeirri spumingu hvemig Jesús hefði um- gegnist hina samkynhneigðu og svarar á eftirfárandi hátt: „Hann hefði ekki útilokað þá á þann hátt sem við höfum tilhneigingu til að gera, við sem segjumst vera kirkja Guðs!“ þeirra sem fengu fleiri atkvæði að una þessum leikreglum hins nýja vinstri. Á dögunum brá Hjörvar sér í fjölmiðla og mótmælti harðlega því að Steingrímur J. Sigfússon væri fenginn til þess að vera frummæl- andi á félagsfundi í Alþýðubanda- laginu, en þar átti að ræða m.a. niðurstöðu aukalandsfundar Abl. Sagði það fáránlegt og til marks Er hið nýja vinstri Helga Hjörvars samfylking útvalinna, spyr Kristinn H. Gunnarsson, þar sem hinir skulu þegja en ella hafa sig á brott? Höfundur er sóknarprestur i Kefla- vik og fyrrum formaður nefndar um málefnið samkynlmeigð og kirkja. um að menn vildu halda lifandi deilum frá landsfundi og ala á ófriði og átökum. Klykkti svo út með því að svona starfsaðferðir hljóti að valda vonbrigðum. Réðst loks á Svavar Gestsson og kvað hann bera ábyrgð á því að Stein- grímur hefði verið fenginn til fund- arins. Nú þykir mér stunginn tólkur- inn. Umræður innan flokksins um stærsta málið í sögu flokksins era illa séðar og umburðarlyndið nær bara til Sverris Hermannssonar, Sighvats Björgvinssonar og ann- arra utanflokksmanna, sem fengnir hafa verið undanfarin ár til þess að mæta á fundi í flokknum, en ekki til fyrrverandi flokksmanna. Þeir era bannfærðir af formanni Birt- ingar, félagi lýðræðissinna í Al- þýðubandalaginu, og glæpur að hafa samband við þá. Víðsýnin hef- ur gufað upp sem dögg fyrir sólu. Hin lýðræðislega umræða er ekki lengur forsenda fyrir vexti og við- gangi hinnar nýju hreyfingar held- ur kölluð stai-fsaðferðir sem valda vonbrigðum. Er það svo að hið nýja vinstri þolir hvorki umræður né andmæli? Má ég minna Hjörvar á að forysta flokksins, þar með tal- inn Helgi Hjörvar, neitaði að skýra frá því hvaða tillögu hún hygðist leggja fyrir landsfundinn um sam- fylkinguna. Því var ekki hægt að kynna tillöguna fyrir flokksmönn- um fyrir landsfundinn, ræða hana í félögunum og fá viðhorf flokks- manna til hennar. I Alþýðubanda- laginu era um 2500 manns, aðeins 240 útvaldir fengu að koma sjónar- miðum sínum á framfæri og taka afstöðu til málsins. Er hið nýja vinstri samíylking útvalinna þar sem hinir skulu þegja en ella hafa sig á brott? Með þessu háttalagi fer Hjörvar ekki með framsæknum samfélögum inn í nýja öld. Hann birtist sem afturganga liðins ein- ræðisskipulags. Vofa fremur en boðberi. I > > > I > Höfundur er alþingismaður Alþýðu- bandalagsins í Vestfjarðakjördaími.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.