Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 15 LANDIÐ Morgunblaðið/KVM BÖRNUM var boðin andlitsmálning. MIKILL fjöldi safnaðist saman í góða veðrinu. FJÖLSKYLDUSKEMMTUN var haldin á Kristjáni IX þar sem börnin tóku lagið með hljómsveitinni 8-villt. S Anægja einkenndi hátíðina s „A góðri stund“ Grundarfirði - Arnhildur Þór- hallsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar „Á góðri stund“, sem haldin var í Grundarfirði“ nýlega, var nyög ánægð með hversu vel hátíðin tókst. Margt fólk heimsótti Grundarflörð og nágrenni til að vera með í þess- ari fjölbreyttu dagskrá. Veður var hið besta, sérstaklega á laugardeginum þegar mest var um að vera. Þann dag fór hátíð- in fram að mestu við höfnina sem hefur fengið nýtt og feg- urra útlit. Margt var gert fyrir börnin. Þau gátu fengið andlitsmálun, hoppað í loftpúðakastala, reynt fyrir sér í sleggjuhöggum og keppt í dorgveiði svo eitthvað sé nefnt. Ymislegt annað var á boðstólum. Má þar nefna veislu þar sem sjávarréttasúpa var í boði en margir gæddu sér á henni. Gallerí Grúsk var með sölutjald þar sem hægt var að kaupa allt frá rjúkandi súkkulaði og ijómapönnukökum til útsagaðra hluta úr viði eða fallegra saumaðra muna, slíp- aðra steina og margs fleira. Þá var einnig hægt að kaupa úrvals hafbeitarlax, sem slátrað var á staðnum. Hægt var að fara í skemmtisiglingu, sjóstangaveiði og sjá ýmis lifandi sjávardýr í fiskikörum á höfninni. Nýr strandblaksvöllur var tekinn í notkun og kepptu nokk- ur lið í strandblaki. Margt var gert til skemmtunar fyrir unga og eldri. Morgunganga var far- in í kringum Kirkjufell og einnig var ganga á Kirkjufell fyrir vana göngumenn 18 ára og eldri. Bókasafn Eyrarsveitar var með sögusýningu og Hrann- arbúðin var með reiðhjóladag. Þá var skotkeppni og skotveiði- félagið stóð fyrir leirdúfuskot- sýningu og kynningu. Golf- klúbburinn Vestarr stóð fyrir Golfmóti á Bárarvelli. í Grafarvogi Dagana 7. til 24. ágúst verður umferð beint frá hringtorgi á mótum Gullinbrúar og Fjallkonuvegar. Er þetta gert vegna breytinga á hringtorginu í gatnamót með umferðarljósum. Umferð í báðar áttir verður beint framhjá torginu bæði með akreinum á milli þessara gatna og einnig yfir á Lokinhamra, sbr. meðfylgjandi kort. o Til þess að greiða fyrir umferð verða sett upp færanleg umferðarljós. Einnig mun lögreglan fylgjast með umferð og aðstoða eftir þörfum. Þá verður reynt að sjá til þess að allir sorpbflar og steypubflar aki Víkurveg þessa daga. Loks verður sérstakur gangbrautarvörður við Lokinhamra. íbúar Grafarvogs og aðrir vegfarendur eru beðnir velvirðingar á þessu raski, sem er þó nauðsynlegt til þess að gera úrbætur þessar sem bæta samgöngur og auka öryggi í umferðinni. Rétt er að benda á að hægt er að nota aðkomu um Víkurveg. Leið 15 ekur í Hamrahverfi á leið í miðborg öfugt við það sem nú er. Gatnamálastj óri Borgarverkfræðingur VEGAGERÐIN ____I__I___
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.