Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SAFNAHUSIÐ Á HÚSAVÍK Allt ber að einum brunni um fróðleik á mörgum sviðum í Safna- —. —— — ■ 7 húsi Þingeyinga í Húsavík segir Bragi Asgeirsson og telur það hús bera nafn með rentu. Þróunin sækir í og með föng til bygg- —------------------------7----- ingar gömlu svipmiklu kirkjunnar, verks Rögnvaldar Olafssonar, fyrsta lærða húsameistara íslenzku þjóðarinnar. ALVEG óvænt hafa augu heimsins beinzt að Húsavík á undan- fömum ámm, ástæðan er hvalaskoðunarferðir sem útlendir þyrpast í. Og í beinu framhaldi hefur þar verið opnað hvalasafn, sem ekki vekur minni áhuga þeirra, þannig að byggðar- lagið og þeir snjöllu menn er að baki framkvæmdanna standa mega harla vel við una. Þessi mikla fyrir- ferð úthafanna er í brennidepli í heimsbyggðinni um þessar mundir, in, og æðsti draumur margra að líta skepnuna augum, jafnvel dauð- vona fólk kemur langt að til að sú fróma ósk megi rætast áður en það verður eitt með allífínu. Fyrir íslendinga almennt er Húsavík sennilega þekktust fyrir hina fögm krosskirkju Rögnvaldar Ólafssonar, sem telst óyggjandi fyrsti lærði húsameistari okkar á nýrri tímum er helgaði Islandi starfskrafta sína, hvað sem öllum nýrri tíma prófgráðum líður. Mis- skilningur að þær framberi sjálf- krafa falleg og vel byggð hús, frek- ar en að meistaragráður og há- tækni nútímans séu trygging fyrir ferskri og gildri sköpun á listasviði. Ógleymdur skal hins vegar sá stór- merki maður Ólafur Olafsson, í Kóngsbergi í Noregi, sem telst fyrsti lærði byggingarmeistarinn, en starfskrafta hans og hug- myndauðgi nutu íslendingar því miður aldrei. Kirkjan er ekki einungis falleg, heldur virðist hún eins konar tákn og kjölfesta þéttbýliskjarnans. Kemur hér fagurlega fram hvemig rismiklar byggingar geta haft mikil og heilbrigð áhrif, sem umhverfíð dregur dám af. Þannig er Húsavík eitthvað alveg sérstakt í huga margra fyrir fagurt, opið og eftir- minnilegt andrými. Minnist ég þess, er við faðir minn þræddum alla fírði Norður- og Austurlands- ins í grænum jeppa fyrir fjórum áratugum, að Húsavík festist sér- staklega í minnið. Var einnig tengt því, að við gistum hjá séra Friðriki Friðrikssyni, æskuvini föður míns frá Fróðárárunum í upphafi aldar- innar, er þeir áttu heima hvor sín- um megin árinnar og kallfært á milli. Allt var með þeim menning- arbrag á heimili prófastsins að ekki fymist fyrir, og kaupstaðurinn ein- staklega aðlaðandi á þessum löngu horfnu sumardögum. Þegar eitthvað manngert af hárri gráðu ber fýrir augu, vill það fest- ast í minni, verða líkast leiðarljósi í vitundinni og einkenna hugsanir og atferli viðkomandi eftir það. Danska skáldkonan Karen Blíxen lýsti þessu á mjög táknrænan hátt er hún skrifaði: „Ég hefði í það heila átt erfítt með að ímynda mér hvemig landslag liti út, ef miklir meistarar hefðu ekki afhent mér lykilinn að því. Ég hef upplifað og meðtekið sérkenni landslags í dýpt sinni og innileika á þann hátt sem það hefur verið túlkað af málumm. Constable, Gainsborough og Tum- er hafa sýnt mér England, og þeg- ar ég sem ung stúlka kom til Hollands, skildi ég allt sem lands- lagið og borgimar sögðu fyrir það að málaramir þjónuðu mér sem vinsamlegir túlkar. Ég var vígð hinni bláu Úmbríu, hinu fagra um- hverfí Perugia, af höndum Giottos og Fra Angelicos, en í Sviss hins vegar, þar sem ég hef ekki fundið neinn mikinn listamann til að leið- beina mér, hefur það kostað mig töluvert ómak að tengja ekki feg- urð fjallanna og vatnanna lituðum póstkortum." Snjöll samlíking, en hinni miklu skáldkonu hefur einhvema hluta vegna sést yfír hinn mikla sviss- neska málara Ferdinand Hodler (1853-1818). Þar vom engin póst- kort á ferð, heldur um að ræða einn af upphafsmönnum úthverfa innsæisins og rismikinn túlkanda svissnesku Alpanna. Einnig vatn- anna og sérkennilegrar byggðar, sem hefði vissulega opnað henni nýja sýn á þess lags fyrirbæri há- lendisins. En þetta upplýsir, að landslag sem ímynd einhvers háleits, varð á seinni tímum fyrst til á mörkum miðalda og endumeisnar er málar- amir fóra fyrir alvöra að gefa því gaum og festa á dúka sína. Við Is- lendingar þekkjum þetta af mál- verkum brautryðjendanna okkar, engu síður þeim í útlandinu. Hins vegar staðfesta rannsóknir stöðugt betur, að landslag sem háleitt fyr- irbæri skipaði vítt og breitt um veröldina háan sess í heiðni og fomsögulegri goðafræði. Var öllu frekar um að ræða, að menn misstu þráðinn en að þeir væru að gera nýja uppgötvun, svo sem á fleiri mikilvægum sviðum er skara menntun og fagurfræði. Jafnframt undirstrikar það vægi þess að missa ekki sjónar á menningu for- tíðar, því þarmeð glatast svo margt sem er grunnur, kjölfesta og for- senda allra heilbrigðra og jarð- tengdra framfara í mannheimi. Þetta rifjaðist upp við skoðun Safnahúss Húsavíkur á dögunum, sem er einfóld látlaus, stílhrein og klár bygging, þó að hluta til líkara skóla eða skrifstofuhúsi en safni, eins og fleiri slík og menningarmið- stöðvar hér á landi. En að baki safnsins og ræktarseminnar við byggðarlagið sem þar fer fram, er viðlíka stórhugur og við byggingu kirkjunnar, sæi að mínu viti naum- ast stað án hennar, og þeirrar menningarstarfsemi sem fylgdi í kjölfarið. Opnaði héraðsbúum dyr að margþættu landslagi menning- arinnar. Innan veggja safnsins fer fram stórmerk starfsemi sem skarar ekki einungis Húsavík, heldur byggðarlagið og Þingeyjarsýslu alla. Það er orðinn mikilsverður og ómissandi þáttur í lífsmynstri stað- arins, sem smitar ekki síður út frá GUÐNI Halldórsson, sem verið hefur forstöðumaður safnsins sl. 6 ár við hlið olíumálverks eftir Valtý Pétursson. Fyrir aftan hann sér í myndverk eftir Nínu Tryggvadóttur. ARNGRÍMUR Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, húsfreyja í Hraunkoti í Aðaldal, olía á léreft, ómerkt. HÖRÐUR Ágústsson, Stebbi Þórðar, olía á striga, 1945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.