Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1998, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 ___________________LANDSMOTIÐ I GOLFI Er áratugarbið Suðurnesjamanna loksins á enda? Landsmótið í golfí hefst á Suðurnesjum í dag. Þar má búast við spennandi keppni bæði í meistaraflokki karla og kvenna, sem leika á Hólmsvelli í Leiru. Edwin Rögn- valdsson fékk kunna kylfínga og menn inn- an golfhreyfingarinnar til að spá í spilin. URSLIT ÍBV - Breiðablik.......2:0 Hásteinsvöllur, Coca Cola-bikarkepppnin, undanúrslit, miðvikudaginn 5. ágúst 1998. Aðstæður: Vestan gola sem hafði lítil áhrif á leikinn. Nokkuð hafði rignt að deginum og örlítið á meðan leik stóð og völlurinn var því örlítið háll. Frekar kalt. Mörk ÍBV: ívar Bjarklind (61., 90.). Markskot: ÍBV 16 - Breiðablik 9 Horn: ÍBV 6 - Breiðablik 4 Rangstaða: ÍBV 1 - Breiðablik 0 Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason. Aðstoðardómarar: Pjetur Sigurðsson og Smári Vífílsson. ÍBV: Gunnar Sigurðsson - Kjartan Antons- son, Zoran Miljkovic, Hlynur Stefánsson, Ivar Bjarklind - Kristinn Lárusson, Krist- inn Hafliðason, Steinar Guðgeirsson, ívar Ingimarsson, Guðni Rúnar Helgason - Steingrímur Jóhannesson (Jens Paecslack 80.). Breiðablik: Atli Knútsson - Guðmund- ur Örn Guðmundsson, Jón Þórir Jónsson, Che Bunce, Hreiðar Bjarnason - Hákon Sverrisson, Sigurður Grétarsson, Sævar Pétursson, Marel Jóhann Baldvinsson - Atli Kristjánsson (Guðmundur Karl Guðmunds- son 46.), Ivar Sigurjónsson (Gunnar Ólafs- son 68.). Áhorfendur: 750. NM drengjalandsliða ísland - írland...................0:1 Noregur - Danmörk ...............2:1 England - Færeyjar...............6:0 Finnland - Svíþjóð...............3:2 ■Englendingar og Finnar eru efstir í A-riðli með fjögur stig hvor þjóð. Svíar hafa 3 stig og Færeyingar reka lestina með ekkert stig. Norðmenn og írar eru efstir í B-riðli, hvor þjóð hefur 6 stig. Síðan koma Danir og ís- lendingar, sem eru án stiga. NM kvenna U-21 árs Danmörk - ísland.................3:1 - Edda Garðarsdóttir (40.). Intertoto-keppnin 8-liða úrslit, síðari leikir: SV Salzburg Fortuna Sittard......3:1 Samuel Koejoe 15., Herfried Sabitzer 63., Eduard Glieder 76., víti - Mark Burke 53. ■ SV Salzburg vann samtals 4:3. Samsunspor - Werder Bremen.......0:3 - Adrian Kunz 44., Raphael Wicky 77., Torsten Frings 79. ■ Werder Bremen vann samtals 6:0. Sampdoria - Bologna..............1:0 Francesco Palmieri 27. ■Bologna vann samtals 3:2. Valencia - Espanyol..............2:0 Claudio Lopez 39., 78. ■ Valencia vann samtals 3:0 Golf Opna Setbergsmótið An forgjafar: Gunnsteinn Jónsson. GK................71 Sigurjón Arnarsson, GR ...............73 Helgi Þórisson, GS....................73 Svanþór Laxdal, GKG...................73 Með forgjöf: Eiríkur Þór Hauksson, GSE.............63 Gunnsteinn Jónsson, GK................67 Reynir Ámundason, GK .................67 í kvöld Knattspyrna: Bikarkeppni karla undanúrslit: Grindavík: Grindavík - Leiftur.... .18.30 1. deild karla: Akureyri: Þór - HK .19.00 Borgarnes: Skallagr. - Fylkir .19.00 Stjömugróf: Víkingur - KA .19.00 Sigurður Sigurðsson, kennarinn í Leiru, varð íslandsmeistari síð- astur Suðurnesjamanna árið 1988. „Það verða fímm menn sem berjast um titilinn, Björgvin Sigurbergsson, Kristinn G. Bjamason, Sigurpáll Geir Sveinsson, Helgi Birkir Þóris- son og Örn Ævar Hjartarson. Björg- vin, Öm og Helgi lenda í verðlauna- sætum, en ég treysti mér ekki til að segja til um hver þeirra sigrar,“ seg- ir Sigurður. „Ég hallast samt að því að tími Suðumesjamanna sé kominn eftir áratugarbið. Þetta verður jafnt framan af, en einn þeirra siglir fram- úr á síðasta hringnum og vinnur með þremur til fjórum höggum. I kvennaflokki spái ég einvígi Ragnhildar [Sigurðardóttur] og Ólafar [Maríu Jónsdóttur]. Ég reikna ekki með því að aðrar blandi sér í baráttuna. Þær tvær eni lang- bestar um þessar mundir. Ég held að Ragnhildur vinni þetta. Hún hef- ur helgað sig golfinu í ár og það sem ég hef séð til hennar er mjög gott.“ Björgvin sigurstranglegur „Það er nokkuð ljóst að baráttan í kvennaflokki mun standa á milli Ragnhildar og Ólafar,“ segir Hannes Þorsteinsson, forseti GSI. „Það er ómögulegt að segja til um hver sigr- ar. Eg á von á þvi að Herborg [Arn- arsdóttir] verði í þriðja sæti. Það er náttúrulega alveg ljóst að Björgvin Sigurbergsson hefur verið að leika mjög vel. Hann kemur greinilega vel undirbúinn og stemmdur til landsmóts. Hann hlýt- ur því að teljast nokkuð sigurstrang- legur. Þó nokkur hópur manna veitir honum keppni um titilinn, Kristinn G. Bjarnason, Þórður Emil, Sigur- páll og Öm Ævar er á heimavelli. Hann verður í baráttunni ef hann fer ekki illa á fyrsta hring. Það hefur einkennt hann svolítið, en síðan leik- ur hann oft vel á næstu þremur hringjum,“ segir Hannes. „Hinsvegar eru fímm kylfíngar, sem gætu verið ofarlega. Að auki er líklegt að ungir strákar nái sér á strik, eins og Friðbjörn Oddsson gerði í fyrra. Það eru þeir Kristinn Amason, sem setti nýlega vallarmet hjá Keili, og Haraldur Heimisson. Ég yrði ekki hissa þótt þessir dreng- ir eða jafnaldrar þeirra létu að sér kveða.“ Jöfn og skemmtileg keppni í kvennaflokki „Örn Ævar hefur leikið mjög vel og er á heimavelli. Það gæti haft sitt- hvað að segja. Björgvin Sigurbergs- son er nýbúinn að vinna mót þarna og setti vallarmet - lék þrjá hringi á átta höggum undir pari. Kristinn G. Bjarnason þykir mér einnig líklegur til afreka. Þessir þrír koma fyrst upp í hugann og ég tel að þeir komi til með að berjast um sigurinn. En úr- val góðra kylfinga er sífellt að aukast og það eru vissulega fleiri sem geta blandast í hópinn,“ segir Úlfar Jóns- son, margfaldur íslandsmeistari, sem hefur tvívegis farið með sigur af hólmi á landsmóti í Leiru. „I svona móti skiptir úthaldið miklu máli og keppendur verða að vera þolinmóðir. Það er aldrei að vita hvernig veðrið verður. Ef það verður mikið rok þéttist hópurinn, þá berj- ast enn fleiri um sigurinn. Að minnsta kosti hefur það orðið þannig. Þá geta margir óvæntir hlutir gerst. Eg held að Ragnhildur og Ólöf muni berjast um sigurinn í kvenna- flokki og ég á von á að það verði jöfn og skemmtileg keppni. Ragnhiidur hefur leikið mjög vel að undanförnu, þannig að Ólöf María þarf að hafa svoltið íyrir því að verja titilinn. í fljótu bragði get ég ekki séð að aðr- ar veiti þeim nokkra keppni,“ segir Úlfar. Hef mikla trú á Inga Rúnari Birgir Leifur Hafþórsson, sem leikur í atvinnumannamótum á meg- inlandi Evrópu, er hér á landi um þessar mundir og mun fylgjast spenntur með gangi mála á lands- mótinu. „Það er mjög erfítt að spá fyrir um úrslit í mótinu. Það verður hart barist. Björgvin Sigurbergsson er mjög sterkur um þessar mundir og er með mikið sjálfstraust. Hann mun berjast við Þórð Emil, Kristin Bjarnason og Sigurpál auk heima- mannanna, Árnar Ævars og Helga Þórissonar. Að auki kemur ávallt einhver á óvart. Ég hef einnig mikla trú á Inga Rúnari [Gíslasyni]. Hann kemur til með að berjast um efstu sætin ef hann nær fjórum góðum hringjum, sem hann er vel fær um. Annars er reynslan þung á metunum og þeir sem hafa áður orðið Islandsmeistar- ar verða drjúgir. Síðan er aldrei að vita hvað Björgvin Þorsteinsson ger- ir. Veðrið gæti líka sett strik í reikn- inginn, en allir bestu kylfíngarnir eru þó vanir slæmu veðri.“ Um keppnina í kvennaflokki segir Birgir Leifur: „Ég held einfaldlega að sú sem hefur mest gaman af því að spila fari með sigur af hólmi í kvennaflokki þetta árið. Ragnhildur hefur spilað ótrúlega vel og mér þyk- ir hún líklegast til að sigra. Hún hef- ur líka rétta hugarfarið." Ragnhildur með sálfræðilegt forskot „Þetta verður örugglega mjög spennandi mót,“ segir Hörður Arn- arsson, kennari hjá Keili. „Ég tel að þeir sem hafa borið sigur úr býtum á landsmóti áður eigi mestu möguleik- ana. Þá á ég við þá Björgvin Sigur- bergsson, Sigurpál Geir Sveinsson og Þórð Emil. Að auki berjast Krist- inn G. Bjarnason og Örn Ævar um titilinn. Þessir fímm eru sigurstrang- legastir að mínu mati. Leikur Ai-nar hefur verið svolítið óstöðugur, en ef hann á tvo frábæra hringi getur hann jafnvel unnið þó hann leiki illa á einum. Oþna/ BYKO - MÓTIÐ verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, laugardaginn 8. ágúst. Vegleg verðlaun, bæði með og án forgjafar, auk annarra verðlauna. Skráning á Kiðjabergi í síma 486 4495 kl. 16-20 fimmtudag og kl. 12-20 föstudag. Komið og spilið á hinum stórglæsilega Kiðjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir. BYKO w GOLFKLÚBBUR KIÐJABERGS MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1998 C 3 LANDSMÓTIÐ í GOLFI Morgunblaðið/Óskar Sæm FLESTIR spámannanna eru á því að Ragnhildur Sigurðardóttir fari með sig- ur af hólmi á Hólmsvelli j Leiru um helgina. Síðan kemur hópur minni spámanna, sem gætu komið á óvart, t.d. Helgi Þóris- son, sem er heimamaður. Hann gæti gert góða hluti, eins og Friðbjörn Oddsson og Birgir Haraldsson. Þessir þrír gætu bland- að sér í baráttuna ef vel gengur. Líklegt er að það verði mikil barátta á milli Ragnhildar og Ólafar í kvennaflokki. Það yrði alltént mjög óvænt ef einhver önnur, Herborg eða Þórdís, færi með sigur af hólmi. Ragnhildur er að leika mjög vel og virðist hafa sálfræðilegt forskot á Olöfu, sem þarf að taka sig á. Það getur vel verið að hún geri það,“ segir Hörður. Lítið þarf til að koma sjálfstraustinu í lag „Ég hef mesta trú á að Björgvin Sigur- bergsson vinni þetta. Þórður Emil berst sennilega við hann, en síðan er ég með fjóra aðra sem gæti blandað sér í barátt- una - jafnvel unnið ef heppnin er með þeim. Það þarf ekki nema tvö til þrjú góð pútt til að koma sjálfstraustinu í lag,“ segir Magnús Birgisson, kennari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. „Þessir fjórfr eru ívar Hauksson, Ómar Halldórsson, Helgi Þórisson, sem er á heimavelli og það fleytir honum langt auk Sveins Sigurbergssonar. Það er aldrei að vita nema að hans tími sé kominn. Maður verður vitaskuld að halda með þessum sem maður lék gegn í gamla daga. Ég held að baráttan í kvennaflokki muni standa á milli tveggja keppenda, Ragnhild- ar og Ólafar. Það kemur engin önnur til með að veita þeim keppni. Ragnhildur hef- ur komið nokkuð á óvart í sumar með frá- bærum hringjum og hún ætti að koma mjög vel stemmd til leiks - jafnvel betur en Olöf María. En Ólöf bítur frá sér og ég treysti mér ekki til að gera upp á milli. Ánnars er þetta svo jafnt að einn góður hringur getur gerbreytt öllu, t.d. getur Örn Ævar leikdð þann leik. Þessir drengir eru famir að leika suma hringina svo langt undir pari. Einn slíkur hringur breytir hugarfari viðkomandi og það hefur mikið að segja. Auk þess hefur veðrið mikil áhrif á framgang mála. Ef það verður rok, fækk- ar þeim sem berjast um titilinn, en að sama skapi verður það til þess að aðrir minni spámenn verði á meðal efstu manna,“ segir Magnús. Þórður Emil Ólafsson og Ólöf María Jónsdóttir eru reiðubúin til titilvarnar Aukið úrval góðra kylfinga Skagamaðurinn Þórður Emil Ólafsson og Ólöf María Jóns- dóttir úr Keili hefja titilvörn sína í meistaraflokkum á Landsmótinu í golfi um helgina. Ólöf María varð Islandsmeistari í fyrsta sinn í Graf- arholti í fyrra og þreytir nú frumraun sína sem titilhafi. Hún segist hvergi bangin. ;,Titilvörnin leggst mjög vel í mig. Ég hef verið að leika betur og betur. Mér sýnist á öllu að Ragnhildur [Sigurðardótt- ir] verði ei-fíð viðureignar og það virðist stefna í það að við berjumst einar um sigurinn," sagði Ólöf María. Ragnhildur hefur sýnt góðan leik upp á síðkastið og spámennirn- ir í greininni til vinstri virðast hall- ast að því að hún fari með sigur af hólmi. Ólöf hefur þegar sigrað á ís- landsmótinu í holukeppni á þessu sumri og kom geysilega á óvart er hún sigraði á útsláttarmóti á Nes- vellinum á mánudag, þar sem hún sló út hvem karlinn af öðrum. Fé- lagi hennar hjá Keili, Björgvin Sig- urbergsson, var síðasta fórnar- lambið. „Ég var náttúrlega búin að slá út Islandsmeistara síðustu ára og það var því ekkert annað að gera en að klára þennan líka,“ sagði Ólöf og átti þá við Björgvin. „Eg fór bara með það að markmiði að gera betur en í fyrra, en þá féll ég úr keppni á þriðju holu. Þegar ég var komin á fjórðu braut var ég orðin sátt við frammistöðu mína og þetta kom því verulega á óvart. Þetta var alveg meiriháttar." Svo virðist sem Ólöf María og Ragnhildur verði í fararbroddi í kvennaflokki um helgina, en ís- landsmeistarinn segir nokkrai- yngri stúlkur í framför og velgi þeim bestu undir uggum áður en langt um líður. „Kolbrún Sól [Ing- ólfsdóttir, Keili] hefur verið að leika mjög vel upp á síðkastið og er að sækja í sig veðrið. Að auki eru þær Katla [Kristjánsdóttir, GR], Helga Rut [Svanbergsdóttir], Nína [Björnsdóttir] og Katrín [Hilmars- dóttir, þær þrjár síðasttöldu era úr Kili] efnilegar. Mér sýnist að þær geti verið komnar í fremstu röð eftir um þrjú ár, en Kolbrún verð- ur fyrr á ferðinni. Hún slær lengra en hinar og það kemur henni til góða,“ segir Ólöf María. Þórðar Emils bíður erfitt verk- efni - að verja titil sinn á lands- mótij en það hefur enginn gert síð- an Ulfar Jónsson sigraði enn og aftur árið 1992 í Grafarholti. „Ég hef nú ekki varið íslandsmeistara- titil áður, en vonandi stend ég frammi fyrir þeirri áskoran aftur,“ segir Þórður Emil. „Ég er að slá mjög vel og minn leikur er í góðum gír þessa dagana. Mér hefur geng- ið bærilega í sumar þó vitaskuld hafí gengi mitt verið sveiflukennt." Hver eru einna líklegnstu ljónin á vegiþínum? „Það er alveg ljóst að Björgvin Sigurbergsson er að leika mjög vel og hann verður erfíður við að etja. Auk hans er hægt að nefna marga kylfmga, sem verða sterkir. Það eru Kristinn G. Bjamason, Sigur- páll [Sveinsson] og Öm Ævar [Hjartarson]. Ómar Halldórsson sýndi einnig góðan leik í síðasta stigamóti. Auk þeirra má ekki gleyma Helga Þórissyni, Þorsteini Hallgrímssyni og Birgi Haralds- syni. Urval góðra kylfinga er miklu meira en áður - mun fleiri hafa átt góða hringi í sumar, þó sami kjarni manna sé ávallt ofarlega," segir ís- landsmeistarinn. Hvaða yngri kylfínga sérðu fyrir þér í kjarnanum, sem þú talar um, innan fárraára? „Pétur Óskar, sonur Sigurðar Péturssonar, Kristinn Árnason og Haraldur Heimisson lofa mjög góðu. Að auki vil ég nefna Birgi Má Vigfússon frá Egilsstöðum. Eg lék einn hring með honum og hann getur orðið framúrskarandi kylfingur ef hann heldur vel á spöðunum. Hinsvegar tel ég að Ólafur Már [Sigurðsson], Ottó [Sigurðsson], Ómar og Birgir kom- ist fym í fremstu röð, en hópurinn sem ég nefndi fyrr tilheyrir yngri kynslóð. Undanfarin ár hefur verið rætt um að enginn hafí varið titilinn lengi og reynt að nefna ástæðu þess. Ég held að hún sé hið aukna úrval og svo virðist sem golfbylgj- an sem gengið hefur yfir landið sé að skila sér upp í meistaraflokkinn líka. Þetta segi ég án þess að gefa í skyn að Ulfar Jónsson hafi ekki verið verðugur hinnar löngu sigur- göngu sinnar," segir Þórður Emil. Osvikinn strandvöllur Annar flokkur karla á Landsmót- inu í golfi leikur á velli Golf- klúbbs Sandgerðis. I tilefni af því Rástímar Hólmsvöllur í Leiru: 7.30 kvenna 8.42 kvenna 9.18 kvenna 9.54 mfl. karla 12.18 ur karla Sangerði: 9.00- 11.00 2. flokk- ur karla 13.20- 14.40 2. flokk- ur karla Grindavík: 9.00-11.10 3. flokk- ur karla 13.30- 14.50 3. flokk- ur karla ■Sama röð verður í dag, á morgun og á laugardaginn en auðvitað verður ræst út eftir árangri á morgún og á laugardag. náði Morgunblaðið tali af efnilegum Sandgerðingi, Eiríki Jónssyni, sem er fímmtán ára og kominn með 7,6 í forgjöf. Hann segir völlinn í raun ósvikinn strandarvöll og nokkuð erfíðan. „Karginn er þykkur og grjót er sums staðar fyrir utan braut. Brautirnar eru þó nokkuð breiðar og menn eiga að hitta þær. Flatirnar eru góðar og boltinn rennur vel á þeim,“ segir Eiríkur. 1. braut, Par 4, 324 m „I teighögginu skal varast að slá til vinstri. Annað höggið verður að vera slegið af öryggi, yfir garðinn en þó ekki of langt. Þetta er þó þægileg byrjunarhola." 2. braut, Par 3, 180 m „Hér er um að gera að slá ákveð- ið á flötina. Vallarmörk era vinstra megin og það er vitaskuld ekki gott að slá þangað. Flötin er smá og erfitt er að leika inná hana. Menn mega vera ánægðir með að leika á pari hér.“ 3. braut, Par 4, 326 m „Hér má ekki slá til hægri, því þar er einungis mold og „drasl“. Vinstra megin eru hólar og hátt gras. Því er best að slá öruggt á brautina. Ef annað höggið er slegið of langt til hægri, lendir boltinn við húsatóftir. Grjótgarður er vinstra megin og fyrir aftan flötina.“ 4. braut, Par 3, 160 m „Ef slegið er of langt til hægri lendir boltinn í grjót, mold eða háu grasi. Mikilvægt er að hitta flötina. A bak við hana er djúp glompa. Ef höggið fer yfír hana tekur við grjót og ýmislegt ógæfulegt," segir Eirík- ur, en er ekki sjaldgæft að menn slái svo langt. „Jú, reyndar, en ég hef nú nokkrum sinnum lent þarna.“ 5. braut, Par 5, 441 m „Þar verður að vera á braut. Ef menn slá til vinstri er víti og hægra megin er hátt gras og þar geta menn lent í rugli. Menn verða að halda sér á braut. Ef annað höggið fer til hægri lendir boltinn á æfinga- svæðinu sem er utan vallarmarka. Hins vegar ef annað höggið er stutt og hægra megin er hliðarvatnstor- færa komin í spilið. Á flötinni er betra að vera neðan við holuna.“ 6. braut, Par 4, 234 m „Það er betra að vera vinstra megin á brautinni. Það er vel hægt að slá alla leið inná flöt, en ef menn reyna það og eru heldur mikið hægra megin á brautinni, rúllar boltinn niður í glompu, sem erfitt er að slá uppúr. Flötin er nokkuð hæð- ótt, en á þessari holu er góður möguleiki á fugli.“ 7. braut, Par 3, 169 m „Hægra megin við flötina eru tvær glompur, en þar lenda margir boltar. Vallarmörk eru vinstra meg- in og þau ber að varast. Flötin er nokkuð erfið.“ 8. braut, Par 4, 349 m „Þetta er löng hola. Upphafs- höggið má fara aðeins út fyrir hægra megin, en verra er ef boltinn fer til vinstri. Þar er erfitt að slá. Innáhöggið skal slá ofarlega, til hægri, á flötina, en hún hallar niður til vinstri. Mikil vandræði bíða þeirra sem lenda í flatarglompunni hægra megin.“ 9. braut, Par 5, 452 m „Upphafshöggið má ekki fara til hægri. Þar er þykkt gras og ef bolt- inn fer enn lengra til hægri má bú- ast við að kylfingurinn þurfi að taka víti. Sandgryfjur era beggja vegna brautarinnar, nærri þeim stað sem flest upphafshögg lenda. Annað höggið verður nánast að lenda á braut. Innáhöggið er fremur auð- velt, en flötin er á tveimur stöllum sem á samt ekki að valda neinum teljandi vandræðum." Landsmótið í golfi verður allt á Sýn SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn keypti sýning- arréttinn frá Landsniótinu í golfi og nú verður í fyrsta sinn sýnt beint frá því. Mótið hefst í dag og kl. 22.35 í kvöld verður samantekt á Sýn og sami háttur verður hafður á með morgundaginn. Á Iaugardaginn hefst síðan gamanið því þá verður sýnt beint frá Hólmsvelli í Leiru. títsendingin hefst kl. 14 og inun standa í þrjár klukkustundir. Á sunnu- dag, lokadegi mótsins, hefst bein útsend- uig hins vegar kl. 12 á liádegi og verður niótinu fylgt til enda. Á mánudaginn verður síðan samantekt frá öllu mótinu og liefst þátturinn kl. 21.50 og verður 90 mínútna langur. Það verða Páll Ketilsson og Ulfar Jónsson sem sjá um að lýsa því sem fyrir augu ber. Verur úr áHheimum koma kylfingum til hjálpar Húsatóftavöllm- í Grindavík verð- ur vettvangur keppenda 3. flokks karla á Landsmótinu í golfi. Völlurinn er 5.346 metra langur og er parið á honum 70. Til að forvitn- ast aðeins um hvernig best er að leika völlinn fékk Morgunblaðð góð- ar ráðleggingar hjá Grindvíkingn- um Bjarna Andréssyni. 1. braut, Par 4, 325 m „Teighöggið ætti ekki að valda mönnum áhyggjum. Aðra sögu er að segja af öðra högginu, sem má ekki vera of langt eða of mikið til hægri. Grjótgarður umlykur flötina og þar era vallarmörk.“ Þetta er eina brautin á vellinum þar sem Grinda- víkingar verða að notast við varaflöt og er hún aðeins lengra til vinstri en aðalflötin sem er ekki nægilega góð, en hún skemmdist í fyrra. 2. braut, Par 5, 482 m „Teighöggið á þessari braut er mjög erfitt vegna þess að grjótgarð- urinn er vinstra megin. Nauðsyn- legt er að koma boltanum fyrir á góðum stað í öðru högginu, því stór- ar sandgryfjur eru hægra megin nærri lendingarsvæðinu." 3. braut, Par 3, 180 m „Hér er gott að staðsetja boltann fyrh- framan flötina. Allar hættumar era vinstra megin. Að vísu getur ver- ið erfitt að leika inná flötina frá hægri ef teighöggið er of langt. Þetta er „hættulegasta" hola vallarins." 4. braut, Par 4, 303 m „Hér skal varast að slá til vinstri. Ef teighöggið heppnast vel, er góð- ur möguleiki á að leika á fugli.“ 5. braut, Par 4, 314 m „Upphafshöggið þarf að lenda á brautinni. Hún er mjó og hátt gras er beggja vegna hennar. Innáhögg- ið er „blint“ og þrjár glompur um- lykja flötina.“ é. braut, Par 4, 331 m „Innáhöggið er mjög vandasamt. Það má ekki vera of langt, því þá eru menn komnir í vandræði. Sand- gryfjurnar í kringum þessa flöt eru erfiðar viðureignar." 7. braut, Par 4, 320 m „Þetta er falleg hola. Upphafs- höggið má ekki fara of mikið til hægri. Fjórar glompur eru við flöt- ina, en hún er umkringd hömrum. Hér er sagt að verur úr álfheimum komi kylfingum oft til hjálpar.“ 8. braut, Par 4, 280 m „Þessi braut lætur lítið yfir sér. Hún er frekar stutt, en er fljót að refsa mönnum ef eitthvað fer úr- skeiðis. Gjá liggur meðfram braut- inni á hægri hönd, en vallarmörk eru á ytri brún hennar. Innáhöggið má ekki fara of langt.“ 9. braut, Par 3, 138 m „Þetta er glæsileg par 3-hola, sem gott er að enda á pari. Teig- höggið má alls ekki vera of langt.“ Nái kylfingar að fara í einu og öllu eftir þessum leiðbeiningum ættu þeir að vera sáttir við skor- kortið þegar því er skilað. Konum fjölgar ÞAÐ verður 341 kylfingur sem tekur þátt í landsmótinu að þessu sinni, 299 karlar og 42 konur, og hafa þær sjaldan eða aldrei verið fleiri. Skipt- ing milli flokka er þannig að 46 keppa í meistaraflokki karla, 95 í 1. flokki, 79 í 2. flokki og 79 í þeim þriðja. Tíu stúlkur keppa í ineistara- flokki kvenna, 11 í 1. flokki og 21 f 2. flokki. Keppendur koma úr 30 golfklúbbuin víðsvegar um land, sem þýðir að það koma engir keppendur frá 23 klúbbum. Flestir koma frá Golfklúbbi Reykjavíkur, 85 talsins, 74 koma úr Golfklúbbi Suðurnesja og 38 úr Keili í Hafnarfirði. Athygli vekur að aðeins einn keppandi er úr Golfklúbbi Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.