Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 01.08.1998, Blaðsíða 84
Windows 98 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Endurskoðað frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði Sjúklingar geta óskað þess að standa utan grunnsins ENDURSKOÐAÐ frumvarp um gagnagrunna á heilbrigðissviði var sent út til umsagnar í gær. Töluverð- ar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu frá því það var lagt fram síðastliðið vor. Pannig er nú skýrt kveðið á um að hver og einn sjúklingur geti óskað þess að upplýs- ingar um hann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. Frumvarpið gerir áfram ráð fyrir að einn aðili annist gerð og rekstur miðlægs gagnagrunns á heilbrigðis- sviði sem hefði að geyma heilsufars- upplýsingar og aðrar upplýsingar þeim tengdar. Mælt er fyrir um að- gang annarra vísindamanna að grunninum á kostnaðarverði að því tilskildu þó að rannsókn skerði ekki viðskiptahagsmuni rekstrarleyfis- hafa. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra var spurð hvort hugsan- leg tilkoma nýs erfðarannsóknafyr- irtækis breytti einhverju um fram- gang málsins. „Nú þekki ég ekkert til þessa nýja fyrirtækis en það er auðvitað ánægjulegt ef heilbrigðis- kerfið er að fá aukið fjármagn til læknisfræðilegrar vísindastarfsemi. Eins og forsvarsmennirnir kynna stai-fsemina í fjölmiðlum þá skarast það ekki við íslenska erfðagrein- ingu. Frumvarpið sem slíkt gerir ráð fyrir að einn aðili fari með rekstrarleyfi en það geta auðvitað fleiri en einn sótt um þetta rekstr- arleyfi," sagði ráðherrann. Ingibjörg segir að frumvarp til laga um lífsýni verði væntanlega sent út til umsagnar í lok ágústmán- aðar. ■ Aðgangur takmarkast /10 Besta veðr- ið norðan- lands og austan VEÐURSPÁ dagsins í dag er góð fyrir landið allt en búast má við rigningu og stinnings- kalda á Suður- og Vesturlandi á morgun og á mánudag. Spáð er þurrviðri á Norður- og Austurlandi alla verslunar- mannahelgina. Hlýjast verður norðan- og norðaustanlands. í dag er búist við 13-19 stiga hita um landið allt, 11-20 stig- um á morgun og 10-18 stigum á mánudag. Morgunblaðið/Ásdís A faralds- fæti Ekki háar upphæðir á mæli- kvarða sænska SE-bankans Bankinn gæti ekki eignast meirihluta í Landsbankanum að óbreyttum lögum Hagnýting hveraörvera Sótt um einkarétt til rann- sókna UMSÓKN um einkaleyfi til að kanna möguleika á hagnýtingu efnahvata úr ísienskum hvera- örverum liggur nú fyrir hjá iðn- aðarráðuneytinu. Það er fyrir- tækið Islenskar hveraörverur ehf. sem stendur að umsókninni en stofnendur þess eru Jakob Kristjánsson, prófessor við Há- skóla Islands, Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagrein- ingar, og Hannes Smárason, þróunarstjóri IE. Að sögn Jakobs heful• svar ekki borist en tvær vikur eru síðan umsóknin var lögð inn. Hann segir mikilvægt fyrir framtíð þessa nýja fyrirtækis að i einkaleyfið fáist, þar sem ekki sé hægt að leggja í kostnaðarsam- ar rannsóknir eða fjárfestingar án einhvers konar verndartíma. „Nú er þetta aðgengilegt öllum, þar með talið erlendum aðilum sem nú þegar hafa sótt hingað mikið, en á Islandi er aðeins grundvöllur fyrir einn til að stunda slíkar rannsóknir," sagði Jakob en vill taka fram að leyfið hefði ekki áhrif á vísindarann- sóknir á hveraörverum. Einkaréttarumsóknin bygg- ist á lögum um nýtingu auð- linda í jörðu og miðað er við að hún nái til fimm ára. IMiwgmititahifr MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 5. ágúst. Fréttaþjón- usta verður alla helgina á Fréttavef Morgunblaðsins. Slóðin er http://wvvw.mbl.is SAMFELLD umferð var út úr borginni í gærkvöldi. Á mynd- inni að ofan má sjá umferðina á leið út úr borginni en akreinin inn í borgina var auð. Mikill straumur fólks var á útihátíðir um allt land, en flestir virtust á leið til Vest- mannaeyja. Heimamenn voru í gær að koma sér fyrir í tjald- borginni hvítu og Guðjón Grétarsson og Stefán Jónas- son létu sig ekki muna um að taka með sér ísskáp til að nota í Herjólfdal. SE-BANKINN í Svíþjóð staðfesti í gær að viðræður hefðu átt sér stað um kaup á hlut í Landsbanka Islands og sagði Sten Törnstein, aðstoðaryfirmaður upplýsinga- deildar bankans, að yrði af þess- um viðskiptum yrði ekki um háar upphæðir að ræða á mælikvarða bankans. Lög um fjárfestingu er- lendra aðila í atvinnurekstri hér á landi banna beina eignaraðild er- lendra fyrirtækja að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og setja óbeinni eignaraðild ákveðnar skorður. Þessi lagaákvæði standa í vegi fyrir því að erlendur banki á borð við SE-bankann í Svíþjóð geti keypt hreinan meirihluta í Landsbankanum, að óbreytum lögum, þar sem bankinn á helm- ingshlut í Vátryggingafélagi Is- lands hf., sem aftur á hlutafé í ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækj- um. Sten Törnstein vildi ekki svara spurningum um það hve mikinn hluta af Landsbankanum SE-bank- inn, sem áður nefndist Skandinav- iska Enskilda Banken, vildi eign- ast, en í Morgunblaðinu í gær sagði að það væri skilyrði af hálfu sænska bankans að eignast meiri- hluta hlutafjár í Landsbankanum eða nægilega stóran minnihluta til að ráða bankanum miðað við dreifða eignaraðild. Hann sagði að enn væri ekki farið að ræða upphæðir í viðræð- um við íslenska aðila, en frá sjón- arhóli SE-bankans væri ekki um háar upphæðir að ræða. Hann vildi hins vegar ekki segja hvað teldist há upphæð á mælikvarða bankans. Törnstein kvaðst ekki vilja ræða sérstaklega eignarhlut Landsbank- ans í Vátryggingafélagi Islands, en benti á að fyrir sex mánuðum hefði SE-bankinn gengið frá kaupum á næststærsta tryggingafélagi Sví- þjóðar, Trygg-Hansa. „Þannig að hugmyndin um sam- hliða banka- og tryggingastarfsemi vekur áhuga okkar,“ sagði hann. „Umfram það vil ég ekkert segja frekar.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Samkvæmt heimildum innan viðskiptaráðuneytisins verða álita- efni um skorður við óbeinni eign- araðild erlendra aðila í sjávarút- vegi skoðuð vandlega í tengslum við hugmyndir sem uppi eru um sölu hlutafjár í ríkisbönkunum til erlendra aðila. Nefnd á vegum viðskiptaráðu- neytisins vinnur nú að endurskoðun laganna um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri hér á landi. Búist er við að nefndin muni leggja til að núgildandi reglur um fjárfest- ingu erlendra aðila verði rýmkaðar, enda er nefndinni sett það markmið í erindisbréfi að örva erlenda fjár- festingu hér á landi, samkvæmt upplýsingum sem fengust í við- skiptaráðuneytinu. ■ Viðræður á frumstigi/42-43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.