Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters BORGIN Paju í norðurhluta Suður-Kóreu er að stórum hluta undir vatni. Flóðin í Asíu aukast í kjöl- far fellibyls Peking, Seoul, Dhaka. Reuters. YFIR 2 þúsund manns hafa látið lífíð af völdum flóðanna í Kína síð- an í júní, að því er greint var frá í gær. Útlit er fyrir að flóðin færist í aukana í kjölfar fellibylsins Ottós. Tala látinna hækkar einnig stöðugt vegna vatnavaxtanna í Suður-Kóreu og Bangladesh. Fan Baojun, aðstoðarinnanríkis- ráðherra Kína, tjáði fréttamönnum í gær að flóðin hefðu raskað lífi um 240 milljóna Kínverja með ein- hverjum hætti. Alls hafa nær 14 milljónir manna þurft að yfírgefa heimili sín vegna flóðahættu, og um 6 milljónir íbúðarhúsa hafa eyðilagst. Þá hafa um 22 milljónir hektara ræktarlands farið undir vatn og gífurlegt tjón hefur orðið á uppskeru. „Skaðinn er mun meiri en áður hefur þekkst og manntjónið [á tveimur mánuðum] er álíka mikið og af völdum allra náttúruhamfara samanlagt í meðalári“, sagði Bao- jun á fréttamannafundi. Hann skýrði frá því að flestir hefðu látist er aurskriður lögðu heilu þorpin í rúst. Margir hefðu einnig látið lífið af völdum vatnsflaums og raf- magnsbilana. Ekki er ljóst hversu mikið efna- hagslegt tjón hefur orðið vegna flóðanna, en embættismenn hafa leitt getur að því að það sé ekki undir 840 milljörðum íslenskra króna. Ottó veldur óskunda Flóðin sem gengið hafa yfir í mið- og austurhluta Kína í sumar eru þau verstu síðan árið 1954. Fellibylurinn Ottó gengur nú yf- ir austurströnd Kína og stefnir að Anhui-sýslu. Honum fylgja miklir regnstormar sem auka munu vatnsmagnið í Jangtse-fljóti og fleiri ám og ekki er því líklegt að flóðunum linni í bráð. Veðurfræð- ingar spá einnig miklu regni í norðurhluta Kína í ágúst, sem auka mun vatnavexti í Gulá. Björgunarmenn hafa gripið til þess ráðs að sprengja stíflur á nokkrum hættusvæðum og beina vatninu í öruggan farveg, til að FLÓÐIN í ASÍU Yfir 2 þúsund manns hafa látist í flóðunum í Kína síðan í júní og nú er útlit fyrir að flóðin færist enn í aukana í kjölfar feilibylsins Ottós, sem gengur yfir austurströndina. í Suður-Kóreu hafa að minnsta kosti 150 látið lífiö af völdum vatnavaxtanna í sumar. NORÐUR KÓREA jí Kanghwa- • útivistarsvæð- £ ið, þar sem 1 tlest dauðsföli hafa orðið. w’ ANHUI HUBEI Wuhan .ZHEJIANG Janglse- "V fljótia HUNAN JIANGXI FUJIAN SUÐUR-KINAHAF 400 km Beijing (Peking) ISJ Fjóröa flóðbyigjan í sumar gengur nú niður Jangtse-fljót. . I höfuðborginni ^.S------—Seoul slösuðust 526 þegar þota _|rann út af votri /_v/v flugbraut á miðvikudag. Hubai - sysla hefur orðið verst úti SUÐUR KÓREA Þar hafa að minnsta kosti 40 manns látist á síðustu tveimur dögum. Fellibylurinn Ottó sem stefnir í átt að Anhui-sýslu, ber með sér mikla regnstorma. V TAIVAN forða stórum borgum. Líklegt er að það verði gert víðar þar sem hætta er á að stíflur bresti. Embættismenn í Suður-Kóreu skýrðu frá því í gær að yfir 150 manns hefðu látist í flóðum og aur- skriðum af þeirra völdum í sumar. Nær 3 þúsund manns hafa misst heimili sín og mikið tjón hefur orð- ið á mannvirkjum. í Bangladesh hafa flóðin orðið um 300 manns að fjörtjóni. Margir hafa látist af völdum sjúkdóma sem berast með menguðu drykkjarvatni og hjálp- arstarfsmenn vinna myrkranna á milli við að koma í veg fyrir út- breiðslu þeirra. Afsögn Ashrawi Staða Arafats veikist Ramallah, Jerúsalem. Reuters. HANAN Ashrawi, sem í gær sagði af sér ráðherraembætti í heima- stjóm Palestínumanna, gagnrýndi Yasser Arafat, forseta stjórnarinn- ar, harðlega fyrir að láta spillingu og valdníðslu viðgangast innan hennar. Sagði Ashrawi að „ákvarðanataka [hafi] á vissan hátt færst á hendur fámenns hóps“. Fréttaskýrendur segja að brott- hvarf Ashrawis muni koma sér illa fyrir Arafat og draga úr trúverðug- leika hans. „Það verður sérstaklega slæmt fyrir leiðtoga heimastjórnar- innar á alþjóðavettvangi og vett- vangi arabaríkja að missa Ashrawi... kannski síður innan stjórnarinnar sjálfrar," sagði Ghassan al-Khattib, fyrrverandi samningafulltrúi Palest- ínumanna. Ashrawi hefur getið sér orð fyrir að bjóða Arafat hiklaust birginn og berjast fyrir lýðræðisþróun á heima- stjórnarsvæðunum á Vesturbakkan- um og Gaza. Hún var prófessor í enskum bókmenntum við Bir Zeit- háskóla á Vesturbakkanum, en varð kunn á alþjóðavettvangi sem tals- maður palestínsku sendinefndarinn- ar í sögulegum friðarviðræðum Isra- ela og Palestínumanna er hófust í Madríd 1991. Allar götur síðan hefur Ashrawi gegnt forystuhlutverki á heima- stjórnarsvæðunum og barist fyrir auknum mannréttindum. Hefur hún gagnrýnt bæði palestínsk og ísra- elsk stjómvöld. Hún bauð sig íram og náði kjöri sem óháður þingmaður í fýrstu þingkosningunum sem haldnar voru á heimastjórnarsvæð- unum 1996, og var ein af aðeins 28 konum í hópi 676 frambjóðenda. Arafat bauð henni sæti í fyrstu heimastjórninni, en hún hafnaði boðinu í fyrstu og kvaðst heldur vilja fara fyrir mannréttindasamtök- um og íylgjast með störfum stjórn- arinnar. Svo fór þó, að hún tók við embætti framhaldsmenntunarráð- herra í júní 1996. Áður sagt upp Ashrawi hefur áður afhent Arafat uppsagnarbréf. Hún sagði af sér stöðu talsmanns Palestínumanna 1993 í kjölfar fregna um að hún ef- aðist um trú Arafats á lýðræði og persónufrelsi. Ashrawi sagði á fréttamannafundi í gær að hún myndi halda sæti sínu á löggjafarsamkomu Palestínu- manna til þess að geta áfram orðið þjóðinni að liði. Todor Zhivkov látinn Tímabili kommúnismans í Búlgaríu endanlega lokið Sofíu. Reuters. TODOR Zhivkov, fyrrverandi kommúnistaleiðtogi Búlgaríu, er látinn. Læknar á sjúkrahúsi búl- görsku stjórnarinnar í Sofíu greindu frá því í gærmorgun, að Zhivkov, sem var 86 ára, hefði and- ast þar. kvöldið áður af völdum langvinnra áhrifa sykursýki og ým- issa annarra ellikvilla. „Að Todor Zhivkov gengnum er tímabili kommúnismans í Búlgaríu endanlega lokið,“ sagði Petar Stoyanov, forseti Búlgaríu, í sam- úðarskeyti til ættingja hins látna. Zhivkov stjórnaði Búlgaríu frá því hann komst í leiðtogasæti kommúnistaflokksins 1954 og allt til þess er samheijar hans steyptu honum í átakalítilli hallarbyltingu 1989. Hann var látinn laus úr stofufangelsi í september í fyrra, en árið 1991 var hann - fyrstur ZHIVKOV á blaðamannafundi í Reykjavik í september 1970. fyrrverandi leiðtoga Austantjalds- ríkja - dreginn fyrir rétt. Málaferlin gegn honum voru umdeild, en 1992 var hann dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa dregið sér háar fjár- hæðir úr almannasjóðum og eytt í vestrænar munaðarvörur, lúxus- íbúðir og bíla fyrir sig, fjölskyldu sína og vildarvini. „Dauði Zhivkovs er tvímæla- laust mikill missir fyrir flokkinn vegna þess sess sem hann nýtur í sögu hans. Lífsstarf hans mun verða metið að verðleikum af síð- ari kynslóðum,“ sagði Iljana Jotova, talsmaður sósíalistaflokks Búlgaríu, arftaka kommúnista- flokksins. Zhivkov kom í opinbera heim- sókn til Islands í september 1970 og lét þau orð m.a. falla á blaða- mannafundi í Ráðherrabústaðnum að aldrei yrði það liðið að komm- únísku skipulagi væri steypt. SÞ segja Serba ekki iðka þjóð- ernishreinsanir Genf, Vín, Brussel, Tirana. Reuters. JIRI Dienstbier, sem rannsakar mannréttindabrot fyrir Sameinuðu þjóðimar, segir júgóslavnesk stjórn- völd ekki sek um þjóðernishreinsanir á Kosovo-Albönum. Þetta kom fram á blaðamannafundi Dienstbiers, sem bætti því við að nauðsynlegt væri að koma í veg fyrir útbreiðslu átakanna í Kosovo svo að ekki brytist út nýtt stríð á Balkanskaga. ESB vill að réttarlæknum verði hleypt til Kosovo-héraðs til að rann- saka ásakanir um fjöldamorð á Kosovo-Albönum. Eftirlitsmenn ESB hafa ekki fundið sannanir um fjöldagrafir nærri þorpinu Orahovac, en þeir munu halda rannsókn áfram. Serbnesk yfirvöld hafa neitað ásökunum um fjöldamorð á óbreytt- um borgurum í Orahovac og sýndu blaðamönnum í fyrradag fjörutíu grafir, sem sagðar voru skæruliða Frelsishers Kosovo. Dagblað ítrekar fjöldamorðafréttir Austurríska dagblaðið Die Presse, sem fyrst flutti fréttir af meintum fjöldamorðum Serba, ítrekaði í gær að hundruð líka væru grafin nærri Orahovac og tilgreindi staðsetningu fjöldagrafa 30-100 metrum frá staðnum sem eftirlitsmenn ESB skoðuðu á miðvikudag. Fulltrúar Evrópusambandsins segjast munu taka allar vísbendingar til greina og reyna að komast að hinu sanna í málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.