Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Veitingahúsið Kaffí Akureyri Grétar og Sigríður selja GRÉTAR Örvarsson og Sig- ríður Beinteinsdóttir hafa selt hlut sinn í veitingahúsinu Kaffi Akureyri. Veitingastaðurinn var opn- aður í gömlu timburhúsi að Strandgötu 7 fyrir rúmu ári, eftir að gerðar höfðu verið umfangsmiklar endurbætur á því. Jóhannes Sigurðsson, kaupmaður á Akureyri, hefur keypt 60% hlut Grétars og Sigríðar í Strandkaffi ehf. sem er rekstraraðili Kaffis Akur- eyrar. Staðurinn hefur notið tölu- verðra vinsælda í bænum og hyggjast nýir eigendur halda áfram sams konar rekstri og verið hefur. Aukafjárveiting samþykkt til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Munu ekkí loka deildum HALLDÓR Jónsson, framkvæmdastjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, sagði að sú auka- fjárveiting til sjúkrahússins upp á 68,8 milljónir króna, sem samþykkt hefur verið af heilbrigðis- ráðherra, komi sér vissulega vel og að um leið verði hægt að afstýra lokunum deilda með haustinu. Þá hefur verið gengið frá aðlögunar- nefndarsamningi við hjúkrunarfræðinga en upp- sagnir 60-70 hjúkrunarfræðinga áttu að stærst- um hluta að koma til framkvæmda um næstu mánaðamót. Halldór sagði þó að horfa yrði á þessa fjárveitn- ingu í tvennu lagi. „Annars vegar er um að ræða fjárveitingu vegna halla síðasta árs og ársins þar á undan. Um síðustu áramót var uppsafnaður halli um 70 milljónir króna og upp í þann halla fá- um við 38,8 milljónir króna. Að óbreyttu var gert ráð fyrir að halli þessa árs yrði að minnsta kosti 60 milljónir króna en við fáum nú 30 milljónir króna til viðbótar og auðvitað er maður þakklátur fyrir allt það sem við fáum. Hins vegar er ástæða til að nefna að FSA hefur ekki fengið aukafjár- veitingu vegna hallarekstui's eða umframkeyrslu allan þennan áratug. Við höfum því náð að stýra rekstrinum í samræmi við fjárlög fram til þessa.“ Á FSA hafa verið sparnaðar- og aðhaldsað- gerðir í gangi og sagðist Halldór vona að með þessari aukafjárveitinugu væri hægt að láta hlut- ina ganga og að ekki þurfi að koma til áhrifaríkr- ar skerðingar á starfseminni með haustinu. „Við þurfum engu að síður að spara sem nemur 30-40 milljónum á þessu ári miðað við óbreyttan rekst- ur. Það eru töluverðir peningar til viðbótar því sem áður hefur verið gert.“ Samningur við hjúkrunarfræðinga Á milli 60 og 70 hjúkrunarfræðingar sögðu upp störfum á FSA í byrjun sumars, vegna óánægju með að ekki hafði tekist að útfæra nýjan kjara- samning og átti stærsti hluti uppsagnanna að koma til framkvæmda um næstu mánaðamót. Halldór sagði að búið væri að ganga frá aðlögun- arnefndarsamningi við hjúkrunarfræðinga, á sömu nótum og gert var í Reykjavík. „Það er verið að útfæra hann og skýra fyrir hjúkrunarfræðingum og ég vona að fólk vilji vinna hér áfram á þeim nótum. Einhverjir hjúkr- unarfræðingar hafa dregið umsóknir sínar til baka en ég veit hins vegar að fólk er misjafnlega ánægt, hér eins og annars staðar. Einnig erum við með aðrar starfsstéttir ófrágegnar og það er líka áhyggjuefni og er hlutur sem við viljum ganga í að leysa á næstu dögum og vikum.“ Bráðabirgðasamkomulag við sérfræðinga Þá hefur verið gengið frá bráðabirgðasam- komulagi milli heilbrigðisráðuneytisins og sjálf- stætt starfandi sérfræðilækna á FSA. í samn- ingi Tryggingastofnunar og samtaka sérfræð- inga var ekki gert ráð fyrir því að sérfræðingar sem starfa inni á stofnunum geti sent reikninga á Tryggingastofnun vegna sjálfstæðrar sér- fræðimóttöku sem þeir stunda innan veggja þeirrar stofnunar sem þeir starfa á. Breytingin felst í því að gerður er þjónustusamningur milli ráðuneytisins og sjúkrahúsa, sem aftur semja við sína sérfræðinga um umfang og útfærslu starfseminnar. Staða yfírlæknis á slysadeild FSA var auglýst laus til umsóknar í sumar og að sögn Halldórs bárust þrjár umsóknir um stöðuna. Halldór sagði að samkvæmt lögum þyrftu umsóknarnir að fara fyrir stöðunefnd en stefnt væri að því að ráða í stöðuna jafnvel í næsta mánuði. Morgunblaðið/Kristján UNNIÐ var að löndun úr Baldvini Þorsteinssyni EA á Akureyri í gær en Baldvin og Akureyrin EA halda til veiða í Smugunni á laugardag. Skemmtileg verslun Aksjón Samherjatogarar afla fyrir 180 millj. Föstudagur 7. ágúst 21.00Þ’Sumarlandlð Þátt- ur fyrir ferðafólk á Akureyri og Ákureyi'inga í ferðahug. POLLINN Dúettinn KOS skemmtir föstudags- og laugardagskvöld Verið velkomin www.mbl.is Þrír togarar á leið í Smuguna ÞRIR frystitogarar Samherja hf. komu til hafnar í vikunni með afla- verðmæti upp á samtals um 180 milljónir króna. Þar af kom Bald- vin Þorsteinsson EA til Akureyrar í fyrrinótt eftir 30 daga veiðiferð, með aflaverðmæti upp á 72 millj- ónir króna. Aflinn var blandaður, bæði úr úthafinu og af heimamið- um. Akureyrin EA kom til hafnar á Akureyri á þriðjudag, eftir 29 daga veiðiferð. Áflinn var blandaður úr úthafinu og af heimamiðum og var aflaverðmæti skipsins um 62 millj- ónir króna. Þá landaði Víðir EA á Reyðarfirði í gær, eftir 18 daga veiðiferð á heimamiðum og er afla- verðmæti skipsins um 44 milljónir króna. Veiði að glæðast í Sinugunni Allir togararnii' þrír eru á leið í Smuguna að sögn Þorsteins Vil- helmssonar, framkvæmdastjóra hjá Samherja. Víðir hélt áleiðis í Smuguna í gærkvöld en Baldvin Þorsteinsson og Akureyrin halda af stað á laugardaginn. Þorsteinn sagðist hafa haft spurnir af því að þrjú íslensk skip væru í Smugunni og að veiðin hefði farið að glæðast í fyrradag, eftir rólega byrjun. Arleg Trölla- skagatví- þraut SKÍÐADEILD Leifturs efnir til hinnar árlegu Tröllaskagatvíþraut- ar á morgun, laugardaginn 8. ágúst. Þrautin felst í því að hlaupið er frá ráðhúsinu á Dalvík inn Böggvisstaðadal, yfir Reykjaheiði, niður að Reykjum í Olafsfirði en þar er sumarbústaðahverfi við ræt- ur Lágheiðar. Þaðan er svo hjólað í Olafsfjarðarbæ eftir gömlum þjóð- vegi í vestanverðum firðinum og endað við Félagsheimilið Tjarnar- borg. Vegleg verðlaun eru veitt í karla- og kvennaflokkum en einnig er flokkur trimmara án tímatöku. Samhliða þrautinni er gönguferð yfir Reykjaheiði og er göngufólki ekið í mynni Böggvisstaðadals og það gengur að Reykjum og er ekið þaðan í bæinn. Allir fá verðlauna- pening fyrir þátttökuna. Mæting er við félagsheimilið Tjarnarborg kl. 10.00 og verður öllum ekið með rútu til Dalvíkur. Keppnismenn koma með hjólin þangað og verður farið með þau að Reykjum. Skrán- ing er í síma 852-0774 en þátttöku- gjald er kr. 1.200. ------------- Stöður hjá Akureyrarbæ Fjórtán um- sóknir bárust FIMM umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Akureyi’arbæjar og níu umsóknir um starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og upplýsingasviðs bæjarins. Umsóknirnar voru kynntai- á fundi bæjarráðs í gær en ráðið vísaði afgreiðslu þeirra til bæjarstjómar. Umsækjendur um starf fram- kvæmdastjóra fjármálasviðs eru: Hjálmar Kjartansson, Dan Jens Brynjarsson, Einar Olafsson, Jó- hannes Valgeirsson og Ottó Magn- ússon. Umsækjendur um starf fram- kvæmdastjóra stjórnsýslu- og upp- lýsingasviðs eru: Jón Sigtryggs- son, Jóhanna Kristín Tómasdóttir, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Bryn- dís Símonardóttir, Dóra Stefáns- dóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Baldur Dýi'fjörð, Gunnar Frí- mannsson og Jón Baldvin Hannes- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.