Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 33 LISTIR ERLEM)AR BÆKUR Spennusaga Janet Evanocivh: „Three to Get Deadly“. St. Martins Paperbacks. 321 síða. ELMORE Leonard og Carl Hiaasen hafa engan einkarétt á gamansömum spennusögum með skrautlegum persónum og spaugilegum samræðum. Nýjasta saka- málasaga Janet Evanovich jafnast á við það besta sem þeir hafa samið. Hún hefur skrif- að fjórar bækur og þær fjalla allar um mannaveiðarann Stephanie Plum sem alin er upp í Trenton í New Jersey og þekkir þar alla mæta vel, hyskið jafnt sem góð- borgarana (ef sh'kir finnast þar). Nýjasta sagan heitir „Four to Score“ og kom fyrir skemmstu út í Bandaríkjunum en sú sem ég las um daginn var gefin út í vasabroti í júlí síðastliðnum og heitir „Three to Get Deadly“. Það var unaðslegur skemmtilest- ur. Evanovich gefur þeim Leonard og Hi- aasen ekkert eftir þegar kemur að því að plotta með furðulegar kringumstæður og ennþá furðulegii persónur glæpaveraldar- innar. Oðlingurinn Mo Svo virðist sem Janet Evanovich nefni bækurnar sínar eftir texta í þekktu rokklagi sem hún gerir smávægilegar breytingar á. Sú fyrsta hét „One For the Money“ og sú næsta „Two for the Dough“. „Three to Get Deadly“ segir af því þegar einhver elskulegasti sjoppueigandi veraldarsög- unnar hverfur daginn sem hann á að mæta fyrir dómi sakaður um að bera á sér ólög- legt vopn, þ.e. skammbyssu. Hann fékk lausn gegn trygg- ingu, sem hann útvegaði sér hjá þar til gerðu tryggingafé- lagi í hverfinu, og stakk af. Mannaveiðarinn Stephanie Pl- um (svo sem alkunna er úr bandarískum hasarmyndum sjá amerískir mannaveiðarar um að þeir sem fengið hafa lausn gegn tryggingu mæti ör- ugglega fyrir rétti svo trygg- ingaféð endurheimtist) er sett í máhð nokkuð gegn vilja sínum því sjoppu- eigandinn, kallaður Mo, er hinn mesti öðlingur og þeh- eru fáir sem vilja hjálpa henni að góma hann. Af og til sést til kallsins í Trenton en hann rennur alltaf úr greipum Stephanie og eftir því sem líð- ur á rannsóknina kemst hún að hinum furðulegustu hlutum varðandi Mo, er vai'pað gætu skugga á gljáandi ímynd hans sem valmennis Trentons núm- er eitt. Sumt er hreint og beint hryllilegt eins og þessir fjórir dópsalar í hverfinu sem finnast grafnir undir gólfinu í sjoppu hans. Hversdagshetja íbófahasar Janet Evanovich er einkar lagið að gera hið daglega líf að- alsöguhetju sinnar gi-átbroslegt og jafnvel hlægilegt. Trenton er samkvæmt lýsingum hennar borgarhluti sem má sá muna sinn fífil fegri og það sama má eiginlega segja um Stephanie Plum. Hún er nánast algjör viðvaningur sem mannaveiðari, ekur um á Nissan-jeppa sem er sífellt að bila (annað en Buickinn hennar gamli), hefur ekki hug- mynd um hvernig hún á að fara að því ef þeir sem hún ætlar að færa á lögreglustöð- ina ei-u með uppsteyt, ég tala ekki um ef þeir skjóta á hana úr haglabyssum, er fíkill í skyndimat og þyngdin sýnir það, á hæfi- lega bilaða fjölskyldu sem hún borðar stundum hjá og skilur ekki af hverju Mor- elli, gamall skólabróðir sem vinnur hjá morðdeildinni, reynir ekki við hana af meiri einurð. Stephanie er sumsé eins og fólk er flest, hversdagshetja að fást við allt það amstur sem hversdagslífið plagar mann með, en að auki eltist hún við óþokka því í sannleika sagt er hún meira hörkutól en hún lætur uppi. Hún er þó ekki eins og kollegi hennar, kallaður Ranger, goðsagnaleg vera í henn- ar augum sem er eins konar sambland af Rambó og Batman. En hún er klárari en vinkona hennar, Lúlú, uppgjafamella sem langar að læra mannaveiðarafagið. Allar spretta þessar persónur og miklu fleiri ljóslifandi fram á síðum „Three to Get Deadly“ og gera söguna að hinni bestu skemmtilesningu auk þess sem spumingin um mannorð Mos verður æ áleitnari og meira spennandi eftir því sem á söguna líð- ur. Arnaldur Indriðason Sj oppueigandinn elskulegi og mannaveiðari hans Janet Evanocivh Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Á fimmtudagstónleikunum í Hall- grímskirkju leikur Friðrik Vign- ir Stefánsson, organisti í Grund- arfirði á orgelið í hádeginu og heQast tónleikarnir kl. 12. Á efnisskrá hans er fyrst hin þekkta Prelúdía í D-dúr eftir Buxtehude. Þá leikur hann 6 sálmaforleiki úr Litlu orgelbók- inni, m.a. „Jesú, heill míns hjarta“, „í dauðans böndum Drottinn á“, „Kom, Guð, skapari, helgur andi“ og „Hver sem ljúfan Guð lætur ráða“. Að lokum leik- ur hann „Tokkötu" í G-dúr eftir Dubois og „Sortie“ í Es-dúr eftir Lefébure-Wély. Friðrik lauk burtfararprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar vorið 1988 og hefur síðan verið org- anisti og kórstjóri Setbergs- prestakalls í Grundarfirði og skólastjóri tónlistarskólans þar. Laugardaginn 8. ágúst kl. 12 leikur Englendingurinn David M. Patrick sem er organisti við Fauske kirkju í Norður-Noregi. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FRIÐRIK Vignir Stefánsson hélt nýlega tónleika í Stykkis- hólmskirkju. Á efnisskrá hans verða sýnishorn af þeim verkum sem hann mun síðan leika á aðaltónleikum helg- arinnar í Hallgrímskirkju sunnu- daginn 9. ágúst kl. 20.30. ANITA Hedin, textfllistamaður frá Sviþjóð, sýnir ásaumaðar myndir í galleríi Handverks & hönnunar. s Asaumaðar myndir í galleríi Handverks & hönnunar ANITA Hedin, textíllistamaður frá Kalmar í Svíþjóð opnar sýn- ingu á ásaumuðum (applikeruð- um) myndum í galleru Handverks & hönnunar að Amtmannsstíg 1, föstudaginn 7. ágúst kl. 16. Anita notar efni og þráð í myndverk sín og sækir hugmynd- ir sínar mikið í náttúruna. „Hún litar sjálf efnin og nær vel að nálgast allan litaskalann. Segja má að hún máli með nálinni því myndirnar líkjast málverkum úr fjarlægð," segir í kynningu. Anita hefur hlotið menningar- verðlaunin í Kalmar og haldið margar sýningar í Svíþjóð. Verk hennar eru í eigu margra opin- berra aðila í Svíþjóð. Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 11-17 og laug- ardaga frá kl. 12-16. Aðgangur er ókeypis. Sumar útsölunni á garðhúsgögnum og grillum lýkur um helgina! Smáratorgi 1 200 Kópavogi 510 7000 Skeifunni 13 108 Reykjavík 568 7499 Norðurtanga 3 600 Akureyri 462 6662 Reykjavíkurvegi 72 Holtagörðum 220 Hafnarfjörður v/Holtaveg 565 5560 104 Reykjavík 588 7499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.