Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á ferð yfir Kjöl HEIMSÓKNIR erlendra ferða- manna til landsins eru nú í há- marki. Þessa ferðalanga hittu Morgunblaðsmenn á Kili. Paul, 17 ára, og Nicky, 22 ára, eru á norðurleið yflr Kjöl ásamt þremur öðrum félögum, í hringferð um landið. Allir eru þeir Lundúnabúar og félagar og teymi í sama róðrarklúbbi. Á meðan fjórir hjóla keyrir einn þeirra sendiferðabílinn með birgðir og útbúnað. Áfangastaðurinn þennan dag- inn voru laugarnar á Hvera- völlum eftir ríflega 100 km hjóladag á þvottabrettum Kjal- vegar. Rigningin sem á þeim buldi þótti þeim hressandi enda vanir vætu í kappróðrinum. Frakkarnir Richard, 27 ára, Bertrand, 25, René 26, og Resnais 29. Þeir höfðu lagt upp frá Gullfossi um morguninn og voru búnir að leggja að baki nærri 40 kílómetra þennan daginn. Þeir gengust við því að vera orðnir þreyttir en aðspurðir um næturstað sögðust þeir ekki vissir, „Kannski hér, kannski ...,“ sagði Richard og bandaði fram á Kjalveg en heldur þreytulega. ■ •X : •' ■ • - - ___________ Morgunblaðið/Arnaldur Reglur um atvinnuleysisbætur gagnrýndar Fólk ekki alltaf í aðstöðu til að taka atvinnutilboðum FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna I Hafnarfirði sendi í vikunni félagsmáiaráðherra bréf þar sem gagnrýnt er að launafólk sem missir atvinnu eigi ekki fullan rétt á at- vinnuleysisbótum í nokkurn tíma þrátt fyrir að það hafni atvinnutil- boðum ef vinnutíminn sé annar en fólkið vann á áður. Sigurður T. Sigurðsson, varafor- maður fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði, segir núverandi fyrirkomulag koma verst niður á þeim sem minnst megi sín. Algengt sé að lágtekjufólk vinni utan hins hefðbundna vinnutíma og mikið um að t.d. einstæðir foreldrar geri slíkt. Ef þeir missi vinnuna og hafni at- vinnutilboðum um vinnu á öðrum tímum missi þeir rétt til atvinnu- leysisbóta. Sigurður segir það þeirra kröfu að einhver aðlögunarfrestur verði gefinn áður en fólk sé svipt rétti til atvinnuleysisbóta og í bréfinu sé talað um að þriggja mánaða aðlög- unarfrestur væri við hæfi. I bréfínu segir jafnframt að með því að gefa engan fyrirvara sé öllum mannleg- um þáttum málsins kastað fyrir róða og þetta þýði oft fyrirfram réttindaleysi launamanns til at- vinnuleysisbóta. Fólk verði oft að hafna vinnu þar sem það hafí engar aðstæður til að stunda hana, fólk komist stundum ekki frá börnum sínum og þurfi tíma til að skapa sér aðstæður til að breyta um vinnu- tíma. Sigurður segir hundruð dæma af þessu tagi á höfuðborgarsvæðinu. Skyldur sem fólk gengst undir við skráningu Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir reglur um atvinnuleysisbætur skýrar. Þeg- ar fólk sæki um atvinnuleysisbætur þá sæki það um vinnu um leið, eða skrái sig sem atvinnuleitanda, þetta séu skyldur sem fólk gangist undir til að fá greiddar atvinnuleysisbæt- ur. Vinnumiðlunarkerfíð vinni svo út frá þessum upplýsingum og fólki sem leitar vinnu sé boðin hún þegar hún sé til staðar. Ef fólk hafni atvinnutilboðum þá missi það bætur reglum samkvæmt og telur hann óeðlilegt að fólki á at- vinnuleysisbótum sem sé skráð sé í atvinnuleit verði veitt leyfi til þess að hafna störfum og þiggja áfram bætur. Hann bendir jafnframt á að ýmsir hópar sem þurfi barnagæslu til að geta stundað vinnu, t.d. ein- stæðir foreldrar, hafi forgang að dagheimilisplássum. Hann á von á því að erindið verði sent stjórn At- vinnuleysistryggingarsjóðs til um- fjöllunar. iMiii UM LAND ALLT Kvikk Lunsj 2 stk. í pk. Náms- og starfsráðgjafar hittast Sérmenntunar ekki krafist í 60-70% starfa Gerður G. Óskarsdóttir RÁÐSTEFNU nor- rænna náms- og starfsráðgjafa á Norðurlöndum lýkur í Norræna húsinu í dag. Ráðstefnuna sækja meðal annan-a rirlesarar frá Skandinavíu, Færeyjum, Kanada og íslandi. Einn þein-a, Gerður G. Óskars- dóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, flutti erindi um hlut þeÚTa í atvinnu- lffinu sem ekki ljúka námi úr framhaldsskóla eða há- skóla. - Hvernig er brottfall úr skóla skilgreint? „Ég hef stundum nefnt brottfallsnemendur gleymda helminginn, þar sem mér finnst þeim illa sinnt í skólakerfinu. Um 10% nemenda innritast ekki til náms í framhaldsskóla og þeir eru því strangt til tekið ekki brott- fallsnemendur. Þeir sem innritast en klára ekki eru um þriðjungur af árgangi þannig að samanlagt er þessi hópur um 40%, sem er mjög hátt hlutfall og miklu meira en í nágrannalöndunum. Hver árgang- ur er á milli 4 og 5.000 nemend- ur.“ - Hvaða rannsóknii• hefur þú gert á brottfalli nemenda á undan- íÓrnum ái-um? „Ég hef borið brottfall á Islandi saman við brottfall á öðrum Norð- urlöndum og í Bandaríkjunum og síðan hef ég borið saman sérstak- lega gengi nemenda í skóla á Is- landi og í Finnlandi í tilteknum ár- gangi. Þá hef ég skoðað hvernig brottfallsnemendum gengur á fyrstu árum í starfi miðað við þá sem ljúka einhverju námi, til dæmis með tilliti til launa, hvers konar starf er um að ræða og starfsánægju. Svo hef ég reynt að skoða mun á inntaki starfa brott- fallsnemenda og annarra sem lok- ið hafa einhvers konar námi og einnig hef ég spurt atvinnurek- endur sem ráða fólk í störf sem ekki krefjast sérstakrar menntun- ar hvað þeir hafi til viðmiðunar við ráðningu. Loks er ég að vinna að stórri rannsókn á störfum sem ekki krefjast sérstakrar menntun- ar úr skóla til þess að átta mig á kröfum um færni og þróun starf- anna.“ - Hvað hafa þessar rannsóknir leittíljós? „I stórum dráttum get ég sagt að álíka stórt hlutfall nemenda á Norðurlöndum virðist ekki fara í framhaldsnám strax eftir grunn- skóla, eða um 10%. Svo virðist sem nokkuð svipað hlutfali Jjúki stúdentsprófi, eða um 40%. Á Is- landi Ijúka hins vegar fáir námi af starfs- menntabrautum, eða um 15%^ í hverjum ár- gangi. í Finnlandi á hinn bóginn luku 40% starfsmenntun en brottfall var bara 15%. Við erum með góða starfsmenntun en grein- arnar eru fáar og margar þeirra geta ekki annað eftirspurn eftir starfsþjálfunarplássum. Þeir nem- endur fara þá kannski á stúdents- prófsbrautir. Vandinn er því fyrst og fremst of lítið framboð á starfs- menntun." - Hvernig gengur brott- fállsnemendum í starfí? „Til 25 ára aldurs er greinilegt að þeir sem ljúka starfsmiðuðu námi úr framhaldsskóla og há- skóla geta vænst hærri launa en þeir sem falla brott eða fara ekki í framhaldsnám. Þeir sem ljúka stúdentsprófi geta ekki vænst hærri launa en þeir sem aldrei fara í framhaldsskóla á fyrstu ár- ► Gerður G. Óskarsdóttir fædd- ist árið 1943 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1963, kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1964, BA-prófi í landafræði og þýsku frá Háskóla Islands árið 1969 og uppeldis- og kennslufræði árið 1970. Að því búnu lauk hún meistaraprófi í námsráðgjöf frá Boston-háskóla í Bandaríkjunum árið 1981 og doktorsprófi frá Kalifomíu-há- skóla í Berkeley árið 1994. Gerð- ur stundaði kennslu við Voga- skóla, Kópavogsskóla og Gagn- fræðaskóla Garðahrepps. Hún var skólastjóri Gagnfræðaskól- ans í Neskaupstað, sem síðar varð Verkmenntaskóli Austur- lands og tók hún þá við starfi skólameistara. Gerður varð síð- ar kennslustjóri í kennslufræði við Háskóla íslands og aðstoðar- maður menntamálaráðherra í þijú ár. Hún tók við starfi fræðslustjóra í Reykjavík fyrir tveimur áram. Gerður á tvö upp- komin börn. um starfsævinnar. Það kom mér mjög á óvart því mín tilgáta var sú að öll framhaldsmenntun borgaði sig í launurn." - Hvað um mun á störfum? „í stuttu máli er niðurstaðan sú að fólk með starfsmenntun, stúd- entspróf eða háskólamenntun virðist vera í flóknari störfum en þeir sem hætta námi, ljúka tveggja ára námsbrautum eða fara aldrei í framhaldsskóla." - Hvað kom út úr viðtölum við atvinnm-ekendur sem ekki gera kröfu um sérstaka menntun úr skóla? „í fjölda starfa spyrja menn alls ekki um menntun og kæra sig jafnvel ekki um of menntað fólk sem þeir óttast að missa. Þarna er um að ræða alls konar störf í þjónustu og fram- leiðslu og verslunar- og skrifstofustörf. Enda er ekki krafist form- legrar sérmenntunar úr skóla í 60-70% starfa í íslensku atvinnu- lífi.“ - Hvaða þjóðhagslegar afíeið- ingar hefm• það að 40% í hverjum árgangi láti ekki skrá sig í fram- haldsnám eða falli brott úr námi? „Það vefst mjög fyrir hagfræð- ingum að finna tengsl þar á milli enda veit enginn hvort við þurfum á allri þessari menntun að halda. Margir halda því fram að afkoma þjóða batni í réttu hlutfalli við há- an menntunarstaðal en ekki hefur verið sýnt fram á það svo óyggj- andi sé. Hins vegar er vitað að al- menn grunnmentun hefur jákvæð áhrif á hagvöxt. Slíkt er hins vegar mjög eifitt að mæla þegar fram- haldsmenntun er annars vegar.“ Sumir kæra sig jafnvel ekki um of menntað fólk i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.