Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 45 Tekjur af leiktækjum afhentar Hringnum Dublinarhátíð í Perlunni Landsmót Votta Jehóva í Digranesi ÁRLEGT umdæmismót Votta Jehóva verður haldið dagana 7.-9. ágúst, í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Mótið í Kópavogi er hluti af alþjóð- legu mótshaldi Vottanna á þessu ári með einkennisorðin „Lífsvegur Guðs.“ Rúmlega 30 atriði verða flutt á mótinu sem hefst á föstudagsmorgun 9.30. „Dag- skráin mun fá sérstakt alþjóð- legt yfirbrag vegna margra frétta og frásagna frá trúboðs- starfi Vottanna, en starfsemi þeirra nær út um allan heim og nær í dag til 233 landa og eyja úthafsins," segir í frétta- tilkynningu. Skírnarathöfn er fastur lið- ur á öllum mótum Votta Jehóva og verður á dagskrá laugardaginn kl. 11.30 undir fyrirsögninni Vígsla og skírn leiðir til lífs. Síðdegis þennan dag verður dagskráratriði sem á að höfða til ungs fólks. Fastur liður á umdæmis- mótum Vottanna hefur verið leikrit. Að þessu sinni nefnist leikritið „Fjölskyldur - lesið daglega í Biblíunni", og verð- ur á dagskrá 11.30 á sunnu- dag. Eftir hádegi á sunnudag- inn verður einnig hinn opin- beri fyi-irlestur mótsins flutt- ur sem ber heitið „Eina leiðin til eilífs lífs.“ Mótshaldið er opið öllum al- menningi og er allt áhugasamt fólk velkomið. Útgáfuhátíð Andblæs RITSTJÓRN Andblæs býður til útgáfuhátíðar í tilefni af út- komu 8. heftis menningar- tímaritsins Andblæs laugar- daginn 8. ágúst. Hátíðin verður sett kl. 15 undir vemdarvæng Hins ís- lenzka reðrasafns á Laugavegi 24, bakhúsi. Einnig verða Hlæjandi húfur með ýmislegt á prjónunum í tilefni af degin- um. Alls eiga 25 höfundar efni í þessu hefti, bæði myndlistar- menn og skáld. Skáld úr hópn- um munu lesa úr verkum sín- um og listaverk úr galleríi Andblæs gleðja augu gesta. Ritstjórn 8. heftis Andblæs skipa Hjörvar Pétursson, Stefán Máni, Steinar Bragi og Magnúx Gezzon sem jafn- framt er ritstjóri. Gospelhelgi hjá Hjálpræð- ishernum HJÁLPRÆÐISHERINN stendur fyrir gospeltónleikum á Ingólfstorgi á laugardag kl. 20. Norrænn gospelkór mun syngja og einnig gospelkórinn Tehillah frá Tönsberg í Nor- egi. Sigurður Ingimarsson verður kynnir. Gospelmessa verður í Frí- kirkjunni í Reykjavík sunnu- daginn 9. ágúst kl. 16.30. Þar mun Tehillah og Stóri gospelkórinn syngja og gospelsöngvarar frá Keflavík- urflugvelli taka lagið. Miriam Oskarsdóttir verður kynnir. Aðgangur er ókeypis. B ARN ASPÍT AL AS J ÓÐUR Hringsins hefur móttekið 480.000 kr. sem er hluti tekna árið 1997 af rekstri leiktækja fyrir börn sem fyrirtækið Islensk framtíð ehf. sér um rekstur á. I fréttatilkynningu kemur fram að leiktæki séu við eftirtal- in fyrirtæki í Reykjavík og ná- FORSETI landsþings Schleswig- Holtsetalands, Heinz-Wemer Arens og eiginkona hans, frú Antje Arens, komu hingað til lands á mið- vikudag í boði Alþingis. Arens- hjónin dvelja á Islandi til 9. ágúst. I langan tíma hefur verið náið samband milli Alþingis og lands- þings Schleswig-Holtsetalands. Olafur Geir Einarsson, forseti Al- þingis, og aðrir alþingismenn hafa oftlega tekið þátt í hinni árleg „Ki- eler-Woche“, segir í fréttatilkynn- ingu. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað örnefnanefnd sem starfar samkvæmt lögum um bæj- arnöfn sem öðlaðist gildi 1. ágúst sl. Samkvæmt hinum nýju lögum er ömefnanefnd skipuð þremur mönnum til fjögurra ára í senn. Skal einn nefndarmanna tilnefndur af Örnefnastofnun íslands, annar af umhverfisráðuneyti en hinn þriðja, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, skipar ráðherra án tilnefningar. Varamenn skulu skip- aðir með sama hætti. Islensk mál- nefnd skal hafa áheyrnarfulltrúa í nefndinni með tillögurétti og mál- frelsi. Stjórn Örnefnastofnunar Islands hefur óskað eftir að fresta tilnefn- ingu aðalfulltrúa stofnunarinnar í örnefnanefnd uns forstöðumaður Örnefnastofnunar íslands hefur verið ráðinn. Hefur stjórnin því að svo komnu tilnefnt varamann af sinni hálfu. Lög um Örnefnastofn- grenni: Hagkaup í Skeifunni og Smáranum, Nýkaup í Grafar- vogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Hólagarði, Bónus í Holta- görðum og Hafnarfírði, IKEA, KEA Netto, Miðbæ í Hafnarfírði, Kringluna, Flugleiðir, Austur- veri, KÁ og Shell á Selfossi og Hymuna í Borgarnesi. Á íyrra ári kom Heinz-Werner Arens með Öldungaráði landsþings Schleswig-Holtsetalands í kynn- ingarheimsókn til Islands. Landsþing Schleswig-Holtseta- lands hefur haft milligöngu um sýningu listamanna frá Schleswig- Holtsetalandi. Forseti landsþings- ins opnar sýningu laugardaginn 8. ágúst kl. 14. Sýnd verða verk eftir Ilse Ament, Michael Arp, Brigitta Borchert, Johannes Duwe og Peter Nagel. un íslands öðluðust einnig gildi 1. ágúst sl. I örnefnanefnd eiga sæti: Ari Páll Kristinsson, forstöðumaður íslenskrar málstöðvar, formaður. Varamaður hans og jafnframt varaformaður er Stefán Karlsson, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar á Islandi. Jónas Jónsson, fyi-rverandi búnaðarmála- stjóri, tilnefndur af umhverfisráðu- neyti. Varamaður hans er Hrafn Hallgrímsson, deildarstjóri. Gunn- laugur Ingólfsson, orðabókarrit- stjóri, varamaður tilnefndur af Ör- nefnastofnun íslands. Áheyrnarfulltrúi af hálfu ís- lenskrar málstöðvar er Þórhallur Vilmundarson, fyi-rverandi pró- fessor, og til vara Guðrún Kvaran, forstöðumaður Orðabókar Háskól- ans. Aðsetur örnefnanefndar verður fyi-st um sinn í Örnefnastofnun ís- lands, Þjóðminjasafnshúsinu, Suð- urgötu 41, Reykjavík. FERÐAMÁLARÁÐ írlands og Samvinnuferðir-Landsýn efna til Dublinarhátíðar í Perlunni í dag, föstudag, kl. 16:00 til 19:00. Kynntar verða haust- og vetrar- ferðir til Dublin en þangað hafa tugþúsundir íslendinga lagt leið sína undanfarin ár. Ferðamálaráð- herra Irlands, James McDaid, mun flytja ávarp en hann er í stuttri heimsókn hingað til lands, þar sem hann hefur hitt ráðamenn og kynnt sér starfsemi í ferðamálum. Hátíðin er öllum opin en þar verður dreift bæklingi með marg- Námskeið fyrir að- standendur alkóhólista RÁÐGJAFARSTOFA Ragnheiðar Óladóttur hefur fært sig um set og er nú í Síðumúla 33. Þar eru að hefjast aftur námskeið fyrir að- standendur alkóhólista og aðra meðvirka. Ragnheiður hefur starírækt ráð- gjöf fyrir aðstandendur alkóhólista og aðra meðvirka í nokkur ár og verið með námskeið undanfarin 4 ár. Hún byggir allt sitt starf á tólf sporum ÁA og Al-Anon sem hún telur undirstöðu í öllu slíku með- ferðarstarfi, segir í fréttatilkynn- ingu. Flugrán í Fiskinum DIAL History nefnist heimildar- mynd eftir Johan Grimonprez þar víslegum upplýsingum um Dublin. Allir gestir sem koma til hátíðar- innar fá afhentan happdrættismiða og á fimm mínútna fresti verður dregið númer. Viðkomandi fær þá að snúa Lukkuhjóli Samvinnu- ferða-Landsýnar og freista þess að vinna til margvíslegra vinninga, m.a. ferð fyrir tvo til Dublinar. írsk tónlist verður flutt af PKK- tríóinu, Fjórum klassískum og Rússíbönunum. Nokkrir af farar- stjórum Samvinnuferða-Landsýn- ar verða til viðtals og hægt er að bóka ferðir til Dublinar á staðnum. sem fjallað er um sögu flugrána. Myndin verður sýnd í Galleríi Fiskinum, Skólavörðustíg 22c, á morgun, laugardaginn 8. ágúst. Sýningartími myndarinnar er 68 mínútur og verður hún sýnd reglu- lega á opnunartíma gallerísins á morgun frá kl. 14 til 18. Leiðrétt Höfundur tölvuteikningar I myndatexta um snjóflóðavarnir á ísfirði í blaðinu s.l. laugardag láð- ist að geta um höfund tölvuteikn- ingar á fyrirhuguðum vai-nargarði. Það var Árni Jónsson hjá Hnit hf. sem gerði hana og er beðist vel- virðingar á mistökunum. Rangur myndatexti Rangur myndatexti birtist með frétt um skógi-ækt á bls. 8 í blaðinu í gær. Hið rétta er að þama var á ferð hópur fólks við skógræktar- störf við Drangsnes, með Grímsey í baksýn. BOLURNAR BURT! Nýir áhrifaríkir bóluplástrar; - þurrka upp óhreinindi úr bólum - háofnæmisprófaðir - glærir og lítt áberandi - gefa skjótan árangur VICHY UtOMfOIHI PATCH NOUVEAU/NCW BWVtT OÍPOSé PATtNTS TOJPING EXPRESS SPÍCIAl BOUTONS 1'ASmtlS ADHfSIVES WVWBltS hK* N»niCAT)QN tOGMJLW# IA TKEAlMtNT fOR SPOTS ciíAR Aiwrsm cAroris tw PRrasc AmicATKX onio mt mn NORMADERM PEAUX JEUNES A PROBLÉMES FOR VOUNG PROBLEM SKIN USTÍ HYfOAUtRCfNJQUE ■ HYPOAUWCL'flC lUKAait OBtlt [ AtíWI ANH-MSCftOUUS [ ivaamumctiviMi-i ANIMJAC.IfHIM AWNf ASSÍCHE LES BOUTONS DÉS LA 1*« NUIT DRIES SPOTS FROM DAV ONE 0/1 PATCHES COSMÉTIQUES Z.H COSMETIC PATCHES VICHYI LABORATOIRES HEILSULIND HÚÐARINNAR Fæst eingöngu í apótekum Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur lólks í fasteignaleit . rnbi.is/fasteignir Forseti landsþings Slésvíkur-Holtseta- lands í heimsókn Skipað í ör- nefnanefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.