Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ my&-- j&xáimw Novaja > Zemlja \ HAF - Smugan löaniafey^ Gráasvœðið '*vvuk. ÍSLAND RUSSLAND ---/ Þrú íslensk skip eru nú að veiðum í smugunni / FÆREYJAR ÚR VERINU Morgunblaðið/RAX SKIPVERJAR á Snorra Sturlusyni RE gera klárt fyrir Smugutúr. Þrír íslenskir togarar í Smugunni Veiðin dottin niður eftir stutta aflahrotu ÍSLENSKU togaramir þrír sem nú eru við veiðar í Smugunni í Barents- höfðu fengu góðan afla á miðviku- dag. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Kristinn Gestsson, skip- stjóri á Snorra Sturlusyni RE, að veiðin væri alveg dottin niður á ný en sagðist þokkalega bjartsýnn á að rætist úr aflabrögðum. Auk Snorra Sturlusonar RE eru Freri RE og Haraldur Kristjánsson HF að veiðum um 20 mílur suðaust- ur af suðvesturhorni Smugunnar. Freri RE kom fyrstur á svæðið á sunnudagskvöld og Haraldur Rrist- jánsson HF á mánudag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var sama og engin veiði þangað til í fyrrakvöld, aðeins fengust eitt til tvö tonn í hali eftir allt upp í 14 tíma tog, mest af flatfiski. Gott skot af mjög stórum og góðum fiski Kristinn sagði veiðina hafa verið góða á miðvikudag en skipið kom í Smuguna á þriðjudag. „Það var eng- in veiði þegar við komum en síðan kom gott skot af mjög stórum og góðum fiski. Veiðin datt síðan alveg niður og við höfum lítið fengið síðan. Yfirleitt er veiðin skárst á morgnana og í morgun [gærmorgun] var þetta mjög dapurt. Svona gengur þetta fyrir sig hérna norður frá, góð veiði einn daginn en ekkert hinn. Maður veit því aldrei hvað gerist. Þetta get- ur gosið upp allt í einu.“ Kristinn sagðist þó bjartsýnn á að veiðin glæðist á ný þvi aðstæður í hafinu séu nokkuð betri en í fyrra. Sjórinn sé heldur hlýrri núna og meira líf að sjá. Hann segir 3 portú- gölsk skip að veiðum í Smugunni auk fjölda rússneskra skipa. „Það getur verið erfitt að eiga við þetta því þeir draga alltaf út úr landhelg- inni þvert á okkur en við megum vitaskuld ekki fara þangað inn,“ sagði Kristinn. Ekki fleiri á leiðinni Eftir því sem næst verður komist eru ekki fleiri íslensk skip á leiðinni í Smuguna og þeir útgerðarmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögð- ust ekki hafa tekið ákvarðanir um hvort þeir sendu skip þangað norður eftir. Það yrði gert á næstu dögum þegar frekari aflafréttir bærust. Fiskverndarsvæði Norðmanna við Svalbarða GRÆNLAND * /1( h> © 1 \\ Kosningarnar í Kambódíu Ranariddh viður- kennir ekki úrslitin Phnom Penh. Reuters. STJÓRNARANDSTAÐAN í Kambódíu ítrekaði í gær hótanir sínar um að hunsa þing landsins og koma þannig í veg fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar. Frétta- skýrendur töldu hins vegar í gær að óhjákvæmilegt væri að sam- steypustjóm allra flokka yrði mynduð á endanum þótt samninga- viðræður ættu sjálfsagt eftir að taka dágóðan tíma. Norodom Ranariddh prins, leið- togi stærsta stjómarandstöðu- flokksins FUNCINPEC, sagðist á fundi með fréttamönnum ekki ætla að viðurkenna niðurstöður kosn- inganna í síðasta mánuði fyrr en að lokinni endurtalningu atkvæða. I sama streng tók Sam Rainsy, leið- togi næststærsta stjórnarand- stöðuflokksins, en báðir hafa þeir sakað Hun Sen, forsætisráðherra og leiðtoga CPP-flokksins, um kosningasvik. Jafnframt segja þeir að sú aðferð sem stjómvöld hyggj- ast nota til að úthluta þingsætum muni hygla CPP-flokknum. Reuters NORODOM Ranariddh prins og Sam Rainsy, stjórnarandstöðu- leiðtogar í Kambódíu, á blaða- mannafundi í Phnom Penh. Bráðabirgðaniðurstaða kosning- anna hefur leitt í ljós að CPP hlaut meira en 41% greiddra atkvæða, FUNCINPEC ríflega 32% og Flokkur Sams Rainsy um 14%. Gert er ráð fyrir að þetta tryggi CPP 64 þingsæti, meira en helm- ing 122 sæta á þingi landsins en ekki nægilega mörg til að geta myndað stjórn því 2/3 hluta þarf til þess. Ef Ranariddh og Rainsy láta verða af hótun sinni að mæta ekki til þings blasir því við stjórnar- kreppa í landinu. Bíða niðurstöðu endurtalningar Hun Sen hefur áður boðið Rana- riddh og Rainsy aðild að sam- steypustjórn en þeir vilja ekki ljá máls á því fyrr en umkvartanir þeirra hafa verið teknar fyrir og endurtalning á atkvæðum farið fram. Fari svo að stjórnarandstað- an hunsi þingið hefur Hun Sen sagst ætla að breyta stjórnarskrá landsins þannig að hann geti stýrt bráðabirgðastjóm án stuðnings 2/3 hluta þingmanna. Uffe Ellemann-Jensen ekki í framboð til EÞ Kaupinannahöfn. Morgunblaðið. UFFE Ellemann-Jen- sen, fyrrverandi leið- togi frjálslynda flokks- ins Venstre í Dan- mörku og fyrram utan- ríkisráðherra, vísar því á bug að hann verði að- alframbjóðandi flokks- ins til Evrópuþings- kosninganna á næsta ári. Um leið tekur hann skýrt fram að hann er á hraðri leið út úr stjómmálunum og ekki inn í þau aftur, eftir að hafa látið af for- mennsku í Venstre eft- ir kosningarnar í vor. Flokkur hans hlaut góða kosningu, en hægriflokkunum tókst ekki á ná stjómartaumunum og um leið brast draumur hans um að verða forsæt- isráðherra. Ellemann-Jensen hefur ekki skort hvatningu til að verða í efsta sæti á lista flokksins, en sjálfur heldur hann fast við að einbeita sér að öðra en stjómmálum. Hann hefur beint kröftum sínum að atvinnulífinu, situr í stjóm ýmissa fyrirtækja og segir í samtali við Berlingske Tidende að hann vilji gera fólki ljóst að hann sé fyrrverandi, ekki núverandi stjórnmála- maður. Því komi sæti á framboðslista öldungis ekki til greina, jafnvel þótt flokkinn vanti sárlega sterkan persónuleika til að leiða Evrópulistann í kosningunum í júní. Sama gildir reyndar um íhaldsflokkinn, sem mun eiga erfitt með að fylla sæti hins vinsæla Pouls Schluters, fyrram forsætis- ráðherra, er lætur af Evrópuþing- mennsku eftir þetta kjörtímabil fyrir aldurs sakir. Venstreleiðtoginn fyrrverandi situr enn á þingi, en hefur bent flokknum á að finna verði honum eftirmann í kjördæminu. Hann heldur enn sæti sínu í utanríkis- nefnd þingsins, en tekur ekki að sér nein pólitísk leiðtogastörf, því eins og hann segir sjálfur þá væra fjöl- miðlar stöðugt á eftir honum ef svo væri til að leita eftir sundurþykki hans og núverandi formanns. Það sé ófært að gamli leiðtoginn valdi nýjum formanni og flokksforyst- unni vanda með afskiptum sínum. Þess vegna lætur hann heldur ekki ]jós sitt skína um nein pólitísk deiluefni líðandi stundar. Ellemann-Jensen Ritt veit hvað hún vill Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. VANGAVELTUR um pólitíska framtíð Ritt Bjerregaard, fulltrúa Dana í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, hafa nú blossað upp í Danmörku. Poul Nyrap Rasmussen, for- sætisráðherra Dana og flokks- bróðir Bjer- regaard, hefur enn ekki látið uppi hvort hún verður tilnefnd aftur, þegar stjórnartíminn rennur út á næsta ári, eða hvort hún verður endurskipuð, en hún veit sjálf hvað hún vill. I vor var ákveðið að Torben Lund, þingmaður flokksins, ætti að skipa efsta sæti á lista flokksins til Evrópuþingsins, en það var annars sæti, sem Bjerregaard hefði vel getað hugsað sér. Miðað við per- sónulegar vinsældir Bjerregaard er Lund mun veikari frambjóðandi. Bjerregaard hefur nú látið í ljós að missi hún sæti sitt í framkvæmda- stjóminni muni hún leita eftir að fá aftur öraggt sæti í kjördæmi heima fyrir. Þingmennskan falli henni vel og þótt hún vildi gjarnan halda sætinu í fram- kvæmdastjórninni, þá hafi hún saknað kjósenda. Það er ekki ráð- herrastóllinn sem hún stefnir á, heldur almennt pólitískt starf. Nyrap þykir standa frammi fyrir erfiðum kosti. Það er ávallt spurn- ing hversu lengi eigi að láta eina manneskju sitja í sama eftirsótta sætinu, en hins vegar þykir hún hafa staðið sig vel undanfarið eftir erfiða byrjun. Því gæti svo farið að í nýrri stjóm hlyti Bjerregaard og Ritt Bjerregaard þar með Danir veigameira svið en umhverfismálin, sem Bjerregaard hefur farið með. Miðað við hve Bjemegaard hefur oft ögrað Nyrap þá boðar það enga lognmollu að hún komi aftur inn í dönsk stjórnmál. Vitað er að flokkssystkinin tvö talast ekki við nema örsjaldan. Það vakti athygli að þegar þau hittust í vor höfðu þau ekki hist í tvö ár, heldur aðeins haft samband í gegnum embættis- menn sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.