Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sameiginlegt framboð félagshyggjuflokka Fulltrúi Kvennalista segir viðræður á viðkvæmu stigi Flogið með dýran rallbíl RALLKAPPARNIR Hjörtur P. Jónsson og Isak Guðjónsson fengu glænýjan Toyota Corolla rallbíl í hendurnar í gær frá Englandi, sem sérsmíðaður var fyrir íslenskar aðstæður. Bílinn á að nota i alþjóðarallinu i næstu viku og því þurfti að fljúga með bílinn, sem metinn er á liðlega 10 milijónir króna, til að hann næði í tæka tíð frá Englandi. Kaup á bílnum eru gerð í sam- vinnu Toyota og Skeljungs, en samkeppni milli bílaumboða í rallakstri hefur aukist verulega á þessu ári. Toyota hefur forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna á sams konar bíl sem er metinn á 35 milljónir króna með öllum búnaði. Islenska útgáfan er ódýr- ari útfærsla og segir Hjörtur að markmiðið sé að ná Islandsmeist- aratitli á bílnum á næsta ári. Al- þjóðarallið verði notað sem próf- raun á bílinn. ■ Verðum að/C3 GUÐNÝ Guðbjörnsdóttir, fulltrúi Kvennalista í viðræðum um sam- eiginlegt framboð félagshyggju- flokkanna, sagði eftir fund með fulltrúum Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags í gær, að viðræðurnar væru á viðkvæmu stigi. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, sagði að fundurinn hefði verið mjög góður. Guðný sagði að farið hefði ver- ið yfir ýmsa þætti, sem Kvenna- lista hafi þótt nauðsyn að kæmu inn í samstarfssamning flokkanna og vonaðist hún til að þær við- ræður héldu áfram. „En viðræð- urnar eru á viðkvæmu stigi,“ sagði hún. A fundinum var rædd óánægja Kvennalistans með viðræður sem verið hafa í gangi undanfarið milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. „Auðvitað skapar slíkt tnúnaðar- brest sem þarf að vinna úr,“ sagði Guðný. „Það er félagsfundur hjá okkur í kvöld og ég geri ráð fyrir að viðræður haldi áfram um þenn- an samstarfssamning sem við opn- uðum í gær. Eg held að við séum að fara inn í mjög erfitt ferli sem tekur ákveðinn tíma. Við höfum eingöngu rætt málefnagrundvöll- inn í eitt ár eða svo en það er margt annað sem þarf að ræða og þær viðræður eru að hefjast." Rætt um fyrirkomulag samstarfsins „Við erum að byrja að ræða um fyrirkomulag samstarfsins og hvernig staðið verður að fram- haldinu," sagði Margrét Frímannsdóttir í gær. „Ég held að þetta hafi verið mjög góður fundur og skýrt ýmislegt sem þörf var á að ræða.“ Margrét sagði það ekki rétt að Kvennalistinn hefði verið útundan í viðræðunum. „Þetta er misskilning- ur sem kom upp og ég vona að hafi verið leiðréttur," sagði hún. „Eðli málsins samkvæmt hefur A-flokk- ana greint verulega á um ýmis stefnumál. Þetta er ági-einingur sem á sér jafnvel áratuga sögu og eðlilega þuiftum við, til að skapa traust milli flokkanna, að samræma okkar málflutning og sjá hvar við getum náð saman og nálgast. Við tókum þá ákvörðun að fara í þá vinnu og þar var ekki komið inn á stefnu Kvennalistans né á nokkurn hátt verið að fara á bak við þær. Við töldum eðlilegt að byggja upp þetta traust okkar á milli og reyndar er það nauðsynlegt fyrir samstarfið.“ Fæðingardeild Landspítalans 210 börn hafa fæðst í ágúst í GÆR höfði fæðst 210 börn á fæð- ingardeild Landspítalans það sem af er ágúst en búist var við óvenju mörgum fæðingum í þeim mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildinni er enn von á um 30 fæðingum fram til mánaðamóta samkv. sónarmælingum en auk þess má gera ráð fyrir milli 20 og 30 fæðingum kvenna af lands- byggðinni. Af þeim 210 börnum sem fæðst hafa í ágúst eru sex tví- burafæðingar en tvíburum hefur fjölgað verulega með tilkomu glasafrjóvgunar. í júlí fæddust 290 börn á deild- inni en rétt er taka fram að fæðing- ardeild Sjúkrahúss Suðurnesja var þá lokuð vegna sumarleyfa og um 40 konur þaðan fæddu á Landspít- alanum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson BÍLLINN var fluttur flugleiðis frá Englandi til Keflavíkur í gær. Læknafélagið harmar orð forsætisráðherra Segist standa við hvert orð STJÓRN Læknafélags íslands hef- ur sent frá sér ályktun, þar sem hún harmar þau ummæli Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra, að við- kvæmra persónuupplýsinga í vörslu lækna sé gætt af ábyrgðarleysi og að þær liggi óvarðar og aðgengileg- ar óviðkomandi aðilum. Ekki náðist í forsætisráðherra í gær en í frétt- um Ríkisútvarpsins sagði hann ályktunina þóttafulla og að hann stæði við hvert orð. í ályktun stjórnar Læknafélags- ins kemur fram að hún telji að yfir- lýsing af þessu tagi sé einungis til þess fallin að skapa öryggisleysi sjúklinga og skaða málefnalega um- ræðu um frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Stjórnin líti svo á að ráðherra skuldi læknum og öðrum heilbrigðisstarfs- mönnum skýringar á orðum sínum og afsökunarbeiðni. í frétt Ríkisútvarpsins sagði for- sætisráðherra að í orðum hans hefði falist, það sem síðar hafi verið stað- fest, að trúnaðarsamtal sjúklinga við lækna á sjúkrahúsi sé vélritað upp og að aðrir heilbrigðisstarfs- menn hafi síðan aðgang að. Þrátt fyrir að starfsmennimir séu bundn- ir trúnaði sé sjúklingi ekki gerð grein fyrir að hundruð starfsmanna eigi auðveldan aðgang að upplýsing- um. Þetta kallaði hann að upplýs- ingar lægju á glámbekk. Síðan hafi landlæknir farið inn á spítalana og þá hafi komið í ljós að sums staðar hafi upplýsingar legið á glámbekk í gamla skilningi þess orðs. Það hefði honum ekki dottið í hug að gerðist ennþá. Stangveiði á mbl.is NÚ má finna allar helstu upp- lýsingar um stangveiði á Fréttavef Morgunblaðsins. Vef- urinn skiptist í efnisþættina laxveiði, silungsveiðiár, vatna- veiði, sjóbirtingur, sjóbleikja, hálendisveiði, ísdorg, strand- veiði og sjóstangaveiði. Hverj- um efnisþætti er síðan skipt niður landfræðilega í Suðvest- urland, Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austurland og Suðurland. Innan hvers land- svæðis má síðan sjá t.d. þær ár sem boðið er upp á. Sé smellt á nafn viðkomandi ár birtist kort ásamt skrifaðri lýsingu. Sé í framhaldi af því smellt á lítið Islandskort birtist stærra kort af svæðinu. Innan efnisþáttarins Há- lendisveiði má einnig sjá GPS- staðsetningartölur, veiðimönn- um til glöggvunar. Nálgast má vefinn með því að tengjast Fréttavef blaðsins, velja í framhaldi efnisþáttinn Iþróttir og smella á hnapp vinstra megin sem heitir Norð- urferðir. Vefurinn er í eigu fyrirtækis- ins Norðurferða. Fánum stolið frá Astjörn Landssíminn býður símaþjónustu um Netið LANDSSÍMINN lækkar símtöl til Bandaríkjanna um 13% 4. september nk. Kostar mínútan á dagtaxta þá 47 kr. í stað 54 kr. Verð á næturtaxta helst óbreytt, 40,50 kr. Síðar á ái-inu hyggst Landssíminn bjóða upp á símaþjónustu um Netið. í frétt frá Landssímanum segir að fyrirtækið fyrirhugi á næstunni að bjóða viðskiptavinum sínum enn frek- ari lækkun símtala til útlanda. For- senda lækkunar nú sé samkomulag sem náðst hefur við bandarísku síma- fyrirtækin AT&T, MCI og Sprint um lækkun endastöðvagjalda. Unnið sé að samningum við fleiri alþjóðleg símafyrirtæki í þeim tilgangi að ná fram enn meiri lækkun á kostnaði við símtöl og gagnaflutning milli Islands og annarra landa. Þróun í tækni sem notuð er við að flytja símtöl yfír Netið hefur verið hröð. Landssíminn hyggst síðar á ár- inu bjóða upp á símaþjónustu um Netið. Enn hafí ekki verið settar sömu kvaðir á þessa tegund síma- þjónustu og séu á almennu símaþjón- ustunni og því sé hægt að bjóða sím- töl um Netið á lægra verði en almenn millilandasímtöl. ÞREMUR fánum var stolið frá sum- arheimilinu Ástjöm aðfaranótt laug- ardags síðastliðins, færeyska fánan- um, þeim íslenska og sérstökum Ástjamarfána. Bogi Pétursson, forstöðumaður Ástjamar til 52 ára, biður þjófana vinsamlegast um að skila fánunum. „Þetta era dýrir fánar og mér finnst verst sú vanvirða sem okkur var sýnd með þessu háttalagi." Áður hefur fána verið stolið en þjófurinn sá að sér og skilaði honum aftur. Var þvi ekki lögð fram kæra og segir Bogi að þjófamir verði ekki kærðir nú skili þeir fánunum. Sérblöð í dag VIÐSKIPn AIVINNULÍF HEILDVERSLUN Hveiti- umboð Danól kaupir Juvel umboðið/D2 FERÐAMENN Bíla- leigur Uppgangur hjá flestum/D4 Kvennalandsliðið tapaði 2:0 í Svíþjóð/C5 ••••••••••••••••••••••••••• KR-ingar deildarbikar- meistarar í fyrsta sinn/C5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.