Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 60
; 60 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ALDA HALLDÓRSDÓTTIR + AIda Halldórs- dóttir fæddist á Akureyri 6. febrúar 1913. Hún lést í Fjórðungssjúkra- húsi Akureyrar 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Sigur- björnsson, sjómað- ur og síðar formað- ur, f. 22. feb. 1879 í Vallanesi í S-Múla- sýslu, d. 3. sept. 1912, drukknaði þegar vélbáturinn Fram frá Hrísey fórst í ísafjarðardjúpi og með honum tveir hásetar, Stefán Þorsteinsson úr Hrísey og Magnús Jónsson frá Arskógs- strönd. Kona Halldórs (5. nóv- ember1911 í Hrisey) var Guð- laug Ólafsdóttir frá Steindyr- um á Látraströnd, f. 5. sept. 1886, d. 17. júlí 1972, for: Ólafur Sigurðsson, f. 25. ág. 1862, d. 19. nóv. 1890, og k.h. (20. júní 1885) Björg Helgadóttir f. um 1866. Alsystkini Guðlaugar; Ölafur, Ingibjörg og Júiía, hálfbróðir; Júlíus Stefánsson. For- eldrar Halldórs: Sigurbjörg Hall- dórsdóttir, f. 3. júlí 1843 á Kjarna í Arnarneshreppi, og Sigur- björn, vinnumaður að Steindyr- um, er fór síðar til Vestur- heims. Útför Öldu fer fram frá Hrís- eyjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Merkileg kona er horfin af leik- sviði lífsins. Alda Halldórsdóttir var þeirrar gerðar að þeir sem kynntust henni bera með sér óminn af hugsun hennar og lífsspeki allar götur frá —'þeiiTÍ stundu. Þessi lágvaxna, knáa kona bar í sér litskrúð og fjölbreyti- leika hins hreina huga, með glað- værð og látleysi sem engan lét ósnortinn. Hún skartaði heiðríkju hugans en átti það til að hvessa sig þegar henni mislíkaði og setti þá fram skoðanir sínar tæpitungulaust, þó glettnin sindraði oftar en ekki að baki orðanna. Þá var opinn á henni austari fjörðurinn, einsog stundum er haft á orði. Alda var ekki í félags- málum og þaðan af síður í pólitík. Þó gustaði af henni þegar sá var gállinn ' á henni. Hún var yfirlætislaus og allt að því barnsleg í einlægni sinni. ís- lensk alþýðukona er tignarheiti, sem Alda Halldórsdóttiur bai- með reisn. Kynni mín af Öldu eru ekki mæld á kvarða margra heimsókna eða lang- dvala í Hrísey heldur miklu fremur þeim áhrifum sem hún hafði á mig og dóttur mína. Það var mikið undur að fyrirhitta konu sem var í senn fjölfróð og orðheppin svo af bar, en hlédræg útávið. Hún var listfeng með afbrigðum og handverk hennar prýðir fjölmörg heimili bæði heima og erlendis. Sumt var hugsað sem nytjahlutir einsog t.a.m. dúkar og sængurver, skreytt dáindisfógru milliverki, en Vsvo fór a.m.k. á mínu heimili að þessi sængurver eru sem helgur dómur og helst tekin fram á að- fangadag og sofið við þau um jólin. Alda var ógift og barnlaus en vina- hópurinn var mannmargur og taldi hana til fjölskyldu. Skv. þeirri skil- greiningu var hún undir það síðasta ættmóðir stærstu fjölskyldu sem um getur, og naut ástar og virðingar barna kynslóð fram af kynslóð. Sum þessara bama nutu þess á fullorð- insárum að sækja hana heim með eigin afkomendur, sem tóku þegar ástfóstri við þessa góðu konu. Ást hennar og tryggð við þetta fólk sást glöggt á aragrúa ljós- mynda af bömum, biúðhjónum og 4’ölskyldum sem prýddu hús henn- ar. AUa þekkti hún með nafni og tengdi mann við mann, útskýrði vensl og skyldleika því ættfræðin var á hreinu. Þannig fékk gesturinn innsýn í helsta áhugamál hennar, manneskjuna sjálfa. Alda fékk snemma veður af því að ég hef gam- an af grúski og hafði það íyrir sið að siga mér á bókastaflann í kjallaran- _um sem geymdi marga perluna. Stundum fann ég bók í pússinu þeg- ar ég kom heim. Þá hafði hún tekið eftir því að ég sökkti mér ofaní ein- hverja skrugkiuna og taldi við hæfi -^að ég hefðí hana áfram. Hún gaf dóttur minni bók Charles Dickens, Pickwick skjölin. Sú bók var hest- húsuð á skammri stund og vakti áhuga hennar á þessum höfundi. Gestrisni Öldu var látlaus en ein- kenndist af örlyndi. Okkur var vísað til sængur í smekklegum gestaher- bergjum í kjallara. Þar var útvarp, ^vekjaraklukka, sturta og allur við- urgjörningur slíkur að engan lang- aði heim. Eg gleymi seint hangi- ketsveisium í Holti. Alda kofareykti sjálf sitt ket og viðlíka gómgæti hef ég hvergi fengið annars staðar. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég hitti Öldu var málfar hennar, orðaval og frumleg framsetning hins talaða orðs. Hugurinn vai- vökull. Líkingarnai’ voru sterkar en einfald- ar, málfar og hugsun skýr og bára með sér frumleika lifandi tungu. Lífsskoðun hennar byggði á gildi góðleikans við menn og skepnur. Það var ótrúleg lífsreynsla að sitja að matborði hjá Öldu á sól- björtum sumardegi, útihurðin ævin- lega opin og skyndilega setti gest- inn hljóðan þegar þröstur hoppaði óvænt innum dymar í átt að borð- gestum og hneigði sig í átt að hús- móðurinni í Holti. „Sérðu frekjuna í honum þessum, ætli ég hafi sosum ekki gefið honum rúsínur í morgun? Það er víst best að bæta þig aum- inginn - þetta skaltu hafa en ekki mæru meir.“ En „þetta“ voru ná- kvæmlega þrjár rúsínur á gogg. Bömin vora allt í einu stödd í framandi ævintýri og Alda hlaut að tala fuglamál. Á.m.k. lét fuglinn sér segjast við rúsínukvótann og kvaddi með höfuðhneigingu áður en hann hélt út í sumarblíðuna á ný. Svo kom sá næsti, þá enn annar og þannig koll af kolli. Hún vann verk sín hljóð og var öllum mönnum góð, svo vitnað sé í þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Smávin- ir fagrir, foldarskart, kveða nú harmljóð sitt við Holt. Hitt er víst að kærleikur Öldu Halldórsdótturr vex og dafnar í hjarta þeirra sem eftir lifa. Þannig er minning hennar varðveitt og virt sem vera ber og skilar sér í betri heimi frá kynslóð til kynslóðar. Haraldur G. Blöndal og fjölskylda. Húsið hennar Öldu stendur hátt austan við húsaþyrpinguna í Hrísey. Það heitir Holt og er ysti bústaður fastra ábúenda í austurbyggðinni; þau fáu hús sem standa austar eru öll í eigu sumarfólks eða farfugla eins og Hríseyingar kalla fólkið sem ekki deilir með þeim norlenskum vetram. Alda var því útvörður aust- urbyggðar og naut þess ætíð að búa í friðsældinni utan við þorpið. Hún fylgdist vel með öllum ferðum manna og enginn farfugl var al- mennilega kominn til Hríseyjar fyrr en hann var búinn að heilsa upp á Öldu. Né heldur var sami farfugl floginn aftur suður á sómasamlegan hátt fyrr en Alda var kvödd. Iðulega stóð Alda fyrir utan húsið sitt, garfandi í blómunum sínum sem hún vökvaði jafnan með blóði á haustin, eða stóð inni í litla gróður- húsinu sínu þar sem rósirnar sprattu stærri og fegurri en annars staðar og þrestirnir flugu inn og út um opnar dymar. Það var alltaf heitt á könnunni hjá Öldu. í stofunum hennar Öldu héngu ljósmyndir þétt á veggjunum. Við gestinum störðu og brostu ásjónur horfinna Hríseyinga jafnt sem núlif- andi skyldmenna Öldu. Hún var óforbetranlegur safnari af Guðs náð. Saga Hríseyjar í myndum hékk í stofunum hennar Öldu. Heimsóknir til Öldu vora þó meira en skoðun á ljósmyndum. Hún var skemmtileg í viðræðu, með ákveðnar skoðanir, fylgdist vel með fréttum og lífí eyjarskeggja. Tilsvör hennar vora oft mergjuð og hittu í mark enda var Alda bæði greind og fróð. Þannig sat hún oftast eða stóð og horfði á gesti sína njóta veiting- anna; lágvaxin með bros í augum en í svipnum gat auðveldlega hvesst ef henni misbauð eitthvað. Að skilnaði, þegar gesturinn hafði hesthúsað all- ar velgjörðirnar hennar Öldu, tók hún í hönd hins sama og sagði alvar- leg en með blik í augum: - Ætlarðu að fyrirgefa mér þetta? Alda bjó alla ævina í Holti; fyrst með móður sinni, Áslaugu Ólafs- dóttur, en faðir hennar fórst á sjó þegar Alda var í móðurkviði. Alda var einkabarn þeirra hjóna. Eftir andlát móðurinnar bjó Alda ein í húsinu. Atvinnusaga kvenna í eyjunni á þessari öld endurspeglast í Öldu; hún var línustúlka, síðan saltaði hún á plani og þegar síldin hvarf vann hún í fiski, bæði úti og síðan í frysti- húsinu. En hún sagðist hafa hætt skömmu eftir að bónuskerfið var tekið upp. Margir segja að bónusinn hafi eyðilegt gamla samstöðu og innleitt öfund, missætti og sundr- ung meðal fólksins. Ég held að Öldu hafi fundist að greiðsla eftir afköst- um væri hrein niðurlæging og móðgun við Hríseyinga. Hún lá yfirleitt ekki á skoðunum sínum hún Alda og það sem hún beit í sig varð ekki auðveldlega úr henni aftur snúið. Kannski var Alda svona sjálfstæð af því að hún giftist aldrei. Hún hélt áfram að vera einkabam og gerði það sem henni sýndist og langaði tfl. En hjartað var alltaf á réttum stað. Hún tók miklu ástfóstri við dýr og þau löðuðust að henni. Ég held að sú dýrategund sé ekki til í eyjunni sem ekki hefur leitað skjóls hjá Öldu á einn eða annan hátt. Lengi átti hún kött sem hét Bubbi. Hann var ógeltur fress og óvenjulegur að því leyti að hann lét alla smáfugla í friði sem líka vora einkavinir Öldu og héldu til í garðinum hjá henni og vildu helst ekki fara út úr blómahús- inu sem síðar var reist fyrir framan Holt. Alda hafði meira að segja kennt Bubba að gæta hænuunganna sinna þegar hún þurfti að bregða sér af bæ; þá lá Bubbi ofan á vír- netskassanum eins og varðhundur og gætti gulu fiðurhnoðranna. Slík- ur var áhrifamáttur Öldu. Alda átti á þriðja tug fjár meðan búsmali var enn í eynni. Eftir að mjólk varð dag- leg söluvara í kaupfélaginu, hurfu kýrnar af eynni og þegar Hríseying- um var falið að einangra skosk holdanaut, var óheimilt að eiga fén- að á staðnum. Alda tímdi ekki að fella rollurnar en fékk að geyma þær hjá Hirti heitnum Þórarinssyni á Tjöm í Svarfaðardal. Þangað fór hún oft að heimsækja kindur sínar. - Þær komu hlaupandi til mín og þekktu mig alltaf undireins, var Alda vön að segja. I þessu fé voru tveir hrútar sem Alda hélt sérstaklega upp á. Hún nefndi þá Nixon og Pompideux sem sýnir vel áhuga hennar á alþjóða- málum. Og það er víst að engar skepnur hafa stigið fæti sínum í Hrísey sem hafa borið valdsmanns- legri nöfn en hrútarnir hennar Öldu. Nú er þessi svipmikli útvörður austurbyggðar í Hrísey horfinn. En minning Öldu Halldórsdóttur lifir áfram. Ingólfur, Jóhanna og Jónas. í dag, laugardaginn 1. ágúst, er til moldar borin vinkona mín Alda Halldórsdóttir. Foreldrar hennar voru Halldór Sigurbjömsson og Guðlaug Ólafsdóttir. Halldór drakknaði 3. september 1912, en Alda fæddist á Ákureyri 6. febrúar 1913. Skömmu síðar flutti móðir hennar til Hríseyjar. Þar hélt hún heimili með bróður sínum, Ólafi Ólafssyni. Alda ólst upp undir vemdarvæng þeirra systkina. HeimOið hafði nokkurn búskap sem aukagetu er drýgði tekjumar. Alda fór snemma að vinna fyrir sér og vann alla almenna vinnu sem þar bauðst. Ég hændist mjög að þessu heimili og fjölskyldu Öldu. Systkinin Guð- laug og Ólafur voru mér afar hjart- fólgin og kær, ekki síst vegna þess hversu vel þau reyndust foreldrum mínum og þá ekki síst föður mínum, Jörundi Jóhannessyni, er hann rak útgerð með Njáli Stefánssyni. Alda var glettin og spaugsöm en einlæg í öllum gerðum. Óhætt er að segja að öllum var bæði hollt og gott að kynnast Öldu og viðhorfum henn- ar til lífs og líðandi stundar. Góð- hjörtuð var hún, ráðug og æðrulaus manneskja í fyllsta skilningi þess orðs. Eftir að ég gifti mig tók hún eiginmanni mínum, Kristni Sveins- syni, af sömu ástúð og umhyggju og hún hafði ævinlega auðsýnt mér og svo var alla tíð og fram á hinsta dag. Böm okkar, tengdaböm og barna- börn vora henni afar hjartfólgin og Alda fylgdist vel með þroska þeirra og göngu á lífsbrautinni. Öllum þótti þeim vænt um hana og skildu bæði og skynjuðu að þar fór afar sérstök kona, sjálfstæð, sterk, hjartahrein og gersamlega laus við alla tilgerð. Alda var vinmörg með afbrigðum og ræktaði þó samband sitt við hvern og einn sem enginn annar væri. Hún bjó alla sína ævi í Hrísey og vildi hvergi annars staðar vera. Hún var lítið fyrir ferðalög framan af en á efri áram átti hún það til að bregða sér af bæ og leggja land undir fót. Alda var mikil hannyrðakona. Eftir hana liggja mörg listaverk, sem prýddu jafnt heimili hennar, auk fiystihússins í Hrísey, fjölmörg heimili um allt land og náðu að auki alla leið til Bandaríkjanna. Hún heklaði dúka, ennfremur milliverk, sem að allra dómi vora hreinasta snilld, og stundaði að auki útsaum af stöku listfengi. Allt var þetta unnið af mikilli gaumgæfni og smekkvísi. Um tíma hrakaði henni svo sjón að hún varð að leggja frá sér hand- verkið. Það var henni mikil raun. Hún leitað tvisvar lækninga á augn- deild Landakotsspítala, fékk sjónina aftur á skömmum tíma og tók aftur til við handverk sitt af fullum krafti og stundaði það fram á síðustu daga sína. Hún var afar þakklát og hrærð yfir þessu kraftaverki og taldi sig aldrei geta þakkað þá gjöf. Hún var náttúrubarn. Listfengi hennar og fegurðarskyn gladdi gesti og gangandi á hlaðvarpanum í Holti. Þar blasti við ofurlítið skrúðhús, en þar gat að líta litskrúðug og fram- andleg blóm sem hún ræktaði sér og öðrum til yndisauka. Alda var mikill dýravinur. Allar skepnur hændust að henni. Hún var glaðlynd og glettnin var aldrei langt undan. Ég man t.d. að lengi átti hún kött sem hún kallaði Bubba kóng. Þegar allt var drepið niður í Hrís- ey með tilkomu holdanautabúsins tók hún það afar næiri sér að eiga enga skepnu. En Alda var ekki lengi að finna nýjan vettvang til að hlú að málleysingjanum. Innan skamms var hún búin að laða að sér og heim- ili sínu mikið þrastager og gaf þeim reglulega allan ársins hring og drýgði veisluna með rúsínum stóran hluta ársins. Eitt kvöldið gleymdi Alda að gefa hópnum sínum og var rétt sofnuð þegar hún vaknaði við hávaða á ein- um glugganum. Þar voru mættir vinir hennar, fuglarnir, er gerðu nú hressilega vart við sig og linntu ekki látunum fyrr en hún fór á fætur og færði þeim kvöldskattinn, sem auð- vitað var rúsínur. Síðan datt allt í dúnalogn. Seinni árin reyndust grannar hennar, Helgi og Guðrún, Oldu sérlega vel á alla lund. Ekki má gleyma hjónunum Gunnhildi og Hauki, að ógleymdum Tómasi, bróð- m- Gunnhildar, sem gerðu henni allt gott og vora boðin og búin að stuðla að velferð hennar og hamingju. Þau reyndust traustir vinir. Þó era fjöl- margir ótaldir og eiga þeir þökk okkar og virðingu fyrir vinarþel og heilindi við hana. Ekki óraði mig fyrir því er ég ræddi við Öldu í síma fyrir rúmri viku að það yrði okkar síðasta samtal. Ég mun ávallt minn- ast hennar með virðingu og þökk fyrir okkar kynni. Hrísey er fátæk- legri eftir en áður við fráfall hennar, því í margra huga var hún drottning Hríseyjar. Læknum og hjúkranarfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri flytjum við þakkir fyrir umönnun og hlýju í hennar garð. Elsku Alda mín, far þú í friði og friður Guðs þig blessi. Þú lifir í hjörtum okkar allra. Blessuð sé minning þín. Margrét Jörundsdóttir og fjölskylda. Alda var indæl kona og gleymist mér aldrei. Hún átti auðvelt með að hæna að sér dýr, t.d. þrestina sem hún vandi á að koma á tröppurnar sínar. Þar gaf hún þeim rúsínur á sumrin og vorin, en kom vetur og haust ... Hún átti líka lítið glerhýsi. Þar ræktaði hún fallegar rósir. Hún var listakona, t.d. að hekla og sauma. Allt var unnið af natni og umhyggju. Þegar ég kom til Hríseyjar með mömmu og pabba tók hún á móti okkur með kofareyktu hangikjöti sem var mikið meira en við gátum komið ofan í okkur með góðu móti. Ég get aldrei gleymt hvað neiið hennar var alltaf jákvætt, því hún hló um leið og hún neiaði. Álda var aldrei eigingjörn eða montin. Hún kunni svo sannarlega að láta fara vel um gestinn eins og hann væri einn í heiminum. Öllum sem þekktu Öldu eða kynntust henni á einhvem hátt þótti óskaplega vænt um hana. Langflestar minningar mínar úr Hrísey era um hana, því þegar ég fór þangað hlakkaði ég mest af öllu til að hitta Öldu. Síðustu jól fékk ég heklað jóla- skraut, sem við hengdum strax upp á jólatréð. Ég mun alltaf láta þetta handverk hennar Öldu hanga á mínu tré. Nú er hún horfin og tómið verður aldrei fyllt. Hún lifir í minn- ingunni og sú minningin er öllum kær. Mér datt aldrei í hug þegar ég hringdi í hana fyrir u.þ.b. hálfum mánuði að þetta yrði okkar síðasta samtal. Megi hún hvfla í friði. Ingunn Margrét Blöndal. Þótt ekkert sé eðlilegra en að aldrað fólk falli frá kom fregnin um skyndileg veikindi og fráfall Öldu frænku á óvart. Alda sem var svo lífsglöð og víðsýn virtist ekkert eld- ast og naut þess að vera innan um fólk jafnt ungt sem aldið. Þær vora ófáar ferðirnar sem farnar voru til Hríseyjar til þess að heimsækja Öldu. I þessum heimsóknum lagði Alda sig fram við að gera vel við gestina og hafði hún innréttað fal- lega stofu í húsi sínu sem hún kall- aði „svítuna". Þar hafa ófáir gist bæði vinir og ættingjar. Gestrisni öldu var við brugðið og í hvert sinn sem við áttum spjall saman í síma spurði hún hvenær við kæmum í „svítuna". Heimsóknirnar til Öldu frænku eru nú dýrmætar minningar sem við geymum. Alda var fróð og vel gefin, þótt ekki hefði hún átt kost á langri skólagöngu frekar en margir af hennar kynslóð. Gaman vai- að fræðast af Öldu um hvað eina, lífið í Hrísey fyrr á áram, um gengna ætt- ingja eða fjöllin í nánasta umhverfi. Alda átti fjölmarga vini sem heim- sóttu hana og töluðu við hana í síma. Björg frænka hennar saknar nú vin- ar í stað en þær töluðust við nær daglega og var þá ýmislegt rætt bæði það sem efst var á baugi í þjóð- málum sem og liðin tíð. Mestalla starfsævi sína vann Alda við fiskvinnslu en hafði á áram áður auk þess kindur og lítinn búskap með höndum. Hin síðari ár undi Alda sér við blómarækt og hannyrð- ir og minnti oft á drottningu í ríki sínu þegar hún stóð á húströppun- um og horfði yfir Eyjafjörðinn sem var henni svo kær. Góð kona hefur kvatt, blessuð sé minning hennar. Þorsteinn Alexandersson og Sigríður Ósk Lárusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.