Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fagurt útivistar- svæði í Grafarvogi SÍÐASTLIÐIN fjögur ár hefur verið unnið að fegrun Nónholts fyrir botni Grafarvogs og er þar nú fagurt útivistarsvæði með óvenju fjölbreyttum gróðri. Nónholt, sem tilheyrði landi jarðarinnar Grafarholts, kom í eigu hjónanna Ágústs Jóhannes- sonar og ísafoldar Jónsdóttur árið 1953. Nónholt var í þeirra eigu til ársins 1980 og á þeim tíma komu þau upp fögrum garði í kringum sumarhús sitt þar, Brekku. Þegar Reykjavíkurborg eign- aðist landið árið 1994 var garð- urinn í mikilli niðurníðslu en unnið hefur verið að fegrun hans siðan undir stjórn garð- yrkjudeildar Reykjavíkurborg- ar. Þórólfur Jónsson Iandslags- arkitekt sá um hönnun. Morgunblaðið/Kristinn ÚR garðinum er útsýni yfir Grafarvog. Forseti Hæstaréttar Gagnrýni Jóns Steinars ómakleg PÉTUR Kr. Hafstein, forseti Hæstaréttar, vill lítið tjá sig um ummæli Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns sem birtust_ í Morgunblaðinu á laugar- dag. „Ég tel þessa gagnrýni ómak- lega og að stórum hluta ósæmilega en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta að svo stöddu." I viðtalinu gagnrýndi Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmað- ur, Hæstarétt vegna tengsla dóm- ara réttarins við lög sem þeir sjálfir hafa samið og þurfa síðan að dæma eftir. Nefndi hann sem dæmi að sá lögfræðingur sem undirbúið hafði löggjöf um skaðabætur árið 1993 væri nú orðinn fastur dómari í Hæstarétti og að samdómarar hans hefðu þurft að dæma í máli sem snerist um hvort viðkomandi lög stæðust gagnvart stjórnarskránni. I því máli krafðist Jón Steinar að dómararnir vikju sæti en því var hafnað og þá taldi hann dómsniður- stöðurnar í málinu vilhallar viðkom- andi dómara þar sem vildarhags- munir gagnvart honum og starfs- heiðri hans hefðu haft áhrif. Pétur Hafstein segir að í viðtal- inu hafi verið mörg álitaefni, sem þyrftu nánari umfjöllunar við ef út í það væri farið. ----------------- Hulda með brons í gæðingaskeiði AÐEINS einn Islendinganna komst í úrslit í fjórgangi á Norðurlanda- mótinu á Hedeland í Danmörku í gær. Pála Hallgrímsdóttir á Gim- steini frá Höskuldsstöðum varð í fjórða sæti í unglingaflokki. Rakel Róbertsdóttir varð í 6. - 7. sæti á Landa frá Fuglebjarg. Hulda Gústafsdóttir varð þriðja í gæðingaskeiði á Hugin frá Kjart- ansstöðum með 7,71 og eru það fyrstu verðlaunin sem Islendingar hreppa á mótinu. Utanríkisráðherra tengir frekari endurskipulagningu á fjármálamarkaði við sölu á FBA Sala á hlut ríkisins í FBA gæti tafist Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður, um viðræður við SE-bankann Segir að gangi þvert á stefnu ríkisstj órnarinnar HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra útilokar ekki að eitthvað af sölu á 49% hlut ríkisins í Fjár- festingabanka atvinnulífsins drag- ist fram yfir áramót. Hann segir mikilvægt að áður en hlutur ríkis- ins í bankanum verði seldur liggi fyrir hver næstu skref ríkisstjórn- arinnar verða varðandi endurskipu- lagningu á fjármálamarkaði. ,Á- þessari stundu liggur ekki fyrir hvort öll salan fer fram fyrir áramót. Menn þurfa að meta það með hliðsjón af næstu skrefum. Það er hins vegar gengið út frá því að allt að 49% hlutur ríkisins verði seldur á árinu, en það er ekki alveg ljóst hvort það verður að öllu leyti,“ sagði Halldór þegar hann var spurður hvort 49% hlutur ríkisins í FBA yrði seldur fyrir áramót. Halldór var spurður hvort stjórnvöld hefðu markað þá stefnu að tengja sölu á 49% hlut ríkisins í FBA við frekari endurskipulagn- ingu á fjármálamarkaði eða hvort hlutur ríkisins yrði seldur óháð næstu skrefum. „Það sem viðskiptaráðherra hef- ur sagt er að hann telji að það sé mikilvægt að segja til um hvað eigi að gera næst vegna þess að það muni auka verðgildi hlutabréfa rík- isins í Fjárfestingabankanum. Við erum hér að tala um verulega möguleika til hagræðingar á fjár- málamarkaði sem eykur verðmæti eigna ríkisins og ríkið verður að sjálfsögðu að fá réttlátan hlut í þeim verðmætum." Halldór sagði að viðskiptaráð- herra hefði lagt fram tillögur um endurskipulagningu á fjármála- markaði. Þær hefðu verið ræddar í ríkisstjóm og í sérstakri ráðherra- nefnd. Ráðherranefndin hefði sam- þykkt að leggja málið fyrir þing- flokka stjórnarinnar og þar væru þessi mál nú til umfjöllunar. Stefnumótun ríkisstjórnarinnar lægi því fyrir og umræður um hana stæðu yfir. Erlendur banki verði í minnihluta Halldór greindi frá því í síðustu viku að viðræður stæðu yfir við SE- bankann í Svíþjóð um að hann keypti hlut í Landsbankanum og að rætt hefði verið um þá hugmynd að Búnaðarbankinn og FBA yrðu sameinaðir. Halldór sagðist telja að það hefði verið nauðsynlegt að opna umræðu um málið m.a. til þess að flýta þvi að niðurstaða næðist. „Umræða um þessi mál er mikil- væg. Það verður ekki komist hjá því að endurskipuleggja aðild ríkis- ins að fjármálamarkaðinum. Við höfum þegar byrjað á því og við er- um núna að skipuleggja næstu skref. Það er rétt sem bent hefur verið á að okkar hugmynd er að fara í þetta fyrr en við upphaflega ætluðum. Það var ekki ætlunin að stíga frekari skref á þessu kjör- tímabili. Aðstæður hafa hins vegar breyst mjög mikið og við höfum lent í atvikum í bankaheiminum sem ekki var séð fyrír og það er mikilvægt að eyða þeirri óvissu sem þar er. Ég hef ekki verið með neinar fullyi'ðingar um að hve miklu leyti erlendur banki kæmi inn í Lands- bankann. Ég teldi hins vegar heppilegt að Landsbankinn fengi öflugan samstarfsaðila og að mínu mati væri mikilvægt ef hann væri þar minnihlutaaðili, en þó það öfl- ugur að hann gæti haft áhrif á rekstur bankans,“ sagði Halldór. Varla hægt að taka gagnrýni sfjórnarandstöðu alvarlega Stjórnarandstaðan hefur gagn- rýnt ríkisstjórnina fyrir að hafa breytt um stefnu í bankamálum og að vilja selja eignir til að ná end- um saman í ríkisfjármálum. Sig- hvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði m.a. að rík- isstjórnin hefði gefist upp við að ná hallalausum fjárlögum á næsta ári og stefndi því að stórfelldri eignasölu. Halldór sagði að það væri rétt að ríkisstjórnin hefði ekki talið fært að draga jafnmikið úr ríkisútgjöldum og efnahagsástandið kallaði á. Stjórnin hefði talið betra að bregð- ast við með því að selja eignir ííkis- ins og draga þannig úr þenslu. Halldór sagði það útúrsnúning hjá Sighvati að það hefði lítið að segja til að draga úr þenslu að fá inn í hagkerfið erlenda peninga með eignasölu. Megnið af þeirri eigna- sölu sem rætt hefði verið um myndi eiga sér stað hér innanlands. „Það kemur hins vegar á óvart að Alþýðuflokkurinn og stjómarand- staðan skuli vera að gagnrýna okk- ur fyrir þetta því að fram að þessu hefur aðalgagnrýni þeirra verið sú að við höfum gengið of langt í að draga úr útgjöldum í hinu félags- lega kerfi. Við höfum setið undir ótrúlegum ræðum um það mál. Ég spyr um tillögur stjórnarandstöð- unnar um niðurskurð í ríkisútgjöld- um. Fram að þessu hafa tillögurnar allar verið um aukin útgjöld. Það er því tæplega hægt að taka svona gagnrýni alvarlega,“ sagði Halldór. STEINGRÍMUR J. Sigfússon, al- þingismaður, segir að staðfest hafi verið á fundi efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis í gær að viðræður væm hafnar við SE- bankann um möguleg kaup bank- ans á verulegum hlut í Landsbank- anum. Steingrímur óskaði eftir fundinum og lagði þar fram ákveðnar spurningar til viðskipta- ráðherra varðandi þetta efni. „Þetta hljóta auðvitað að teljast umtalsverð tíðindi og boðar grund- vallar stefnubreytingu frá þvi sem lagt var upp með þegar ríkisvið- skiptabönkunum var breytt í hluta- félög. Þá var með óvenju afdráttar- lausum hætti margundirstrikað að ekki stæði til að selja hlut í bönk- unum fyrstu fjögur ájrin. Það er gert bæði með skýrri yfirlýsingu í greinargerð stjórnarfrumvarpsins á sínum tíma, það var gert í fram- söguræðu ráðherrans og það var gert í svörum ráðherra við spurn- ingum á þinginu," sagði Steingrím- ur. Hann sagði að á fundinum hefði einnig komið fram að það sem hefði sett þessa þróun af stað hefði verið eitt símtal frá einhverjum aðstoð- armanni í banka í Svíþjóð. „Og þá náttúrlega fer maður að velta fyrir sér, er stefnufestan ekki meiri en þetta að þegar einhver aðstoðar- bankastjóri í Svíþjóð tekur upp tólið og hringir til Islands þá bara kúvenda stjórnarflokkarnir stefnu sinni að þessu leyti og það er allt ómerkt sem sagt var á Álþingi og í þingskjölum fyrir rétt rúmu ári,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist hafa spurt á fund- inum eftir skýringum á þessari stefnubreytingu og eiginlega það eina sem hefði komið fram væri að bönkunum hefði gengið betur að útvega sér ódýrt lánsfé erlendis en búist hefði verið við. Þess vegna væri ekki ástæða til að fara jafn varlega í sakirnar og leyfa bönkun- um að fóta sig í hlutafélagaforminu í fjögur ár áður en farið væri að selja í þeim hlut eins og áður hefði verið áformað. Steingrímur sagði að einnig hefði komið fram að frekar lítið hefði ennþá gerst í því sem þó hefði staðið til að gera, þ.e.a.s. að undir- búa hlutafjárútboð í Landsbankan- um og hefja sölu á hluta Fjárfest- ingarbankans. „Það er eins og þetta símtal frá Svíþjóð hafi truflað menn svona mikið eða komið öllu á flot að það var litlar upplýsingar að hafa um það hvað væri i gangi að öðru leyti. En menn bregðast hins vegar óvenju skjótt við þegar út- lendingar banka upp á,“ sagði Steingrímur. Aðrir sýnt áhuga Hann minnti einnig á að innlend- ir aðilar hefðu lýst yfir áhuga sín- um á að koma að þessu borði, bæði íslandsbanki og sparisjóðirnir og það virtist ekki hafa dugað til þess að viðræður færu í gang. Þetta verkaði á hann sem mikil lausung og skortur á stefnufestu og fram- tíðarsýn. Auðvitað væri ekkert við það að athuga að endurmeta stöð- una ef menn teldu forsendur breyttar, en það væri nú ekki nema rétt rúmt ár síðan svardagar hefðu verið uppi um að selja ekki hlutafé í bönkunum fyrstu fjögur árin og það eina sem ráðherra hefði heim- ild til að gera væri hugsanlega að bjóða út viðbótarhlutafé. Steingrímur sagði að einnig hefði verið spurt um önnur hag- ræðingaráform og hvar þau væru á vegi stödd, hvort innlendir aðilar fengju sömu meðhöndlun og er- lendir ef til kæmi og hvort það væri markmið í sjálfu sér að selja útlendingum og svörin hefðu verið mishaldgóð. „Mér finnst nú standa upp á forsvarsmenn ríkisstjórnar- innar að útskýra og rökstyðja miklu betur en nú hefur verið gert þessa stefnubreytingu," sagði Steingrímur. Hann sagði að það orkaði mjög tvímælis miðað við yfirlýsingar og afgreiðslu málanna á Alþingi að fara í beinar viðræður um sölu án þess að afla fyrirfram umboðs til þess frá Alþingi. Lindir 2 — Kópavogi Lóðir til sölu Hef góðar útsýnislóðir til sölu á besta stað fyrir einbýli á einni hæð og einbýli á tveimur hæðum. Áhugasamir leggi inn nafn og síma merkt „Lóðir Lindir 2“ á afgr. Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.