Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 39 i i j 1 i i j i 1 3 í I J I I I I + Sígursteinn R. Ámason tré- smíðameistari fædd- ist á Syðri-tílfsstöð- um í Landeyjum 19. desember 1905. Hann lést á heimili sínu 30. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans vom hjónin Guðbjörg Sigurðar- ddttir húsmdðir, f. 18.9. 1879; d. 10.2. 1962, og Ami Jdns- son trésmíðameist- ari, f. 22.7. 1874 í Landeyjum, d. 18.11. 1953. Systkini Sigursteins vora Guðfinna, f. 2.6. 1901, d. 30.4. 1975, Óskar, f. 8.4. 1904, d. 20.2. 1959, Jóna Þdmnn, f. 4.7. 1907, d. 18.3. 1980, Guðbjörg Lilja, f. 4.12. 1909, d. 2.11. 1987, Ámý, f. 3.10. 1911, Dagmar, f. 23.7. 1914, d. 30.10. 1972, Ás- laug, f. 6.6. 1917, auk uppeldis- bröðurins Sigurðar Jönssonar, f. 1.10.1916, d. 7.2.1998. Árið 1931 kvæntist Sigursteinn Sigríði Ólafsdóttur, f. 4.8. 1911 í Landamötum í Vestmannaeyjum. Dætur þeirra em: 1) Áslaug, f. Ég vil þakka Steina mínum allt það sem hann hefur verið mér frá því að ég kynntist Möggu dóttur hans í sjö ára bekk í barnaskóla. Magga átti heima á Hringbraut 61 en ég á 51. Við urðum fljótt góðar vinkonur og ég heimalningur á heimili hennar. Foreldrar hennar, Silla og Steini voru mér ávallt ein- staklega góð og létu mig aldrei finna að ég væri þar of mikið. Heim- ilið var líflegt myndarheimili. Mikið var um gestakomur og vel tekið á móti öllum. Alltaf átti Silla góða köku með kaffinu. Þar var heldur ekki setið auðum höndum. Alls kyns hannyrðir voru stundaðar uppi í íbúðinni en niðri í kjallaranum og í bflskúrnum réð húsbóndinn ríkjum og töfraði fram alls kyns húsbúnað. Það var sérstök tilfínning að fara niður í kjallarann, kíkja inn í geymslurnar og enda í herberginu sem sneri út að garðinum en þar var Steini að setja saman eitthvað fallegt. Það lék allt í höndunum á honum og sama hvað þurfti að laga, breyta , bæta eða búa til, allt gerði hann af vandvirkni og alúð. Einu sinni hjálpaði hann okkur Möggu að búa til líkön af sveitabæjum sem við settum síðan Ijósaperu inn í og bómull á þakið og skreyttum með jóladóti. Magga fékk eitt hús og ég annað. Ég var ekld skilin útundan. Steini var í félagsskapnum Akoges sem hélt árlega jólaböll fyr- ir böm félagsmanna. Þangað var mér boðið og naut vel. Þegar ég var stelpa vora ekki margir sem áttu bíl. Silla og Steini áttu bíl og fór fjölskyldan oft í sunnudagsbfltúr út úr bænum. Þar sem ég var oftast á staðnum þegar leggja átti af stað í ferðirnar var mér alltaf boðið með. Þetta voru skemmtilegar ferðir og mér til mik- illar ánægju. Ég þakka sérstaklega fyrir þær og að láta mér aldrei finn- ast ég vera fyrir. Hjónin hugsuðu mjög vel um bílana sína og áttu þá lengi. Síðasta bílinn sinn, rauða Toyotu, eignuðust þau árið 1967. Steini var ekki ragur við að aka þó aldraður væri. Það var bara sett í afturábak og skellt sér út í umferð- ina á Hringbrautinni án þess að hika. Hann var farsæll bflstjóri og ekki er mér kunnugt um nema eitt óhapp sem hann lenti í. Þá var ég sem endranær farþegi í sunnudags- bíltúr á Þingvöllum þegar keyrt var á hann þar. Það meiddist enginn og sá lítið á bílunum. Steini mun hafa verið með elstu bflstjórum á land- inu. Það er ekki meira en ár síðan hann hætti að keyra. Þegar hann hætti að smíða heima gerðist hann smiður hjá Háskóla íslands og vann þar í mörg ár. Hátt á níræðisaldri gerði hann upp gömul húsgögn fyrir Möggu af mikilli snilld. Mér fannst 25.9. 1932. Maki Sverrir Sch. Thor- steinsson jarðfræð- ingur, f. 18.6. 1928. Þau skildu. Böm þeirra: Þorsteinn, tannlæknir, f. 18.5. 1952, Brynhildur, ráðgjafi, f. 2.1. 1954 og Arni, læknir, f. 16.4. 1962. 2) Mar- grét Ósk, f. 5.3.1945. Maki Kristján Egils- son flugstjöri, f. 31.12. 1942. Dætur þeirra: Anna Sigríð- ur, viðskiptafræð- ingur, f. 20.9. 1967, og Asta, lög- ft’æðingur, f. 21.5. 1971. Bama- bamabömin em orðin átta. Sigursteinn flutti til Reykja- víkur ásamt foreldrum og systkinum vorið 1906. Fjöl- skyldan bjd lengst á Nýlendu- götu 21 þar sem Árai faðir hans hafði trésmíðaverkstæði sitt. Árið 1934 byggði Sigursteinn húsið Hringbraut 61 þar sem hann bjd til dauðadags. títför Sigursteins fer fram frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Steini geta allt. Hann var sífellt starfandi. Hann var traustur, áreið- anlegur og samviskusamur. Það var erfitt fyrir athafnasaman mann eins og Steina að verða áhorfandi og hafa ekki heilsu til að taka þátt í framkvæmdum. Steini var klettur, fastur punktur í tilveranni sem við viljum halda í. Það getum við því miður ekki endalaust. Hans bíða nú önnur verkefni á öðram slóðum. Hans er sárt saknað. Guð blessi þig og leiði, Steini minn. Ása K. Oddsdóttir. Sólmánuður er nýliðinn og hálfn- að sumar samkvæmt gömlu tíma- tali. Á þessum tímamótum lést á heimili sínu, Hringbraut 61, má segja í faðmi sinnar umhyggjusömu konu, Sigríðar Ólafsdóttur frá Landamótum í Vestmannaeyjum, hinn sérlega vinnusami og gjörhygli iðnaðarmaður Sigursteinn Árnason 93 ára. Eins og þetta sumar hefur fært suðvesturhluta landsins sól- bjarta daga, bar Sigursteinn með sér góðvild og hlýhug. Til að mynda sagði eitt barnabarn hans mér: „... að bæri vanda að höndum, var engin ákvörðun tekin, nema tala við afa.“ Frá Úlfstöðum í Landeyjum er hann 9 mánaða fluttur með tveimur systkinum sínum til Reykjavíkur. Við Nýlendugötuna býr Ámi Jóns- son sér og konu sinni, Guðbjörgu Sigurðardóttur, og börnum þeirra átta og einu fósturbarni heimili. Á þessum slóðum gerir hann sér tré- smíðaverkstæði. Rétt fermdur er Sigursteinn ráð- inn á togara. Sjómennsku stundaði hann í um þrjú ár en þá tók faðir hans hann sem iðnsvein í trésmíði á verkstæði sitt. Eftir að hafa lokið meistaraprófi, réðst Sigursteinn til timburverslunar Áma Jónssonar og stjórnaði þar smíðavélum í 16 ár. Hann starfrækir svo í 15 ár eigið verkstæði. Handbragð hans á ýms- um heimilismunum vakti athygli. Forráðamenn Háskóla Islands sáu í þessum handlagna trésmið völund, sem skólann vanhagaði um til að annast viðjgerðir. Sigursteinn réðst 1967 til HI og leysti af höndum fjöl- mörg verk af dáðri vandvirkni. Áttatíu og átta ára verður Sigur- steinn vegna veikinda að leggja nið- ur störf. Haft er eftir einum for- ráðamanni skólans: ....að aldrei hefði þessi önnum kafni smiður kvartað." Árið 1931 kvongaðist Sigursteinn sérlega vel gerðri stúlku úr Eyjum. Hún var æskuvinkona Ásdísar Jes- dóttur konu minnar. Ég kynntist því náið þessum ágætu hjónum og dætram þeirra tveimur Áslaugu og Margréti - og móður Sigríðar, Geir- laugu, sem átti lengi athvarf hjá þeim hjónum að Hringbraut 61. Það hús reisti Sigursteinn 1961. Þar nutu margir alúðar og velvildar. í þeim hópi er fjölskylda mín. Þau hjón vora heimakær, en til þeirra máttu allir koma - og vora vel- komnir. Þau unnu bæði kristilegu starfi og nutu vel starfa Nessóknar. Getur verið að Sigursteinn hafi verið í iðnaðarfélagi. Hafi svo verið hefur hann unnið því vel. Ég er kunnugur störfum hans í félaginu Akóges. Við vorum þar báðir félag- ar. Störf hans verða best skoðuð í nafnbótinni heiðursfélagi, sem hann ávann sér. í rúman tug ára var Sig- ursteinn í stjórn Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis. Hann fékk sig lausan úr stjórninni 82 ára. Uppúr 1950 var félögum úthlutað svæðum í Elliðavatnsheiðinni (Heiðmörk). Félagið Akóges var eitt í flokki fyi’stu landnema á Mörkinni. Voru þau Sigríður og Sigursteinn ötult skógræktarfólk meðan heilsa leyfði. Sigursteinn var sérstakur snyrti- og hirðumaður. Vel lýsa þessir eig- inleikar sér í að bifreiðaumboð keypti fyrir skömmu 33 ára bifreið þeirra hjóna, því að hún var sem ný og er til sýnis hjá umboðinu. í Borgarspítalanum naut Sigur- steinn góðrar hjúkrunar og umönn- unar Jóns Högnasonar læknis, en heima óskaði Sigursteinn að deyja og sú ósk var uppfyllt. Við sem nutum starfa, félags- skapar og vináttu Sigursteins Áma- sonar minnumst hans af þökk og virðingu. Samúð í sorg felst í þessum minn- ingarorðum til eiginkonu og ann- arra ástvina. Þorst. Einarsson. Sigursteinn, eða Steini eins og hann var jafnan nefndur af ættingj- um og vinum og ég mun nefna hann í þessari grein, var þriðja bam for- eldra sinna. Eins og Steini átti kyn til var hann snemma handlaginn og þótti smiður að upplagi eins og raunar systkini hans öll voru og eru systur hans einnig þekktar fyrir fal- legt handbragð og lagni svo sem út- saum og fleira. Það lá því nokkuð beint við að Steini færi til náms í húsgagnasmíði hjá föður sínum er hann hafði aldur til, en Árni hafði lengi verkstæði sitt við Nýlendugötuna og smíðaði þar húsgögn, innréttingar o.fl., en sjálf- ur þótti Árni hinn mesti hagleiks- maður. Steini lauk smíðanáminu og Iðnskólanum með góðu lofi til bókar og handa, því hann var greindur vel. Síðan hófst lífsstarfið, sem að sjálf- sögðu voru smíðar af hinni fjöl- breyttustu gerð. Hann vann fyrst lengi hjá Trésmíðaverkstæði Áma Jónssonar, jafnframt byggði hann á þeim tíma upp sitt hús og heimili á Seljavegi 31 og síðar á Hringbraut 61, en þar hóf hann einnig sinn eigin atvinnurekstur og smíðar. Þar bjó hann alla tíð síðan, farnaðist vel og sá vel fyrir sér og sínum. Steini hóf störf hjá Háskóla íslands við smíðar og viðgerðir er hann var 67 ára að aldri og vann þar til 88 ára aldurs og þóttu handtök hans þar góð og örugg fyrir þá stofnun. I fáum orð- um er þetta saga Steina hvað við- kemur lífsstarfi hans. Jafn traustur og farsæll maður og Steini var komst ekki hjá því að taka nokkurn þátt í störfum sam- borgara sinna. Þannig var hann t.d. um tíu ára skeið í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og tók mikinn þátt í því starfi er þar var unnið, sérstaklega af iðnaðarmönn- um hér í borginni. Hann var heið- ursfélagi í Akoges og naut þess að dvelja þar með góðum félögum. Steini var kvæntur góðri og rögg- samri konu, Sigríði Ólafsdóttur, ættaðri úr Vestmannaeyjum. Þau voru ætíð samhent og dugleg og góð heim að sækja. Um hverja helgi degi fóru þau í sóknarkirkju sína, Neskirkju, og nutu vel þeirrar stundar. Þar tóku þau einnig á margan hátt þátt í starfi aldraðra, sem þar er unnið. Steini var kvikur á fæti og léttur í lund, ætíð hinn mesti reglumaður. f skoðunum var hann hreinn, hispurslaus og rök- fastur, rólyndm’ en fastur fyi’ir. Hverju hans orði mátti treysta. Á góðri stund var hann hláturmildur og kátur. Ég þakka mági mínum samfylgdina og kveð góðan dreng. Agnar Ludvigsson. Afí á Hring var orðinn 92 ára þegar hann dó. Hann hafði verið mikið veikur í þó nokkurn tíma og var orðinn veikbyggður. Þrátt fyrir það er erfitt að sætta sig við þá til- hugsun að afi sé farinn. í minning- unni er afi hins vegar alltaf hress, frískur og vinnuglaður - best mun- um við eftir honum með hamar eða hefil í hönd og nagla milli varanna að smíða eða dytta að. Afi var lista- smiður og það einkenndi hann hversu vel hann hélt við eignum sín- um. Húsið þeirra afa og ömmu á Hringbraut 61 ber því glöggt vitni og sömuleiðis rauði bfllinn hans afa, sem hann hafði átt í rúm 30 ár. Hans síðustu verk vora að lakka útihurðina, selja bílinn sinn og taka til í kolageymslunni - allt skyldi vera frágengið þegar kallið kæmi. Það má segja að heimili afa og ömmu á Hring hafi alltaf verið mið- punkturinn í tilveru okkar systr- anna. Þegar við voram litlar fórum við okkar fyrstu strætóferð einar til afa og ömmu. Amma tók á móti okkur og við systurnar „hjálpuðum henni“ að búa til hádegismat fyrir afa sem gekk alltaf heim í mat úr vinnunni stundvíslega klukkan tólf. Við fengum oft, við mikinn fögnuð, að gista þar um helgar og þá var alltaf líf og fjör. Við fengum að sofa á svefnbekk í stofunni og sofnuðum út frá slögunum í stóru klukkunni hans afa. Á morgnana vorum við svo fluttar í hjónarúm afa og ömmu og þai’ var okkur fært í rúmið. Aldrei heyrðist styggðaryrði frá afa þótt fjörið hafi oft verið ansi mikið. Stundum fór hann með okkur niður að Tjöm að gefa öndunum á meðan amma bjó til hádegismatinn eða tók okkur með sér niður í kjallara þar sem við fengum að setja gömul dag- blöð í kolaofninn, sem notaður var til að hita upp húsið. Afi átti það líka til að færa okkur spaða, sem hann sagaði úr krossviðarafgöngum, til að moka með. Á unglingsárunum stóð afi fyrir því að við fengum vinnu í Háskólagörðunum, en hann var smiður hjá Háskóla íslands í mörg ár. Þá var gott að vita til þess að afi var alltaf nærstaddur því hon- um fylgdi svo traustvekjandi og þægilegt andrúmsloft. Áfi á Hring var stoltur af barna- börnunum sínum og hvatti okkur til náms. Þau amma lögðu okkur líka lið svo um munaði með því að leyfa okkur að búa í kjallaraíbúðinni á Hringbraut á meðan á háskólanámi okkar stóð. Fór reyndar svo að úr dvölinni teygðist og enn í dag býr önnur okkar á Hringbraut með fjöl- skyldu sína og nýtur nú nálægðar- innar við ömmu á Hring. Bömin okkar tvö, yngstu barna- bamabörn afa á Hring, nutu þess að heimsækja afa og ömmu á hverjum morgni. Þá lá leiðin alltaf fyrst inn í svefnherbergi til að heilsa upp á langafa. Hann tók þeim alltaf vel og var glaður að sjá þau. Þeim þótti ekki síður gaman að hitta hann og enn í dag þeysast þau inn í svefn- herbergi að leita að afa. Afi var fæddur árið 1905 og hafði þvi lifað misjafna tíma og reynt ým- islegt. Það var gaman að spyrja afa út í söguna. Fram á síðasta dag bjó hann yfir góðu og skýru minni og sagði skemmtilega frá. Afi fygldist alltaf vel með tíðarandanum og var fljótur að tileinka sér tækninýjung- ar, hann fékk einna fyrstur manna hér á landi rafmagnseldavél, bíl og glæsileg smíðatæki sem hann fékk send hingað til landsins á stríðsár- unum. Afi keypti sér ungur mótor- hjól og geystist á því um sveitir landsins með ömmu aftan á. Afi var alltaf með á nótunum og hafði ákveðnar skoðanir og var ekki í vandræðum með að taka ákvarðan- ir. Þegar lífshlaup afa er skoðað er Ijóst að hann var lánsamur maður. Hann naut sérlega góðrar heilsu, átti fjölskyldu sem elskaði hann og eiginkonu sem hélt honum í örmum sér þegar hann dó. Heitasta ósk afa var að deyja heima á Hringbraut og honum veittist sú ósk. Þótt söknuð- SIGURSTEINN ARNASON urinn sé mikill erum við sátt við að afi skuli nú hafa fengið hvfld. Hann var orðinn veikur og það átti ekki við hann. Við kveðjum afa á Hring með kæra þakklæti fyrir allt sem-* hann gerði fyrir okkur. Anna Sigríður og Ásta. Elskulegur afi minn er látinn og enginn kemur í hans stað. Hann reyndist mér og börnum mínum betri en orð fá lýst. Hann skipaði mikilvægan sess í fjölskyldunni, svo mikilvægan að ég varð þess strax áskynja sem stelpukrakki og óskaði þá eftir því að hann yrði í ellinni frystur og geymdur svo hann gæti orðið eilífur. Ékki varð af því en ei- lífur verðm’ hann í hugum okkar allra sem stóðum honum nærri. Ég ^ óx afa mínum hratt yfir höfuð enda hann hvorki hávaxinn né mikill á velli. Var hann samt reffilegur kai’l og vildi vera í frakka og með hatt á mannamótum. Jafnvel síðustu hálf- tímana sem hann lék sér við smíðar sárlasinn úti í bílskúr bar hann hatt á höfði. Ekki sóttist afi mikið eftir félagsskap. Hann var sjálfum sér nógur en naut samvista við fjöl- skylduna sem varla varð þverfótað fyrir á heimili þeirra ömmu og afa við Hringbraut. Þar var hann þungamiðja, og naut óblandinnar virðingai’ ungra og aldinna eins og um höfðingja væri að ræða. Kannski var hann höfðingi. Að minnsta kosti ráku þau heimilið eins og höfuðból _ sem reist var á gömlum gildum heið- arleika, trúmennsku og vinnusemi þar sem allir vora alltaf velkomnir. Afi fjasaði aldrei, hann var maður fárra orða en stóð við þau og studdi ótrauður fjölskylduna og þá sem henni tengdust. Sérkennileg og spaugileg þótti mér sú mótsögn sem gætti milli vanafestu hans, næstum íhaldssemi á sumum sviðum, og svo þess hversu mildll framfarasinni hann var og opinn fyrir nýjungum. Hann var viðlesinn og fylgdist feiki- lega vel með bæði þjóðmálum og mál-**' efnum ytra. Hann var t.d. einna fyrst- ur manna í Reykjavík til að þora að trúa á raímagnsorku, keypti raf- magnseldavél handa ömmu og reyndi að sannfæra hana um að slík yrði framtíðin. Smiðurinn sjálfur var líka með fyrstu mönnum á Islandi til að fá sér vélhjól, síðar bifreið og átti hann eftir að verða einn elsti ökuþór lands- ins, okkur yngri kynslóðinni til smá- hrellingar. Ekkert okkai’ gat þó hugs- að sér að vega að stolti afa með því að hindra akstur hans, okkur þótti ein- faldlega allt of vænt um hann. Elsku afi minn, ég veit þig lang- aði að skyggnast inn í nýjasta mannvirki Islendinga, Hvalfjai’ðar- göngin. Það lánaðist ekki, en flest ^ annað náðist á þinni löngu góðu ævi. Þakka þér fyrir allt. Brynhildur Sch. Thorsteinsson. Afi minn, Sigursteinn Ámason, er látinn. Afi kvæntist eftirlifandi eiginkonu, Sigríði Ólafsdóttur, og eignuðust þau tvær dætur, fimm bamaböm og bamabamabömin era nú átta. Þau reistu hús á Hringbraut 61 í Reykjavík og bjuggu þar myndar- heimili. Heimsóknir til ömmu og afa voru tíðar og var heimili þeirra mið- punktur meðal fjölskyldunnar. Þar var vel tekið á móti öllum og ávallt gott að koma. Samheldni þeirra**- hjóna, dugnaður og umhyggja fyrir fjölskyldunni, var mér styrkur og hvatning í uppvexti sem og enn í dag. Afi lærði trésmíðar og vann við þá iðn. Elja afa náði langt út fyrir hefðbundinn vinnudag og sinnti hann þá oft smiðsverkum stóram og smáum fyrir fjölskyldu og vini. Hjálpsemi og óeigingjarnt vinnu- framlag skilur eftir mörg vel unnin verk. Afi var einn stofnfélaga SPRON og sat þar lengi í stjórn. Hann var skynsamur maður, ráða- góður og heill í öllum samskiptum. Til hans var gott að leita. ~ Minningar um afa eru mai’gar og góðar. Ég er þakklátur hans leið- sögn og samfylgd. Afi minn, hvíldu í friði. Árni Sch. Thorsteinsson, Bandaríkjunum. • Fleirí miiiningargreinar um Sigurstein Ámason blða birtingar og^ft munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.