Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.08.1998, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk D06 FOOP?U)ElL,IT USUALLT 6-27 /NO, I PON'T U)ANt\ HASA HEARTV FLAV0R..A i 1 TO KNOU) WHAT A } LITTLE 5PICV..MAYBE A / < v< ) I VáúORM TA5TE5 UKE..y ^ TOVCH OF 6AMINE55... \ j ( o 1 f X [ —ig>—^ | IT "" /* ‘ 1 I ! i Hundamatur? Nú, hann bragðast Nei, mig fýsir ekki að vita venjulega vel... svolítið kryddað- hvernig ormur smakkast... ur... Ef til vill keimur af villi bráð... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hátæknisjiíkrahús hf. Frá Valdimar Kristinssyni: HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA er stöðugt í umræðunni bæði hérlendis og erlendis og virðist stundum í hálf- gerðri upplausn enda þykja erfið- leikar fréttnæmari en árangur á því sviði sem öðrum. Tækninni fleygir fram og sparar oft mikla fjármuni en sumar nýjungar kosta mildð og geta jafnvel verið afar dýrar. Þær auka þó væntingar fólks og kröfur um aukna þjónustu. Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík hafa verið kölluð hátæknisjúkrahús og sagt er að þau stæðu enn frekar und- ir því nafni ef þau yrðu sameinuð. Eitthvað mun uppbygging á nýju sameinuðu sjúkrahúsi hafa verið rædd þótt varla hafi fundist leiðir til fjármögnunar á slíku stórvirki. Fyrir nokkru var sagt frá því að tryggingafélög á Norðurlöndum og víðar væru að leita að skjótri læknis- hjálp erlendis fyrir skjólstæðinga sína. Gæti þetta verið tækifæri fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu? Hægt væri að hugsa sér „Hátækni- sjúkrahús hf.“ sem væri að hálfu í eigu íslenska ríkisins en að hálfu í eigu erlendra tryggingafélaga og jafnvel innlendra líka. Fyrirtækið yrði rekið á hagnaðargrundvelli og hagnaðinn not- aði íslenska ríkið að sínum hluta til lækkunar á kostnaði við dýrasta hluta heilbrigðisþjónustunnar. Með þessu rekstrarformi ætti að vera hægt að greiða laun með tilliti til framboðs í einstökum starfsgrein- um og semja sérstaklega við hæfi- leikafólk á afmörkuðum sviðum. Með því móti yrði rekstraröryggið betur tryggt en ella og nýjasta tækni tiltæk umfram það sem búast má við í svo fámennu samfélagi sem hér er. Og þá yfir í aðra sálma ekki óskylda. Erfðagreining í mórölsku Ijósi Málefni „íslenskrar erfðagrein- ingar“ eru stöðugt til umræðu og nú virðast fleiri ætla að sigla í kjölfarið. Vonandi á þetta eftir að efla þjóðar- búið umtalsvert. Ekki mun af veita svo mjög sem fólk kvartar undan kjörunum. Allt talið um fullkomna varð- veislu heilsufarsupplýsinga hljómar vel í margra eyrum, enda gengið út frá því að fólk vilji að slíkar upplýs- ingar séu á sem fæstra vitorði. Á því eru þó æði margar undantekn- ingar, enda væru þá sumir fjölmiðl- ar ekki fullir af lífsreynslu-sögum samtíðarfólks sem ber kröm sína á torg. Formaður læknafélagsins segir að þeim gangi ekki annað til en standa vörð um hagsmuni almennings. Þetta voru góðar fréttir. Þá verða ekki aftur hópuppsagnir á þeim bæ, en þær koma illa við almenna borg- ara. En svo er önnur hlið á þessum málum öllum. Ef rétt reynist að ís- lenska þjóðfélagið hafi þá sérstöðu að hér sé einstök vísindaleg aðstaða til að gera uppgötvanir sem bættu heilsufar mannkyns, höfum við þá rétt til að standa á móti þeirri staif- semi þótt áhættan kynni að vera ein- hver? Og það jafnvel þótt við hefðum ekki af þessu neina atvinnu og enga fjárhagslega hagnaðarvon? Gæti tölvunefnd svarað móralskri spurningu af þessu tagi fyrir hönd þjóðarinnar? Við vitum hverju Florence Night- ingale hefði svarað. VALDIMAR KRISTINSSON Reynimel 65, Reykjavík Allt í plati Steinþór Jónsson Frá Steinþóri Jónssyni: NÝVERIÐ samþykkti borgarráð Reykjavíkur að gefa opnunartíma veitingahúsa frjálsan. Þessi ákvörð- un kemur í kjölfar töluverðrar um- ræðu um málið og umfjöllun nefndar sem í sæti áttu fulltrúar beggja flokka í borgar- stjóm. Þótt leyfi hafi verið veitt til að hafa veitinga- húsin opin allan sólarhringinn er einungis leyfilegt að selja áfengi til klukkan þrjú að nóttu eins og verið hefur. Fyrstu hugmyndir gengu út að það að selja leyfi til lengri opnun- ar staðanna og mismuna með því aðilum eftir staðsetningu, eðli rekstrar og efnahag fyrirtækis. Sem betur fer hefur sú ekki orðið raunin. Fagna ber öllum þeim ákvörðun- um sem ganga í þá átt að auka frelsi þegnanna og því að markað- urinn fái að stjórna því hvar og hvenær aðilar hans stunda við- skipti. Að leyfa einungis frjálsan opnunartíma veitingahúsa en ekki sölu áfengis er að mínu mati aðeins hálft skref í átt til frjálsræðis og hálfgert plat. Það er líkt og að stór- markaði væri leyft að hafa opið en bannað væri að selja það sem mest væri selt af nema á þeim tímum sem ríkisvaldinu væri þóknanlegt! Hvaða hag ættu veitingamenn að sjá í því að hafa hús sín opin, t.d. til klukkan átta á morgnana, ef bann- að er að selja áfengi milli klukkan þrjú og sex á nóttunni? Ekki verð- ur í fljótu bragði séð að veitinga- menn muni keppast við að hafa staði sína opna með öllum þeim kostnaði sem því fylgir ef tekjur koma ekki á móti. Einhverjir aðilar munu e.t.v. hafa staði sína opna klukkustund lengur til að við- skiptavinir geti klárað veitingar sínar í rólegheitum en varla munu menn leggja í þann kostnað að hafa staðina opna lengur til þess eins að viðskiptavinir geti setið og horft út um gluggann. Hætt er við að reynt yrði að fara í kringum reglur sem þessar og kann það ekki góðri lukku að stýra. Eðlilegast væri að horfið yrði frá forsjárhyggju stjómvalda í máli þessu og þegnum þessa lands treyst til að hafa vit fyrir sér sjálfir. STEINÞÓR JÓNSSON bakari, Hléskógum 18, Reykjavík Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.