Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LEÓ EGGERTSSON + Leó Eggertsson fæddist í Reykja- vík 21. júní 1916. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 30. júlí siðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónína Erlendsdóttir húsmóðir og Eggert Brandsson sjómað- ur. Systur hans eni Asta Stefánsdóttir . og Fjóla Eggerts- dóttir. Hinn 16. febrúar 1952 gekk Leó að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína, Fríðu Björgu Loftsdóttur, f. 29. júlí 1926. Foreldrar hennar voru Stefanía Grímsdóttir húsmóðir og Loftur Guðmundsson ljósmyndari. Börn Leós og Fríðu Bjargar eru Stefanía, starfsmað- ur hjá Flugleiðum, Jónína blaðamaður og Árni, starfsmað- ur hjá VR. Barna- börnin eru sex. Leó lauk námi frá Verzlunarskóla fs- lands og starfaði um árabil hjá Sjúkra- samlagi Reykjavík- ur. Síðan hóf hann störf hjá Trygg- ingastofnun ríkisins þar sem hann gegndi lengi stöðu aðalféhirðis. Vann hann hjá Tryggingastofnuninni þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Utför Leós verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Leó Eggertsson er aliur. Skiln- aðarstundin kom í raun svo óviðbú- ið og allt of fljótt. En nú þegar við kveðjum þennan mæta mann og góða vin sækja minningarnar hratt á hugann, og orð eins og vinátta og -1 tryggð fá miklu dýpri og gleggri merkingu en þau gera nokkru sinni í amstri hins daglega lífs. Þannig er mér innanbrjósts nú er ég minnist Leós Eggertssonar. Fáir voru meiri aufúsugestir á heimili for- eldra minna en heimilisfólkið á Neshaga 15. Við systur vorum vart komnar á skólaaldur þegar Leó og Ásta systir hans áttu fyrst erindi við fóður minn og varð það síðan upphafíð að löngum kynnum þeirra. Ætlun þeirra var að faðir minn -,tæki að sér að byggja húsið á Nes- haganum og þetta varð til þess að þau áttu mjög náin samskipti á þessum árum. Þarna reis síðan sannkallað fjölskylduhús, sem síðar hefur hýst einstaklega fallegt heim- ili og gott mannlíf - já sannkallaður griðastaður stórrar fjölskyldu og margra góðra vina og kunningja. Upp frá þessu tók við áratugalöng vinátta milli heimilanna tveggja, vinátta sem aldrei bar skugga á og styrktist eftir því sem árin liðu. Hér sat gagnkvæmt traust og virð- ing að sjálfsögðu í fyrirrúmi, en ekki síður sú staðreynd að hver stund með þessum góðu vinum varð svo dæmalaust skemmtileg og gef- andi og hlaut alltaf að vekja löngun til þess að hittast sem fyrst og sem oftast aftur. Þannig eigum við öll ótal minningar um góðar stundir með fjölskyldunni á Neshaga 15 og þá ekki bara ég og við systur í bernsku, heldur líka makar okkar, börn og barnabörn. Stöðugt hafa þau sýnt okkur öllum velvild og umhyggju og á því hefur engin breyting orðið þrátt fyrir veikindi eða breyttar aðstæður. Og hér hef- ur hlutur Leós jafnan verið stór. En nú að leiðarlokum hlýt ég að staldra við og íhuga hvað það var í fari Leós sem fyrst og fremst heill- aði mig sem barn og þróaðist síðan í mikla virðingu eftir því sem kynnin urðu lengri. Jú, Leó var um margt einstakur persónuleiki. Hann var afar fríður maður, vörpulegur í hreyfingum og jafnan hlýr og glað- ur í bragði - og öll skaphöfn hans einkenndist af mikilli yfírvegun og íhygli. Og það besta af öllu vai' að hann átti því láni að fagna að geta notið allra þessara góðu eiginleika með heilladísinni sinni, henni Fríðu. Það var svo auðsætt að hver stund í t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÓTTAR VIÐAR, Höfðavegi 9, Húsavík, verður jarðsunginn frá Þóroddsstaðarkirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á kiwanisklúbbinn Skjálfanda. Aðalheiður Viðar, Björn Viðar, Hrönn Steinþórsdóttir, Guðrún Viðar, Hallgrímur Sigurðsson, Ásta Helga Viðar, Geir Bjarnason, Sigurður Viðar, Grétar Þór, Ellen Mjöll, Óli Jakob, Harpa Hrönn, Þuríður, Arnar Þór og Bjarni Þór. 4. T Eiginmaður minn, r i GUNNAR ÁGÚST GÍSLASON, Æit1 v ' * ' 'l' Blómsturvöllum, % : ’ Súðavík, sem lést sunnudaginn 2. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 14.00. Blóm oq kransar vinsamleqast afþakkaðir. Æ&B& Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysavarnadeild Súðavíkur- hrepps. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Egilsdóttir. langri sambúð þeirra varð þeim til gleði og gæfu. Saman eignuðust þau einstaklega efnilegan hóp bama og bai'nabarna og þau kunnu öðrum fremur að sinna daglegum verkefn- um af alúð og gleði. Þau nutu þess að ferðast saman og skapa fallegt heimili og eiga góðan vinahóp. En Leó var ekki aðeins umhyggjusam- ur eiginmaður og faðir, hann var líka systrum sínum, Ástu og Fjólu, einstakur bróðir og vinur og með þeim vora miklir kærleikar - þeima söknuður er vissulega sár. Megi minningin um mikinn drengskapar- mann verða þeim öllum huggun og styrkur á kveðjustundu. Fyrir hönd okkar allra og þá sér- staklega aldraðrar móður minnar, Katrínar Vigfússon, sendum við að- standendum Leós einlægar samúð- arkveðjur - blessuð sé minning hans. Guðbjörg Tómasdóttir. Það segir í gamalli bók langt austan úr heimi að góður göngu- maður þyrli ekki ryki. Góður göngumaður er genginn með Leó Eggertssyni. Hann var kyrrlátur, hógvær og hæverskur maður, sem af virðingu fyrir lífinu gekk léttstíg- ur um lendur þess. Leó hafði hina þægilegu návist manns sem eltir ekki langanir í lífínu, heldur veit að hann á það eitt sem hann sjálfur gefur dögum sínum. Hann hafði yf- ir sér þann frið sem vit og heiðar- leiki veitir og þá reisn sem vel unn- in verk gefa manninum. Það var alvöragefinn og stundum strangur svipur á drengjalegu and- liti Leós. Við okkar fyrstu kynni las ég strangan vilja úr svip hans og sýndist svipurinn dálítið úr ætt við þá mildi og það létta skap sem hver maður hlaut að finna fljótt í fari Leós. En á bak við svipinn reyndist heldur ekki vera vilji til þess að beygja aðra menn. Svipurinn birti innri reglu og ríkan sjálfsaga. Leó var maður sem réð sjálfum sér. Hann kenndi engum í löngu máli en leiðbeindi vel með lífi sínu. Eg hygg að Leó hafi verið sá gæfumaður að sjá uppfyllingu flestra óska sinna. Eg þekkti Leó í meira en aldar- fjórðung. Hann var tengdafaðir minn í röskan áratug og fyrrver- andi tengdafaðir enn lengur, en það er víst eitt af þeim hlutverkum í líf- inu sem fáir rækja af mikilli alúð. En góð vinátta hélst með öllum og samskiptin við Leó voru alltaf til mikillar ánægju. Eg naut áfram umhyggju frá þessum góða manni sem hafði tekið mig ungling inn í fjölskylduna á Neshaga. Leó var maður sem leitaði vits en ekki hygginda heimsins. Honum gramdist fátt en hann brosti stund- uní að speki okkar tíma. Hann hæddist ekki að mönnum en átti það til að brosa yfir þungstígari göngumönnum sem þyrluðu ryki og reyndu að marka sín eigin spor í lífsins lönd. Hann var jafnaðarmað- ur í skoðunum en taldi, að ég hygg, sífellt minni líkur á því að velferð manna réðist á vettvangi stjórn- mála. Kyrrlát ganga Leós í þessu lífi var ganga manns sem hafði fundið góða leið og naut göngunn- ar. Leó var líka heppinn maður. Hann fann þann lífsfóranaut í Fríðu konu sinni sem auðgaði líf hans. Það sem var ólíkt með þeim Fríðu og Leó bætti þau bæði og hjónabandið var sérlega hamingju- ríkt. Börnin þrjú, Stefanía, Jónína og Ami, og barnabörnin, eitt af þeim sonur minn Gunnar Hrafn, voru Leó uppspretta hamingjuríks fjölskyldulífs. Leó naut líka óvana- lega náins sambands við systur sín- ar tvær, Ástu og Fjólu, sem deildu með honum húsinu á Neshaga í áratugi. Það er af djúpum söknuði og miklu þakklæti sem ég kveð Leó. Virðing mín fyrir honum fékk að vaxa svo lengi sem hann lifði. Eg vil muna hann lengst við kyrrlátt sýsl í húsinu á Neshaga sem hýsti svo marga þeirra sem hann elskaði. Eg votta Fríðu, Ástu, Fjólu, börnunum og barnabörnunum mína innileg- ustu samúð á erfiðri kveðjustund. Jón Ormur Halldórsson. Þegar bezti vinur manns deyr myndast mikið tómarúm, sem erfitt mun reynast að fylla. Fyrstu kynni okkar Leós voru að við hófum báðir nám við Verzlunarskóla Islands 1933, og þar bundumst við vináttu- böndum sem haldist hafa í 65 ár. Þegar við útskrifuðumst úr þeim skóla árið 1935 var erfitt um vik að fá vinnu og réðum við okkur um sumarið í kaupavinnu að Búðum á Snæfellsnesi. Þar var allt unnið á gamla mátann, slegið með orfi og ljá og mór tekinn til eldiviðar. Síðar þegar við hófum störf í bænum þá lágu leiðir okkar saman í ferðum með KR. Þar tókum við m.a. virkan þátt í að reisa skíðaskála KR í Skálafelli 1936 og síðan stækkun hans 1938. Bygging skála í þá daga var annað og meira en nú gerist, meðal annars þurfti að bera efnivið- inn í skálabygginguna langan veg á bakinu. Og eftir að skálinn var reistur fórum við saman í fjölda skíðaferða á þær slóðir. Árið 1974 tókum við Leó upp þann sið, ásamt Gerog Lúðvíkssyni og síðar Jóhanni Kristinssyni, sem báðir eru nú horfnir sjónum, að hittast á hverjum sunnudags- morgni og ganga um bæinn, eða í nágrenni hans. Og alltaf var geng- ið, sama hvernig veður var, að vetri eða sumri. Þessar helgargöngur okkar Leós stóðu samfleytt í 24 ár. Þær veittu okkur ómælda ánægju, náttúran var skoðuð í öllum sínum tilbrigðum, heimsmálin og málefni líðandi stundar rædd, slegið á létta strengi, en ánægjulegast var þó að vera meðal vina. Leó var prúð- menni, sem ekki mátti vamm sitt vita, og vildi færa allt til betri veg- ar. Hann var með afbrigðum barn- góður, og naut yngri kynslóðin þess í ríkum mæli. Eg er þakklátur fyrh' að hafa notið vináttu hans og tryggðar, og sendi Fríðu og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Franz E. Pálsson. Tengdafaðir minn og vinur, Leó Eggertsson, var innfæddur vestur- bæingur og KR-ingur. Hann átti alla tíð heima í vesturbænum og starfaði allan sinn starfsaldur innan borgarmarkanna, síðast sem aðal- gjaldkeri Tryggingastofnunar rík- isins um langt skeið. Leiðir okkar Leós lágu fyrst saman fyrir þrjátíu og þremur árum, þegar hann og Fríða fylgdust með veikburða til- burðum mínum til að nema brott eldri heimasætuna. Þótt Leó grun- aði eflaust að brottnámið gæti heppnast var mér ávallt tekið opn- um örmum í stóra fjölskylduhúsinu við Neshaga 15. Þar var, og hefur reyndar alltaf verið þessi rúmu þrjátíu ár, glatt á hjalla og gott að koma og mikið um kvöldkaffi og sólarkaffi í garðinum á sumrin. Leó var mikill útivistaiTnaður á sínum yngi'i árum og stundaði skíði og gekk á fjöll og jökla með vinum sínum. Því var gott að leita til hans þegar ferðalög voru skipulögð eða sérstaka staði bar á góma. Á bjartsýnisáranum eftir stríð byggði hann ásamt systrum sínum Ástu og Fjólu fjórbýlishúsið á Nes- haga 15, sem sýnir vel fyrirhyggju hans og dugnað, enda hefur húsið verið eins konar ættaróðal síðan. Ég hef þrisvar búið um skeið í hús- inu með Leó og Fríðu. Fyrst í námshléum og síðar tvisvar á með- an við Stebba vorum að byggja eig- in íbúðir. Á þessum árum kynnt- umst við auðvitað enn betur og tvær dætur okkar nutu þess um tíma að alast upp í afahúsi. Leó og Fríða ferðuðust mikið er- lendis og heimsóttu okkur m.a. til Stokkhólms á námsáranum. Þá var farið um alla borgina og gömul kynni Leós af Stokkhólmi úr frægri ferð frá ‘47 endurnýjuð, enda var hann mjög áhugasamur alla tíð um byggingarlist. Lengi býr að fyrstu gerð stendur einhvers staðar. Ég held að þessi orð hafi sannast á Leó. Síðustu árin hefur hann gengið með vinum sínum um hverja helgi á sunnudagsmorgnum um götur, fjöll og firnindi. Utivist var honum nauðsynleg. Af gömlu göngugörp- unum fjórum er nú aðeins einn eft- ir. Leó Eggertsson var í mínum huga einn af fastapunktum tilver- unnar. Hann var hornsteinn fjöl- skyldunnar sem ávallt var boðinn og búinn til aðstoðar við hvers kyns vanda. . Hans verður því sárt saknað. Jón Sigurjónsson. Orð eru ekkert annað en tákn mannsins fyrir það sem hann skynjar. Mál er þó i eðli sínu ófull- komið að því leyti að það getur ekki tjáð þær tilfinningar og minningar sem skipta hverja manneskju mestu máli í lífinu. Þetta er nokkuð sem hver sá sem reynir að skrifa minningargrein þarf að glíma við. Það er nokkuð ljóst að það er úti- lokað mál að ég geti nokkru sinni fest niður á blað þá þýðingu sem afi minn hafði fyrir mig, þótt hér sé gerð tilraun til þess. Ég fékk að búa í sama húsi og hann í nær 17 ár og er þakklátur fyrir hvert eitt og einasta. Hann hefur alla mína ævi verið órjúfanlegur þáttur í mínu daglega lífi, sem og sá maður sem ég hef borið einna mesta virðingu fyrir. Fyrst og fremst var hann þó mér og öðram góður vinur og kær maður. En þetta era bara orð. Það eru líka bara orð að segja hversu mikið ég elskaði hann og hvað það er mér dýrmætt að hafa farið með honum í sumarbústað fyrir fjóram áram og horft á heimsmeistarakeppnina með honum. Þetta eru orð yfir minningar sem enginn getur skilið nema sá sem geymir þær. En það sem skiptir máli er ekki orð. Það sem skiptir máli er að svo lengi sem ég lifi mun ég bera minningu hans afa í brjósti mér og vera þakklátur fyrir að hafa fengið að þekkja hann í þessi 17 ár. Gunnar Hrafn Jónsson. Við eram glaðar. Glaðar af því að við áttum frábæran afa og mirining- arnar um hann eru allar góðar. Þegar við vorum litlar fór hann oft með okkur niður að Ægisíðu þar sem fjaran var grandskoðuð sem og hænurnar sem þar bjuggu. Stundum vorum við heppnar og fengum að verða eftir hjá afa og ömmu og jafnvel að sofa undir borðstofuborðinu. Það var alltaf glatt á hjalla í þessum heimsóknum og gátum við hlaupið um allt hús og fengið sögur og athygli á hven'i hæð. Þegar við urðum eldri uppgötv- uðum við að ekki var svo mikill stærðarmunur á okkur og afa. Kom það sér einstaklega vel þar sem afi var alltaf tilbúinn að gefa okkur gömul föt úr geymslunni. Þau vora í okkar augum hin besta tískuvara. Oft fórum við því heim með jakka eða skyrtu eftir heimsókn á Nes- hagann. Gaman var að fá sér tesopa með afa og þá sagði hann oft margar sniðugar sögur. Til dæmis söguna um hvernig hann einu sinni á æv- inni neyddist til þess að drekka kaffi, sem honum annars þótti ódrekkandi, þegai' hann var kaldur og blautur í jöklaferð. Afi var alltaf jafn skemmtilegur og góður við okkur og aldrei mun- um við eftir því að hann hafi skammað okkur eða byrst sig. Hann tók alltaf fagnandi á móti okkur þegar við komum í heimsókn og stóð þá gjarnan á stigapallinum og söng „Sértu velkominn heim...“ þegar við gengum upp stigann. Við erum þakklátar fyrir að hann þarf ekki ekki lengur að finna til og minningin um yndislegan mann lifir með okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, Mn ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Gunnhildur, Ingunn og Björg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.