Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 192. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rúanda hótar afskiptum af átökunum í Lýðveldinu Kongó Bonnie yfír austurströnd Bandaríkjanna Flóttafólk frá Kongó komið til Tansaníu Dar es Salaam, Kigali, Matadi, Jóhannesarborg. Reuters. FÓLK á flótta undan hernaðarátök- unum 1 Lýðveldinu Kongó (áður Zaire) er farið að skjóta upp kollin- um í Tansaníu, samkvæmt upplýs- ingum Flóttamannahjálpar Samein- uðu þjóðanna í gær. Hafa alls um 1.100 manns komið yfir Tanganjíka- vatn síðan í byrjun ágúst, en átökin í Kongó brutust út 2. ágúst. „Við teljum þetta vera neyðar- ástand,“ sagði fréttafulltrúi Flótta- mannahjálparinnar í Dar es Salaam. Meirihluti flóttafólksins er konur og börn og kemur til Kigoma í vesturhluta Tansaníu. Að sögn hjálparstarfsmanna er fólkið sæmi- lega á sig komið en ákaflega þreytt. Stjórnvöld í Rúanda hótuðu í gær afskiptum af átökunum í Kongó, og sögðu stjórn Kabilas standa að morðum á fólki af tútsí-ættbálkn- um. Rúanda hefur það sem af er veitt uppreisnarmönnum stuðning með óopinberum hætti. Barist í Kinshasha Hersveitir uppreisnarmanna voru í gær komnar að austurhluta höfuð- borgarinnar, Kinshasha, og bárust fregnir af sprengingum og skot- hvellum í borginni, er stjórnarher- inn svaraði árás uppreisnarmann- anna. Læknar á sjúkrahúsi í borg- inni sögðu hundruð hermanna hafa fallið eða særst. Suður-afrískir fréttaskýrendur og heimildamenn innan leyniþjónustu landsins sögðu í gær að uppreisnar- menn í Kongó héldu enn miðstöð sinni í vesturhluta landsins, bænum Matadi, en sættu hörðum árásum á austurvígstöðvunum við Kisangani sem þeir hafa á sínu valdi. Útvarpið í nágrannaríkinu Angóla sagði að þarlendar hersveit- ir, sem sendar hafa verið til að styðja menn Kabilas, hefðu náð Matadi, en suður-afrískir leyniþjón- ustumenn sögðu það rangt. Uppreisnarmenn fullyrtu í gær að þeir hefðu í bardögum um Kins- hasha fellt allt að 30 liðsmenn her- sveita nági’annaríkisins Zimbabwes, sem sendi Kabila liðsauka. Hálf milljón manna yfirgef- ur heimili sín Wilmington, Canaveral-höfða. Reuters. FELLIBYLURINN Bonnie náði ströndum Norður- og Suður-Karó- línu í Bandaríkjunum síðdegis, að íslenskum tíma, í gær. Auga stormsins var 90 km undan Cape Fear á strönd Norður-Karólínu klukkan sex síðdegis en þá náði vindhraði i borginni Wilmington, við ósa Cape Fear árinnar, 160 km á klukkustund. Veðurfræðingar vör- uðu við því að Bonnie hefði hægt á sér og gæti verið einn og hálfan sól- arhring á leið sinni yfir ströndina, en umfang bylsins er gífurlegt eða um 700 km. Um hálf milljón manna í Norður-Karólínu hefur þurft að yf- irgefa heimili sín vegna fellibylsins. Geimvísindastofnun Bandaríkj- anna (NASA) lýsti því yfir í gær að fellibylurinn Bonnie væri „þungað- ur“, þ.e.a.s. að stormurinn hefði tvö augu. Flugmaður frá NASA, sem varð þessa vísari í eftirlitsflugi, lýsti því sem svo að minna fellibylsský hefði myndast eins og hvelfing ofan á Bonnie. Að sögn vísindamanna hjá NASA er þetta í fyrsta sinn sem menn verða vitni að slíkri „þungun" en þeir töldu litlar líkur til þess að minni bylurinn sliti sig frá Bonnie. Búist við/22 Mæður mótmæla í Alsír ALSÍRSKAR konur gripu til mótmælaaðgerða nærri mann- réttindaskrifstofu í Algeirsborg í gær. Mæður héldu á lofti myndum af börnum sínum og skyldmennum, sem saknað er og ekki er vitað hvort eru lífs eða liðin, og kröfðu stjórnvöld skýringa. Hundruða er saknað og tugþúsundir hafa látið lífið í vargöldinni í Alsír síðastliðin sex ár. Líbýu- stjórn ,jákvæð“ Túnis, London. Reuters. STJÓRNVÖLD í Líbýu tilkynntu í gær að þau myndu bregðast á ,já- kvæðan hátt“ við áætlun Breta og Bandaríkjamanna um að kalla Líb- ýumennina tvo, sem gi-unaðir eru um að hafa staðið að Lockerbie-til- ræðinu, fyrir dómstóla í Hollandi. í yfirlýsingu frá líbýska utanrík- isráðuneytinu, sem lesin var í líb- ýska sjónvarpinu, var ekki tekið fram hvort Líbýustjórn hefði sam- þykkt áætlunina. I yfirlýsingunni sagði að nauðsynlegt væri að binda enda á þær efnahagsþvinganir sem Líbýa hefði verið beitt. 270 manns fórust er Pan American-þota sprakk á flugi yfir Lockerbie í Skotlandi í desember 1988. Cook fagnar yfirlýsingunni Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, fagnaði yfirlýsingunni, en hafði þó fyrirvara á, og sagði nauðsynlegt að ganga úr skugga um að Líbýumenn settu engin skil- yrði fyrir endanlegu samþykki. Verðfall á heims- mörkuðum HLUTABRÉF á mörkuðum i Asíu, Bandaríkjunum og Evr- ópu héldu áfram að falla í verði í gær. Þróun efnahags- mála í Japan og Rússlandi létti ekki brún fjárfesta. Dow Jones vísitalan féll um 79 punkta og var 8.523 við lokun í Bandaríkjunum. I Tókýó seig Nikkei-vísitalan um 1,4%. í Þýskalandi lækkaði DAX-vísitalan um 2,6%. Norskir bankar héldu í gær áfram að hækka vexti. Den Norske Bank tilkynnti 2,5% prósentustiga hækkun á vöxt- um húsnæðislána bankans og nema þeir nú 9%. Seðlabanki Rússlands stendur ráðþrota gagnvart lækkun rúblunnar Háværar kröfur gerðar um afsögn Jeltsíns forseta Moskvu, Washington, París, Köln. Reuters. KREPPAN í Rússlandi ágerðist í gær þegar gengi rúblunnar gagn- vart erlendum gjaldmiðlum lækkaði verulega. Lokaði rússneski seðla- bankinn tímabundið fyrir skipti á rúblum og Bandaríkjadollurum. Standa stjórnendur bankans gjör- samlega ráðþrota og sögðust ekki lengur geta stutt við bak rúblunnar, en gengi hennar gagnvart þýska markinu féll um fjörutíu prósent í gær. Stjórnmálaástand er einnig mjög ótryggt og gerast kröfur um afsögn Boris Jeltsíns, forseta Rúss- lands, háværar. Orðrómur var á kreiki um að Tsjernomyrdín, starfandi forsætis- ráðherra, hefði stuðning rússneska hersins til að velta Jeltsín úr sessi. Fréttafulltrúi forsetans sagði hann hins vegar enn við stjórn og allar vangaveltur um annað „heimskuleg- ar“. Fulltrúar í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, hétu því í gær að sækja Jeltsín ekki til saka fyrir embættisafglöp eftir að hann hættir í embætti, hvort sem það verður eft- ir kosningar árið 2000 eða fyrr, ef hann samþykkir að auka völd Dúmunnar á kostnað valda forseta- embættisins. Jeltsín mætti ekki starfa í Kremlín í gær og lék lengi vel vafi á hvar hann væri niðurkominn. Kom síðar í ljós að Jeltsín hafði ákveðið að vera um kyrrt á heimili sínu í út- hverfi Moskvu. Sagði Gromov að Jeltsín hefði rætt við Tsjernomyrd- ín og að hann hefði einfaldlega ákveðið að sinna störfum sínum heima. Germadí Sjúganov, leiðtogi kommúnista, kvað í gær afsögn Jeltsíns og nýjar forsetakosningar forsendu þess að hægt yrði að bregðast við efnahagskreppunni. Gífurlegt verðhrun niblunnar Gengi rússnesku rúblunnar gagn- vart þýska markinu hrundi niður úr öllu valdi í gær eftir að rússneski seðlabankinn hafði fyrr um daginn ógilt skipti á rúblum og dollurum. Hafði rúblan þá þegar fallið um fimm prósent, í 8,26 gagnvart dollar- anum, frá deginum áður. Itar-Tass-fréttastofan hafði eftir Viktor Tsjernomyrdín að hann værí afar óánægður með störf seðla- bankans undanfarna tvo daga. Var talið að hann hygðist ræða við Sergej Dúbínin, forstjóra bankans, en ekki var ljóst hvort breytinga væri að vænta í yfirstjórn seðla- bankans. Miehel Camdessus, framkvæmda- stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), átti óvænt fund með Tsjernomyrdín og Leoníd Kútsma, forseta Úkraínu, á Krímskaga í gær en IMF stendur á bak við rúmlega 22 mOljarða dollara fjárhagsaðstoð sem Rússar tryggðu sér í síðasta mánuði. Aðstæður hafa hins vegar breyst mjög til hins verra og virtist sem bæði leiðtogar Evrópuríkja og Bandaríkjanna hefðu í gær ákveðið að þvo hendur sínar af vandræðum Rússlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.