Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 76
76 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ I kvöld stuðhljomsveitin Sixties 2. ágúst Sixties Opið til kl. 3 3. ágúst Tonleikar með Bubba Morthens Hljómsveit Sigrúnar Evu leikur á dansleik eftir tónleikana. Endaðu verslunar- mannahelgina á Kaff! Reykjavík, láttu ekki henda þig að missa af tónleikum Bubba. 4. ágúst Grétar Örvarsson og Bjarni Ara skemmta 5. ágúst Tónleikar með Bubba Morthens, Bubbi leikur af plötunni Lifið er Ijúft. Grétar örvars og Bjarni Ara skemmta eftir tónleikana. 6. ágúst Villt fimmtu- dagskvöld með Hálft i hvoru. Lifandi tónlist oll kvöld á Kaffi Reykjavik mea bestu tónlistar- mönnum landsins í/AFFÍ , REYMAVIK HEITASTI STAÐURINN í BÆNUM FÓLK í FRÉTTUM Daninn að baki Dona- tellu Versace HÁTÍSKUHÖNNUÐIRNIR koma fram á sviðið í lok sýningar til að láta hylla sig, en að baki þeim eru oft aðrir, sem hafa í raun hannað fötin. Þannig var það um Parísar- sýningu ítalska hönnuðarins Dona- tellu Versace, íyrstu sýninguna eftir að hún settist í hönnuðarstól Ver- sace-fyrirtækisins í kjölfar morðs- ins á bróður hennar. Eitthvað kvis- aðist þó um að það væri sænsk stúlka, sem væri hönnuðurinn, en danska blaðið Berlingske Tidende afhjúpaði sannleikann í heilsíðuvið- tali við hinn rétta hönnuð, 25 ára Dana, Jörgen Simonsen. Sjálfur er Simonsen hinn rólegasti yfir vel- gengni sinni, enda eru Jótar þekktir fyrir að kippa sér ekki upp við hlut- ina, hvorki við mótlæti né meðbyr. Simonsen hefur alltaf haft gam- an af að teikna og systir hans á enn teikningar frá því hann var smá- krakki, sem hann segir laglegar miðað við aldur. Teikning átti hug hans allan, en í menntaskóla var hann svo heppinn að fá góðan frönskukennara, sem kom sér vel. Leiðin lá til Parísar, þar sem hann fór í Esmod-skólann. Það kom aldrei til greina að læra í Dan- mörku, því eins og hann segir sjálf- ur, þá er engin ástæða til að fara í kjörbúðarbakarí til að læra að baka fína tertu. Það var svo dönsk vinkona hans sem hringdi til danska hönnuðar- ins, Eriks Mortensens, og spurði hvort hann vildi Iíta á teikningar Simonsens og sá gamli tók honum vel. Mortensen hannaði um árabil fyrir Balmain og stýrði síðan Jean Louis Scherrer-fyrirtækinu í nokk- ur ár, áður enn hætti. Mortensen, sem lést fyrr í sumar, ráðlagði hin- um unga landa sínum að fylgja hjarta sínu og vera trúr innsæi sínu og það segist Simonsen einmitt gera. Þar við bætist að vinnuálagið er gríðarlegt, en því kvartar hann ekki yfír. Skemmtir sér stundum þegar hann er spurð- ur hvort hann teikni ekki kjóla, því það hljómi eins og ekki sérlega stressandi vinna. Raunveruleikinn sé hins vegar allur annar. Simonsen var um tíma sérlegur aðstoðarmaður Johns Gallianos, en fór síðan til Karls Lagerfelds hjá Chanel og síðast var hann hjá Alexander McQueen í Givenchy, sem hann var hrifinn af. Þá kom tilboðið frá Versace, sem bæði list- rænt og fjárhagslega var of gott til að hafna. Hann er nú hægri hönd Donatellu og hannaði 57 af 59 flík- um, sem sýndai' voru hjá Versace undir heitinu Atelier. Hann tekur því sem sjálfsögðum hlut að verk hans skrifist á nafn Donatellu. Þetta séu forsendurnar og hann kvarti ekki. Nú liggur leiðin til Mílanó í vinnu hjá Versace-fyrirtækinu, þar sem hann vonast eftir að fá að gæða stíl hússins nýju lífi, því eins og hann segir er Gianni Versace dáinn og kemur ekki aftur. Hins vegar þurfa fötin að öðlast nýtt líf og það mætti gjaman koma frá Simonsen. Sigrún Davíðsdóttir Linda og Kyle skilin ÞAÐ er stutt á milli skilnaða í glysborginni Hollywood og á dögunum var til- kynnt að fyrirsætan Linda Evangelista og leikarinn Kyle MacLachlan væru skilin eftir sex ára samband. Kynningar- fulltrúi MacLachlan staðfesti að nokkrir mánuðir væru síðan þau skötuhjú hefðu farið hvort sína leið ei þau trúlofuðu sig fyrii þremur árum. Evang- elista virðist ekki deila minningum leikarans þvi hana rekur ekkert minni til þess að þau hafi nokkurn tímann verið trúlofuð. Fyrirsætan var ekki Iengi að jafna sig eftir skilnaðinn því hún sást á dögunum í innileg- LINDA Evangelista og Kyle Maclachlan eru skilin eftir sex ára samband. um atlotum með franska lands- liðsmanninum Fabien Barthez, en fregnir herma að hann sé ef til vill hinn leyndardómsfulli bamsfaðir Stefaníu Mónakó- prinsessu. Arna Þorsteinsdóttir og Stefán Jökulsson halda uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. DONATELLA Versace fær hér lófatak í lok sýningar en danski hönn- uðurinn Jörgen Simonsen hannar undir hennar nafni. Með kveðju frá kvenrembum Á þessari öld og síðustu áratugi nítjándu aldar hafa einkum þrír ættbálkar á umráðasvæðum hvítra manna orðið fyrir þráfelld- um ofsóknum með þeim árangri að einn þeirra hefur næstum dáið út - indíáninn í Norður-Ameríku og Kanada og stakir flokkai' þeirra í Suður-Ameríku. Hinh' eru svertingjar og gyð- ingar. Réttindabar- átta svertingja hef- ur einkum farið fram í Bandaríkjun- um, þar sem þeir voru taldir 13% af þjóðinni til skamms tíma. Þrælastríðið batt enda á undirok- un þeirra lögformlega séð, en víða er ennþá litið á þá sem annars flokks borgara. Þó bera þeir af um ýmsa hluti svo sem líkamlegt at- gervi, eins og niðurstöður úr íþróttum sýna. Áfall það sem kyn- stofn gyðinga hlaut frá hendi nas- ista á stríðsárunum síðai'i er svartur blettur á þessari öld, enda er minningunni um níðingsverk nasista enn haldið á lofti svo hin- um hvikula almenningi Vestur- landa hefur ekki tekist að gleyma. Gyðingar hafa bæði fyrr og síðar sýnt að þeir eru dugmiklir og vanafastir og standa framarlega hvar sem þeir starfa að fjármálum eða í listum og fjárfrekum skemmtanaiðnaði eins og kvik- myndum. Hið sama má segja um svertingja sem hafa haft forustu á ákveðnum sviðum tónlistar og blanda sér í stöðugt meira mæli í listir hvers konar og kvikmyndh-, enda eiga þeira marga frábæra kvikmyndaleikara og sjónvarps- stjörnur, en slíkt fólk þykir hálf- guðir nú á dögum. Til marks um það hve svertingj- ar sækja fram á sviði lista í Bandaríjunum er kvikmyndin Lilja - barnfóstra um vetur, sem nær eingöngu er leikin af þeldökku fólki. Barnfósti'una leik- ur Natalie Cole, dóttir söngvarans og píanóleikai-ans kunna Nat King Cole. Söguefni myndarinnar er ekki stói'brotið, en myndin kemur vel til skila þeim erfiðleikum og ótta, sem þeldökkir menn bjuggu og búa við í Bandaríkjunum. Að því leyti er hún mei’kileg, enda mótar þessi ótti þeldökkra mjög allt líf þeirra, svo stundum má draga í efa að þeir lifi ftjálsu lífi, einkum í Suðurríkjunum. Um helgina var sýnd bresk framhaldsmynd, sem nefndist Börn Simone de Beauvoir. Stöð 2 hefur fyrir sið að SJÓNVARPÁ sýna ljósbláar myndir svonefndar LAUGARDEGI (samfaramyndir) um lágnættið og er það í samræmi við klámiðnað sem rekinn er í smáauglýsingum eins úr eignapúlíu Stöðvarinnar. Þetta kann að skemmta margvíslega fiðruðum geldfugli bæði utan og innan eignapúlíunnar. En sumir nenna ekki að vaka og þess vegna var gripið til þess ráðs um helgina að færa myndina um dætur frönsku gálunnar fi'am á eftirmið- daginn svo menn sæju hvað þetta ljósbláa væri skemmtilegt. Nema að hugsast gæti að þeir hjá Stöð- inni teldu Dæturnar tilheyra menningunni eða dólgamarxisma. Hér á Islandi hefur margvísleg frönsk della verið talin til menn- ingar. Menn fói'u til Parísar og komu svo gáfaðir til baka að hárin risu á höfði þeirra og hafa ekki lagst niður síðan. Einn af frönsku postulunum var Jean-Paul Sai'tre. Hann átti sér stundum að hjákonu sjálfa Simone de Beauvoir. Nú er kannski ekki alveg auðséð hvað Bretar meina með kvikmyndinni, en hún er byggð á miklum kvennafrösum, sem Simone de Beauvoir bjó til, og kenningum hennar. I myndinni blandaðist saman meii'iháttar kvenremba, marxismi og frjálst ástalíf, þar sem öllu tilfinningalífi er varpað fyrir róða en dólgamandsmi hafð- ur í heiðri, þar sem annars mennt- að og að því er viðist vel gert kvenfólk hegðar sér eins og naut- peningur. Nú þegar Kvennalistinn er í andarslitrunum er huggulegt fyrir konur að fá svona upprifjun frá Bretum kennda við Simone de Beauvoh'. Indriði G. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.