Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Heimsókn samgönguráðherra til Kanada Ahugi á auknu flugi Flugleiða FYLKISSTJÓRNIRNAR í Nova Scotia og á Nýfundnalandi í Kanada hafa áhuga á að styrkja samgöngur við ísland með því að Flugleiðir fjölgi ferðum sínum til Halifax í Nova Scotia og taki upp beint áætlunarflug til St. John’s á Nýfundnalandi. Þetta kom fram á fundum Halldórs Blön- dal samgönguráðherra, sem nú er í opinberri heimsókn í fylkjunum tveimur, með samgöngu- og ferða- málaráðherrum þeirra. Samgönguráðherra átti á þriðju- dag fundi með Manning MacDon- ald, ferðamálaráðherra Nova Scotia, og Clifford Huskilson sam- gönguráðherra, sem er af íslenzkum ættum. Halldór segir ráðherrana hafa látið í ljós mikinn áhuga á að Flugleiðir fjölguðu áætlunarferðum sínum til Halifax. Þær hafa verið tvær á viku. Samið hefur verið við kanadísk stjómvöld um að þeim fjölgi í þrjár, en þó ekki fyrr en á næsta ári, að sögn Halldórs. „Ráð- herrarnir voru sammála um að flug Flugleiða til Halifax hefði haft mjög góð áhrif á ferðaþjónustu í Halifax og sýndu þvi mikinn áhuga að fjölga þeim ferðum,“ segir Halldór. I gær átti Halldór síðan fundi með Lloyd Matthews, samgönguráðherra Nýfundnalands, og Söndru Kelly ferðamálaráðherra. „Þau sýndu líka mikinn áhuga á að styrkja stöðu Flugleiða hér á austurströnd Kanada til þess að efla ferðaþjón- ustu,“ segir Halldór. „Þau sögðust áhugasöm um að tekið yrði upp beint flug milli Keflavíkur og St. John’s og telja slíkt þýðingarmikið iyrir sig og sína ferðaþjónustu." Nýfundnaland takijþátt í kostn- aði við siglingu Islendings í för með Halldóri var m.a. Einar Benediktsson, sendiherra og fram- kvæmdastjóri landafundanefndar. Ræddu þeir við Kanadamenn um hátíðahöldin vegna þúsund ára af- mælis landafunda Leifs Eiríkssonar í Ameríku árið 2000, meðal annars siglingu víkingaskipsins íslendings til Vesturheims. Halldór segir að samkomulag hafí náðst um að fylk- isstjórnin á Nýfundnalandi kæmi inn í það verkefni með íslendingum, en um nánari útfærslu hefði ekki verið endanlega samið eða það hvernig kostnaður sldptist. Græn- lendingar muni einnig taka þátt í verkefninu. Bókasafnsfræðingar á Landspítala segja upp störfum Borgarstjóri opnar Laugaveginn og leitum heimilda í sambandi við meðferð á sjúkdómum." Sólveig segir bókasafnsfræðing- ana á Landspítalanum mikið mennt- aða og hafa sérfræðiþekkingu sem muni tapast frá safninu ef ekkert verður gert. Tíma muni taka að þjálfa upp nýtt starfsfólk. „Ég vona að þessar aðgerðir hafi eitthvað að segja fyrir þessa bókasafnsfræð- inga,“ segir Sólveig sem sjálf hefur ráðið sig í annað starf. „Bókasafns- fræðingar eru mjög eftirsóttur starfskraftur um þessar mundir og ég veit að þær sem sagt hafa upp eru að leita fyrir sér.“ Löng bið eftir alþjóð- legum ökuskírteinum Rétt plast ekki til í landinu EINS mánaðar bið er eftir af- greiðslu á alþjóðlegum ökuskírtein- um hjá Lögreglustjóraembættinu í Reykjavík. Ástæðan er sú að plast, sem sett er yfír skírteinin, er ekki til í landinu og tekur einn mánuð að fá nýja sendingu. Alþjóðaskírteini kostar 3.000 kr. Embættið tekur á móti umsókn- um um alþjóðaskírteini en getur ekki afgreitt þau fyrr en eftir einn mánuð. Hins vegar geta þeir sem eru að fara utan fengið svokallaðar alþjóðabækur sem eru nokkurs konar bráðabirgðaalþjóðaskírteini og gilda til eins árs. Sumir, sem sótt hafa um slík bráðabirgðaskírteini, hafa þurft að greiða aukalega 1.000 kr. fyrir þau. Þær upplýsingar fengust hjá Lög- reglustjóraembættinu að ákveðið hefði verið að endurgreiða þeim sem fengið hafa alþjóðabækur 1.000 kr. Umsækjendur um alþjóðaskír- teini eigi ekki að gjalda þess að plast utan um skírteinin séu ekki fá- anleg í landinu. Morgunblaðið/Arnaldur LAUGAVEGURINN opnaður formlega af borgarsyóranum Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Aðeins ein mið- borg ÞRÍR af fímm bókasafnsfræðingum á bókasafni Landspítalans sögðu starfí sínu lausu 1. júlí síðastliðinn. Að sögn Sólveigar Þorsteinsdóttur, forstöðumanns bókasafnsins, er sá fjórði að hugsa um að segja upp en sá fimmti hlýtur laun frá Háskólan- um og stendur því fyrir utan þessar aðgerðir. Sólveig segir uppsagnirn- ar tilkomnar vegna þess hversu lágt bókasafnsfræðingar röðuðust í launaþrep og ramma eftir að kveð- inn var upp úrskurður hjá aðlögun- arnefnd í maí. „Þær sem sjá um mjög sérhæfð verkefni var raðað í A-ramma, sem er íyrir þá sem bera enga ábyrgð, mér sem stjómanda var raðað í B- ramma sem ég sætti mig ekki við því þeim er raðað þar sem sjá um ákveðna verkþætti en eklri sem stjóma heilli einingu eins og ég geri.“ Sólveig segir bókasafnsfræðinga á Landspítalanum hafa raðast miklu lægra en aðrir bókasafnsfræðingar á rannsóknarsöfnunum, þrátt fyrir að safn Landspítalans sé stærsta safnið fyrir utan Háskólabókasafn- ið. „Við emm mjög ósáttar miðað við þá ábyrgð sem við bemm. Við þjónum til dæmis læknadeild Há- skólans og þar að auki öllu starfs- fólki Ríkisspítala, við kennum mikið Náðist ekki í 112 úr símasjálfsala LITLU mátti muna að illa færi þegar kona veiktist alvarlega í sumarbústað í Miðhúsaskógi í Biskupstungum fyrir um hálfum mánuði vegna þess hve illa gekk að ná sambandi við neyðarnúmerið 112. Eiginmaður konunnar og son- ur reyndu báðir að hringja eftir að- stoð úr símasjálfsala á sumarbú- staðasvæðinu en sambandslaust var við þetta númer. Feðgarnir reyndu fyrst að hringja í 112 kl. 16.30 en konan var ekki komin inn á spítala í Reykjavík fyrr en kl. 21.30. Hrefna Ingólfsdóttir, blaða- fulltrúi Landssímans, segir að af tæknilegum orsökum hefði sam- bandsleysi orðið við 112 en því hefði nú verið kippt í liðinn. „Við biðum í rúma tvo klukku- tíma eftir sjúkrabfl. Konan mín veiktist skyndilega og strákurinn minn fjórtán ára hringdi í 112 því ég þorði ekki að yfirgefa konuna. Hann taldi sig hafa komið því til skila að þörf væri á sjúkrabíl en við biðum í einn og hálfan tíma án þess að nokkuð gerðist. Þá hringdi ég sjálfur og heyrði þá hvers kyns var. Eg hrópaði í símann án þess að við- mælandinn heyrði í mér. Ég fékk að hringja hjá umsjónarmanni sumarbústaðasvæðisins og þá kom í Ijós að sjúkrabflnum hafði verið snúið við og talið að þetta hefði ver- ið gabb,“ sagði Sigfús Kristinsson. Hann fékk síðar að vita að bilun hefði verið í símkerfinu sem leiddi til sambandsleysis úr símasjálfsöl- um í 112. „Það eru ekki allir með GSM-síma og símldefínn er settur þama upp til öryggis fyrir fólk. Ég skil ekki tilganginn með símklefan- um ef hægt er að ná sambandi við öll önnur númer en 112,“ sagði Sig- fús. Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafull- trúi Landssímans, sagði að fyrir- tækinu væri kunnugt um atvikið. Hún segir að athugun hafi leitt í ljós að skipt hafi verið um númer í þessum tiltekna símasjálfsala og fleiri slíkum fyrr í sumar sem tengdir eru símstöðinni á Selfossi. Um leið og það hafi verið gert hefði átt að að gera breytingar í sam- ræmi við það á símstöðinni á Sel- fossi. Svo virðist sem það hafi ekki verið gert. Eftir atvikið í Miðhúsa- skógi hafi strax verði gerðar lag- færingar á símstöðinni á Selfossi og jafnframt var gerð athugun á því hvort víðar á landinu þyrfti að gera slíkar lagfæringar. LAUGAVEGURINN var opn- aður með viðhöfn í gær eftir endurbætumar sem þar hafa staðið yfir í sumar. Fjöldi manns var saman kominn til að fagna opnuninni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri flutti ávarp áður en hún klippti á borða við gatnamót Laugavegar og Barónsstígs og opnaði þar með Laugaveginn formlega. „Við eigum bara eina mið- borg sem hér búum, það er þessi miðborg sem er full af sögu, mannlífi og góðum minningum, það verður aldrei nein önnur miðborg og við yrðum öll fátækari ef hún næði ekki að blómstra um ókomin ár,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir m.a. í ávarpi sínu. Hún gerði að um- talsefni þá endurreisn mið- borgarinnar sem unnið hafí verið að með uppbyggingu á Skólavörðuholti, endurbótum í Austurstræti, undirbúningi að byggingu tónlistar- og ráð- stefnuhúss í miðborginni og mörgu fleiru. Hún sagði end- urbætur Laugavegarins hluta af þessari uppbyggingu og sagði hann nú kominn í það horf sem hæfi aðal verslunar- götu borgarinnar. Áður en hún klippti á borðann og opn- aði Laugaveginn formlega þakkaði hún öllum sem unnið hafa að endurbótum Lauga- vegarins. MANNFJÖLDI var samankominn á Laugaveginum til að taka þátt í opnunarhátíðinni. GESTUM og gangandi var boðið að gæða sér á köku í tilefni dagsins. Margmenni var við athöfn- ina og var borgarsljóranum og endurbættum Laugavegi klappað lof í lófa. Eftir það gekk fólk saman niður að Kjörgarði þar sem boðið var upp á veitingar. Dixiebandið Öndin gaf tóninn fyrir hátíð- arhöldin sem standa eiga næstu daga og lék létta slag- ara fyrir vegfarendur. Fram eftir kvöldi var svo boðið upp á ýmsa skemmtun á Lauga- veginum en þar voru flestar verslanir opnar til kl. 21 í gærkvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.