Morgunblaðið - 06.08.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 06.08.1998, Qupperneq 4
Miklu betra íttémR FOLK ■ INGI Sigurðsson var í leikbanni og lék því ekki með ÍBV gegn Blik- um í gærkvöldi. Hann var í miklu stuði er liðið sigraði Breiðablik 8:1 í átta liða úrslitum í fyrra. ■ VILHJÁLMUR Haraldsson var einnig í leikbanni og gat því ekki leikið með Breiðabliki í Eyjum. ■ EYJAMENN tefldu ekki fram nýja Júgóslavanum, sem genginn er í þeirra raðir, því ekki var á hreinu hvort hann væri í banni eð- ur ei. ■ ÞANNIG vill til að hann fékk rautt spjald í leik með Ísfírðingum og tók út bann í leik með þeim, en hann var úrskurðaður í bann í ein- um leik til viðbótar. Vafí lék þó hvort það tæki gildi fyrir leikinn í gær eða á hádegi á föstudag. ■ KJARTAN Antonsson leikmað- ur ÍBV, lék áður með Breiðabliki. Hann hefur leikið vel í sumar, en missti af bikarleik hðanna í fyrra. ■ PENNY Heyns, sundkona frá Suður-Afríku, setti heimsmet í 50 m bringusundi á Friðarleikunum í New York á laugardag, er hún tók þátt í 100 m bringusundi. Þannig bætti hún um tíu ára gam- alt met Austur-Þjóðverjans Silke Horner. ■ JULIUS Nwosu, landsliðsmaður Nígeríu í körfuknattleik, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á heimsmeistaramótinu í Grikklandi. Samkvæmt niðurstöð- um prófsins, hafði hann of mikið magn af lyfínu Ephedrine í líkama sínum. ■ NWOSU heimtaði að prófið færi fram öðru sinni, sem hann á rétt á, og sagðist jafnframt hafa haldið að um Ginseng væri að ræða er hann keypti iyfið. í úrslit leggja mikið á okkur til þess að svo megi verða.“ Grindvíkingar léku til úrslita í bikamum 1994 en biðu þá lægri hlut gegn KR-ingum. „Nokkrir leik- manna minna tóku þátt í þeim leik og vita því um hvað málið snýst,“ sagði Guðmundur. „Sú reynsla ætti að koma okkur til góða, umgjörðin og allt annað í sambandi við þennan stærsta leik sumarsins er þannig að enginn vill missa af því.“ Liðin áttust við sl. fímmtudags- kvöld á Ólafsfirði og þar sigruðu heimamenn 3:2. Fyrri leikurinn fór 3:1 í Grindavík og því ætti að vera óhætt að reikna með einhverjum mörkum í kvöld. af því varð ekki. „Annars var þessi leikur allur annar af okkar hálfu en gegn Norðmönnum. Leikmenn börð- ust frá upphafi til enda og lögðu sig virkilega fram,“ sagði Magnús. Islenska liðið notaði leikaðferðina 5-4-1 í gær sem var breyting frá fyrri leiknum er uppstillingin var 4- 4-2. „Fyrir vikið vorum við mikið í vamarhlutverkinu, einkum framan af, lokuðum vel svæðum fyrir Irun- um og höfðum í raun í fullu tré við þá. Þeir fengu fá færi og í raun náðu þeir aðeins einu sinni að komast upp og senda háa sendingu inn í teiginn án þess að við næðum að verjast því, það var er þeir skoruðu markið," sagði Magnús. höfðu hafið síðari hálfleik af krafti, kom er fimmtán mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. ívar gerði það með skalia. Hann varð að fara af velli stundarkorn í kjölfarið þar sem gert var að skurði sem hann hlaut á auga- brúnina. Skömmu eftir markið fékk Blikinn Hreiðar Bjamason gott færi, en Gunnar Sigurðsson náði að verja hörkuskot hans. Blikar áttu þungar sóknir á köflum, en heimamenn beittu skyndisóknum. Guðmundur Karl Guðmundsson fékk gott færi í vítateig Eyjamanna eftir auka- spymu, en skot hans fór rétt yfir. Enn dundu skotin á Eyjamarkinu og í tvígang var Hreiðar í færam. Ann- að þeirra var eitt af betri færum leiksins, en Gunnar Sigurðsson í marki IBV var á tánum og náði að verja vel í bæði skiptin. Hinum megin var ívar Ingimars- son aðeins hársbreidd frá því að setja boltann í netið, en þramuskot hans fór af varnarmanni og rétt yfir markið. Gunnar Ólafsson, sem kom inná fyrir Blika á 88. mínútu, var að- eins búinn að vera inni á í nokkrar sekúndur þegar hann fékk boltann eftir aukaspymu, en skot hans hafn- aði í samskeytunum. En Eyjamenn náðu að brjótast í tvígang ffarn í hraðar skyndisóknir á lokasekúndun- um og fengu tvö dauðafæri - fyrst Kristinn Hafliðason, sem komst í gegn, en Atíi Knútsson bjargaði með góðu úthlaupi. Hann kom þó engum vörnum við þegar ívar var á auðum sjó skömmu áður en flautað var til leiksloka og sigur Eyjamanna því í höfn. „Við ætíuðum að gefa okkur alla héma og ég held að okkur hafi tekist það. Við létum þá hafa fyrir þessu,“ sagði Sigurður Grétarsson, leikmað- ur og þjálfari Blika. „Leikurinn var í járnum allan tímann. Við voram ná- lægt því að skora og á löngum köfl- um betri aðilinn í leiknum. Við lékum góða knattspyrnu á köflum og ég held við getum verið sáttir, það er gaman fyrir okkur að metast við lið- in úr úrvalsdeildinni og við sjáum það að við erum á réttri leið.“ Ætlum Grindvíkingar taka á móti Leiftri frá Ólafsfirði í síðari leik und- anúrslita bikarkeppni karla I kvöld. Heimamenn höfðu betur í viðureign liðanna í deildinni fyrr í sumar, en hefur fatast flugið að undanfömu meðan Ólafsfirðingum hefur heldur vaxið ásmegin. Guðmundur Torfason, þjálfari Grindvíkinga, segir úrslitin í deild- inni ekki skipta máli í kvöld. „Við áttum góðan leik í 2. umferðinni og náðum að vinna sigur,“ sagði hann. „Bikarkeppnin er hins vegar allt annað mál og staða liða í deildinni hefur oft reynst léttvæg í henni. Við eram vel stemmdir fyrir leikinn, ætlum okkur í úrslitin og munum Eftir stórtap fyrir Norðmönnum í fyrsta leik Opna Norðurlanda- mótsins í knattspymu landsliða pilta 16 ára og yngri, tók íslenska hðið sig saman í andlitinu í gær er það mætti Evrópumeisturum íra á Sauðár- króki. ísland tapaði 1:0, og lék mun betur en í fyrradag og hefði jafnvel verðskuldað jafntefli að sögn Magn- úsar Gylfasonar, landsliðsþjálfara ís- lenska liðsins. Irar skoraðu eina mark leiksins á 10. mínútu. „Við fengum tvö dauðafæri undir lokin sem við hefðum átt að nýta,“ sagði Magnús um færin sem þeir Egill Atlason og Magnús Þorsteins- son fengu á lokakaflanum og mátti litlu muna að þeim tækist að nýta, en þrennt er Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson ÍVAR Ingimundarson, sem hér er f baráttu við Þróttarann Pál Einarsson, mun ieika til úrslita í bik- arkeppninni sfðar í sumar því ÍBV vann Breiðablik í undanúrsiitum f gær. Allt er Lið ÍBV komst í úrslitaleik bikar- keppni KiSÍ þriðja árið í röð með því að leggja spræka Blika að velli í Eyjum, 2:0. ívar SigfúsG. Bjarklind gerði bæði Guðmundsson mörk heimamanna. skrifar Liðin mættust einnig í bikarkeppninni í fyrra og þá í 8-liða úrslitum. Þá tóku Eyjamenn Blika í kennslustund og sigraðu 8:1, en leikurinn í gær var mun jafnari. Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik settu leikmenn í gír í þeim síðari og mikil spenna var á köflum. Það vora þó heimamenn sem höfðu heppnina með sér og tryggðu sér sigurinn - fá því þriðja tældfærið í röð til að næla sér í bikarmeistaratitilinn, en það gekk hvorki í fyrra né í hitteðfyrra. í fyrri hálfleik gekk boltinn liða á miUi og fátt var um fína drætti. Ef eitthvað var, þá vora það Blikar, efsta lið 1. deildarinnar, sem voru skeinuhættari en íslandsmeistaram- ir. Blikar mættu til leiks án tveggja skæðra framlínumanna sem vora frá vegna flensu, þeirra Bjarka Péturs- sonar og Kjartans Einarssonar. Var þar skarð fyrir skildi. En það vora Blikar sem fengu fyrsta færið snemma leiks þegar Atíi Kristjánsson fékk boltann við mark- teig Eyjamanna en Gunnar Sigurðs- son í markinu náði að bjarga í hom áður en Atii náði að gera sér mat úr því. Þjálfarinn og leiksljómandinn Sigurður Grétarsson átti síðan upp- úr miðjum hálfleiknum hörkuskot úr aukaspymu sem Blikar fengu á hættulegum stað rétt utan við víta- teig Eyjamanna, en skot hans endaði í hliðametinu. Steingrímur Jóhannesson, marka- hrókur Eyjamanna, minnti svo á sig undir lok hálfleiksins. Fyrst munaði minnstu að hann skoraði með því að fara fyrir boltann þegar Atíi Knútsson markvörður Blika var að sparka fram. Skömmu síðar átti hann skot í hliðar- netið af stuttu færi eftir góðan undir- búning Guðna Rúnars Helgasonar. Þó fyrri hálfleikur hafi verið bragðdaufur, átti aldeilis eftir að færast l£f í leikinn og síðari hálfleik- ur var hin besta skemmtun. Liðin lögðu meira í sóknarleikinn og spennan var á köflum mikil. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, átti tromp uppi í erminni, sem hann spilaði út í síðari hálfleik. ívar Bjarklind fór úr stöðu bakvarðar í fremstu víglínu og það átti eftir að gefast vel. Segja má að ólán Blika í fremstu víglínu hafi haldið áfram, því ekki var nóg með að þar vantaði tvo fastamenn því Atli Kristjánsson varð að yfirgefa völlinn í hálfleik vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrri hálfleik. Fyrra mark Eyjamanna, sem Tek ofan fyrir Blikum VIÐ fengum heldur betur að hafa fyrir þessu. Þetta var mjög erfið- ur leikur og ég tek ofan fyrir Blikuni. Það er engin furða að þetta lið sé efst í fyrstu deild og þó vantaði lykilmenn í lið þeirra í þess- um leik,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV. „Það hefur verið þjóðsaga hér í Eyjum að menn vinni aldrei leik eftir þjóðhátfð og þar með hefur hún verið afsönnuð. Við höfum oft fært ívar í fram- Ifnuna, sérstaklega í fyrra og það hefur heppnast vel og það small saman í dag.“ Bjarni vildi ekki svara þeirri spurningu hvort hann ætti óskaandstæðinga í úrslitaleiknum því það væri stórhættulegt að svara því og hló. ■f Á 61. mínútu áttu I ■ %#Eyjamenn hraða sókn upp vinstri kantinn sem endaði með því að Steingrímur Jóhannesson átti sendingu inn að markteig Blika. Þar kom ív- ar Bjarklind og skallaði bolt- ann í netið af stuttu færi. 2a A Á síðustu sekúnd- ■ Vum leiksins geistust Eyjamenn upp völlinn. Jens Paecslack lék upp vinstri kant- inn og inn að markinu, dró til sín vamarmenn Blika og renndi boltanum síðan á ívar Bjarklind, sem kom upp hægra megin og spyrnti bolt- anum í netið frá vítateig og innsiglaði þar með sigur Eyja- manna. KNATTSPYRNA þá *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.