Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 78
7 8 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Afi gaf mér hugmyndina ✓ A rakarastofu Leifs og Kára við Njálsgötu er Dagur Kári Pétursson að taka upp stuttmyndina „Qld Spice“. Hildur Loftsdóttir kíkti inn og komst * að mörgu skemmtilegu. DAGUR Kári er 24 ára nemi við „Den danske Filmskole" í Kaup- mannahöfn. Þessa stuttmynd vinnur hann fyrir utan skólann, en framleið- andi hennar er danskur, Kim Magn- usson hjá M&M Productions. ís- lenska kvikmyndasamsteypan legg- ur fram tæki og auk þess hlaut „Old Spice“ 2 milljóna framleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði Islands við síðustu úthlutun. Afturgenginn fastakúnni „Myndin fjallar um það þegar gamall rakari fer að takast á við __framliðinn fastakúnna sem gengur 'í*aftur,“ útskýrir Dagur Kári. „Ég hugsa að kveikjan að hugmyndinni hafi eitthvað með afa minn að gera. Hann fór alltaf til sama rakara alla sína tíð og þeir voru miklir vinir. Þegar afi minn veiktist og þurfti að liggja á spíatala kom rakarinn þang- að og klippti hann. Þegar afi svo lést var eins og að rakarinn ætti erfítt með að sætta sig við, að svona fastur punktur úr hans tilveru væri horf- inn, þannig að hann hringdi reglu- lega í fólk úr fjölskyldu afa míns til að viðhalda sambandinu. Þessa hug- mynd tók ég svo bara einu skrefi lengra og reyndi að ímynda mér hvað gerðist ef fastakúnni á rakara- stofu héldi áfram að mæta eftir að hann væri dáinn.“ Við trúum á „Old Spice“ Hvers vegna í ósköpunum skyldi danskur framleiðandi hafa áhuga á að framleiða stuttmynd á íslensku? Kim Magnusson svarar þvi. „Við hjá M&M lásum handritið ORICINAl BY yÓrW/í'V ÉSérstakir blekpennar fyrir húðskreytingu. — Fást í fjórum litum. Útsölustaðir: Apótekin og snyrtivöruverslanir um land allt TANA Cosmetics. Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., símar 565 6317 og 897 3317. Nýjung! Þýsk gæðavara Ekta augnahára- og augna- brúnalitur sem samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir snyrtivöruverslanir og apótek: Nana Lóuhólum, Libia Mjódd, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Andorra Hafnarfirði, Snyrtivöruversl. Gullbrá, Spes Háaleitisbraut, Sandra Smáratorgi, Ingólfs Apótek, Apótekið Skeifan, Holtsapótek, Snyrtiw. Hygea, Vesturbæjar Apótek, Borgar Apótek, Lyfjakaup Mosfellsbæ, Hringbrautar Apótek, Austurbæjar Apótek, Árbæjar Apótek, Snyrtivöruverslunin Sigurboginn, Breiöholtsapótek, Snyrtivöruversl. Hagkaups, Snyrtist. Hrund Kóp., Apótek Garðabæjar, Fjarðarkaups Apótek, Apótek Vestmannaeyja, Húsavíkur Apótek, Stjörnu Apótek Akureyri, Dalvíkur Apótek, Akranes Apótek, Borgarness Apótek, Isafjarðar Apótek, Kaupfélag Hvammstanga, Hafnarapótek Höfn, Selfoss Apótek, Stykkishólmsapótek, Patreks Apótek, Apótek Keflavíkur. TANA Cosmetics Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 Með því að nota TREND naglanæringuna færðu þínar eigin neglur sterkar og heilbrigðar svo þær hvorki klofna né brotna. ^ TREND handáburðurinn WL. með Duo-liposomes. j ; Ný tækni í framleiðslu / VIMI húðsnyrtivara, fallegri, V Hteygjanlegri, þéttari húð. Sérstaklega græðandi. EINSTÖK GÆÐAVARA Fást í apótekum og snyrti- vöruverslunum um land allt. Ath. naglalökk frá Trend fást í tveimur stærðum FOLK I FRETTUM ss»rr °e RMk Á TÖKUSTAÐ við Njálsgötu. Þarna sést glitta í Árna Ólaf Ásgeirsson, aðstoðarleikstjóra, Sigurð Hrelli Sigurðsson, hljóðmann, og Gunn- ar Helga Heiðar „besta strák“. Morgunblaðið/Jim Smart KIM Magnusson og Dagur Kári Pétursson vel rakaðir og snyrtilegir til hársins að vanda. Bak við þá stendur Júlía Embla Katrínardóttir, 2. aðstoðartökumaður. hans Dags Kára að „Old Spice“ og sá- um seinustu myndina sem hann gerði í skólanum og leist vel á hvoru tveggja. Við hugsuðum sem svo að það gæti verið gaman að fjárfesta í þessari mynd og vonum að einn góðan veðurdag fáum við eitthvað tilbaka, því við trúum á þetta verkefni. Stutt- myndir eru mjög ei-fiðar viðfangs því það er svo erfitt að selja þær. Eini möguleikinn er sjónvarpssala og hann er ekki einu sinni sterkm-.“ M&M Productions framleiða bara leiknar myndir og mestmegnis bíó- myndir, danskar og fjölþjóða sam- framleiðslukvikmyndir. Sú seinasta nefnist „Albert" og er byggð á bók eftir hinn vinsæla bai-nabókarithöf- und Ole-Lund Kirkegaard og við eig- um eflaust eftir að fá að sjá hana hér í norðrinu. „Það er mjög ánægjulegt að vinna með Islendingum, þeir eru mjög skemmtilegt fólk. Þetta er fyrsta myndin sem við gerum með Islend- ingum og ég vona að þetta verði ekki sú síðasta." Tveir karlhlunkar Aðalhlutverkin eru í höndum ekki minni manna en Rúriks Haraldsson- ar sem leikur rakarann og Karls Guðmundssonar sem er viðskipta- vinur staddur hjá honum. Einnig leikur Eggert Þorleifsson minna hlutverk. Gömlu kempurnar voru að hvíla sig þegar blaðamaður ónáðaði þá, til að spyrja hvernig væri að leika í „Old Spice“. Rúrik: Það er alveg ágætt því þetta er svo stutt og laggott. Við erum ekki allt sumarið í upptökum. Karl: Þeir eru líka svo skemmtilegir því þeir kunna svo mikið þessir strákar. Bæði danski tökumaðurinn Makker og hann Dagur Kári, hann er svo næmur og vandvirkur. Það er svo gaman að vinna svona nákvæm atriði. Rúrik: Hlutverkin eru líka ágæt. Þetta eru svona tveir karlhlunkar og enginn kvenmaður. Þetta er algjör lúxus, enginn kvenmaður! Karl: Við erum engar ógurlegar vits- munaverur í þessari mynd. Rúrik: Nei! Ha, ha. KarltHa, ha, ha. Gatnalt ömmuorgel Hvemig er að leikstýra svona stór- um hetjum úr íslensku leiklistarlífi? „Það er fyrst og fremst gaman og mikil upplifun,“ segir Dagur Kári. „Mér finnst frábært hvað þeir eru opnir og eru lítið að reyna að hafa vit fyrir ungum og óreyndum manni eins og mér. Eg hefði alveg geta ímyndað mér að þeir myndu ekki hlusta mikið á mig því þeir eru svo gamalreyndir í faginu. En þeir eru ótrúlega samvinnuþýðir og skemmti- legir með frábært viðhorf." Dagur Kári er ekki við eina fjölina felldur þegar að listum kemur, því hann er líka tónlistarmaður og helm- ingur dúettsins Slowblow á móti Orra Jónssyni, en þeir semja öll sín lög og texta. Dagur Kári ætlar því sjálfur að semja stuttmyndartónlist- ina og jafnvel að fá Orra með sér í það. ,,Þetta verður mjög einfóld tón- list. Ég held að ég gutli bara eitthvað á gamalt ömmuorgel. Ég veðja núna á að það passi vel við stemmninguna á rakarastofunni. Samt gæti komið eitthvað allt annað í ljós eftir að myndin verður klippt.“ Já, það er bara að bíða og sjá. Ódýrt flug í sumar London kr. 19.900 Köln kr. 19.500 Dusseldorf kr. 24.000* Munchen kr. 24.000* Innifalið: Flug báðar leiðir og flugvallaskattur * 25% afsláttur fyrír 12-21 árs. V ferðaskrifstofa stúdenta Sími: 561 5656 WWW.fa.is/5tndtravel ...oq ferdin er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.