Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 62
**62 LAUGARDAGUR 1. ÁGIJST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, LEÓ EGGERTSSON, Neshaga 15, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 30. júlí. Fríða Björg Loftsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Jón Sigurjónsson, Jónína Leósdóttir, Árni Leósson, Ásta Stefánsdóttir, Fjóla Eggertsdóttir og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda móðir, amma og langamma, ÓLÖF HELGA GUNNARSDÓTTIR, Vesturgötu 35b, Reykjavík, lést á Landspítalanum hinn 25. júlí sl. Útförin hefurfarið fram í kyrrþey að ósk hinna látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, e bent á Styrk, samtök krabbameinssjúklinga. tnnilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 14G, Landspítalanum. Ólafur Ottósson, Jón Þóroddur Jónsson, Soffía Ákadóttir, Ottó Björn Ólafsson, Þorbjörg Gígja, Guðrún Ólafsdóttir, Sigurjón Eysteinsson, Guðriður Helga Ólafsdóttir, Guðlaug Ólöf Ólafsdóttir, Kristín Lóa Ólafsdóttir, Jón Geir Pétursson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT JÓN GEIRSSON pípulagningameistari, Safamýri 21, sem lést föstudaginn 24. júlí síðastlíðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjarta- vernd og Krabbameinsfélagið. Brynhildur Pálsdóttir, Sigríður Benediktsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, Brynhildur Benediktsdóttir, Björgvin Friðriksson, Yngvi Wellsandt. + Okkar hjartkæra, THYRI ÍSEY MAGNÚSAR WARNER, andaðist mánudaginn 6. júlí síðastliðinn á Calvary Hospital, Bronx, NY, USA. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum sýnda samúð. Scott F. Warner, Lilja Bjarnadóttir, Diana B. Magnúsdóttir Stahr, Flemming Stahr. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, SIGURÐAR ARNALDS fyrrv. útgefanda, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Ásdís Arnalds, Jón L. Arnalds, Ellen Júlíusdóttir, Ragnar Arnalds, Hallveig Thorlacius, Sigurður St. Arnalds, Sigríður María Sigurðardóttir, Andrés Arnalds, Guðrún Pálmadóttir, Einar Arnalds, Sigrún Jóhannsdóttir, Ólafur Arnalds, Ása L. Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HELGISTEINAR JÓHANNESSON + Helg-i Steinar Jóhannesson fæddist í Vestmannaeyjum 5. mars 1995. Hann lést í Land- spítalanum 22. júlí siðastliðinn og fór útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 30. júlí. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. (P. Jónsson.) Jarðvist hans Helga Steinars er lokið. Það var ekki langur tíminn sem hann fékk. En eins og alltaf er, þegar börn fæðast mikið veik, á hverjum degi háð einhvers konar barátta við veikindin og oft háð bar- átta fyrir lífinu og vitað að hver dagur getur allt eins verið sá síð- asti, þá hljóta þau að öðlast alveg sérstakan sess í hjarta þeirra sem standa þeim nærri. Þannig var það einmitt með Helga Steinar. Hann var búinn að berjast frá því hann fæddist og hann var hetja. Það hefðu fáir farið í sporin hans hvað varðar hugprýði og jafnaðargeð og maður á erfitt með að skilja hvernig leggja má slíkar byrðar á herðar lít- ils barns. Hann tókst á við þetta allt saman með miklu æðruleysi og var alltaf sami ljúflingurinn, sama á hverju gekk. Það var reisn yfir þessum dreng þótt hann væri lítill og lasinn og hann snerti streng í brjósti okkar. Því er ekki að neita að vegna kynna okkar af honum hefur vitundin dýpkað og lífssýnin breyst. Nú hefur Guð tekið hann til sín. Dauðinn er ekki slæmur þeim sem deyja, heldur okkur sem eftir lifum og söknum þeirra dánu. Nú hugsar maður með angurværð til Helga Steinars en grætur vegna foreldra hans, bróður og ástvina sem hafa misst augasteininn sinn. Guð gefi þeim styrk til að takast á við tómleikann og söknuðinn. Gleðj- + Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURSTEINN ÁRNASON, Hringbraut 61, lést á heimili sínu fimmtudaginn 30. júlí. Sigríður Ólafsdóttir, Áslaug Sigursteinsdóttir, Margrét Sigursteinsdóttir. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR Ijósmóðir, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlega láti líknarstofnanir njóta þess. Bragi Sígurþórsson, Inga Björk Sveinsdóttir, Sólrún Bragadóttir, Þórarinn Stefánsson, Þórdís Bragadóttir, Þorbjörn Guðjónsson, Friðrik Bragason, María Guðmundsdóttir, Brynja Bragadóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR GUÐMUNDU KRISTINSDÓTTUR, Grandavegi 47, Reykjavík. Jónína U. Bjarnadóttir, Björgvin Jónsson, Þórarinn Bjarnason, Guðrún Bjarnadóttir, Gísli Ófeigsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Skúlagötu 80, Reykjavík. Guðmundur Benediktsson, Arndís Leifsdóttir, Ólafur Benediktsson, Þuríður Halldórsdóttir, Kristín Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. umst yfir að hafa átt Helga Steinar. Gleðjumst líka yfir því að nú er þessi litli engill búinn að fá vængina sína og þjáist ekki meir. Elsku litli vinur, við þökkum þér samfylgdina og biðjum algóðan Guð að geyma þig. Þú hefur sett óafmáanleg spor í sál okkar allra sem kynntumst þér. Þegar erfiðleikar steðja að munum við ávallt minnast hve hugprúður og duglegur þú varst og hafa það að leiðarljósi. Með ást og þökk, vinirnir í Heiðarbrún 52. í dag verður borinn til grafar okkar litli vinur Helgi Steinar Jó- hannesson. Að kvöldi miðvikudags- ins 22. júlí voru okkur hjónum færð- ar þær sorgarfréttir að Helgi Stein- ar væri látinn. Frá 6 mánaða aldri var Helgi Steinar búinn að vera veikur og átti marga erfiða daga og nætur. Þó voru þeir fleiri góðu dag- arnir í lífi hans. Ekki er hægt að minnast þín, elsku Helgi, öðruvísi en brosandi og hlæjandi og heldur betur stutt í stríðnina og glottið sem þú settir ekki svo sjaldan upp. Þrátt fyrir veikindin varst þú duglegur strákur og mamma þín var líka stolt yfir því sem þú stundum gast gert. Þú varst mikill mömmustrákur og mjög háður henni, enda stóð hún við hlið þér eins og klettur, sem og hann Öddi sem gekk þér í fóðurstað þegar þú varst 6 mánaða. Svo áttir þú líka skemmtilegan og góðan fé- laga sem var hann stóri bróðir þinn, Hörður, sem iðinn var við að rétta þér hjálparhönd og leika við þig. Nú kveðjum við þig, elsku drengurinn, en við munum geyma minningarnar um þig í hjarta okkar sem eru svo góðar, því þú gafst svo mikið með þínum sterka persónuleika. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt: Pað er kveðjan: „kom tii míni“ Kristur tók þig heim til sín. Pú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. (Björn Halldórsson.) Elsku Svandís, Jói, Hörður og Öddi. Við getum stundum verið svo vanmáttug gegn alvaldinu. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Ester Agnarsdóttir, Guðni Guðnason. GUÐMUND- UR KRIST- MANNSSON + Guðmundur Kristmannsson fæddist á Stokkseyri 14. desember 1930. Hann varð bráðkvaddur í Portúgal hinn 16. júlí síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Selfosskirkju 30. júlí. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Asmundur Ein.) Guð geymi þig, elsku afi, kveðja frá Jóhönnu Ester og Elvari Birni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.