Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 52
- 52 FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ „Þar eð bók sú, er hjer kemur fyrir almennings sjónir, eflaust er hin fyrsta, er birzt hefir á vorri tungu um hamiyrð- ir kvenna, hefir það verið ýmsum erfiðleikum ■+' bundið bæði hvað efhi og orðfæri snertir að koma henni í eins æskilegt horf og yjer í fyrstu höfðum ætlað oss; og með því að ekkert hefir fyr verið ritað í þeirri grein á íslenzku, er vjer gátum haft oss til stuðnings, höfúm vjer orðið að taka fáein nýmynduð og sjaldhöfð orð í bókina, og eru þau talin upp aptast í bókinni og jafnframt hin almennu heiti þeirra á erlendu máli [... ] I boðsbrjefi því, er vjer sendum út um sveitir í fyrra sumar, lofuð- um yjer hjer um bil 200 uppdrátt- um, en sakir þess að undirtektir al- þýðu vóru svo góðar, sannfærð- umst yjer um, að þörf væri á ís- Ienzkri hannyrðabók og höfúm því bætt nálega 100 uppdráttum við hina upphaflegu tölu uppdrátt- anna, svo að nú eru þeir hjer um bil 300, án þess þó að hækka verðið á bókinni fyrir áskrifendur upp úr þeim 3 krónum, er vjer verðsettum hana í öndverðu.“ Þannig hefst formáli að fyrslu hannyrðabók sem gefin var út á Is- landi. Það var árið 1886 sem hún kom út og bar heitið „Leiðarvísir til að nema ýmsar kvenlegar hannyrð- ir eptir Þóru Pjetursdóttur, Jarðþr. Jónsdóttur og Þóru Jónsdóttur". í bókinni eru kenndar aðferðir við að hekla og skattera en ekki er kennt að prjóna sem kom í fyrstu á óvart. En ástæðan fyrir því er ein- föld: „Þar eð pijón er svo almennt hjer á landi, virðist eigi þörf á að kenna aðferðina við það, eins og t.d. við hekl, og hver, sem j, kann sljett prjón, getur í prjónað eptir útskýringu I J á prjónauppdráttum í Vj bók þessari og með lilið- I sjón af þeim.“ Svo mörg voru þau orð. Eitt er þó víst að í dag þarf að halda þeirri kunnáttu við með kennslu því það er ekki jafn sjálfsagður hlutur nú að allar konur kunni að prjóna. I bókinni eru um 300 „uppdrættir" og einnig ei*u mjög vel teiknaðar myndir sem tilheyra hverri upp- skrift. Þó nokkuð margar upp- skiiftir eru af hekluðum hlutum og einnig eru greinargóðar kennslu- aðferðh' í hekli og byrjar bókin á því. Aður en bókin útskýrir hvernig á að hekla kemur skemmtileg máls- grein sem er jafnframt sú fyrsta fyrir utan formálann: „Hekl er nauðsynlegt að kunna, og má hekla ýmsan gagnlegan fatnað bæði með innlendu og útlendu bandi. Einnig má hekla ýmsa hluti til gagns og prýðis með hvítum eða mishtum tvinna eða „ankergami"; en svo að konur verði leiknar í hekli er bezt að þær læri það sem yngstar." Um síðastnefnda atriðið þarf vart að deila. Eins og áður hefur verið sagt er einfalt að hekla og ungir sem aldn- ir geta lært það á stuttum tíma. Auðvitað er þó best að byrja á ein- földum hlut, til dæmis þessu fína sjali sem Spuni býður upp á þennan ágústmánuð. Ýmiskonar sjöl hafa frá ómuna- tíð verið tengd Iífi og starfi ís- lenskra athafnakvenna enda hent- ug sem skjól gegn veðrum og vind- um og ekki síður til prýðis konum á öllum aldri. (Fyrirsæta Bryndís Björgvinsd.) SJAL er góð tækifæris- og jólagjöf. Heklað sjal Heklað úr PEER GYNT 100% ull. Fæst í 44 litum. ÞETTA sjal er mjög auðvelt að hekla, svo nú er tækifærið að byrja að læra að hekla íyrir þá sem ekki kunna, bara loftlykkj- ur, keðjulykkjur og stuðlar. LENGD á sjali u.þ.b. 150 sm. Sídd þar sem er breiðast u.þ.b. 62 sm. PEER GYNT Gult nr. 126 7 dokkur Heklunál nr. 4.5 Heklið 276 11. (ef óskað er eftir stærra sjali eru heklaðar 282- 288-294-300 loftlykkjur o.s.frv.) 1. umf.: Stingið heklunáhnni í fjórðu loftlykkjuna frá nálinni og heklið 1 umferð af stuðlum = 273 stuðlar. 2. umf.: Snúið við og heklið keðjulykkjur í 3 fyrstu stuðlana. Heklið nú þannig: 3 loftlykkjur = þetta er alltaf fyrsti stuðull í umferð, 2 stuðlar, 3 loftlykkjur, hoppið yfír 3 stuðla, * 3 stuðlar, 3 loftlykkjur, hoppið yfír 3 stuðla *. Endurtakið frá * - * alla umferðina en endið á 3 stuðlum, skiljið eftir 3 stuðla = 45 stuðlahópar. 3. umf.: Heklið keðjulykkjur í 3 fyrstu stuðlana. Heklið nú þannig: 3 stuðlar utan um loft- lykkjubogann, 3 loftlykkjur, hoppið yfir stuðlahópinn *. End- urtakið frá * - *. Endið á að hekla 3 stuðla utan um síðasta loftlykkjubogann. Endurtakið alltaf 3. umf. Sjalið minnkar um 1 stuðlahóp í hverri umferð þar til 1 stuðlahópur er eftir. Kögur: Klippið 20 sm langa spotta, leggið saman 4 spotta og notið aðferðina sem sýnd er á myndinni til að gera kögrið. Einnig getur lengdin og þykktin á kögrinu farið eftir smekk hvers og eins. JÁ, svo sannarlega borðar fólk spínat víða um heim. Eftir að Stjáni blái hámaði í sig spínat fyrr á öldinni og gerir sjálfsagt enn og varð allra manna sterkastur var spínati haldið að börnum með góð- um árangri. Á 6. og 7. áratugunum var skv. rannsóknum skýrt frá því að oxalsýra væri í spínati, en hún bindur kalkið þannig að það nýtist ekki. Margir urðu dauðhræddir og spínatneysla minnkaði um allan heim. Staðreyndin er sú að til þess að þetta gerist þarf að borða svo mikið spínat að það er varla mögu- legt. Mjög mikið járn og A- og C- vítamin er í spínati svo að við ætt- um að borða mikið af því, enda sprettur það eins og arfi a.m.k. í garðinum hjá mér. En af hverju hættu íslendingar að borða spínat? Niðurstaða þessara rannsókna barst líka til Islands, en grun hefi ég um að ástæðan sé önnur - sú að íslendingar matreiddu spínatið ekki á réttan hátt. T.d. var algengt hér áður fyrr að sjóða spínat í mjólk og búa til jafning og borða með steiktum físki og ýmsu öðru. Ég var í æsku ekki hrifín af þeirri matreiðslu. Flestir hér á iandi sjóða spínat enn í mjólk eða vatni, en það eigum við alls ekki að gera. Til þess að spínat verði gott þarf að sjóða það mjög stutt - í um 3 mín- útur við mjög vægan hita og nota ekki annað vatn til suðunnar en það sem situr á blöðunum eftir þvott. Síðan þarf að taka spínatið úr pottinum, saxa og setja á sigti og pressa allan vökva úr því með sleif eða skeiðarbaki. Þá fyrst er spínatið tilbúið til notkunar. Það kemur manni á óvart hversu lítið Matur og matgerð Spínat Borðar nokkur spínat lengur? spurði kona nokkur Kristínu Gestsdóttur um leið og hún leit yfir gróskumikið spínatbeð hennar. verður úr spínatinu þegar búið er að gera þetta, en það er mun bragðbetra þegar þetta er gert. Frosið og niðursoðið spínat þarf að sía og nota síðan eins og soðið ferskt spínat. Spínat hentar vel í alls konar eggja- og ostarétti. Eggjakaka með spínati, handa 3 ______Mikið af spínatblöðum_____ ____________30 q smjör__________ ____________örlítið sall________ _________nýmqlqður pipar________ 1 -2 skvettur úr tabaskósósuflösku ______6 lítil eqq eða 5 stór____ Vi dl rifinn sterkur ostur, sú tegund sem ykkur henta 1. Skolið spínatið vel, klippið úr blöðunum það gi'ófasta af miðæð- inni. Sjóðið síðan í 3 mínútur við meðalhita í því vatni sem loðir við blöðin. Takið úr pottinum, saxið með hnífi á bretti, setjið á sigti og pressið sem mest af safa úr. Setjið aftur í pottinn, hrærið smjörið út í. 2. Þeytið egg, salt, pipar og tabskósósu. Rífið ostinn og setjið saman við. 3. Hitið bakaraofn í 200°C, blást- ursofn í 180‘>C. Smyrjið eldfast fat, hellið heiming eggjahrærunnai- á fatið og setjið í bakaraofninn í um 8 mínútur eða þar til þetta er nokkurn veginn hlaupið saman. Smyrjið þá spínatinu jafnt yfir og hellið því sem eftir er af eggja- hrænmni yfir. Setjið aftur í bak- araofninn og bakið í um 6 mínútur eða þar til allt hefur hlaupið saman. Meðlæti: Tómatar í bátum, ristað brauð og smjör. Athugið: Fyrir þá sem nota lítið smjör er hentugt að kaupa það í smápökkum, hver pakki vegur 15 g. Spínat með kotasælu Nokkuð mörg spínatblöð _________15 g smjör________ _______nýmalaður pipar_____ _______1/8 isk. múskat_____ 1 lítil dós kotasæla 1. Sjóðið spínatið í 3 mínútur, sjá hér að ofan. Meðhöndlið eins og þar segir. Setjið smjör, pipar og múskat í. 2. Hellið kotasælunni á sigti, tak- ið spínatpottinn af hellunni og bæt- ið henni út í. Meðlæti: Ristað brauð. Óvenjulegur spínatréttur Nokkuð mörg spíngtblöð 1 frekar stór laukur __________20-25 g smjör_________ __________1 msk. matarolíg______ __________V2 dl rúsínur_________ V2 dl furuhnetur (nota mó saxaðar valhnetur) 1. Afhýðið lauk og saxið smátt. Þvoið spínatblöin og saxið. 2. Setjið smjör í lítinn pott, sjóðið laukinn á því við mjög vægan hita í 5 mínútur. Bætið þá spínatinu út í. Sjóðið áfram í 3 mínútur. 3. Takið pottinn af hellunni, sax- ið rúsínur, setjið út í ásamt hnetum og blandið vel saman. Meðlæti: Ósætt kex eða ristað brauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.