Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 25 LISTIR FRÁ sjóminjasafninu, sædjöfull og fleiri fiskar. FRÁ Náttúrugripasafninu, himbrimar. SOFFÍA Jóhannesdóttir frá Laxamýri, útsaumur. sér en gamla fallega kirkjan. Og vægi safnsins mun aukast við fjölg- un erlendra ferðamanna ef rétt er að málum staðið, því það er trúlega fleira sem langt að komna gesti íysir að upplifa og undrast yfir, sem gilda viðbót við hvalaskoðun- ina. Og hér eigum við sitthvað sem ekki fyrirfinnst annars staðar, því íslenzk saga, íslenzkt hugvit og ís- lenzk mál er einsdæmi í heiminum og einungis háttur skjálgeygðra kotunga að skammast sín fyrir. Eg legg ríka áherzlu á hugvit, því án þess hefði þjóðin ekki lifað af og það kemur fram í margri mynd, þótt lengi hafi vanmat loðað við gildi þess líkt og bókvitið áður, sem ekki var í askana látið. Hug- vitið, þótt ósýnilegt kunni að vera í íyrstu, komi ávöxtur þess ekki strax fram í arði né á opinberum skýrslum, er undirstaða allra fram- fara og grunnur rismikilla þjóðfé- laga og hér leggja vitrir vísindi og listir að jöfnu. Um það eru öflug- ustu þjóðríki nútímans til vitnis um, svo og sagan öll. Mörg dæmi eru um hugvits- og hagleiksmenn á landi hér sem erfitt hafa átt uppdráttar, og er óþarfi að nefna hér líka listamenn. Eitt er Kristján Kristjánsson frá Nýhöfn á Melrakkasléttu, er fann upp aðferð til að til þess að sigla út línuna á fullri ferð, þannig að hver öngull rekist örugglega greiður í sjóinn. Uppfinningin var svo til kominn, að Kristján las frétt í blaði, að maður hefði farizt með þeim hætti að öngull kræktist í hann, þegar hann var að kasta línu í mótorbát, ekki nýtt tilfelli, aðeins eitt af mörgum. Fannst honum eins og þessir menn hrópuðu úr djúpun- um: „Svona var aðstaðan okkar að standa á sleipum þiljum við örlág- an rimlavara og kasta línunni með báðum höndum, þegar bátskelin veltist í sjónum. Lærdómsríkt að lesa viðskipti hans við ráðamenn er hann hafði hugmyndina á reiðu, sem voru haldnir þeim sjúkdómi sem afdrifaríkastur hefur orðið þjóðinni í nýrri íslenzkri sögu, þótt fáar skýrslur fari um hann. Flokk- ast undir skammsýni, þvergirð- ingshátt og þráhyggju, samheitið andleg hægðatregða. Allt ber að einum brunni um fróðleik á mörgum sviðum í Safna- húsinu í Húsavík. Var Jóhann www.mbl.is Skaptason, sýslumaður Þingeyinga árin 1956-74, helztur áhugamaður um byggingu húss, sem rúmaði öll söfn sýslunnar og verksvið þeirra. Samið var um lóðarstærð og þess gætt að tryggja nægilegt rými til enn frekari uppbyggingar, arkitekt var Þorvaldur Þorvaldsson og hófust framkvæmdirnar 1967, og var unnið næstu árin eftir því sem fjármagn dugði til, en það var þó ekki fyrr en 1980 sem það var tekið í notkun. Safnið hýsir Byggðasafn Suður- Þingeyinga, Héraðskjalasafn SÞ og Húsavíkurkaupstaðar, ljós- mynda- og filmusafn, myndlistar- safn, Náttúrugripasafn SÞ, og sjó- minjasafn. Önnur starfsemi er Bókasafn SÞ ásamt því að Árbók Þingeyinga á heima í Safnahúsinu. Þar eru haldnir fyrirlestrar, kynn- ingarfundir, tónleikar og sýningar af ýmsu tagi og loks er þar kaffi- horn. Einnig ber sérstaklega að nefna nákvæma eftirlíkingu af suð- urstofunni í Þverárbænum, sem byggður var 1849-51, en fyrsta kaupfélag á Islandi var stofnað að Þverá í Laxárdal 1882. Gefur góða hugmynd um hámenningu og húsa- kynni á þeim tíma. Það sem helzt einkennir safnið við fyrstu skoðun, er hve skipulega og hreinlega er gengið til verks, aðgengi skilvirkt og safnmunirnir njóta sín yfn-leitt vel. Má vera meira en auðséð að hér býr drjúgur metnaður að baki og vissa um að hægt sé að gera betur. Rýnirinn var nú aðallega kominn til að skoða myndlistarverkin, sem munu vera 328 í eigu safnsins og þó nokkur uppihangandi hverju sinni. Áberandi mörg eru eftir leikmenn úr byggðarlaginu og skal ekki fett- ur fingur út í það í þessu skrifi. Jafnframt eru þar verk landskunnra atvinnumálara ætt- aðra úr sýslunni og loks kom Val- týr heitinn Pétursson listmálari og lengi listrýnir blaðsins, fæddur í Grenivík í S-Þingeyjarsýslu, fær- andi hendi. Man ég ljóslega þá hann var að safna myndum meðal myndlistarmanna, en hef ekki nægar heimildir milli handanna hvernig til tókst. Mörg verk eru þó eftir hann sjálfan auk nokkurra eftir aðra gilda núlistamenn tím- anna. Meinbugurinn er helztur, að skrá Aquafin®-2K ðrugg vatnsleka- vöm a steypta fleti. 2ja bátta sveigjanlegt sementsefni á þök, svalir og tröppur. Öniggt efni sem ekkí flagnar af. 6 ára hérlend reynsla. Aðelns kr. 287/kg IIISCHOMBURG ÍSLAND Simar: 567-3730 - 587-9911 vantar með nánari upplýsingum um verkin, og öllu ítarlegri þeim litla bæklingi sem fyrir er, þá telst mik- ilvægt að draga skýrari línur milli atvinnu og átthagahstar. Ávinning- urinn er helztur, að rekast á gild verk sem ekki eiga sér hliðstæðu á öðrum söfnum, og hér þótti mér mestur fengur að þrem málverkum eftir Arngrím Gíslason (1829-1887). Tel þær perlur safnsins og verk al- þýðumálara eins og þau geta frá- bærust orðið, raunar kraftaverk hér uppi á Islandi miðað við allar aðstæður á þeim tíma. Þá hrifu tvær útsaumsmyndir, eftir Soffíu Jóhannesdóttur frá Laxamýri (1902-1984), rýninn upp úr skón- um. Mun síður fyrir sjálft myndefn- ið, fremur sjálfa útfærzluna en hún virðist hafa notað nálina og saum- inn á líkan hátt og málari pentskúf- inn og litinn. Hið undarlega, og þó meginveig- urinn við söfn, er að menn fara inn í hús og ganga á milli herbergja til að sjá heiminn í gegnum aðskiljan- lega ljóra sem eru sjálfir safnmun- irnir. Hvort heldur um sé að ræða myndverk, þjóðhætti eða náttúru- vísindi. Fari menn rétt að hlutun- um er ferlið afar auðgandi, en hvað nútímamanninn áhrærir hefur skapandi kenndum í mörgum til- vikum verið kippt út úr uppeldinu. Era í besta falli njörvaðar niður í afmarkaðar einingar og fyrir þolendur era söfn fyrir vikið væg- ast sagt framandi ef ekki með öllu óþarfar stofnanir. Menntakerfið lokar þá í'yrir mikilvægustu fram- hvatir mannsins, hefur um leið klippt á þúsunda ára þróunarferil á sama hátt og maðurinn sjálfur hef- ur rofið lífkeðju náttúrannar og vistkerfisins með þeim afleiðingum sem við blasa. Hlutverk safna er mikið til að hamla á móti þessari þróun, auðga og vera sem eldsneyti á lífrænar og skapandi kenndir. Á vit safna á nútímamaðurinn að geta leitað til að hlaða rafhlöður heilans og vera þar með betur í stakk búinn til að takast á við lífið utan veggja þeirra. Safngripunum er ætlað það hlutverk að opna honum nýja og ferska sýn á lífið allt um kring, vera sem lykill að því og auka skýrleika þess og útlínur. Hér stendur Safnahús Þingeyinga á Húsavík sterkt á íslenzkum vett- vangi. Göngudagur f jölskyldunnar er ú morgun Efnt ver&ur til Hjartagöngu um land allt á morgun, laugardaginn 8. ágúst. Reykjavlk verður gengiö um Elliðaárdal. Mæting er viá skiptistöö SVR í Mjódd kl. 13.30. Félagar úr Lúðrasveit Seltjarnarness leika. Þátttakendur geta valið sér göngu- leiðir við hæfi og verða hópstjórar með þeim sem ganga 5 km og 2,5 km. Þátttaka er ókeypis, allir eru velkomnir og fá veitingar og viðurkenningu. ; LAN DSSAMTÖK I hIartasIÚKLINGA Su&urgötu 10, 101 Reykjavík. Sími 562 5744 & 552 5744. : 1998 Útivera og hæfileg hreyfing stuSla að betri heilsu. Landssamtök hjartasjúklinga hvetja fólk á öllum aldri til að taka þátt í Hjartagöngunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.