Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 43 Geir H. Haarde fjármálaráðherra SE-bankinn einn kostur í málinu Talsmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna sölu ríkisbankanna Stefnubreyting af hálfu stjórn- arflokkanna GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði í gær að hann væri hlynntur því að erlendur banki kæmi inn í banka- kerfið. Hann sagði að SE-bankinn í Svíþjóð, sem átt hefur í viðræðum um kaup á hlut í Landsbanka íslands hf., væri einn kostur í málinu. Geir kvaðst hafa vitað af viðræðun- um við sænska bankann, en bætti við að forræðið í þessu máli væri hjá Finni Ingólfssyni viðskiptaráðhen-a. „Ég hef hins vegar áður sagt að það séu margar útfærsluleiðir í þessu og í mörg ár hef ég verið fylgjandi því að fá erlendan banka inn í islenskan bankarekstur," sagði hann. „Erlendur banki getur komið með kunnáttu og ?rlends aðila iignast i lögum nefnd. í flestum tilfellum er eignar- hluti félagsins í einstökum sjávarút- vegsfyrirtækjum vel innan við 10% en dæmi eru um stærri hlut s.s. í Vinnslustöðinni (15%) og Búlandstindi (rúm 11%). Af framansögðu er ljóst að erlend- ur banki gæti ekki að óbreyttu eign- ast meira en 25% beinan hlut í VIS, þar sem eignarhluti VÍS í nokkrum sjávarútvegsfyi-irtækjum er umfram það 5% hámark eignarhluta, sem sett er í lögunum. Bankinn mætti heldur ekki eignast hreinan meirihluta í Landsbankanum vegna þessara tengsla. Erlenda bankanum væri þó væntanlega heimilt að eignast allt að helming hlutafjár í Landsbankanum, þrátt fyrir óbeina eignaraðild Lands- bankans að sj ávarútvegsfjTÍrtækj u m í gegnum hlut bankans í VÍS. Engu breytir í því sambandi þótt Lands- bankinn myndi eignast 100% hlut í VIS, svo framarlega sem félögin yrðu rekin áfram sem tvö aðskilin fyrir- tæki. Nefnd endurskoðar lög um erlenda fjárfestingu Samkvæmt heimildum innan við- skiptaráðuneytisins verða þessi álita- efni um skorður við óbeinni eignarað- ild erlendra aðila í sjávarútvegi skoð- uð vandlega í tengslum við hugmynd- ir sem uppi eru um sölu hlutafjár í ríkisbönkunum til erlendra aðila. Nefnd á vegum viðskiptaráðuneyt- isins vinnur nú að endurskoðun lag- anna um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi. Búist er við að nefndin muni leggja til að nú- gildandi reglur um fjárfestingu er- lendra aðila verði rýmkaðar enda er nefndinni sett það markmið í erindis- bréfi að örva erlenda fjárfestingu hér á landi, sammkvæmt upplýsingum aem fengust í viðskiptaráðuneytinu. þekkingu, innleitt nýjar hugmyndir um vöruþróun, markaðsmál, tækni- væðingu og margt fleira, auk þess sem hann flytur með sér fjármagn." Að sögn Geirs er ekki lagaheimild til að selja hlutafé í Landsbanka ís- lands umfram 15 prósent í viðbótar- hlutafé, sem væri um milljarður króna. Allt annað yrði að fara fyrir Alþingi og því yrðu allir samningar, sem kynnu að vera gerðir, með fyrir- vara um samþykki þingsins. VILHJÁLMUR Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segist ekki telja að mikil hag- ræðing yrði með sölu Fjárfestingar- banka atvinnulífsins til Búnaðar- banka. Einfaldast væri að stíga þau skref sem búið hafi verið að ákveða að stíga, þ.e. að selja hlutabréf FBA á almennum markaði. Hann fagnar hins vegar ef Enskilda bankinn í Sví- þjóð er tilbúinn til að kaupa Lands- bankann. Sú spurning hljóti hins veg- ar að vakna hvort bankinn hafi raun- verulegan áhuga á að kaupa. „Mér sýnist að sameining Búnaðar- banka og FBA myndi helst skila því að eigið fé bankanna minnkaði. Rekstrarlega séð eru bankamir hvor á sínu sviði og því hefði sameining þeirra ekki í för með sér verulega hagræðingu. Ef menn vildu lækka eigið féð mætti allt eins hugsa sér að Fjárfestingarbankinn keypti Búnað- arbankann frekar en öfugt. Fjái'fest- ingarbankinn myndi þá hafa forystu um að ná fram hagræðingu t.d. með sölu eininga eða á annan hátt. Þetta er hins vegar flóknari leið en sú að Axel Gíslason, forstjóri VÍS Eðlilegt að kanna áhuga er- lendis „ÉG HEF ekkert um þetta að segja,“ sagði Axel Gíslason, forstjóri Vá- tryggingafélags Islands, aðspurður um viðbrögð við fréttum af því að SE- bankinn í Svíþjóð hafi lýst áhuga á að kaupa meirihluta í Landsbanka og að Landsbanki kaupi jafnframt þann helmingshlut í VÍS sem bankinn á ekki nú og greiddi fyrir með hlutafé í bankanum. „Þarna sýnist mér fyrst og fremst um að ræða viðræður milli ríkisins, sem eiganda Landsbankans, og hugs- anlegra erlendra fjárfesta, SE-bank- ans eða annarra. Fyrr en eitthvað skýrist er í raun ekkert til að tala um. Mér vitanlega liggur ekki fyrir niður- staða í því sem snýr að ríkinu. Það verður að hafa eitthvað í hendi til að hafa skoðun,“ sagði Axel. Axel sagði að sér kæmi ekki á óvart að ríkið væri að huga að því að selja bankana erlendum aðilum. „Það hefur legið ljóst fyrir að stefna ríkisstjóm- arinnar er að einkavæða þær fjár- málastofnanir sem ríkið á. Liður í því hlýtur að vera að kanna það hvort það séu erlendir kaupendur inni í mynd- inni,“ sagði hann. byrja einfaldlega á að selja hlutafé í Fjárfestingarbankanum og láta markaðinn síðan um að leita hag- kvæmustu niðurstöðu. Ég vil samt ekki útiloka þessa hugmynd, en tel þá betra að Fjárfestingarbankinn keypti Búnaðarbankann. Ef Enskildabankinn er reiðubúinn til að kaupa Landsbankann er ég að sjálfsögðu tilbúinn til að skoða það. Ég hef hins vegar talið að það væri afar lítill áhugi á þessu af hálfu er- lendra aðila. Mér hefur stundum virst að umræður hér heima séu marklitlar vegna þess að þegar til átti að taka reyndist ekki raunverulegur áhugi vera fyrir hendi hjá erlendu bönkunum. Ef áhuginn er fyrir hendi þá er sjálfsagt að láta á hann reyna.“ Vilhjálmur sagði að við endur- skipulagningu á fjármálamarkaði væri mikilvægt að taka eitt skref í einu. Það hefði þegar verið búið að ákveða að selja 49% í FBA og stjórn- völd ættu ekki að láta umræðu um víðtækari breytingar á bankakerfinu tefja söluna. FORYSTUMENN stjórnar- andstöðunnar gangrýna hugmyndir stjórnarflokk- anna um endurskipulagn- ingu á fjármálamarkaði. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, vill að Búnaðarbanki og Landsbanki verði sameinaðir. Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Al- þýðuflokksins, segir alvarlegt ef sala ríkisbanka sé nauðsynleg til að ríkis- sjóður verði rekinn hallalaus. Guðný Guðbjörnsdóttir, Kvennalista, útilok- ar ekki sölu bankanna, en segir mikil- vægt að við söluna verði tryggð sam- keppni í bankastarfsemi. Sighvatur sagði að fram komnar hugmyndir um sameiningu Búnaðar- banka og Fjárfestingabanka atvinnu- lífsins og um sölu Landsbankans end- urspegluðu vel þau helmingaskipti sem ríkisstjórnin stæði fyrir. „Það er látið í veðri vaka að hluta- fjárvæðing bankanna á sínum tíma hafi verið gerð til þess að gefa þeim tækifæri til að starfa sjálfstætt og efla sig, en nú er allt í einu farið að tala um að það sé nauðsynlegt að selja þá án tafar. Þetta er rökstutt á þann hátt að án sölu ríkisbankanna sé ekki hægt að ná markmiði um halla- lausan rekstur ríkissjóðs. Það fannst mér alvarleg tíðindi því það sýnir að ríkisstjórnin hefur gefist upp við að reka ríkissjóð með afgangi. Það að geta ekki rekið ríkissjóð án halla öðruvísi en að selja eignir þýðir að rekstrarútgjöld ríkissjóðs eru miklu hærri en rekstrartekjur. Ríkissjóður hagar sér eins og fjölskylda sem fjár- magnar neyslu sína með því að selja frá sér íbúðina. Það er kjallarinn í dag, stofan á morgun og eldhúsið eft- ir helgina. Ríkisstjórnin virðist telja vænlegra að selja eignir en að fara þá leið að draga úr útgjöldum.“ Sighvatur sagðist hafa verið and- vígur því að stofna Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Skynsamlegra hefði verið að láta atvinnulánasjóðina renna inn í ríkisbankana. Sighvatur sagðist ekki hafa mikla trú á að það væri fyrir hendi mikill áhugi hjá er- lendum bönkum á að fjárfesta í ís- lensku bankakerfi. Erlendum bönk- um hefði í mörg ár verið heimilt að koma hingað en þeir hefðu ekki sýnt áhuga á að gera það. Sameina Búnaðarbanka og Landsbanka Margrét sagði að Alþýðubandalag- ið hefði verið andvigt því að gera breytingar á eignarformi ríkisvið- skiptabankanna á sínum tíma. Það hefði sömuleiðis verið óþarfi að stofna Fjárfestingabankann. Éðlilegra hefði verið að atvinnuvegasjóðirnir í-ynnu inn í ríkisbankana. „Við höfum lagt áherslu á að ríkis- bankarnir verði ekki seldir. Við telj- um það ekki tímabært. Við höfum jafnframt lagt áherslu á að það sé - besta leiðin til að ná fram hagræð- ingu og sparnaði í rekstri með því að sameina Búnaðarbanka og Lands- banka í einn banka. Það hafa komið fram gild rök í þeim efnum m.a. í máli bankastjóra Landsbankans á aðal- fundum bankans. Þar hafa komið fram tölur sem sýna að slík samein- ing myndi skila spamaði. Við viljum að ríkið eigi þennan banka áfram. Ég held að atburðir síðustu mánaða stað- festi að ríkið þurfi áfram að fara með forræðið í bankamálum. Það hefði ekki verið mögulegt fyrir okkur að fá upplýsingai- um rekstur Landsbanka og Búnaðarbanka ef þeir hefðu ekki verið í eigu ríkisins. Við þurfum að fara í þessa endurskipulagningu fyrst og sjá svo hver þróunin verður.“ Tímasetning skiptir máli „Mér virðist alveg ljóst að það hafi orðið stefnubreyting hjá stjómar- flokknum því að fyrir ári lýstu þeir því yfir að hlutur ríkisins í ríkisvið- skiptabönkunum yrði ekki seldur fyrr en eftir fjögur ár. Tímasetning á svona sölu skiptir mjög miklu máli og því fagna ég því að efnahags- og við- skiptanefnd hefur verið boðuð til fundar til að ræða málin því ég veit . ekki sjálf hvaða rök em fyrir því að gera þetta núna. Það hefur að vísu komið fram að það vanti 11 milljarða í ríkiskassann vegna fjárlagagerðar næsta árs og stefnan eigi að vera ljós áður en fjárlögin eru lögð fram,“ sagði Guðný Guðbjörnsdóttir. ,AJmennt er ég og við Kvennalista- konur hlynntar því að hagrætt sé í bankakerfinu með því að það sé losað um hlut ríkisins í Jyví og stofnanir verði sameinaðar. Ég hef á þessari stundu ekki nægilegar upplýsingar til að taka afstöðu til mismunandi út- færslna. Ég tel að það sé mjög mikil- vægt að tryggja eðlileg samkeppnis- skilyrði og að þessi uppstokkun á fjármálamarkaðinum verði ekki einkavinavæðing Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Það verður að tryggja að hér verði samkeppni í bankarekstri, en slíkt eykur líkur á að hér verði raunveruleg hagræðing og að vaxtamunur muni lækka. Ég tel einnig mikilvægt að ríkið fái raunvirði fyrir eigur sínar. Það mætti t.d. gera með því að skrá hlutabréfin á Verðbréfaþingið. Einnig finnst mér koma til greina að almenningur fái eitthvað til sín beint t.d. í formi hluta- bréfa og að starfsfólki sé gefinn kost- ur á að kaupa. Ég er ekki andsnúin því að erlendir aðilar komi inn í þessa uppstokkun, en tel þó æskilegt að hér verði einn viðskiptabanki í eigu ís- lendinga ef hægt er að tryggja það.“ , Heildareignir SE Banken nema yfir sex þúsund milljörðum íslenskra króna Þriðji stærsti banki Norðurlanda með starfsemi í 20 löndum SE BANKEN, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa meirihluta í Landsbankanum, er þriðji stærsti banki á Norðurlöndunum. Hann er þungamiðja í fjármálaveldi Wallen- berg-fjölskyldunnar sænsku, vold- ugustu fjármálafjölskyldu Evrópu. SE Banken sameinaðist trygg- ingafélaginu Ti’ygg-Hansa seint á síðasta ári. Fyrir voru starfsmenn 10.000 og bættust þá 3.300 starfs- menn Trygg-Hansa við. Nam kaup- verð Trygg-Hansa 16,8 milljörðum sænskra króna, eða sem nemur 151 milljarði íslenskra króna. Sjóðir undir stjórn sameinaða fyrirtækis- ins nema 3.780 milljörðum íslenskra króna og heildareignir þess 6.020 milljörðum. Starfsemi bankans er í 20 löndum víðs vegar um heiminn og fer þjónustan meðal annars fram í útibúum, símabönkum, hraðbönk- um og á netinu, auk þess sem hann býður upp á verðbréfamiðlun. Sænskir fjölmiðlar veltu á sínum tíma vöngum yfir hvort kaup SE Banken á Trygg-Hansa hefðu verið vandlega yfirveguð, eða aðeins fum- kennd tilraun til að stækka, eftir að tilraun til að sameinast Nordbanken hafði farið í vaskinn. Þar sem Svenska Handelsbanken, stærsti norræni bankinn, hefði keypt Stadshypoteket, húsnæðis- lánastofnun, Sveabanken og Fören- ingsbanken sameinast og Den Danske Bank keypt Östgöta En- skilda Banken hefði SE Banken æ meir virst vera að missa af lestinni. Því hafnaði Jacob Wallenberg, bankastjóri SE Banken, á sínum tíma og sagði að kaupin hentuðu vel og væru fremur upphaf á þróunar- ferli bankans en endir þess. Vilhjálmur Egilsson um sameiningu FBA og Búnaðarbanka Betra að FBA kaupi Búnaðarbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.