Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNB LAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AKIÐ VARLEGA, NJÓTIÐ LÍFSINS! IHOND fer mesta umferðarhelgi ársins, verzl- unarmannahelgin. Þúsundir manna verða þá á faraldsfæti um land allt og sennilega verður mestur mannfjöldi í nágrenni þeirra miklu útihátíðahalda, sem einkenna þessa helgi. Þessum hátíðum fylgir og oft neyzla áfengra drykkja um leið og fólk skemmtir sér við söng og dans. En hafa ber í huga að akstur og áfengi eiga alls ekki saman og það er glæpur gegn sjálfum sér og öðrum, þótt ekki sé nema að drukkinn maður setjist undir stýri. Lögreglan hefur undanfarið hert allt eftirlit með umferðinni og ökumönnum og skirrist ekki við að taka mun harðar á smábrotum í umferðinni en áður. Er það vel, enda er nauðsynlegt að auka aga í umferðinni. Það er af sem áður var að mönnum líðist að aka án spenntra belta. Nú ætlazt löggæzlan til þess að menn fari að settum reglum í einu og öllu. Lögreglan þarf ekki alltaf að vera sýnileg, heldur getur hún vérið á götum og gatnamótum með myndavélar, sem sýna brot vegfarenda, og þótt þeir hafi ekki hugmynd um að þeir hafí verið staðnir að umferðarlagabrotum geta gögn komið eftir á sem sanna slíkt. Menn geta einfaldlega hlotið háar sektir eða jafnvel verið sviptir ökuleyfinu á grundvelli slíkra gagna. Það er því aldrei nógsamlega brýnt fyrir fólki að fara varlega og eftir settum reglum. Takmarkið er og hlýtur að vera slysalaus verzlunarmannahelgi, þar sem allir aka heilum vagni heim, heilir á húfi, að lokinni góðri helgarskemmtun í faðmi íslenzkrar náttúru. Víða á vegum eru skilti, þar sem vegfarandi er spurður: „Liggur þér lífið á?“ Bezt fer á því að hver og einn svari þeirri spurningu fyrir sig. SKATTAÍVILNANIR OG NÁMSKOSTNAÐUR NÁMSKOSTNAÐUR víða erlendis er mjög mikill, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Er það vegna þess að skólagjöld eru tiltölulega há og hafa farið hækkandi. Skólagjöldin valda því að unnt er að gera meiri kröfur til skólanna. I Þýzkalandi eru t.d. engin skólagjöld, rétt eins og á Islandi. I Þýzkalandi er nú ástand í skólamálum þannig, að algjört öngþveiti ríkir. Skólarnir þar hafa ekki ráð á að reisa nauðsynlegar byggingar til að hýsa starfsemi sína og þeir missa hæfustu kennarana vegna þess, að þeir geta ekki greitt þeim viðunandi laun. Lánasjóður íslenzkra námsmanna hefur lánað íslenzkum námsmönnum fyrir námi erlendis, en hann er löngu hættur að lána nema fyrir hluta kostnaðar. Ekki er ósennilegt, að þar sem greiða þarf full skólagjöld geti kostnaður við fimm ára háskólanám farið í hátt á annan tug milljóna króna. í Bandaríkjunum hefur það tíðkazt í áratugi að foreldrar byrja að leggja fyrir fé til þess að standa straum af námskostnaði barna sinna um leið og þau fæðast. Slíkur langtímasparnaður er öllu þjóðfélaginu til hagsbóta. Því er ástæða til þess að varpa því fram að skattaívilnanir til foreldra, sem spara í þessu skyni, hljóta að koma mjög til greina í viðleitni ríkisins til þess að auka innlendan sparnað. Skattaívilnanir myndu hvetja fólk til að taka upp slíkan sparnað með sama hætti og skattaívilnanir hafa orðið til þess að ýta undir þátttöku almennings í atvinnuvegum þjóðarinnar með hlutafjárkaupum. Skynsamlegar skattaívilnanir hafa þar gert almenning að þátttakanda í íslenzku atvinnulífi. Skattaívilnanir til foreldra vegna námskostnaðar barna þeirra myndu með sama hætti vekja áhuga fólks á að létta börnum sínum fjárhagslega byrði við háskólanám, og hvetja jafnframt til meiri og betri menntunar komandi kynslóða. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra Yiðræður á frumstigi og að frumkvæði Svía FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra sagði í gær að rétt væri að fram hefðu farið viðræður milli við- skiptaráðuneytisins og fulltrúa SE- bankans í Svíþjóð um kaup á hlut í Landsbanka íslands hf. „SE-bankinn lýsti yfir áhuga sínum á því að kanna hvort hann gæti átt samstarf við ís- lensk stjómvöld um þær hagræðing- araðgerðir á fjármagnsmarkaðinum, sem fyrirsjáanlegar væru,“ sagði Finnur í samtali við Morgunblaðið. „Það gerðist fyrir nokkrum vikum.“ Finnur sagði að viðræðurnar væru á frumstigi, en þegar liði fram í ágúst gætu hlutirnir farið að gerast mjög hratt. Verið væri að ræða ýmsa kosti, sem hann vildi ekki greina nánar frá, og kvað hann ótímabært að nefna nokkrar upphæðir í þessu sambandi. Eining um fjögur meginmarkmið Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins em framsóknarmenn mjög áhugasamir um að samið verði við SE-bankann, en sjálfstæðismenn vilja fara með gát. Finnur kvaðst vita að þeir ráðherrar, sem að umræðu um hagræðingu á fjármagnsmarkað- inum hefðu komið, væru sammála um fjögur meginmarkmið. Þeir væm í fyrsta lagi ásáttir um mikilvægi þess að ná fram hagræð- ingu á fjármagnsmarkaði. „Það er hægt að gera með markvissari og sjálfvirkari greiðslumiðlun en er í dag,“ sagði hann. „Það er hægt að gera með því að stuðla að sameiningu fyrirtækja á fjármagnsmarkaði og fá erlenda eignaraðild og flytja þannig þekkingu og reynslu þeirra fyi’ir- tækja inn í landið, sem hafa náð hvað bestum árangri í hagræðingu á fjár- magnsmörkuðunum." Finnur sagði að í öðm lagi væru menn sammála um það meginmark- mið að mikilvægt væri að leita leiða til að hámarka eignarhlut ríkissjóðs í umræddum fyrirtækjum, það er Bún- aðarbanka, Landsbanka og Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. „Það verður best gert með því að ríkið móti ákveðna stefnu um það hvernig það verður gert þannig að fjármagnsmarkaðir þróist,“ sagði hann. „Það er til dæmis hægt með sameiningu fjármálastofnana í eigu ríkisins. Ef þær verða sameinaðar áð- ur en sala hefst munu menn fá meira fyrir eignarhlutinn en með því að selja hver f sínu lagi.“ Finnur sagði að í þriðja lagi væru menn sammála um að fá erlenda eignaraðild inn á fjármagnsmarkað- inn og í fjórða lagi væri talið mikil- vægt að hafa í þessum fjármálastofn- unum hvort tveggja, kjölfestu fjár- festa, sem ættu stóra eignarhluti og hefðu fjárfest í fyrirtækjunum til að fá sem mestan arð út úr sinni fjár- festingu, og tryggja um leið mjög víð- tæka möguleika fólksins í landinu til að geta eignast hlut í þessum íyrir- tækjum. „Þetta getur allt farið saman,“ sagði hann. „Og hagsmunirnir fara saman.“ Ekki orðið var við ágreining sljórnarílokka Finnur kvaðst ekki hafa orðið var við neinn ágreining milli Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks um þetta mál. „Umræðan er ekki komin á það stig að hún komi fram í ein- hverjum ágreiningi milli flokkanna. Ég hef átt frumkvæði að því að koma með tillögur í þessum efnum og þeim hefur verið tekið vel af þeim ráðherr- um, sem um málið hafa fjallað." Hann kvaðst ekkert vilja segja neitt um einstök atriði viðræðna um Landsbankann við fulltrúa SE-bank- ans, en samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur sænski bankinn krafist þess að eignast meirihluta í Landsbanka Islands eða nægilega stóran minnihluta til að ráða bankan- um miðað við dreifða eignaraðild. „Þessar viðræður eru á algeru frumstigi," sagði hann. „Og viðræður, sem eru á frumstigi, eru ekki farnar að leiða neitt í Ijós um það hvað verð- ur samið.“ Mikilvægt að niðurstaða fáist fljótt Finnur sagði að ekki væri miðað við að ljúka viðræðum fýrir ákveðinn tíma. „Hins vegar er mjög mikilvægt fyrir þessi fyrirtæki að fá úr því skor- ið eins fljótt og kostur er hvaða stefnu málið mun taka þannig að það sé friður og ró í kringum þau og þau búi ekki við óvissu." Að sögn Finns hafa verið settar fram ýmsar hugmyndir um það hvemig hátta mætti þessum viðslápt- um; „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Mér finnst einn kostur fýsilegri en annar án þess að vera tilbúinn að tjá mig um það.“ Umræður um sölu hlutafjár í Landsbankanum til < SE-bankinn gæti ekki ( meirihluta að óbreyttun Lagaákvæði sem setja skorður við óbeinni eignaraðild erlendra fyrirtækja að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum standa í vegi fyrir því að erlendur banki á borð við SE-bankann í Svíþjóð geti keypt hreinan meirihluta í Landsbankanum, þar sem bankinn á helm- ------------------------------------------ ingshlut í Vátryggingafélagi Islands hf., sem aftur á hlutafé í íslenskum sjávarútvegsfyrir- ----------7------------------------------- tækjum. I samantekt Omars Friðrikssonar kemur einnig fram að erlendur aðili mætti — — 7 ekki eignast meira en 25% í VIS vegna eign- arhluta þess í sjávarútvegsfyrirtækjum. LÖG um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi banna beina eignarað- ild erlendra fyrirtækja að ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og setja óbeinni eignaraðild ákveðnar skorður. Alþingi breytti lögum um fjárfest- ingu erlendra aðila hér á landi vorið 1996, sem fól í sér að óbein erlend fjárfesting í íslenskum sjávarútvegi var heimiluð upp að ákveðnu marki. Áður en lögunum var breytt fór fram mikil umræða um kaup Texaco á 33% hlut í OLIS, þar sem OLIS var eig- andi í mörgum útgerðarfyrirtækjum. Samþykkt var bráðabirgðaákvæði um að fresta framkvæmd laganna til 1. janúar 1998 gagnvart íslenskum fyr- irtækjum, sem að hluta til voru í eigu erlendra aðila og sem áttu eignarhlut í fyrirtækjum sem stunduðu veiðar eða vinnslu. Skv. lögunum frá 1996 er erlendum aðilum nú heimilt að eiga allt að 25% hlut í íslenskum fyrirtækjum sem aft- ur eiga í fyrirtækjum sem stunda út- gerð eða fiskveiðar hér við land. Fari eignarhlutur íslenska fyrirtækisins í öðru fyrirtæki, sem stundar veiðar í efnahagslögsögunni eða vinnslu sjáv- arafurða hér á landi, ekki yfir 5% má eignarhiutur erlendra aðila þó vera allt að 33%. Ef milliliðum í þessari eignarhalds- keðju fjölgar gilda þó ekki sömu tak- markanir um óbeina fjárfestingu er- lendra aðila, t.d. ef fyrirtæki A á hlut í fyrirtæki B sem aftur á hlut í sjávar- útvegsfyrirtækinu C, gæti erlent fyr- irtæki hæglega eignast stærri hlut í fyrirtækinu A en ofangreindar reglur kveða á um. Skv. upplýsingum Bald- urs Guðlaugssonar hrl., sem sæti á í þingkjörinni nefnd um erlendar fjár- festingar, sem hefur eftirlit með framkvæmd laganna, gæti hinn er- lendi fjárfestir þó væntanlega aldrei eignast meira en allt að helmingshlut í A, vegna hinnar óbeinu eignaraðildar þess að sjávarútvegsfyrirtækinu. VÍS á hlut í mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum Fram kom í Morgunblaðinu í gær að SE-bankinn í Svíþjóð hefur lýst áhuga á að kaupa hlut í Landsbanka íslands hf. og Vátryggingafélagi ís- lands hf. Skv. frétt blaðsins í gær hef- ur SE-bankinn lýst sig fylgjandi hug- myndum um, að LÍ kaupi þann helm- ingshlut í Vátryggingafélagi íslands hf. sem bankinn á ekki nú. Yrði sá eignarhluti greiddur með hlutafé í LI, sennilega um 20% eignarhlut í bank- anum. Það er hins vegar skilyrði af hálfu SE-bankans skv. heimildum blaðsins, að hann fái keyptan hreinan meirihluta hlutafjár í LI eða a.m.k. nægilega stóran minnihluta til þess að ráða bankanum. Á síðasta ári náðist samkomulag milli Eignarhaldsfélags Brunabótafé- lags Islands og Landsbankans um kaup bankans á helmmgshlut í VÍS og Líftryggingarfélagi Islands. VÍS á eignarhlut í nokkrum íslenskum sjáv- arútvegsfyrirtækjum. Þannig var t.d. bókfært verð hlutabréfa VÍS í Vinnslustöðinni hf. um 204 milljónir kr. um seinustu áramót. VIS átti á sama tíma 48 millj. kr. hlut í íslensk- um sjávarafurðum hf., 89 millj. kr. í Utgerðarfélagi Akureyringa, 54 milij. kr. í Básafelli hf., 34 millj. kr. í Bor- gey hf., 54 millj. kr. í Búlandstindi hf., 54 millj. kr. í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf., 30 millj. kr. í Hólmadrangi hf., og 31 millj. kr. í Tanga hf. svo dæmi séu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.