Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 39 ar með hverju árinu Ríkisreikningur fyrir árið 1997 sýnir betri stöðu ríkissjóðs ;að þess pinu Morgunblaðið/Ásdís Lincke og Bernd Bronsert. bjóða upp á mikið frelsi. Þau ráði ferðum sínum sjálf, geti staldrað við og skoðað það sem þau vilja í stað þess að vera drifín upp í rútur og stjórnað af leiðsögumönnum. Þau eru búin að sigla frá Seyðisfírði með viðkomu í mörgum höfnum, þau stoppuðu m.a. fimm daga á Akur- eyri. Þau eru hrifin af landinu, eink- um þóttu þeim Vestfirðir tilkomu- miklir, en hrifning þeirra beinist ekki síður að landanum. Þau segja Islendinga sérstaklega hjálpsama og vingjamlega. Þau benda líka á að þessi ferðamáti veiti gott tækifæri til að kynnast fólki þar sem þau koma. Þau hafa átt bátinn í fjögur ár, en þau byggðu hann sjálf, Didier Breguin segir þau hafa átt bát fyrir 20 árum og mikið siglt þá. Löngunin hafí svo nýlega komið yfír þau aftur. Þau segjast upphaflega hafa ætlað sér til Grænlands til að sjá jökulinn, en það verði að bíða því of mikill ís sé á leiðinni núna. Þremenningarnir ætla að hvíla sig í Reykjavíkurhöfn í viku en snúa að því loknu heim á leið til Frakklands. Tuttugu og fjögur lönd á tveimur árum Á stærstu skútunni í Reykjavíku- höfn, Mephisto, var reyndur sjófari, Klaus Hölscher. Áhöfnin var í landi að kaupa ýmsan varning áður en lagt yrði af stað til Halifax. Hölscher býr í Suður-Afríku en hefur atvinnu af því að flytja skútur milli eigenda. Skútan Mephisto, sem hann er nú að koma frá þýskum eiganda til nýs eiganda í Halifax, var upphaflega byggð fyrir efnaða breska fjölskyldu og hugsuð fyrir styttri ferðir, að sögn Hölscher. Hann segist ánægð- ur með að geta haft atvinnu af skútusiglingum því hann njóti þeirra. Hann segist hafa komið til 24 landa á síðustu tveimur árum. „Mér finnst gaman að hitta fólk frá ólíkum löndum og af ólíku þjóðerni og skútusiglingar eru einstakt tækifæri til þess,“ segir Hölscher. Hann segist eiga erfitt með að lýsa því hvað heilli hann við sjóinn og skútusiglingar, þetta sé orðið svo hversdagslegt fyrir sér. Hann sigli stundum með óvant fólk og þá upp- lifi hann spennu í gegnum það og svo sé fróðlegt að fylgjast með því þegar það þreytist á sjónum, þá spyrji það á hálftíma fresti hvort það fari ekki að komast í land, lífið á sjónum sé ekki fyrir alla. Afkoman batnaði um 9,4 milljarða milli ára Á síðasta ári lækkuðu skuldir ríkissjóðs um 6,5 milljarða og var hrein lánsfjárþörf ríkis- sjóðs neikvæð um 0,5% sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Slíkt hefur ekki gerst í áratugi. Um 700 milljóna króna afgangur varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,7 milljarða halla árið áður. Egill Ólafsson skoðaði ríkisreikning fyrir árið 1997. ÍKISREIKNINGUR fyidr árið 1997 er síðasti ársreikn- ingur ríkissjóðs sem gerður er upp á grundvelli eldri laga um ríkisreikning, en um síðustu áramót tóku gildi ný lög um fjárreið- ur ríkisins. Breytingar hafa verið gerðar á ríkisreikningi á síðustu ár- um og miða þær að því að færa hann nær því sem gerist um reikningsskil hjá fyrirtækjum á almennum mark- aði. Þegar fjármálaráðuneytið gaf út tölur um afkomu ríkissjóðs í febrúar á þessu ári var sagt að afgangur á ríkissjóði á síðasta ári samkvæmt greiðsluuppgjöri hefði numið 1,2 milljörðum ki’óna. Ríkisreikningur er hins vegar gerður upp á rekstrar- grunni, en hann sýnir álagðar tekjur þegar þær verða kræfar og skuld- bindingar um útgjöld þegar til þeii-ra er stofnað. Niðurstaða ríkisreiknings 1997 er að afgangur á ríkissjóði nam 0,7 milljörðum. Árið áður nam halli á ríkissjóði 8,7 milljörðum. Afkomubat- inn milli ára er því 9,4 milljarðar. Útgjöld ríkissjóðs lækka milli ára Tekjur ríkissjóðs 1997 námu 135,3 milljörðum og hækkuðu um 7 millj- arða milli ára eða um 5,5%. 22% tekn- anna komu frá beinum sköttum, en 70,8% frá óbeinum sköttum. Virðis- aukaskattur skilaði tæplega 50 millj- örðum, vörugjöld og önnur innflutn- ingsgjöld 19,7 milljörðum, tekjuskatt- ur einstaklinga 17,7 milljörðum, tryggingargjöld 14,8 milljörðum, tekjuskattur fyrirtækja 5,3 milljörð- um og eignaskattar skiluðu 4,3 millj- örðum. Nýr liður í ríkisbókhaldi, fjár- magnstekjuskattur, skilaði 2 milljörð- um og tekjur af eignasölu urðu 631 milljón samanborið við 253 milljónir árið 1996. Fyrirtæki í eigu ríkissjóðs greiddu 3,2 milljarða í arð á síðasta ári, en 2,5 milljarða árið áður. Mestu munar um auknar arðgreiðslur Is- lenskra aðalverktaka. Útgjöld ríkissjóðs námu 134,6 milljörðum og lækkuðu um 2,4 millj- arða milli ára eða um 1,7%. Eitt af því sem skýrir lækkun á útgjöldunum milli ára er færsla á rekstri grunn- skólans til sveitarfélaganna, en við það Iækkuðu útgjöld ríkissjóðs um 5,1 milljarð. Fjárveitingar til sjúkrahúsa og sjúkrastofnana hækkuðu milli ára um 2,2 milljarða. Fjái-veitingar til vegamála lækkuðu hins vegar um 1,1 milljarð, sem skýi’ist m.a. af því að 1996 voru kaup á Vestmannaeyjaferj- unni Herjólfi gjaldfærð um 1,4 millj- arða, en í fyrra var ferjan Baldur gjaldfærð fyrir 0,3 milljarða. Erlendar skuldir lækka Ríkisreikningur sýnir að greinileg batamerki hafa orðið á rekstri ríkis- sjóðs. Það sem sýnir það kannski bet- ur en margt annað er að hrein láns- fjárþörf ríkissjóðs lækkaði milli ára um 14,8 milljarða. Sem hlutfall af landsframleiðslu nam lánsfjárþörfin 2,5% árið 1996, en árið 1997 var af- gangur sem nam 0,5%. Ríkissjóður greiddi því niður skuldir sínar í fyrra um rúma 2,6 milljarða. Á innlendum fjármagnsmarkaði voru lántökur um- fram afborganir að fjárhæð 3,9 millj- arðar, en hins vegar voru erlendar skuldir greiddar niður um 6,5 millj- arða króna. í árslok 1997 skuldaði ríkissjóður samtals 241,6 milljarða, en að frá- dregnum lánveitingum námu skuld- irnar 172 milljörðum. Erlend lán námu 126,6 milljörðum, en innlend lán námu 114,9 milljörðum. Vægi er- lendra skulda minnkaði milli ára úr 55,3% í 52,4% af landsframleiðslu. Ríkið á tæplega 4.000 tölvur Meðal nýjunga í ríkisreikningi er að gerð er grein fyrir eignum ríkis- ins. Samkvæmt lögum um í-íkisbók- hald ber ríkisstofnunum að halda skrá yfir eignir sínar. Þessari laga- skyldu hefur ekki verið sinnt sem skyldi, en Ríkisendurskoðun og Rík- isbókhald hafa rekið á eftir stofnun- um að gera slíka skrá. Um miðjan júní sl. höfðu 242 ráðuneyti og ríkis- stofnanir lokið gerð eignaskrár. Sam- kvæmt þessari skrá á ríkið svo dæmi sé tekið 3.633 tölvur, 337 ljósritunar- vélar, 178 fólksbíla, 66 jeppabifreiðar, 104 sendibifreiðar, 42 vörubifreiðar, 35 gröfur, 38 veghefla og 831 aðra vinnuvél. Ríkið á einnig 7 skip, 3 flug- vélar og 27 listaverk. Bókfært verð eigna þessara 242 ríkisstofnana er 5,5 milljarðar. Inni í þessari tölu eru ekki húseignir, jarðir, vegir, brýr eða stór- ar eignir ríkisins. Eins og áður segir gefur þessi skrá ekki heildarmynd af eignum ríkisins. I árslok námu lífeyrisskuldbinding- ar ríkissjóðs 94,9 milljörðum og höfðu hækkað um 4 milljarða á árinu. Skuldbinding ríkisins vegna Lífeyris- sjóðs starfsmanna ríkisins nam 77,4 milljörðum, 7,9 milljörðum vegna Líf- eyrissjóðs hjúkrunarfræðinga, 2,5 milljörðum vegna Lífeyrissjóðs al- þingismanna og 330 milljónum vegna Lífeyrissjóðs ráðherra. Ferða- og risnukostnaður lækkar inilli ára Stofnanir í A-hluta ríkissjóðs gi’eiddu 36,2 milljarða í laun á síðasta ári og þar af nam yfirvinna 8,6 millj- örðum. Risnukostnaður ríkisins nam samtals 209 milljónum í fyrra og lækk- aði milli ára um 18,1 milljón. Kostnað- ur ríldssjóðs við aðkeyptan akstur nam 1.061 milljón og lækkaði milli ára um 53 milljónir. Ferðakostnaður ríkis- sjóðs nam 1.658 milljónum í fyrra og lækkaði um 73 milljónir milli ára. Háiifc í milljörðum króna Reikningur 1997 Reikningur 1996 Breyting ---------- Greiðslu- Breyting uppgjör % 1997 Tekjur af almennri starfsemi 135,3 128,3 7,0 5,5 132,0 Gjöld samtals 134,6 137,0 -2,4 -1,7 130,8 Tekjujöfnuður af almennri starfsemi 0,7 -8,7 9,4 1,2 Tekjufærsla vegna breytinga á rekstrarformi fyrirtækja 9,5 - 9,5 Tekjujöfnuður 10,2 -8,7 18,9 1,2 Hrein lánsfjárþörf -2,8 12,0 -14,8 0,6 Tekin lán, nettó -2,6 11.1 -13,7 0,4 Innlend lán, nettó 3,9 4,4 -0,6 6,9 Erlend lán, nettó -6,5 6,6 -13,2 -6,5 Breyting á handbæru fé 0,2 -0,9 1,1 -0,2 Fjármálaráðherra segir sölu ríkiseigna ekki eiga að fjármagna neyslu Grynnka þarf á skuldum og létta á vaxtagreiðslum GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að fyrirhugaðri sölu á ríkiseign- um sé ekki ætlað að fjármagna neyslu þjóðfélagsins heldur grynnka á skuld- um og létta á óheyrilegri byrði, sem stafi af vaxtagreiðslum. Mikil umræða hefur vaknað um sölu í-íkiseigna undanfarið og sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra í samtali, sem birtist í Morgun- blaðinu á fímmtudag, að aflaði ríkið sér ekki tekna með eignasölu á næsta ári yi’ði að grípa til harkalegs niður- skurðar í tengslum við fjárlög næsta árs. Myndi það óumflýjanlega bitna harkalega á velferðarkerfinu. Sagði hann að eignasala þyrfti að nema 11 milljörðum króna á næsta ári. Þetta sjónarmið hefur verið gagn- rýnt, m.a. af talsmönnum stjórnar- andstöðunnar, og sagt undarlegt ef eigi að fjármagna neyslu með þessum hætti. Þá kann mörgum að virðast yf- irlýsingar af þessu tagi stangast á við umræðu um góðæri og hallalaus fjár- lög eða jafnvel afgang á fjárlögum á komandi árum. Geir sagði að það væri skiljanlegt að spurningar af þessu tagi vöknuðu, en hins vegar væri ástæðan sú að grynnka þyrfti á skuldum í því skyni að koma sér út úr óhugnanlega mikl- um vaxtagi’eiðslum. Ef ekki nú, hvenær þá? „Það er stór þáttur í þessu og segja má á móti: ef ekki nú, hvenær þá?“ sagði hann. „Það er ljóst að miðað við núverandi forsendur vantar tekjur í ríkissjóð." Hann sagði að sala af þessu tagi kæmi út með svipuðum hætti og sölu- hagnaður hjá fyrirtæki. Ekki mætti gleyma því að samkvæmt nýjum lög- um um fjárreiður ríkisins væri nú miðað við rekstrargrunn í uppgjöri ríkissjóðs, en ekki gi’eiðslugi’unn. Líkja mætti fjárlögum samkvæmt gamla kerfinu við ávísanahefti þar sem peningar færu inn og út. Nú væri hins vegar miðað við heildarrekstur- inn þannig að allar skuldbindingar væru færðar jafnóðum, sem væri þyngra í vöfum. „Við þurfum að standa undir öllum gjöldum ríkisins eins og þau eru á rekstrargrunni," sagði hann. „Það er því miklu erfiðara að ná jöfnuði á þessum forsendum heldur en var í gamla kei-finu. En þetta er samt mun eðlilegri grunnur og raunhæfari vegna þess að nú er lagt til hliðar fyr- ir skuldbindingum." Geir tók sem dæmi að í ár væru lagðir til hliðar margir milljarðar króna vegna lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í kjölfar launahækkana og kerfisbreytinga, sem fólgnar væru í flutningi á yfirvinnu inn í föst laun, á þessu ári. Það þyrfti að standa undir þessum upphæðum þar sem þær væru gjaldfelldar. í gamla kei-finu hefði hins vegar aðeins verið leitast við að standa undir því, sem borga þyrfti á hverjum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.