Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DAVÍtí VALDIMAR SIGURÐSSON + Davíð Valdimar Sigurðsson var fæddur í Einholtum í Hraunhreppi á Mýrum 6. maí 1899. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. júní síðastlið- inn. Foreidrar hans voru hjónin Sigurður Jósefsson, þá bóndi í Einholtum, f. 13. júní 1854, d. 24. júní 1940, og Sesselja Da- víðsdóttir f. 26. júlí 1868, d. 1. apríl 1958. Systkini Davíðs: Jón, f. 1. nóvember 1897, k. Ólöf Sig- valdadóttir; Þórarinn Herluf, f. 29. mars 1901, k. Guðlaug Andrésdóttir; Þorleifur, f. 20. maí 1903, k. Sigríður Benja- mínsdóttir; Guðrún, f. 14. maí 1905, m. Magnús Einarsson; Hjörleifur, _ f. 22. desember 1906, k. Ástrós Vigfúsdóttir; Oddur, f. 27. október 1908, k. Guðbjörg Helgadóttir; Stefán f. 6. mars 1910, f.k. Ásta Björns- dóttir, s.k. Vigdís E. Einbjöms- dóttir. Af systkinunum em nú á lífi bræðurnir Hjörleifur og Oddur. Hinn 10. september 1927 kvæntist Davíð Ingu Eiríksdótt- ur, f. 10. júní 1904, d. 6. janúar 1996. Foreldrar hennar vom Eiríkur Kúld Jónsson, bóndi og smiður á Ökram, f. 8. apríl 1854, d. 15. desember 1916, og k.h. Sigríður Jóhannsdóttir, f. 27. aprfl 1876, d. 24. júní 1921. Dóttir Ingu (fósturdóttir Da- Sumarið skartaði sínu fegursta hinn 22. júní síðastliðinn þegar and- látsfregn aldins heiðursmanns, afa míns Daviðs Sigurðssonar frá Miklaholti, barst. Hann var jarðsett- ur frá Bústaðakirkju 2. júlí og er þetta því síðbúin kveðja. víðs) er Erla Huida Valdimars- dóttir, f. 12. apríl 1923, m. Guð- jón Magnússon bóndi í Hrúts- holti, f. 15. ágúst 1913. Börn þeirra Ingu og Davíðs eru: Sesselja, verslunarmær í Reykjavík, f. 22. ágúst 1928, ógift, og Eiríkur Kúld, húsa- smíðameistari í Garðabæ, f. 14. október 1930, k. Eyrún Jó- hannsdóttir, f. 3. febrúar 1938. Fóstursonur þeirra Davíðs og Ingu er Finnbogi Jón Jónsson, f. 8. september 1940, búsettur á Akureyri, sambýliskona Hlíf Kjartansdóttir, f. 16. ágúst 1945, og fósturdóttir, Inga Dadda Karlsdóttir, dótturdóttir þeirra, f. 21. ágúst 1954, m. Gunnar Jónasson, verslunar- maður í Reykjavík, f. 23. júlí 1953. Ennfremur ólu þau upp Elínu Guðmundsdóttur, f. 20. júní 1915, sem gift var Árna Guðjónssyni, bónda á Stafholts- veggjum, f. 29. desember 1907, en þau era bæði látin. Davíð var bóndi í Skiðsholtum 1923-1927, á Svarfhóli 1927-1931, Ökrum 1931-1932, Ánastöðum 1932- 1933, vinnumaður í Skíðsholt- um 1933-1934. Bóndi í Mikla- holti 1934-1964, fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf. Útför Davíðs fór fram frá Bú- staðakirkju 2. júlf sl. Kannski ætti andlát 99 ára gam- als manns ekki að koma á óvart, en samt var það svo, því hann hélt sér óvenju vel til þess síðasta. Hann varð fyrir því óláni að detta, hlaut af því slæm meiðsl og lést á sjúkrahúsi fáum dögum síðar. Afi fylgdist vel með öllu og hvarflaði hugurinn löng- um í sveitina. Aðeins örfáum dögum fyrir andlátið frétti hann af manni sem var að veiða í Hítarvatni. Sp- urði hann þá hvort sést hefði hvort féð væri komið í Vatnshlíðina. Á sama tíma leitaði hugurinn til Helga bónda í Hrátsholti - hann vildi vita hvernig sauðburður og vorverk hefðu gengið. Afi var búinn að missa sjón að miklu leyti en þekkti á röddinni hver gekk í bæinn. Þegar afi og amma mín, Inga Eiríksdóttir, giftust, færði amma með sér í búið litla stúlku, móður mína Erlu Huldu Valdimars- dóttur. Aila tíð var mjög kært með móður minni og afa. Hann var mjög barngóður, enda mikið ljúfmenni, þótti gott að halda lengi í litlar hendur eftir að sjónin dapraðist. Hann var kíminn, kannski svolítið alvörugefinn stundum, en hafði ávallt spaugsyrði á vörum og glettni. Það var áreiðanlega ekki auðvelt að hefja búskap á árunum kringum 1930. Jarðnæði var af skornum skammti, húsakostur lélegur, vegir slæmir og vegalengdir miklar en þannig var þetta og tekist var á við vandann þegar þess þurfti. Þau afi og amma byggðu upp og ræktuðu sína jörð, en þau brugðu búi um miðjan sjöunda áratuginn og fluttu til Reykjavíkur. Á hverju hausti síð- an, meðan heilsan leyfði, kom afi í réttarferð að Hrátsholti. Hann var góður fjármaður og markaglöggur vel og var því sannarlega á heima- velli þegar að smalamennsku kom. Afi bjó áfram í Seljahlíðinni eftir að amma dó í janúar 1996. Það var honum sár missir eftir tæplega 69 ára sambúð. Hann var þakklátur forsjóninni og tilbúinn til endur- fundanna. Eg vil leyfa mér fyrir hönd okkar systkinanna í Hrátsholti að þakka afa alla þá hlýju, alúð og umhyggju sem hann ávallt sýndi okkur, börnum okkar og bamaböm- um. Blessuð sé minning hans. Inga Guðjónsdóttir. THYRIÍSEY MAGNÚSAR WERNER + Thyri ísey Magnúsar Warn- er fæddist í Reykjavík 9. apríl 1942. Hún andaðist 6. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Erfiðri baráttu er lokið og hún hefur fengið hvíld. Þuríður Elín því nafni var hún skírð drottni sínum er hún nú hefur verið falin, nafni föðurömmu sinnar Þuríðar og móðurömmu sinnar Elír.ar en hún var alltaf kölluð Þyrí af vinum sínum og ættingjum hér heima á íslandi. Seinna vegna starfa sinna í tískuheiminum tók hún sér nafnið Thyri Isey Magnús- ar og varð þekkt og eftirsótt undir því nafni á sínum tíma í New York, það birtust af henni myndir í þekkt- um tímaritum svo sem Life og Vogue. í dag vil ég minnast hennar með þakklæti og söknuði fyrir það sem hún var okkur fjölskyldunni í gamla daga og fyrir jólapakkana sem hún sendi börnunum mínum. Þau voru fín litlu frændsystkini hennar Rut, Elín og Þórir á jóla- ballinu í Hótel Hveragerði í fötun- um sem Þyrí frænka hafði sent þeim frá Ameríku þegar þau voru á yngri árum. Pakkarnir frá Þyrí og Díönu glöddu litlu hjörtun, þeim hafði verið pakkað inn af nostur- semi og ást og þeir voru opnaðir af eftirvæntingu og gleði. En best af öllu var þó þegar þær komu sjálfar systumar góðu ásamt móður sinni henni Lilju frænku og dvöldu á æskuheimili sínu hjá Elínu ömmu í Hveragerði sem þá var orðið æsku- heimili frændsystkina hennar. Það var hátíð í bæ og amma bakaði sparibrúntertuna. I mörg ár vonuð- um við að þær kæmu um jólin til okkar systumar góðu svo aftur yrði hátíð í bæ, stundum komu þær og stundum ekki eins og gengur. Við minnumst Þyríar frænku okkar og vinkonu með þakklæti fyrir liðna tíð og vottum Díönu systur hennar og Lilju okkar dýpstu samúð. Við Einar þökkum henni og Scott fyrir móttökurnar er við heimsótt- um þau til New York haustið 1991. Þyrí, sem ekki var nú beint morg- unhani, reif sig upp fyrir allar aldir til að sýna okkur borgina sína, hún var hrædd að láta okkur „sveita- fólkið“ fara ein niður á Manhattan. Eftir að hafa skoðað okkur um hvíldum við lúin bein og fengum okkur síðdegiste á Plaza hótelinu og hlustuðum á kammertónlist. Þyrí sagði okkur frá ýmsu er á daga hennar hafði drifið í stórborg- inni en einmitt á þessu hóteli hafði hún sýnt alla fallegu kjólana vor og haust. Allarveraldarvegur víkur að sama punkt fetar hann fus sem glaður hvort heldur létt eða þungt. (Hallgr. Péturss.). Blessuð veri minning hennar. Sigríður Kristjánsdóttir, Rut, Elín og Þórir Theódórsbörn. SIGFUS ÞORIR STYRKÁRSSON Skilafrestur minning- argreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, fóstudags- og laug- ardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er út- runninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær birtist innan hins tiltekna skilafrests. + Sigfús Þórir Styrkársson fæddist í Miðdalahreppi í Dalasýslu 13. aprfl 1933. Hann Iést í Borgarspítalanum í Foss- vogi 22. júlí síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Neskirkju 30. júlí. Það voru mikil sorgartíðindi sem mamma færði mér seinnipart mið- vikudagsins 22. júh' að Sigfús frændi hefði dáið fyrr um daginn. Sigfús var hjartahlýr og skapgóður maður sem aldrei sagði styggðaryrði um nokkum mann. Síðasta skiptið sem ég sá Sigfús frænda var í útskriftar- veislunni hennar Unnar og þá var hann hress og kátur að vanda. Hverjum hefði dottið í hug að þegar ég kvaddi væri það í síðasta skipti sem ég sæi hann á lífi. Alltaf þótti mér gott að koma í heimsókn til fjölskyldunnar á Ægissíðunni. Það var alltaf tekið vel á móti mér, þar átti ég margar góðar stundir með þeim í gegnum árin. Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson.) Elsku Gurrý, Lovísa, Unnur og Lovísa eldri, megi Guð vera með ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Susan. HELGA NIKULÁSDÓTTIR + Helga Nikulás- dóttir fæddist í Króktúni í Hvol- hreppi 16. apríl 1929. Hún lést á heimili sínu f Reykjavík 31. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Maríu Þórðardóttur, f. 13.2. 1899, d. 18.9. 1978, og Nikulásar Jónssonar bónda í Króktúni, f. 18.9. 1892, d. 8.8. 1930. Þau áttu saman, auk Helgu, Þórdísi Nönnu, sem gift er sr. Lárusi Halldórssyni, Nikulás Má, sem er kvæntur Þóru Þorvaldsdótt- ur, og Óskar, sem er kvæntur Irisi Ingibergsdóttur. Fyrir átti Nikulás eina dóttur, Unu Niku- lásdóttur. Eftir lát Nikulásar, föður Helgu, sem þá var tæplega hveggja ára, giftist María, móðir hennar, Sigurði Eyjólfssyni og eignuðust þau sam- an Sigþór Björgvin, en kona hans er Kol- brún Ágústsdóttir, og Gylfa Kristin, sem kvæntur er Jensínu S. Jóhanns- dóttur. Helga giftist eftir- lifandi eiginmanni sínum, Guðmundi Einarssyni, 4. októ- ber 1947. Þau áttu fjögur börn: 1) Esther Helgu, sem gift er John Wanros, 2) Maríu, sem gift er Páli Ragnarssyni, 3) Einar, en kona hans er Stefanía Sörheller, og 4) Sigurð, en kona hans er Kristín Ósk Óskars. Þau bjuggu lengst af í Kópavogi en síðustu árin bjuggu þau á Brávallagötu 46 í Reykjavík. titför Ilelgu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. „Dauðinn og ástin eru þeir væng- ir sem bera góða manneskju til him- ins.“ Michelangelo. Ég sit hér í kyrrðinni að kvöldlagi og horfi á friðarkerti loga svo bjart yfir Ijósmynd ömmusystur minnar, Helgu Nikulásdóttur, sem ég tendraði skömmu áður en ég frétti af andláti hennar. Það er erfitt að missa Helgu frænku og hugsa að aldrei meir eigi ég eftir að njóta ná- lægðar hennar. Helga og Gúndi vörðu mörgum sínum stundum í fallega hjólhýsinu sínu í Þjórsárdal á sumrin. Þá var mikil tilhlökkun að koma í heim- sókn, því maður vissi að það yrði tekið hlýlega á móti manni. Nóg af skemmtilegum frásögnum og brauði. Nú er jarðvist ömmusystur minn- ar lokið eftir erfið veikindi. Hún hefur nú borist til nýrra heimkynna hins eilífa ljóss, eins og segir í ljóð- línunum: „Minn engill hefur lyft sér ljóss í veldi. Þar líður aldrei dagur Guðs að kveldi.“ (Einar Benedikts- son.) Ég votta Gúnda og fjölskyldu dýpstu samúð mína. Hvíl í friði, elsku Helga. Ragnheiður Þórdís Jónsdóttir. Elsku mamma. Það er erfitt að kveðja þig. Okkur langar að segja þér hve mikið okkur þykir vænt um þig. Þú varst alltaf tiltæk þegar við þurftum á þér að halda. Hvort sem það var að kyssa á bágtið eða hugga okkur þegar erfið- leikar steðjuðu að. Þú tókst líka þátt í gleði okkar og hvattir okkur til dáða við það sem við tókum okk- ur fyrir hendur. Þú varst mér ástrik, einlæg, sönn, mitt athvarf Mfs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn, hann traust mitt var í hvíld og önn, í sæld og sorg og þrautum. Eg veit þú heim ert horfin nú oghafinþrautiryfir; svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, - ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson.) Það var erfitt að meðtaka þá staðreynd í vetur að þú værir komin með ólæknandi sjúkdóm og myndir kveðja okkur brátt. En þú hélst ró þinni, staðráðin í að sigra þótt stríð- ið væri tapað. Við erum þakklát fyr- fr þann tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur og við vitum að þú fyrir þína trú ert komin til föður- ins, sem þú treystir á alla þína ævi. Hvíl þú í friði. Esther, María, Einar og Sigurður. I dag verður tengdamóðir mín borin til grafar. Ég sakna hennar núna og á eftir að sakna hennar, en líklega verður söknuðurinn ekki jafn sár alltaf. Við höfum átt sam- leið í yfir tuttugu ár, hún hefur ver- ið yndisleg tengdamamma, hún tók mér strax opnum örmum, hún leið- beindi mér í lífinu og gaf mér ráð á sinn sérstaka ákveðna hátt og vissi að sumt notaði ég og annað ekki. Hún bar virðingu fyrir mínum skoð- unum og vildi bara miðla til mín reynslu sinni og þekkingu. Ég þakka fyrir það. Einu sinni fyrir löngu, þegar við vorum að ræða dauðann, sagði hún mér að sú stund gæti komið að ég þakkaði Guði fyrir að einhver sem mér þætti verulega vænt um fengi hvíldina. Við ræddum þetta, ég með vissri tortryggni á að slíkt gæti ver- ið nema skynsemistal og aldrei raunveruleg tilfinning. Mig grunaði ekki þá að sú tilfinning yrði raun- veruleg fyrir mér þegar tengda- mamma færi. En einmitt þá skildi ég ekki aðeins orðin að fá hvíldina heldur upplifði þau, hvílík líkn fyrir hana. Þrátt fyrir söknuðinn og missinn gerði ég sama og hún hafði sagt mér að gæti gerst, ég þakkaði Guði fyrir að gefa henni hvíldina. Minningamar streyma fram þessa dagana, þær fá annað gildi núna og það eru svo ótrálega marg- ir hversdagslegir hlutir sem minna mig á hana og ylja mér, fá mig jafn- vel til að brosa þrátt fyrir allt. Ég á þessar minningar og ætla að geyma þær með mér. Það er margt sem ég hef lært af henni, en eitt af því sem ég vildi betur tileinka mér er æðru- leysið sem Helga bjó yfir. Hún tók því sem að höndum bar með ró og æðruleysi, vitandi það að sumu var ekki hægt að breyta. Þetta verður bara að hafa sinn gang væna mín, sagði hún stundum, svona er þetta bara. Og svona var það bara. Að því kom að ég þurfti að kveðja Helgu. Við áttum góðar stundir gegnum tíðina og innihaldsríkar, fyrir þær þakka ég. Börnin mín eiga ljúfar og góðar minningar um ömmu sína sem eiga eftir að lifa með þeim. Ég mun ætíð minnast Helgu minnar með virðingu og hlýju og bið nú góðan Guð að umvefja hana og styrkja Gúnda tengdapabba og okk- ur hin sem eftir erum. Stefanía. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.