Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 65 4 4 4 4 4 4 1 4 4 í 4 4 4 1 4 í i 4 i 4 I I í I Morgunblaðið/Halldór LIÐIN eru 50 ár um þessar mundir frá því Fossvogskirkja var vígð. Hálf öld frá vígslu Fossvogskirkju Um 100 þúsund manns sækja athafnir á hveiju ári FORSTJÓRI Kirkjugarða Reykjavfkurprófasts- dæma er séra Þórsteinn Ragnarsson. UM það bil 11% af útförum hérlendis eru bálfarir. FYRIR nokkrum árum var Fossvogskirkja endurnýjuð hið innra. Fossvogskirkja 1 Reykjavík gegnir því sérhæfða hlutverki að vera útfararkirkja og hefur gert það í um hálfa öld. I tilefni tíma- mótanna ræddi Jó- hannes Tdmasson við Þórstein Ragnarsson, forstjóra Kirkjugarða Reykj avíkurprófasts- dæma, um reksturinn og útfararsiði. HÁLF öld er um þessai- mundir frá því Fossvogs- kirkja var vígð. Það gerði séra Bjarni Jónsson vígslubiskup hinn 31. júlí 1948. Kirkjan var í raun vígð nokkru áður en hún var fullbúin þar sem formað- ur Bálfarafélagsins, Gunnlaugur Claessen, lést um þær mundir og þótti sjálfsagt að verða við bón hans um að útför hans yrði frá Fossvogs- kirkju og að líkama hans yrði eytt í hinni nýju bálstofu. Þórsteinn Ragnarsson er forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma, KGRP, og segir hann langan aðdraganda hafa verið að byggingu kirkjunnar. „Umræða um byggingu sérstakrar útfararkirkju kom meðal annars í kjölfar skrifa lækna í höfuð- borginni kringum 1930 en þeim þótti nauðsynlegt að breyta útfórum. Ræddu þeir málið út frá heilbrigðis- sjónarmiði og út frá kostnaði við út- farir sem oft þótti mikill," segir Þór- steinn þegar hann er beðinn að rifja upp söguna. „Söfnuðirnir í Reykja- vík tóku við stjórn kirkjugarðanna árið 1932 og þá var talið að bygging útfararkirkju, kaup á líkbíl og öðrum búnaði gæti bætt skipulag og lækkað útfararkostnað." Undirbúningur hófst 1943 Byggingarsaga kirkjunnar er rak- in nokkuð í bæklingi sem gefinn var út í tilefni af starfi KGRP í 60 ár. Þar segir meðal annars um aðdragand- ann: „Stjórn kirkjugarðanna var í höndum sóknarnefndarinnar í Reykjavíkurprestakalli og safnaðar- stjómar Fríkirkjusafnaðarins, en þegar Reykjavíkurprestakalli var skipt í fjórar sóknir árið 1940, varð sú breyting á þessu að í kirkjugarðs- stjórn var kosinn einn maður úr hverjum söfnuði og kaus safnaðar- stjóm hann úr sínum hópi. Þessi nÝÍa stjórn tók við störfum í ársbyrj- un 1941 og var fyrsta verk hennar að skapa fjárhagslegan gmndvöll fyrir kirkjubyggingu. Málið tafðist af ýmsum ástæðum m.a. vegna þess að bæjarstjórn fór þess á leit 1943 að stjóm Kirkju- garðanna yrði tekin úr höndum safn- aðanna og fengin sér í hendur. Kh-kjumálaráðherra sá ekki ástæðu til þess að verða við þeirri ósk sam- kvæmt ákvörðun þar um 30. október 1943. „Þá fyrst gat kirkjugarðsstjórnin aftur um frjálst höfuð strokið,“ segir borgarstjórinn fyi-rverandi, Knud Zimsen, um þennan meiningarmun við bæjarstjórnina. Byggingarstjóm fól síðan húsameistumnum Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Eiríkssyni að gera uppdrætti að Fossvogs- kirkju. Ákveðið var að byggja útfarar- kirkju fyrir Reykjavíkurprófasts- dæmi sem tæki 250-300 manns í sæti, og sambyggt við hana full- komna líkgeymslu með kælibúnaði. Samvinna var höfð við Bálfarafélag íslands um byggingu bálstofu í tengslum við kirkjubygginguna, enda urðu menn sammála um kosti þess að hafa bálstofuna sem næst út- fararkirkju prófastsdæmisins." Sveinn Bjömsson, forseti Islands, lagði hornstein að kii’kjunni 25. aprfl 1946 og var hann úr sléttfáguðu ís- lensku gabbrói í kór kirkjunnar. Eins og fyrr segir var kirkjan vígð 31. júlí til að geta orðið við hinsu ósk formanns Bálfarafélagsins en 12. desember sama ár var hún endan- lega tekin í notkun. Endurbygging 1990 Margvíslegar endurbætur hafa farið fram á kirkjunni frá því hún var byggð og má segja að hún hafi næstum verið endurbyggð árið 1990 í kjölfar samkeppni um endurbætur á henni. Hana unnu arkitektarnir Árni og Sigbjörn Kjartanssynir. Sett EFTIR endurnýjun er kirkjan með allt öðru sniði. var upp ný altaristafla eftir Helga Gíslason, innviðir kirkjuskipsins endurnýjaðir og sætum fjölgað. Tek- ur hún nú um 350 manns. Á síðasta ári hófust síðan endurbætur á hljóm- burði og er þeim nú að ljúka. Kringum 100 þúsund manns koma á ári hverju til athafna í Fossvogi og segir Þórsteinn að þar fyrir utan vitji tugir þúsunda manna leiða ást- vina sinna, ekki síst um jólaleytið. Einn liður í starfi KGRP hefur verið að viðhalda og hlúa að útfararsiðum sem þróast hafa hérlendis um aldir. Kirkjugarðarnir munu leitast við að auka faglega umræðu um sérís- lenska útfararsiði, efla útgáfustarf þar að lútandi og miðla upplýsingum til allra sem að útfórum koma. Þórsteinn segir að á síðasta ári hafi verið teknar 972 grafir í kirkju- görðunum fjórum sem tilheyri KGRP. í Suðurgötugarði voru tekn- ar 32 grafir og voru duftker 19 af þeim fjölda, í Fossvogskirkjugarði var fjöldi grafa 355 og þar af 63 duft- ker og að auki 98 grafir í duftgarðin- um í Fossvogi og í Gufunesi voru teknar 497 grafir, þar af 10 duftker. Forvitnilegt er að heyra um fjölda bálfara og hvert hlutfall þeirra sé: „Þeim hefur farið fjölgandi og eru nú milli 11 og 12% af öllum útfórum. Erlendis er hlutfallið mun hærra og er til dæmis um eða yfir 70% í Sví- þjóð og Danmörku en um 30% í Nor- egi. Ég hef líka á tilfinningunni að áhugi fyrir bálforum sé að aukast úti á landi. Á síðasta ári fóru fram 205 líkbrennslur í bálstofunni hér og fóru 32 duftker af þeim út á land.“ Eina bálstofa landsins er i Reykjavík Þórsteinn segir að eina bálstofa landsins sé í Reykjavík en áhugi fari vaxandi hjá íbúum utan höfuðborg- arsvæðisins að senda kistur í Bál- stofuna í Fossvogi eftir útfór í heimabyggð og fá síðan duftker send til baka til jarðsetningar. Hann segir að KGRP hafi nýlega gefið út rit til þess að fræða almenning um bálfarir og líkbrennslu og til að skapa raun- hæfar forsendur fyrir einstaklinga til að velja hvort útfór þeirra verði bálför eða jarðarfór. „Það má kannski segja að hér ráði að einhverju leyti hagkvæmnissjón- armið. Gröf með duftkeri tekur sjö sinnum minna pláss en hefðbundin gröf og því fer miklu minna land- svæði undir kirkjugarða ef bálfarir verða almennar. Útförin sem slík er hin sama þegar hún fer fram í sókn- arkirkju en fari hún fram í Fossvogi geta aðstandendur valið um það hvort kistan er borin út eftir athöfn- ina eða ekki. Þeir geta einnig valið um það hvort hún er borin fram í anddyri til að fólk geti signt yfir hana eða borin út í líkbifreið. Það eina sem er frábrugðið er að sjálf jarðsetningin fer ekki fram fyrr en nokkrum dögum síðar.“ Verða menn að láta í Ijós ósk um bálfór fyrir andlát eða geta ættingj- ar ákveðið slíkt? „Það er hvort tveggja til. Þegar andlát ber að höndum og þjónusta er veitt hjá okkur er kannað hvort við- komandi hafi gefið út yfirlýsingu um að hann vilji bálför en slíkum yfirlýs- ingum er oftast komið til okkar. Oft hafa menn sem sagt gengið frá þessu áður en það kemur einnig fyrir að ættingjar ákveði slíkt. Um það verð- ur þó að vera fullt samkomulag en það eru yfirleitt prestarnir sem fara í gegnum þessa umræðu með að- standendum.“ Tveir nýir kirkjugarðar í sigtinu Þegar er farið að huga að landi fyrir næstu kirkjugarða en Þór- steinn segir ljóst að Gufunesgarður- inn verði fullsettur kringum árið 2015. Tekið hefur verið frá land í Leirdal í Kópavogi og er búist við að nýr kirkjugarður verði tekinn í notk- un þar árið 2001. Þá er einnig frátek- ið 20 hektara land við Stekkjar- brekkur við Vesturlandsveg sem tæki við af Gufunesgarðinum. Þyrfti það að vera tilbúið kringum árið 2010. Og forstjórinn segir bygginga- framkvæmdir á 10 ára starfsáætlun kirkjugarðanna: „Hugmynd er uppi um að reisa um 150 til 200 manna grafarkirkju í Gufunesgarðinum sem sambyggð yrði framtíðarbálstofu, líkhúsi og þjónustuhúsum. Þetta er allt á frum- stigi, hönnun þessara mannvirkja verður að líkindum boðin út seint á þessu ári eða í upphafi þess næsta.“ Starfsemi kirkjugarða er fjölþætt og er einn þeirra umhirða garðanna. Þórsteinn segir mikla áherslu lagða á að viðhalda görðunum eins og um lystigarða væri að ræða, umhverfið eigi að vekja þægilegar tflfinningar, þangað eigi að vera gott að koma jafnt fyrir þá sem vitja leiða ástvina sinna og þá fjölmörgu sem ganga um þá og njóta útivistar. Rúmlega 100 sumarstarfsmenn sjá um snyrtingu og viðhald á leiðum í kirkjugörðun- um. Hefur þeim fækkað umtalsvert á síðustu árum og nú hefur verið tekið upp bónuskerfi og skipta garðarnir og starfsmenn með sér hagnaði af hagræðingunni. Þá er lögð áhersla á að varðveita gömul menningarverð- mæti í görðunum, svo sem minnis- merki og umbúnað legstaða. Að lokum má nefna að KGRP eiga og reka útfararstofu sem er sjálf- stætt fyrirtæki með aðskildum fjár- hag og sérstakri stjórn. Sér það um útfararþjónustuna í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum ásamt fjór- um einkareknum útfararstofum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.