Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ MEÐSÖGUNA AÐ LEIÐARLJÓSI LAXASTOFN El- liðaánna er nú í nær sögulegu lágmarki, þótt staða hans hafi áður verið verri. Hann hefur verið í afturför í nær aldarfjórðung, og því miður bendir ekkert tO að hann geti orðið það sem áður var, við nú- verandi aðstæður. Margt hefur verið nefnt til skýringar á þessari stöðu, en þó hefur upp- haf þeirrar hnignunar, sem gæti boðað enn verri stöðu, ekki fengið mikla umfjöllun. Með virkjun Elliðaánna árið 1921 hætti laxastofninn í þeim að vera sjálfbær og hefur ekki verið það síðan. Saga ánna felur í sér mikilsverðar vísbendingar um það sem þær voru, eru og gætu aftur orðið. Árið 1853 eignaðist danski kaupmaðurinn D. Thomsen allan veiðirétt í þeim frá Stórhyl ofan Árbæjar út að Árbæj- arhöfða. Hann nýtti sér eignarrétt- inn til kistuveiða, sem urðu ofveiði í þeim mæli að 1885 bauð hann Reykjavíkurbæ árhlutann til kaups. Tilboðinu var hafnað sem og öðru tilboði hans 1890. Sama ár keypti enskur prestur og friðdómari, H.A. Payne, árnar. Þá var laxastofninn í slíkri lægð að í austuránni, aðalánni, mun veiðin hafa verið 12 laxar fyrsta sumarið (sumar heimildir nefna rúmlega 60), og í kistu í vesturána, sem Pajme lét standa það sumar til að kanna göng- una, komu sex laxar. Payne stundaði eingöngu stanga- veiði þau sextán ár sem hann átti allan veiðirétt í Elliðaánum og var slíks hófs gætt að 1907, árið efír að hann seldi Reykjavíkurbæ þær, veiddust 1.012 laxar á tvær stengur. Þá stóð yfír það sem nefnt hefur verið „gullöld Elliðaánna" og efldist laxastofninn allt fram til ársins 1921, er virkjunin tók til starfa. Má nefna að 1913 var veiðin 1.646 laxar og varð 1.874 sex árum síðar, þótt stangir væru aðeins þrjár. Er árnar voru stíflaðar og lax tek- inn með höndunum, fyrir tíð kistu- veiðanna, var laxamergðin með ólík- indum. Magnús Stephensen segir í „Eftirmæli 18. aldar“ að 1807 hafí 6.000 laxar veiðst í ánum á einum degi. Fræðilegt mat, byggt á þess- um heimildum og öðrum, er á þá leið að síðustu árin fyrir virkjun hafí um 15.000 laxar gengið í Elliðaámar. I fyrra, árið 1997, gengu um teljara 1.087 laxar. Afturförin síðan um 1920 er því um 92%. Virkjun Elliðaánna 1921 fylgdu stíflur við Árbæ, ofan núverandi Höfðabakkabrúar, og þar sem árnar falla nú úr Elliðavatni. Árið 1926 tók fyrir göngur upp í vatnið og þverár þess, þar sem aðalhrygningar- og uppeldisstöðvar laxins voru. I kjöl- farið hrundi veiðin og þótti ljóst að laxastofninn væri í hættu. Þannig varð hún 765 laxar árið 1931, 484 ár- ið 1937 og 496 árið eftir. Knud Ziem- sen borgarstjóri brást við sam- drættinum með því að láta sleppa kviðpokaseiðum úr klakhúsi við Sog- ið í árnar. Árið 1925 tók Rafmagnsveitan við umsjón ánna og hófst þá viðreisnar- starf Steingríms Jónssonar raf- magnsstjóra. Hann lét reisa klakhús við Selás þar sem klekja mátti út allt að 1,2 milljónum kviðpokaseiða. Árið 1933 var átakið það stórt að sleppt var 737.000 kviðpokaseiðum, árið eftir 479.000, síðan 560.000 og svo framvegis. Þegar á árunum 1937 til 1939 rannsakaði atvinnudeild Háskólans laxagönguna undir stjórn Árna Friðrikssonar fískifræðings. Gaf at- vinnudeildin út skýrslu 1940, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að klakið hafi viðhaldið stofninum í ánum. Er það út af fyrir sig stað- festing á að hann hafi hætt að vera sjálfbær við virkjun ánna. Þessi stórmerki þáttur Stein- gríms Jónssonar hefur vart heyrst nefndur undanfarin ár, svo ekki sé minnst á skýrslu at- vinnudeildar Háskól- ans. Síðar beitti Stein- grímur sér fyrir smíði klak- og eldishúss við árnar sem notað hefur verið fram til þessa dags, en mun nú verða lagt af. Árið 1968 og 1969 urðu svonefnd „fímmtíu ára flóð“ í Elliðaánum. Um þær mundir þótti afturför laxastofn- ins hröð og ekki þóttu flóðin, sem talin voru hættuleg seiðum, boða gott. Þá settust forráðamenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, leigutaka ánna, á rökstóla. Veiðin hafið farið úr 1.648 löxum árið 1968, í 1.333 árið 1969 og fór í 1.001 árið 1970. Samantekt, „Tillögur og grein- argerð um 5 ára ræktunaráætlun" Frumskilyrði er að loka virkjuninni, segir * Asgeir Ingólfsson, og koma rennsli Elliða- ánna í fyrra horf. var send ráðamönnum borgarinnar og forráðamönnum Rafmagnsveit- unnar. Þar sagði meðal annars: „Það ætti að vera auðvelt að ná upp ár- vissum 7.000-8.000 laxa göngum, sem dreifðust um allt vatnasvæðið." Lagt var til að sleppt yrði 500.000 kviðpokaseiðum árlega, talsverðu magni sumaralinna seiða og nokkru magni gönguseiða. Undir tillögurnar skrifuðu Axel Aspelund, Stefán Guðjohnsen, Bjöm Þórhallsson, Barði Friðriksson og höfundur þess- arar greinar. Samþykkt var að sleppa umbeðnu magni kviðpoka- seiða, en fjöldi hinna seiðanna varð mun minni en lagt var tO. 1.000 af þeim gönguseiðum sem sleppt var fyrsta árið voru merkt, en ekkert þeirra merkja endurheimtist, hvorki úr stangaveiddum laxi né við klaká- drátt. Gamla klakhúsið við Selás var tekið í notkun og áhugamenn í félag- inu, ásamt starfsmanni Rafmagns- veitunnar, sáu um ádrátt til klaks- ins, kreistingar og sleppingu kvið- pokaseiðanna. Þau voru flutt á gamla hrygningar- og uppeldis- svæðið, það er í Elliðavatn, Hellu- vatn, Suðurá, Bugðu, Hólmsá og Nátthagavatn, en þó ekki í Selvatn, sem er einnig hluti vatnasvæðis El- liðaánna. Árangur varð nokkurn veginn sá sem spáð hafði verið. 1970 gengu að- eins 2.052 laxar, 1971 3.269 laxar, 1972 3.877 laxar, en 1973 varð gang- an 6.780 laxar, 1974 7.953 laxar og 1975 8.066 laxar. Er hér átt við heúdargönguna eins og hún er skráð í gögnum þess tíma, ekki aðeins göngu um teljara. Árin 1973, 1974 og 1975 komst veiðin yfír 2.000 laxa (2.267, 2.035 og 2.067) og var það í einu skiptin í sögu stangaveiði í El- liðaánum (gögn vantar að vísu um veiðina sum fyrstu áranna) sem hún hafði komist á þriðja þúsundið, og var hún þá meiri en á „gullöldinni“. Um 1975, er staðan var þessi, kom til sögunnar fískiræktarráð Reykja- víkur, en það sá um ræktunarráð- gjöfína uns það var lagt niður. Þá var að koma til hin mikla trú á gönguseiðasleppingar sem átti síðar eftir að verða grunnur tilraunar til Ásgeir Ingólfsson að koma á fót nýjum atvinnuvegi. í kjölfarið var farið að byggja ræktun Elliðaánna á þeim að miklu eða mestu leyti. Kviðpokaseiðaslepping- ar þóttu ekki lengur ræktunaraðferð tímanna, auk þess sem fram komu umdeildar kenningar um að óhætt væri, ef ekki rétt, að takmarka mjög fjölda hrygningarlax. Siðustu 23 árin hafa verið tíð hnignunar laxastofnsins í Elliðaán- um. Gangan um teljarann í fyrra var 1.087, eins og fyrr segir (áætluð tala um veiði neðan hans og lax þar í lok veiðitímans liggur ekki fyrir) og veiðin 568 laxar. Endurteknar tilraunir hóps áhugamanna um Elliðaárnar á und- anförnum árum til að fá teknar aftur upp kviðpokaseiðasleppingar á efri hluta vatnasvæðisins hafa engan hljómgrunn fengið. Þess í stað er haldið áfram því ræktunarstarfi sem er í beinum tengslum við það ástand sem nú ríkir, sem tengist þó að sjálf- sögðu öðrum vandamálum, svo sem mengun, minna árvatni en á árum áður og nálægð við byggð og mann- virki. Um þau hefur oft verið fjallað á síðustu árum. Er hafbeitaráhuginn var í há- marki fyrir allnokkrum árum var byggt á dæmum um endurheimtur alinna gönguseiða, en þær voru í sumum tilvikum um 10%. Almennt var talið að 4,5% endurheimtur næð- ust, en það fór á annan veg. Afleið- ingarnar þekkja flestir. í fyrra, 1997, voru endurheimtur úr hafbeit hér við land 0,7%, að því er físk- ræktarfræðingur tjáði mér fyrir skömmu. Og í að minnsta kosti einu tilviki hafa þær orðið 0,2%. Til að forðast að gagnrýna þá sem ekki skyldi gagnrýna í þessu sam- bandi vil ég nefna að Rangámar eru nú hafbeitarár, enda eiga þær ekki náttúrulegan stofn vegna lélegra hrygningaraðstæða. Náttúruskoðarar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að villt dýr á þroskaskeiði verða ekki tekin úr sínu náttúrulega umhverfí án þess að það hafi áhrif á þau. Þau verða ekld höfð við aðrar aðstæður en þær sem náttúran býður upp á, meðan þau eru að ná vissri stærð og þroska, og síðan sett aftur út í nátt- úruna. Þeim tekst þá illa eða ekki að bjarga sér þar. Ræktuð eða alin gönguseiði fást með því að taka kviðpokaseiði og ala þau í keri í húsi, venjulega í 14 mán- uði, þar sem þeim er gefíð „úr lófa“. Þau eru í jafnheitu vatni, 10-11 stiga heitu, og þurfa hvorki að læra að afla sér ætis né takast á við um- hverfísþættina eins og villt seiði verða að gera. Skoskur fiskifræðing- ur sagði þannig um alin gönguseiði að þeim mætti líkja við heimalning sem hleypt væri á hagann. Er mælingar á endurheimtum gönguseiða í Elliðaánum hófust árið 1975 reyndust þær 20,8%. Þá var langmestur hluti gönguseiðanna kominn undan þeim kviðpokaseiðum sem sleppt hafði verið árin á undan og höfðu alist upp í sínu náttúrulega umhverfí. 1988 voru endurheimturn- ar komnar niður í 12,8%, 1991 í 8,8% og í fyrra, 1997, í um 4,0%. Fyrir rúmum áratug var varað við flökkulaxi, hafbeitarlaxi og eldislaxi sem slapp úr sjávarkvíum, sem gekk með náttúrulega laxinum í Elliðaám- ar, sem og fleiri ár hér á landi. Var sagt að svo gæti farið að árstofninn gæti orðið fórnarlamb erfðamengun- ar. Um árabO hafa verið tekin hreist- ursýni af öllum veiddum laxi úr El- liðaánum og var hlutfall flökkulaxins tíðum 30-35% eða meira, þótt nú fari það mjög minnkandi eftir lokun margra hafbeitar- og eldisstöðva. Þessi erfðamengun, sem fræðimenn vöruðu við, á án nokkurs vafa þátt í minnkandi endurheimtum. En annar þáttur, hliðstæður, hef- ur minna verið til umræðu, erfða- ELLIÐAÁRNAR mega muna fífil sinn fegri hvað varðar laxagengd. mengun vegna sleppingar alinna gönguseiða. Þau skila sér á þann hátt sem lýst hefur verið, en sá hluti laxagöngunnar sem undan þeim er kominn og veiðist ekki hrygnir með náttúrulega stofninum og færir því inn í hann þann veikleika sem öldu gönguseiðin hafa í sér. í fáum orðum má segja að vandi hafbeitarinnai- hafí verið færður inn í laxveiðiárnar. Gönguseiði er rúmlega 10 sentí- metra langt þegar það gengur út í Norður-Atlantshafíð. Þar leggur það leið sína út á ætisslóðina norðan Færeyja eða heldur jafnvel vestur fyrir Grænland og er þar í eitt ár, tvö eða lengur áður en það snýr í heimaána sem fullþroska lax. Það er ekki fyrir „gullfisk“ að takast á hendur slíkt ferðalag, svo notað sé orð sem ýmsir hafa tekið sér í munn um þessa heimalninga. Oftrú manna á öldum gönguseið- um var skiljanleg. Útiloka átti seiða- dauðann sem verður í ánum eftir hrygningu. En villt dýr er villt dýr og húsdýr allt annað. Villiöndin er fítulaus, fim og flýgur, en aliöndin feit og hætt að fljúga. Og hver lætur villiendur maka sig með aliöndum til að fá villiönd? Húsdýr hafa með tím- anum skilið sig frá villtum dýrum, og engum kemur til hugar að þessir tveir hópar eigi samleið. Því ætti þessu að vera öðruvísi farið með lax- inn? Hvað er þá til ráða til að endur- reisa laxastofn Elliðaánna? Frumat- riðið er að gera ráðstafanir til að gera hann sjálfbæran. Við virkjun raskaðist vatnasvæðið mikið. Lax kemst nú að vísu á nýjan leik upp í vatn, um laxastiga, en fjöldi laxa sem hrygnir þar efra er óverulegur. Þá hefur orðið mikil röskun á rennsli ánna neðan Seláss, við Blá- steinshólma, að Árbæjarstíflu og neðan hennar. Um átta mánuði á ári hverju renna árnar ekki frá Árbæjarstíflu að Rafstöðinni og er ekki vitað um aðra laxveiðiá við Norður-Atlants- hafið sem fær ekki að renna í far- vegi sínum allt árið. Seiða sem færa sig niður árnar þennan tíma árs bíð- ur tvennt. Að lenda í aðrennslisröri Rafstöðvarinnar og því í túrbínun- um sem taka sinn toll, eða þá að skolast úr Árbæjarlóninu í mikilli vætutíð eða leysingum og niður í farveginn þar fyrir neðan, til þess að lenda þar á þurru um leið og vatnið minnkar, þá stundum í frosti. Þetta sá ég gerast 23 sinnum einn vetur- inn nú fyrir fáeinum árum. Frumskilyrðið er að loka virkjun- inni og koma öllu rennsli ána í fyrra horf. Þá þarf að hefja á ný þá um- fangsmiklu ræktun með kviðpoka- seiðum sem einkenndi viðreisnar- starf fyrri ára. Hafa ber þó í huga að þar sem stofninn er nú erfðameng- aður getur það átak orðið erfíðara en á árum áður, en um annan kost er ekki að ræða, nema takmarka veiðina eða jafnvel hætta henni um árabil. Þessu ræktunarstarfí þarf að halda áfram uns náttúruleg hrygn- ing er komin í viðunandi horf um all- an efri hluta svæðisins. Ofsetningarkenningin hefur mjög sett svip sinn á umræðuna á síðustu áratugum. Rétt er að meta hana í ljósi skynseminnar. Fyrir tíu þús- und árum var Island allt undir ís, en þegar menn komu til landsins voru allar ár fullar af laxi. Hver hélt niðri fjölda hrygningarlax frá lokum ís- aldar til landnáms? Og hver tak- markaði hann í hinum ósnortnu ám Kólaskaga, sem tekið var að nýta fyrir nokkrum árum? Þar er nú mestur lax á jörðinni. Væri ofsetn- ingarkenningin rétt hefði allt verið laxlaust við landnám. Kenningin á án nokkurs vafa við í lokuðum vist- kerfum silungsvatnanna, en ekki í laxánum. Elliðaárnar voru virkjaðar af því að Reykjavíkurbær hafði ekki fjár- hagslegt bolmagn til að virkja Sogið á þeim tíma. Rafstöðin við Elliðaár var barn síns tíma. Nú eru stórvirkj- anir um allt land, en Elliðaárstöðin framleiðir aðeins nokkra þúsund- ustu hluta rafmagns landsmanna, og fer það hlutfall síminnkandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri hefur boðað stórátak í mengunarmálum í næsta umhverfi ánna. En sú ræktunaráætlun sem kynnt var fyrir skömmu, slepping 7.500 gönguseiða á ári, mun ekki lækna mein Elliðanna nú frekar en fyrr, og mætti ef til vill líkja henni við að setja plástur á botnlangasjúk- ling. Nokkur slepping sumaralinna seiða er boðuð og er það skárri kost- ur, en ófullnægjandi. Þá hefur Júlíus Vífíll Ingvarsson borgarfulltrúi gerst sérstakur málsvari Elliðaánna, og er það vel. Það þarf ungt fólk til að tryggja framtíð þeirra og vonandi á hann eftir að láta meira að sér kveða. Vísir að safni er kominn upp við Rafstöðina og það rétta, og reyndar það eina sem til greina kemur, er að loka stöðinni og gera hana að hluta safnsins. Virkjun „bæjarlækjarins“ er nú óþörf. Höfundur er viðskiptafræðingur, þýðandi og áhugamaður um lax- vernd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.